Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.05.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 22.05.1951, Blaðsíða 1
r umctö uruux XXI. árg. Þriðjudaginn 22. maí 1951 18. tbl. HÖSMÆBRASKÖU AKUREYRAR starfar við ákjósanlegustu skilyrði Akureyri vekur athygli manna fyrir mikla sumarfegurð, en hún er líka athyglisverður skplabær. Þegar sumarið kveður og vetur- inn kemur, er það skólaæskan, sem setur svip sinn á bæinn. Við höfum lengi haft ágæta skóla í bóklegum efnum svo og iðnskóla. Haustið 1945 rættust vonir kvenna hér í bæ um hús- mæðraskóla. Frk. Jóninna Sigurðardóttir, formaður Húsmæðraskólafélags Akureyrar, bauð fréttamönnum blaðanna hér í bænum til viðtals í skólanum fyrir nokkru í kynn- ingarskyni. Gafst fréttamönnum kostur á að sjá skólann á virkum degi og stúlkurnar að starfi í eld- húsi, þvottahúsi, við strauningu, sauma og vefnað. Húsakynnum skólans finnst mér háttað sem næst því, er ég hef hugsað mér heimili framtíð- arinnar: rúmgóð, björt og hlý. Er. skólinn allur óvenju vistlegur og minnir mest á fyrirmyndar heimili. Húsbúnaður er allur af íýjustu og hagkvæmustu gerð og iil alls vandað. Umgengni með ágætum. I dagstofunni, sem er mjög á- nægjuleg, sitja stúlkurnar við vinnu sína á kvöldin og hlýða á útvarp. Á föstudagskvöldum eru sérstakar kvöldvökur, þar sem stúlkurnar skemmta sjálfar á víxl. Skólinn rúmar 48 stúlkur, og er unnið í fjórum flokkum, 12 í hvorum, þegar fullskipað er. — Auk þessa hafa verið haldin sýni- kennslunámskeið í matreiðslu á vegum skólans og hefur forstöðu- konan, frú Helga Kristjánsdóttir, kennt á þeim. Þau byrjuðu í fyrra vetur. Þá rak hvert námskeiðið annað og alltaf fullskipað. Nám- skeiðunum hefir verið haldið á- fram í vetur, en aðsóknin hefir verið nokkuð minni, sem eðlilegt er, því að í ekki stærri bæ er það að sjálfsögðu alltakmarkað, hvað margar konur sækja eftir slíku riámi. Flestir álíta brýna nauðsyn á því, að heimavist sé í húsmæðra- skólanum, En ég held, að það sé ekki svo mjög aðkallandi. Stúlk- urnar fara flestar eða allar i skól- ann með þeim ásetningi að nema og vinna sem mest á skömmum tíma og eru orðnar nokkuð þrosk- aðar, og engin er þar nema einu sinni. Eg held, að óþarft sé því að álíta, að slúlkur noti sér ekki vel skólavistina, og að þörf sé á neimim heraga eða útilokun. Árið sem leið, þegar þrengjasl fór um atvinnu, tók að bera nokk uð á því, að stúlkur gætu ekki sótl húsmæðraskólann vegna þess, að þær fengu þá ekki atvinnu sína aftur að námi loknu. Hefir þetta, svo og versnandi fjárhagur al- mennings að öðru leyti, valdið þvi, að húsmæðraskólinn hér hefur ekki verið fullskipaður í vetur (og svo mun hafa verið um fleiri húsmæðraskóla) þrátt fyrir hin ákj óstanlegustu skilyrði, hvað húsakost, kennslu og stjórnsemi snertir. Það væri vel séð, ef atvinnu- veitendur sýndu meiri víðsýni í þessum efnum og veittu þeim stúlkum áfram atvinnu sína að námi loknu, sem færu í hús- mæðraskóla, ef því væri með nokkru móti viðkomið. Með því væri viðurkennd nauðsyn þess fyrir þjóðfélagið, að stúlkur byggju sig undir húsmóðurstarf- Alþýðumaðurinii stækkar Með þessu blaði stækkar Alþm. allverulega, og er svo til ætlazt, að blaðið komi út í þessu broti framvegis, unz annað kann að verða ákveðið. Vonast útgefendur blaðsins til þess, að með þessu verði talsvert hægt að auka Iesmál og gera það fjölbreyttara en hingað til hefir verið kostur. Er velunnurum blaðsins, í sveit og bæ, sérstak- lega á það bent, að aðsent efni er alltaf vel þegið, ekki sízt vegna þess að ritstjórn öll er tómstunda- verk, og því næsta lítil von til, að ritstjórinn einn geti gert blaðið svo íjölbreytt og vel úr garði, sem æskilegt væri. Arsfundur Mjólkur- samlags K. E. A. var haldinn 10. maí s. 1. I skýrslu samlagsstjóra, Jónasar Kristjáns- sonar, segir, áð Samlagið hafi tekið móti' 7.663.530 lítrum mjólkur og sé það 6.8% meira magn en árið 1949. 32,7% mjólk- urinnar seldist óunnin til neyt- enda, en 67,3 % fór til smjör — osta — skyr — og kaseingerðar. Af innveginni mjólk fóru 97.16 % í 1. og 2. gæðaflokk. Utgreitt verð mjólkurinnar til framleiðenda varð kr. 1.80, en tillag frá verðjöfnunarsjóði var ekki komið, og er búizt við ein- hverri uppbót á áðurgreint verð. A fundinum kom fram, að snjó mokstur á samlagssvæðinu hefði orðið um 200 þús. kr., og af því yrðu bændur og héraðsstjórnir að greiða alll að helming. Til íþróttafélaganna. Stjórn Iþróttabandalags Akureyrar heitir á meðlimi allra íþróttafélaganna í bænum að taka þált í sanmorrænu sundkeppninni, byrja sem íyrst a'ð' æfa og þreyta sundraunina, þegar þeir fínna sig færa til þesv. Leiðrétting. Þau mistök urðu í síð- asta tbl. 'Vlþýðumannsins, þar sem sagt er frá aðalfundi F. U. J., a'ð nafn meðstjórnandans Fals Friðjónssonar féll niður. Er hann beðinn velvirðing- ar á þessu. ið, sem konur allflestar gera að ævistarfi smu. Og það er óhætt að segja, að stúlka, sem hefur stundað nám bæði bóklegt og verklegt í húsmæðraskóla, af eins miklu kappi og gert er þar, er starfhæfari á eftir við hvers kon- ar vinnu sem er, þó að óskyld sé, því að hún hefur lært að vinna af alúð. Þorbjörg Gísladóttir. Viðtækasta vinnudeila hér á landi leyst Akveðin og samhent forysta A. S. I. og sunnlenzkra verkalýðsfélaga færir verka- lýð laridsiiis verulegar kjarabætur Samið um, að full vísitala, endurskoðuö á þriggja mánaða íresri verði greidd á allt taxtakaup, sem er jafnt eða lægra en Dagsbrúnarkaup í almennri verkamannavinnu. — Sama krónuhækkun ó hærra kaup. Þegar ríkisstjórn, fjand- samleg alþýðunni, situr að völdum. Maímáriaðar í ár verður trú- lega lengi minnzt sem mesta verk- fallsmánaðar, er yfir þessa þjóð hefir gengið. Verkfallið hófst þegar í byrjun mánaðarins hjá vegagerð ríkisins sunnanlands og hafði þær afleiðingar, sam- kvæmt frásögn stj órnarblaðsins Tímans, að Suðurland allt var sem í herkví. Mjólk komst ekki til mjólkurbúa eða Reykjavíkur og áburður eigi úr Reykjavík austur til bænda. Aðfaranótt s.l. föstudags hófu svo 19 verkalýðs- félög sunnan- og vestanlands verkföll og 2 bættust við á laug- ardag, 3—4 í gær og yfirvofandi verkföll hjá fleirum. Allt atvinnu- líf var þannig. lamað. Ástæðan til verkfallanna er, svo sem allir vita, síendurteknar árásir núverandi ríkisstjórnar á kjör launþega í landinu, og kröfðust nú verkalýðsfélögin fullrar mánaðarlegrar vísitölu á kaup, en ríkisstjórnin hafði bundið vísitöluna um sl. áramót og hvatt atvinnurekendur til að hvika hvergi frá því vígi, á hverju sem gengi. Verður það varla í tölum reikn- að, hvert tjón stefna ríkisstjórn- arinnar í málum þessum hefir leitt yfir fjölmargar stéttir þjóð- félagsins og þjóðarbúið í heild. Og er þetta þjóðinni áþreifanleg sönnun þess, hvernig fer, þegar ríkisstjórn, fjandsamleg alþýð- unni, situr að völdum. Samkomulagsumleitanir c eindögum. Enda þótt aðdragandi verkfall- anna væri langur og því nægur 'tími fyrir ríkisstj órnina til að koma í veg fyrir þau, gerði hún það eitt að hvetja atvinnurekend- ur á bak til að slaka hvergi ti!. Báru því viðræður samninga- nefndar verkalýðsfélaganna í Reykjavík og atvinnurekenda engan árangur, og fyrst þegar verkföllin eru farin að valda miklu öngþveiti og tjóni, lætur sáttasemjari ríkisins málið til sín taka að boði ríkisstjórnarinnar. Hefði ríkisstjórnin strax *ekið á málunum með velvild og skiln ingi, hefði aldrei þurft til nokk- urrar vinnustöðvunar að koma. Er trúlegt, að bændur á Suðin- landi verði Framsókn og Sjáif- stæði lítt þakklátir fyrir amlóða- háttinn. Boð sáttasemjarans. Fyrstu boð sáttasemjara ríkis- ins virðast hafa verið þau, að greiða skyldi fulla vísitölu á Dagsbrúnartaxta . í almennri vinnu (kr. 9.24) og sömu krónu- hækkun á aðra liði vinnutaxta. Miða skyldi við vísitölu 1. júní og síðan haldast óbreytt kaup- greiðsla í 6 mánuði, þá skyldi uppbót endurskoðuð á ný. Einn- ig mun hafa verið talað ' ú'in' kaupvísitölubreytingu á þriggja máhaða fresti, en þá því aðeins, að vísitala hefði hækkað um 5 stig eða meira. Um þessi bbð stóðu samningafundir alla sl. laugaidagsnótt. Enda þótt hér væri að vísu veruleg tilslökun frá fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar, var þó ekkert boðið nema það, sem gengis- lækkunarlögin gerðu upphaflega ráð fyrir, en ríkisstjórnin síðar sveik. Var því varla von til, að fulltrúar verkalýðsfélaganna í (Framhald á 4. síðu.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.