Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.05.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 29.05.1951, Blaðsíða 1
Wbíjkma^uttfux 3JA \ XXI. árg. Þriðjudagur 29. maí 1951 19. tbl. 15 ffiilj. kr. veittar fir mötvirflis- sjúöi til Laxár- og Sogsvirkjunar Fé þessu verður varið til greiðslu á inn- lendum kostnaði við vrkjanirnar Karfabræðslan í Krossa- raesi gengur vel Ríkisstjórnin tilkynnti síðast- liðinn föstudag, að samkvœmt ósk hennar hejðu bandarísk stjórnarvöld fallizt á, að veittar verði úr mólvirðissjóði 11 millj. króna til Sogsvirkjunarinnar, en 4 millj. til Laxárvirkjunarinnar. Eru þetta fyrstu greiðslur úr mót- virðissjóðnum. Þessum fjárhœð- um verður varið til greiðslu á innlendum kostnaði við virkjan- irnar. Ríkisstj órnin lánar Sogs- og Laxárvirkjununum þær 15 millj. króna, sem nú verða veittar úr mótvirðissjóði. Gert er ráð fyrir að afborganir og vextir lánanna renni í sérstakan sjóð, sem síðan ¦¦ erður notaður til frekari fram- kvæmda. I tilkynningu ríkisstjórnarinn- ar um þetta segir ennfremur: „Eins og kunnugt er, er and- virði þeirra vara, sem keyptar eru fyrir óafturkræf Marshallfram- lög, greitt inn í mótvirðissjóð hjá Landsbanka íslands. Um síð- ustu mánaðamót nam mótvirðis- sjóðurinn 143 milljónum króna. Má búast við, að innstæðufé mót- virðissjóðs hækki verulega á þessu ári eftir því sem vörur fyrir Kantötukór Akur- eyrar farinn í söng- för sína Kantötukór Akureyrar hélt konsert í Samkomuhúsi bæjarins s.l. miðvikudag og fimmtudag fyrir húsfylli og við beztu undir- tektir. Flutti kórinn þætti úr ora- tór'unni Strengleikj um eftir Björgvin Guðmundsson, tónskáld, en söng auk þess nokkur þjóðlög og smálög eftir ýmsa íslenzka höfunda. Á sunnudagsmorguninn lagði kórinn af stað héðan með bíium til Reykjavíkur. Kvaddi Karlakór Akureyrar hann með söng og ávarpi á Ráðhústorgi, og Kan- tötukórinn kvaddi með söng. — Fjölmenni mikið var viðstatt og árnaði ferðafólkinu fararheilla með dynjandi húrrahrópum. Marshallframlög koma til lands- ins. Þessi framlög hafa gert kleift að auka innflutning á ýmsum nauðsynjavörum um leið og hömlur á innflutningi þeirra hafa verið afnumdar. En auk þess, sem þessi gjaldeyrisaðstoð hefir bætt svo mjög verzlunarástandið, sem raun ber vitni um, myndar hún um leið mótvirðissjóð, sem ann- ars vegar stuðlar að efnahagslegu jafnvægi innan lands, en hins veg- ar verður notaður til að styðja hinar nauðsynlegustu , fram- kvæmdir, er munu auka fram- leiðslu og bæta lífsskilyrði lands- manna." Mörgum mun verða á að brosa að auglýsingabragðinu af til- kynningu þessari, og meðal ann- arra orða: Samþykkti þingið ekki í vetur að leita drjúgum hœrra framlags en þetta til virkjananna úr mótvirðissjóðnum? ___*___ Öngþveiti í Reykja- vík meðal leigjenda Algert afnám húsaleigulaganna í Reykjavík frá og með 14. maí s. 1. hefir skapað hið mesta vandræðaástand hjá fjölmörgum leigjendum þar. Hafa margir, sem húseigendur sögðu upp húsnæði, engra íbúða getað aflað sér og orðið að bíða útburðar sam- kvæmt kröfum húseigenda. Tíminn, blað stjórnarforyst- unnar, ritar daglega af mikilli vandlætingu um þessi augljósu vandræði, er virðast með öllu hafa gleymt því, að þau eru til komin fyrir aðgerðir stjórnar- flokkanna, sem samþykktu í vet- ur algert afnám húsaleigulaganna, nerna bœjarstjórnir ákvœðu ann- að. Ihaldið í Reykjavík vildi ekk- ert gera í málinu leigjendum til verndar, því er komið sem kom- ið er. Hér á Akureyri samþykkti bæjarstjórnin hins vegar að láta ákvæði húsaleigulaga um íbúð- arhúsnæði gilda áfram. Er skylt að geta þess, að þar réði miklu afstaða formanns húsaleigunefnd- Akureyrartogararnir stunda nú allir karfaveiðar og leggja aflann upp í Krossanesi. Afla þeir vel. Rétt fyrir helgina kom t. d. Harð- bakur inn með 396 lestir eftir viku aflaferð. I gær var Jörund- ur að landa, og sagður vera með á 4. hundrað tonn. Síðasdiðinn laugardag haíði Krossanesverksmiðja tekið við 1840 lestum í bræðslu og unnið 245 lestir af mjöli, en 70 lestir af lýsi. ~*~ Framkvæmdir vegna sementsverk- smiðjunnar á Akra- nesi Á Akranesi mun innan tíðar verða hafizt handa um allmiklar framkvæmdir vegna fyrirhugaðr- ar sementsverksmiðju, sem hefir verið ákveðið að reisa á Akra- nesi, eins og kunnugt er. Mun verða unnið á Akranesi í sumar fyrir talsvert á aðra milljón króna. Fiamkvæmdir þær, sem hér er um að ræða, eru til að bæta hafn- arskilyrð'n, og munu vera þáttur í heildaráætlun um höfnina á Akranesi, en þær framkvæmdir, sem unnið er að í.sumar, mun vera ráðist í fyrr en upphaflega var ætlað, þar sem gera má ráð fyrir, að hvað líður fari að kom- ast skriður á undirbúning að sementsverksmiðjunni. Bygging hennar mun þó vart hefjast á þessu ári. Unnið verður í sumar að varn- argarði og bryggju og gatnagerð við höfnina. SKÓGARÞRASTARHJÓN hafa búið sér hreiður á syllu yfir suðurglugga á Hafnarstrœti 103, íbúð Finns Arnasonar, garðyrkju- ráðanautar. Blasir bústaður ungu hjónannai við af götunni og var mikið annríki þarna, meðan á hreiðurgerðinni stóð. ar, dr. Kristins Guðmundssonar. Reyndist hann þar skilningsbetri á vandræði leigjenda en flokks- bræður hans á þingi. Svo beizlar tœknin eitt prúðasta vatnsfall landsins, Laxá. Tjón [bænda af harðindun- um 1949^ nam 6,3 milj kr. .* Tjón einstaklinga mest í N.-Þing. I Arbók Landbúnaðarins, 1. hefti 1951, sem nýlega er komin út, er gerð grein fyrir tjóni bœnda á Norðausturlandi af völd- um harðindanna vorið 1949. Er aðeins reiknað út tjón bænda í þeim sýslum, sem harð ast urðu úti, en það voru Þing- eyjarsýslur báðar og Norður- Múlasýsla. Samtals er tjónið í þessuro þremur sýslum metio á rösklega 6.3 millj. króna, og er talið, að tjón bænda í þeim hreppum, sem mest afhroð guldu, h'afi orðið sem næst 12 þúsund krónur á hvern bónda að meðal- tali. Sauðanesshreppur í N.- Þing. var harðast leikinn af völd- mu harðindanna. Þegar hver sýsla er tekin út af fyrir sig, hefir tjón bænda orðið tiltölulega mest í Norður-Þing- eyjarsýslu. Þar hafa 210 bændur orðið fyrir 1630 þús. kr. tjóni, eða sem svarar 8 þús. kr. á hvern bónda. í Norður-Múlasýslu urðu 405 bændur fyrír 2512 þús. kr. tjóni, eða sem svarar rúmlega 6 þús. kr. á hvern bónda. I Suður- Þingeyjarsýslu urðu 463 bændur fyrir 2210 þús. kr. tjóni eða 4800 kr., á hvern bónda að meðaltali. Tjónið af harðindunum er örðugra að meta í Eyjafjarðar- sýslu, Skagafjarðarsýslu, Húna- vatnssýslu og suðurhluta Stranda- sýslu. Fjárskipti höfðu nýlega farið fram á þessu svæði öllu, bændur þar höfðu flestir gnæJÖ fóðurs, er þeir hugðust geyma td næstu ára, er sauðfénu tæki að fjölga. Mestur hluti tjónsins kom fram í því, að þessar fóðurbirgð- ir eyddust, en um þá eyðslu eru engar skýrslur til. .*. K Y N D IL L tímarit ungra jafnaðarmanna, apríl hefti, er nýlega kominn út. Er það fjölbreytt að efni, svo sem: Viðtal við ungan sjómann, 1. maí, dagur hinna vinnandi stétta, eftir Eggert G. Þorsteinsson. •— Prentlist, knattspyrna og stjórn- mál, viðtal við ungan prentara. Burt með kreppu, kauprán og at- vinnuleysi. 1. maí hugleiðing, e. Albelt Magnússon. Hvers vegna er ég jafnaðarmaður, eftir Árna Stefánsson. Skipulagsmál al- þýðusamtakanna, eftir Eggert G. Þorsteinsson. Jafnaðarmenn sam- tíðarinnar: Vincent Auriol. Nýir áskrifendur snúi sér til Kolbeins .Helgasonar afgreiðslu- manns hjá K.V.A. — I lausasölu fæst blaðið í Bókabúð Rikku. Jafnaðarmenn! Gerist áskrif - endur strax í dag, útbreiðið Kyndil. ^

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.