Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Side 1

Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Side 1
XXI. árg. Þriðjudagur 5. júuí 1951 20. tbl. r Ymsum iðntyrirtækjum gert mjög erfitt fyrir með skipulagslausum ínntlutningi Gagnfræðaskóli Akureyrar útskrifar Alvarleg sölutregða á framleiðslunni teflir atvinnuörygginu í hættu. Ágæti skefjalausrar samkeppni og skipulagslauss innílutnings heildverzlananna segir nú til sín hér á landi með ýmsum hætti. Ymsar búðir hafa síðan um nýj- ár fyllzt af vefnaðarvöru. sem verzlunarstéttin er nú tekin að ugga um, að ekki gangi út. Mun það að vísu læpast líklegt, en hins vegar augljóst mál, að þarna er á ferðinni gífurleg fjárfesting í vörubirgðum og á ýmsa lund óhófseyðsla á gjaldeyri, enda þótt ölmusa sé að verulegum hluta. Hitt er lakara, að hinn skipu- lagslausi innflutningur heildverzl- ananna fyrir marshallfé og báta- gjaldeyri er í ýmsum tilfellum að stefna iðnaði landsins í hættu og um leið atvinnu fjölmargra lands- búa- Má í þessu samhandi henda á, að forráðamenn Skóverk- smiðjunnar Iðunnar hér i hæ hafa hvað eftir annað látið j veðri vaka, að uppsagnir starfs- fólks stæðu fyrir dyrum, enda umsetning verksmiðjunnar sögð skuggalega lítil síðan um ITýjár. Sama gildir um Skógerð Kvar- ans, og Dúkaverksmiðja Vigfús- ar Jónssonar er lítið eða ekki starfrækt. Þá berast fregnir um það frá Reykjavík, að iðnfyrirtæki þar séu að stöðvast ýms hver eða i stórkostlegum samdrætti, svo sem ullarverksmiðjan Framtíðin og Álafoss, svo og prjónastofur ýmsar. Sjálfsagt er að viðurkenna það, að íslenzkum iðnaði hefir í ýms- um efnum verið áfátt, og hollt má það teljast, að búa honum heilbrigt aðhald og samkeppni, en þegar skefjaleysið verður slíkt, að það ætlar að ríða hverju iðn- fyrirtækinu af öðru að fullu og svipta fjölda fólks nytsamri at- vinnu, þá eru sannarlega óláns- atburðir að gerast. Nú er það heldur ekki svo, að hér sé um lélega framleiðslu að ræða, a.m.k. engan veginn alls yfir. Skóverksmiðjan Iðunn hef- ir t.d. framleitt síðari árin prýð- isgóðar tegundir af skófatnaði, bæði að útliti og endingu, svo að engin minnsta ástæða hefir verið til að drepa niður sölu þeirra með erlendum skófatnaði. Hefði það einhvern tíma þótt kynleg forspá að sjá það frammi í tím- anum, að Framsóknarflokkurinn ynni að því í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðinu að grafa grunninn undan iðnfyrirtækjum SÍS — og hafa stjórnarforyst- una! Sjálfsagt hefðu þeir Pétur á Gautlöndum, Sigurður í Yzta- felli og Tryggvi Þórhallsson vilj- að óðfúsir lifa það að sitja i slíkri fyrirmyndarríkisstjórn — eða hvað? FRÁ HÁTÍÐAHÖLDUM SJÓMANNA Á AKUREYRI Hátíðahöld sjómanna fóru fram hér i bæ sl. laugardagskvöld og sunnudag samkvæmt auglýstri dagskrá. Var veður hagstætt, sér- staklega á laugardagskvöldið, og fóru hátíðahöldin vel úr hendi. Á laugardagskvöld fór róðrar- keppnin fram og kepptu sveitir kvenna, drengja og karla- Keppni kvenna i 400 m. róðri vann sveit Fataverksmiðjunnar Heklu á 2.13.0 mín., önnur varð sveit Netahnýtingarverkstæðis Kaldbaks á 2.21.9 mín. Sveit frá Æskulýðsfélagi Ak- ureyrarkirkj u úr Glerárþorpi vann kappróður dretigja móti annarri sveit úr sama félagi. Varð sú fyrri 2.37.4 mín. að róa 500 m. Hin var 2.44.4 mín. Kappróður karla, einnig 500 m., vann sveit Vélstjórafélags Ak- ureyrar og var 2.28.8 mín- Onn- ur varð sveit Niðursuðuverk- smiðju K. J. & Co. á 2.34.6 mín. Keppt var um verðlaunabik- ara: Konur unt bikar gefinn af Sápuverksmiðjunni Sjöfn, dreng- ir um bikar gefinn af séra Pétri Sigurgeirssyni og frú og karlar um bikar gefinn af Vélstjórafé- laginu. Má geta þess, að af 13 kapp- róðrum, sem fram hafa farið á sjómannadaginn hér, hefir Vél- stjórafélagið unnið 8. Sunnudaginn hófust aðalhá- tíðahöldin eftir hádegi við sund- laugina. Fór þar frarn stakka- sund 35 m., og vann það Magnús Lórenzson á 45.8 sek. og söntu- leiðis 25 m. björgunarsund á 32.5 sek. Annar maður í báðum sund- unum varð Sigurjón Oskarsson. Tími hans var 47-4 sek. og 32.9 sek. Boðsund rnilli kvenna og karla vann sveit kvenna á 2.16.2 46 gagnfræðinga Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið sl. fimmtudagskvöld að við- stöddu fjölmenni. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, gaf skýrslu um störf skólans á vetrinum en þar stunduðu 282 nemendur :nám, en 278 gengu undir gróf. Samkvæmt hinni nýju fræðslu- löggjöf starfar skólinn bæði i bóknáms- og verknámsdeildum. Deildirnar voru 12, en bekkirnir 4, — Gagnfræðapróf tóku 46 nem- endur, 30 úr bóknámsdeild og 16 úr verknámsdeild. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf hlaut Val- gerður Valtýsdóttir (Þorsteins- sonar frá Rauðuvík) 8.44. Hópur 3ju bekkinga gekk undir lands- próf- 10 ára gagnfræðingar færðu skólanum málverk af Geir Þorm- ar að gjöf. Hafði Friðrik Kristj- ánsson, Viðarholti, orð fvrir þeim, en skólastjóri þakkaði. I skólaslitaræðu lagði skóla- stjóri út af orðunum: „Enginn verður óbarinn biskup." Sigurvegararnir í róðrar- keppni Sjómannadagsins Sveit kvenna: Stýrim. Þórdís Aðalbjörnsdóttir. Ræðarar: Ebba Ebenharðsdóttir, Hrafnhildur Baldvinsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Svala Gunnarsdóttir, Þrúður Gunnarsdóttir, Arnfríður Gunnarsdóttir. Sveit drengja: • Stýrimaður: Gunnar Hjartarson. Ræðarar: Njáll Bergsson, Jóhann Þórðarson, Kristján Hannesson, Gylfi Þorsteinsson. Sveit karla: Stýrim.: Eggert Ólafsson. Ræðarar: Sigmaf Benediktsson, Vigfús Vigfússon, Jóhann Þorsteinsson, Jón Hannesson, Jóhann Guðmundsson, Jón B. Jónsson. mín. Sveit karla varð 2.45.4 mín. Auk þessa var reiptog, hand- knattleikur og naglaboðhlaup fólki til augnayndis og aðhláturs. Um kvöldið voru dansleikir að Hótel KEA og Hótel Norður- landi. Stórvirkar jram rœsluaðjer'Sir skapa landbúnaðinum nýja vaxtar- möguleika. Utanríkisþjón usta n óeðlilega dýr og mannfrek Meðal almennings gætir þess í vaxandi mæli, að honum finnst islenzk stjórnarvöld haga sér varðandi utanríkisþjónustuna lík- ast manngerð þeirri, sem hlotið hefir einkunnina ..flott ræfill“. Þar sé lifað langt um efni fram. Margir bjuggust t. d. við, að núverandi ríkisstjórn mundi grípa tækifærið og fækka sendi- herrunum á Norðurlöndum, þeg- ar Gísli Sveinsson og Jakob Möll- er hættu störfum, og skipa einn sendiherra fyrir öll Norðurlönd- in, en önnur varð raunin á. — Framsóknarfl. mat meira bitling- inn en sparnaðarhugsjónir sínar varðandi Noreg svo sem kunnugl er, en „sparnaður“ Sjálfstæðis- ins er alkunnur í þessum efnum. Lesendum Alþm. til gamans og fróðleiks skal hér birt grein úr Vikutíðindum um þetta efni, nokkuð stytt. Dýr utanríkisþjómjst-a „Kostnaður við sendiráðin er gífurlegur og einn af þeim hnút- um, sem eyðslustjórnarfyrirkomu lagið hefir riðið skattborgurum þessa lands og seinl virðist ætla að leysast, ef núverandi valdhaf- ar halda lengi um stjórnvölinn. Samkvæmt fjárlögum fyrir ár- ið 1951 eru veittar eftirfarandi fjárupphæðir lil 6 sendiherra- og 2 aðalræðismannsembætta: Sendiráðið í: Kaupmannahöfn . . kr. 221.000 Stokkhólmi .......... — 249400 London .............. — 700.600 662.000 669.700 245.500 199.400 57.100 Samtals kr. 3.004.700 Þessu til viðbótar kemur síðan alls konar annar kostnaður, sem nemur nokkuð á aðra milljón, þ. e. a. s. ferðakostnaður, kostn- aðu r við samninga við erlend ríki og kostnaður vegna þátttöku í alþjóðaráðstefnum. Það er með öllu augljóst mál, að á þessum útgjaldalið ríkisins má spara mikið fé árlega, ef rétt væri á haldið og ekki væri lifað um efni fram af einhverri fordild og sýndarmennsku. Það nær engri átt af ríkisstjórninni að taka .þetta ekki tilrækilegrar at- hugunar, þegar fjárlög eru sam- in, því að fátt gelur orkað meira tvímælis en sú ráðstöfun, að lítil þjóð sem íslendingar hafi ráð á ofrausn í veiting embætta, jafn- vel svo þúsundum mílna skiptir frá landsteinunum. Um langl árabil höfðu íslend- ingar einn sendiherra með búselu í Kaupmannahöfn- Þótt utanríkis- þjónusta okkar hafi þá að nokkru leyti verið á annan veg en nú, þeg- ar við höfum öll utanríkismál okkar óskijit á eigin hendi, hefir breytingin ekki numið meiru en (Framhald á 4. síðu.) Washington París ......... Ósló .......... Aðalræðism.skr.: Hamborg ....... New York ......

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.