Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 5. júrií 1951 ALÞYÐUMAÐURINN Útgef andi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: j Bragi SigUTJónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. ] PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Er þetta rétt stefna? EIGINBÖRN OG STJÚPBÖRN Með 1. júní fékk verkalýður 'mdsins víðast hvar allverulega kauphækkun, fyrst og fremst fyrir einhuga og öfluga samstöðu samtaka hans, en einnig er full- víst, að flýtt hefir fyrir þeirri lausn, er náðist, að almenningur — langt út fyrir raðir verkalýðs- ins — leit svo á, að hér væri að- eins um sanngirniskröfur að ræða. Samt sem áður var það svo, að málpípur ríkisstjórnarinnar þreyttust aldrei á að reyna að telja verkalýðsstéttunum trú um, að kauphækkunin — eða raunar vísitölugreiðsluhækkun ein — væri engin kjarabót, hún væri strax af þeim tekin með nýjum verðhækkunum, sem leiddu af kauphækkuninni. Og því átti launþegum að vera hollast að taka þegjandi öllum árásum rík- isvaldsins á kjör þeirra. Sérstaklega hafa blöð ! Fram- sóknarflokksins túlkað þessa skoð un ákveðið, en jafnframt birtu þau í vetuf athugasemdalaust og sem sjálfsagðan hlut þá yfirlýs- ingu landbúnaðarmálaráðherra, Hermanns Jónassonar, á Alþingi, að bændum skyldi tafarlaust bætt í afurðaverði, ef kauphækkanir yrðu. Vissulega lítur Alþm. svo á, að rétt sé og sanngjarnt, að bændur fái bætt eftir föngum aukinn framleiðslukostnað, en hinu verð- ur varla neitað, að þeim.verður það til ills eins, ef það er rétl hjá stjórnarliðum, að launþegum sé til ills eins kauphækkanir. Sam kvæmt rökum Framsóknar gegn fullri vísitöjugreiðslu á kaup ætti sá flokkur að hafa lagzt einbeitt- lega gegn verðhækkunum á land- búnaðarvörúm. Nú bregður hins vegar svo kyn- Iega við, að sama dag og verka- menn fá kjarabætur samkvæmt maívísitölu, er tilkynnt veruleg verðhækkun á mjólk og mjólkur- afurðum, kjöti og eggjum- Ligg- ur þó í hlutarins eðli, að kaup- hækkun verkalýðsins er enn sama og ekkert tekin að orka á fram- leiðslukostnað bóndans, og meira að segja vafasamt, að hún geri það að ráði í sumar nema á dreif- ingarkostnaðinn. Þessu til sönnun ar má benda á, að kaup við land- búnaðarstörf var lítið eða ekkert hærra 1950 en 1949 hér norðan- lands, enda þótt kaup í kaupstöð- um hækkaði, og sama er full á- stæða til að álíta nú, þar sem framboð á fólki til landbúnaðar- starfa hefir fremur aukizt. Viðbragðsflýtir ríkisvaldsins S'U var tíðin, að Kristján Kristj- ánsson á B.S.A. annaðist fólks- flutninga með langferðabílum af mi.klum skörungsskap. Má segja, að það hafi verið þegjandi sam- komulag Akureyrarbúa að láta Kristján sitja fyrir viðskiptum sínum varðandi langferðalög og talið það beggja hag. Fyrir 2—3 árum seldi svo Kristján stóru bílana sína, og keyptu þá 3 eða 4 ungir Akur- eyringar, sem hugðust hafa fólks- flutninga að atvinnu sinni, en þá brá svo við, að farið var að ganga fram hjá þeim á áberandi hátt, samstöðuhugur Akureyr- ingsins sofnaði. Hámarki sínu náði þetta hugs- unarleysi um hag samborgarans nú í vor, er bæði Kantötukórinn og Gagnfræðaskólinn gengu þegjandi fram hjá akureyrsku b.'lunum, en taka reykvíska bíla og greiða þannig OLL fargjöld- in, mörg þúsund krónur, utan- bœjaraðila, Sýndi þó Akureyrar- bær — og þá m. a. akureyrskir bílstjórar — Kantötukórnum höfðinglega, og að vísu sjálf- sagða fyrirgreiðslu, er þó mátti vel líta á í þessu sambandi. Og árlega greiðir Akureyrarbær ¦— og þá auðvitað akureyrskir bíl- Fiskaflinn frá áramótum til apríl- loka 108,458 smál. FISKAFLINN frá 1. janúar til 30. apríl 1951 varð alls 108,453 smálestir. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma 1950 var fiskaflinn 116,776 smálestir. Og 1949 var hann 108,168 smá- lestir. Hagnýting þessa afla vat. sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 24.886 (23.095) smálestir Til frystingar 39.270 (35.038) smálestir. Til söltunnar 30.390 (57.473). Til herzlu 3.845 (475). I fiskimjölsverksmiðjur 8.822 (0). Annað 1.244 (695). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undan- skildum þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu en hann er óslægður. við að hækka verð til bænda verður því tæpast skilinn nema á einn veg: Því er fullljóst, að kaup hœkkanir og afurðahœkkanir eru kjarabœlur, svo langt $em þœr ná, en það er fúst til að veita bœnd- um þœr, en ekki verkalýðnum. Það gerir mun á sléttunum. Það telur sig hafa foreldraskyldur við aðra, en er harla stjúpmóðurlegt hinni. Hitt er svo annað mál, að í reynd mun foreldrablessun þess- arar ríkisstjórnar reynast bænda- stétt landsins harla lítið meira hamingjunesti en stjúpmóður- löðrungar hennar verkalýðnum. Henn-i er nú einu sinni þanníg varið. stjórar óbeint — stórjé til skóla- halds Gagnfræðaskólans. Það kann að þykja ástæðu- laust að sakast um orðinn hlut, og vissulega skal það tekið fram, að ofanrituð orð eru ekki rituð af illvilja til Kantötukórs Akur- eyrar né Gagnfræðaskólans, enda mættu menn oftar muna það en gert er, að sá er vinur, er til vamms segir. Hér er semsé ein- faldlega verið að benda á', að við eigum að vera svo miklir sam- borgarar innbyrðis að halda hvers konar vinnu og þjónustu, sem við þurfum að kaupa, til meðborgara okkar. Það er sjálf- sögð samhjálp og augljós hagn- aður bæjarfélagsins. ___*_ Bílstjóri vann smásagnasamkeppni Samvinnunnar Dómnefnd í smásagnakeppni Samvinnunnar hefir nú lokið störfum, og hlaut 25 ára gamall, svo til óþekktur rithöfundur, verðlaunin. Heitir hann Indriði G. Þorsteinsson, býr að Gilhaga við Vatnsendaveg í Reykjavík, og hefir aðeins birt eftir sig tvær éða þrjár smásögur áður. Verð- launasaga hans heitir „Blástör" og mun.hún birtast í júníhefti Samvinnunnar. Indriði mun fara til Miðjarðarhafslandanna með einhverju af skipum SIS næsta haust. Önnur verðlaun í samkeppn- inni hlaut Þorsteinn Sigurðsson, Bragagötu 35A, Reykjavík, fyrir söguna „Einmani". Þriðju verð- laun hlaut Jón Dan, Melhaga 7, Reykjavík, fyrir söguna „Hin ei- lífa barátta." Samtals bárust 196 sögur, en þar sem ýmsir sendu fleiri en eina, munu höfundar vera um 170. Af sögunum voru 45 eftir konur. Sögur bárust úr hverri einustu sýslu á landinu og öllum kaupstöðum, nema einum. — Ur Norðlendingafjórðungi bárust 78 sögur, úr Sunnlen'dingafjórðungi (að Reykjavík meðtalinni) 77, úr Vestfirðingafjórðungi 17 og Austfirðingafjórðungi 12. — Úr Reykjavík voru 48 sögur, frá.Ak- ureyri 25, úr Suður-Þingeyjar- sýslu 19, úr Árnessýslu 11, úr Norður-Þingeyjarsýslu og Skaga- fjarðarsýslu hvorri um sig 9. Það viðfangsefni, sem var til muna algengast hjá |iöfundum smásagnanna, var islenzkt sveita- líf, ástin á sveitinni og tryggðin við moldina. Að öðru leyti voru sögurnar um allt milli himins og jarðar, þar á meðal fimm um smásagnasamkeppni Samvinnunn- ar sjálfrar. Þær sögur, sem ekki komu til greina, verða endursendar. I dómnefndinni áttu sæti Andrés Björnsson, magister, Árni Kristjánsson, magister, og rit- stjóri Samvinnunnar. STJÓRN BÆJARINS Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum s. 1. þriðju- dag að starfrækja vinnumiðlunarskrifstofu fyrst um sinn til næstu áramóta með sama sniði og verið hefir. Lögum "Um vinnumiðlun var á síðasta þingi breytt þannig, að ríkið tekur nú ekki lengur neinn þátt í rekstri vinnumiðlunarskrifstofa þæjanna, en gerði það áður að einum þriðja. Verður nú hvert bæjarfélag að ákveða það sjálft, hvort það heldur uppi vinnumiðlunárskrifstofu eða ekki. Kýs það og þrjá menn í stjórn þessara mála í stað tveggja áður, en vinnuveitendafélag á staðnum kýs einn og fulltrúaráð verklýðs- félaga einn. Bæjarstjórnin kaus þá Eirík Einarsson, Halldór Ásgeirsson og Erling Friðjónsson, sem fulltrúa sína í vinnumiðlunarstjórn. Varamenn eru Helgi Pálsson, Haraldur Þorvaldsson og Árni Þor- grímsson. * >]í * Bæjarstjórn hefir saniþykkt fyrir sitt leyti að komið verði upp þegar í haust rannsóknarstofu í nýja spítalahúsinu, og verði stofa þessi rekin af gamla spítalanum, meðan hinn tekur ekki iil starfa. Ráðgert er að ráða stúlku á stofuna, lærða til þeirra verka (prakti- kant), er starfi undir umsjá lækna spítalans svo og Ölafs Sigurðs- sonar, læknis, ef hann vildi setjast að í bænum sem starfandi sér- fræðingur í lyflækningum, en hann er nýkominn heim frá sérnámi í London. 1 17. júní-nefnd voru kosnir á síðasta bæjarráðsfundi af hálfu bæjarins þeir Árni Sigurðsson, Arnþór Þorsteinsson, Sigurður Kristjánsson og Jón Ingimarsson. * * * Í fyrrasumar samþykkti bæjarstjórn nokkrar breytingar á öku- umferð í fáeinum götum. Umferðarmerki þessu viðvíkjandi voru aldrei sett upp í fyrrasumar, og eru ekki komin upp enn. Vekur þetta furðu margra. Undanfarna daga hafa nokkrir menn unnið að því að moka grassverði og mold ofan af klöppinni suður af grjótnámi bæjar- ins. Er svo að sjá sem bæjarverkfræðingur ætli að láta sprengja þá klöpp næst niður, enda þótt slíkt muni ekki hafa komið fyrir bæjarstjórn. * % * Mörgum þykir misráðið að halda áfram þeim náttúruspjöllum í bæjarlandinu, að sprengja niður klett^hólana, sem eru mjög sér- kennandi fyrir bæjarstæðið. Væri ekki rétt að athuga þetta mál betur áður en að því er hrasað. Ymsir útlendingar, sem til bæjar- ins koma, hafa orð á sérkennum bæjarstæðisins. Eigum við að spilla þeim að tilefnislausu? Tíðinda að vænta úr Mýra~ sýslu? Svo sem kunnugt er, hefir Bjarni Ásgeirsson á Reykjum verið skipaður sendiherra íslands í Noregi, og hefir því sagt af sér þingmennsku fyrir Mýramenn. Á að fara þar fram aukakosning í júlí í sumar. Hafa þegar þrir þingflokkanna tilkynnt framboð sín: Verður Aðalsteinn Halldórs- son, tollvörður, í kjöri fyrir Al- þýðuflokkinn, Andrés Eyjólfsson í Síðumúla fyrir Framsókn og Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri fyrir Sjálfstæðið. Mikil átök urðu á bak við tjöldin um framboð Framsóknar- flokksins. Mun Vigfús Guðm. í Hreðavatnsskála hafa dreymt stóra drauma, en hefir nú til- kynnt „fjarveru" sína úr mið- stjórn flokksins og blaðstjórn Tímans a. m. k. um tveggja ára skeið! Þá munu ýmsir hafa vilj- að hafa Daníel á Hreðavatni í kjöri, og loks munu margir hafa talið sjálfsagt, að Sverrir Gísla- son, bóndi í Hvammi í Norður- árdal, formaður Stéttarsambands bænda, yrði frambjóðandinn. — Það munu Hermann og Eysteinn hafa hindrað, Siðustu fregir herma, að svo mögnuð sé óánægja fjölmargra Framsóknarmanna í héraðinu, að þeir hyggi á sprengiframboð gegn Andrési og vonist eftir stuðningi stjórnrandslæðinga yfirleitt, hvar í flokki sem þeir standa. Kann því svo að fara, að mikilla tíðinda sé að vænta úr Mýrasýslu í sum- ar, sérstaklega ef Sjálfstæðis- flokksmaðurinn kæmist að, því að eftir slíka úlreið mundi Her- manni og Eysteini verða óvær setan í Heiðnabergi. ___*

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.