Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Qupperneq 2
2 ALÞÝfiUMAÐURINN Þriðj udagur 5. júní 1951 Er þetta rétt stefna? STJÓRN BÆJARINS Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á íunrli sinum s. 1. þriðju- dag að starfrækja vinnumiðlunarskrifstofu fyrst um sinn til næstu áramóta með sama sniði og verið hefir. Lögum tim vinnumiðlun var á síðasta þingi hreytt þannig, að ríkið tekur nú ekki lengur neinn þátt í rekslri vinnumiðlunarskrifstofa þæjanna, en gerði það áður að einum þriðja. Verður nú hvert bæjarfélag að ákveða það sjálft, livorl það heldur uppi vinnumiðlunárskrifstofu eða ekki. Kýs það og þrjá menn í stjórn þessara mála í stað tveggja áður, en vinnuveitendafélag á staðnum kýs einn og fulltrúaráð verklýðs- félaga einn. Bæjarstjórnin kaus þá Eirík Einarsson, Halldór Asgeirsson og Erling Friðjónsson, sem fulltrúa sína í vinnumiðlunarstjórn. Varamenn eru Helgi Pálsson. Haraldur Porvaldsson og Árni Þor- grímsson. * ;]: H= Bæjarstjórn hefir samþykkt fyrir sitt leyti að komið verði upp þegar í haust rannsóknarstofu í nýja spítalaliúsinu, og verði stofa þessi rekin af gamla spítalanum. meðan hinn tekur ekki til starfa. Ráðgert er að ráða stúlku á stofuna, lærða til þeirra verka (prakti- kant), er starfi undir umsjá lækna spítalans svo og Olafs Sigurðs- sonar, læknis, ef hann vildi setjast að í bænum sem starfandi sér- fræðingur í lyflækningum, en hann er nýkominn heim frá sérnámi í London. =1= ;]: * I 17. júní-nefnd voru kosnir á síðasta bæjarráðsfundi af hálfu bæjarins þeir Árni Sigurðsson, Arnþór Þorsteinsson, Sigurður Kristjánsson og Jón Ingimarsson. * ;]: * I fyrrasumar samþykkti bæjarstjórn nokkrar breytingar á öku- umferð í fáeinum götum. Umferðarmerki þessu viðvíkjandi voru aldrei sett upp í fyrrasumar, og eru ekki komin upp enn. Vekur þetta furðu margra. ;]: * llndanfarna daga hafa nokkrir menn unnið að því að moka grassverði og mold ofan af klöppinni suður af grjólnámi hæjar- ins. Er svo að sjá sem bæjarverkfræðingur ætli að láta sprengja þá klöpp næst niður, enda þótt slíkt muni ekki hafa komið fyrir bæjarstjórn. Mörgum þykir misráðið að halda áfram þeim náttúruspjöllum í bæjarlandinu, að sprengja niður klelt^hólana, sem eru mjög sér- kennandi fyrir bæjarstæðið. Væri ekki rétt að athuga þetta mál betur áður en að því er hrasað. Ymsir útlendingar, sem til bæjar- ins koma, hafa orð á sérkennum bæjarstæðisins. Eigurn við að spilla þeim að tilefnislausu? Tíðinda að vænta úr Mýra- sýslu? ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. í___„------------------------ EIGINBÖRN OG STJÚPBÖRN Með 1. júní fékk verkalýður 'andsins víðast livar allverulega kauphækkun, fyrst og fremst fyrir einhuga og öfluga samstöðu samtaka hans, en einnig er full- víst, að flýtt hefir fyrir þeirri lausn, er náðist, að almenningur — langt út fyrir raðir verkalýðs- ins — leit svo á, að hér væri að- eins um sanngirniskröfur að ræða. Samt sem áður var það svo, að málpípur ríkisstjórnarinnar þreyttust aldrei á að reyna að telja verkalýðsstéttunum trú um, að kauphækkunin — eða raunar vísitölugreiðsluhækkun ein — væri engin kjarabót, hún væri strax af þeim tekin með nýjum verðhækkunum, sem leiddu af kauphækkuninni. Og því átti launþegum að vera hollast að taka þegjandi öllum árásum rík- isvaldsins á kjör þeirra. Sérstaklega hafa blöð Fram- sóknarflokksins túlkað þessa skoð un ákveðið, en jafnframt birtu þau í vetuf athugasemdalaust og sem sjálfsagðan hlut þá yfirlýs- ingu landbúnaðarmálaráðherra, Hermanns Jónassonar, á Alþingi, að bændum skyldi tafarlaust bætt í afurðaverði, ef kauphækkanir yrðu. Vissulega litur Alþm. svo á, að rétt sé og sanngjarnt, að bændur fái bætt eftir föngum aukinn framleiðslukostnað, en liinu verð- ur varla neitað, að þeim. verður það til ills eins, ef það er rétt hjá stjórnarliðum, að launþegum sé til ills eins kauphækkanir. Sam kvæmt rökum Framsóknar gegn fullri vísitöjugreiðslu á kaup ætti sá flokkur að hafa lagzt einbeitt- lega gegn verðhækkunum á land- búnaðarvörum. Nú bregður hins vegar svo kyn- lega við, að sama dag og verka- menn fá kjarabætur samkvæmt maívísitölu, er tilkynnt veruleg verðhækkun á mjólk og mjólkur- afurðum, kjöti og eggjum- Ligg- ur þó í hlutarins eðli, að kaup- hækkun verkalýðsins er enn sama og ekkert tekin að orka á fram- leiðslukostnað bóndans, og meira að segja vafasamt, að hún geri það að ráði í sumar nema á dreif- ingarkostnaðinn. Þessu til sönnun ar má benda á, að kaup við land- búnaðarstörf var lítið eða ekkert hærra 1950 en 1949 hér mirðan- lands, enda þótt kaup í kaupstöð- um hækkaði, og sama er full á- stæða til að álíta nú, þar sem framboð á fólki til landbúnaðar- starfa hefir fremur aukizt. Viðbragðsflýtir ríkisvaldsins SÚ var tíðin, að Kristján Kristj- ánsson á B.S.A. annaðist fólks- flutninga með langferðabílum af mi.klum skörungsskap. Má segja, að það hafi verið þegjandi sam- komulag Akureyrarbúa að láta Kristján sitja fyrir viðskiptum sínum varðandi langferðalög og talið það beggja hag. Fyrir 2—3 árum seldi svo Kristján stóru bílana sína, og keyptu þá 3 eða 4 ungir Akur- eyringar, sem hugðust hafa fólks- flutninga að atvinnu sinni, en þá hrá svo við, að farið var að ganga fram hjá þeim á áberandi hátt, samstöðuhugur Akureyr- ingsins sofnaði. Hámarki sínu náði þetta hugs- unarleysi um hag samborgarans nú í vor, er bæði Kantötukórinn og Gagnfræðaskólinn gengu þegjandi fram hjá akureyrsku b.’Iunum, en taka reykvíska bíla og greiða þannig OLL fargjöld- in, mörg þúsuncl krónur, utan- bœjaraðila, Sýndi þó Akureyrar- bær —- og þá m. a. akureyrskir bílstj órar — Kantötukórnum höfðinglega, og að vísu sjálf- sagða fyrirgreiðslu, er þó mátti vel líta á í þessu sambandi. Og árlega greiðir Akureyrarbær — og þá auðvitað akureyrskir bíl- Fiskaflinn frá áramótum til apríl- loka 108,4^8 smál. FISKAFLINN frá 1. janúar til 30. apríl 1951 varð alls 108,458 smálestir. Til samanburðar má geta þess að á sama tima 1950 var fiskaflinn 116,776 smálestir. Og 1949 var hann 108,168 smá- lestir. Hagnýting þessa afla vax sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 24.886 (23.095) smálestir Til frystingar 39.270 (35.038) smálestir. Til söltunnar 30.390 (57.473). Til herzlu' 3.845 (475). I fiskimjölsverksmiðjur 8.822 (0). Annað 1.244 ( 695). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undan- skildum þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu en hann er óslægður. við að hækka verð til hænda verður því tæpast skilinn nema á einn veg: Því er fullljóst, að kaup hœkkanir og ajurðahœkkanir eru kjarabœtur, svo langt sem þœr ná, en það er júst til að veita bœnd- um þœr, en ekki verkaljðnutn. Það gerir mun á sléttunum. Það telur sig haja joreldraskyldur við aðra, en er harla stjúpmóðurlegt hinni. Hitt er svo annað mál, að í reynd mun foreldrablessun þess- arar ríkisstjórnar reynast bænda- stétt landsins harla lítið meira hamingjunesti en stjúpmóður- löðrungar hennar verkalýðnum. Henni er nú einu sinni þanníg varið. stjórar óbeint — stórfé til skóla- í halds Gagnfræðaskólans. Það kann að þykja ástæðu- laust að sakast um orðinn hlut, og vissulega skal það tekið fram, að ofanrituð orð eru ekki rituð af illvilja til Kantötukórs Akur- eyrar né Gagnfræðaskólans, enda mættu menn oftar muna það en gert er, að sá er vinur, er til vamms segir. Hér er semsé ein- faldlega verið að benda á', að við eigum að vera svo miklir sam- borgarar innbyrðis að halda hvers konar vinnu og þjónustu, sem við þurfum að kaupa, til meðborgara okkar. Það er sjálf- sögð samhjálp og augljós hagn- aður bæjarfélagsins. Bílstjóri vann smásagnasamkeppni Samvinnunnar Dómnefnd í smásagnakeppni Samvinnunnar hefir nú lokið störfum, og hlaut 25 ára gamall, svo til óþekktur rithöfundur, verðlaunin. Heitir hann Indriði G. Þorsteinsson, býr að Gilhaga við Vatnsendaveg í Rey.kjavík, og hefir aðeins hirt eftir sig tvær eða þrjár smásögur áður. Verð- launasaga hans heitir „Blástör“ og mun hún birtast í júníhefti Samvinnunnar. Indriði mun fara til Miðjarðarhafslandanna með einhverju af skipum SlS næsta haust. Önnur verðlaun í samkeppn- inni hlaut Þorsteinn Sigurðsson, Bragagötu 35A, Reykjavík, fyrir söguna ,,Einmani“. Þriðju verð- laun lilaut Jón Dan, Melhaga 7, Reykjavík, fyrir söguna „Hin ei- lífa barátta.“ Samtals bárust 196 sögur, en þar sem ýmsir sendu fleiri en eina, munu höfundar vera um 170. Af sögunum voru 45 eftir konur- Sögur bárust úr hverri einustu sýslu á landinu og öllum kaupstöðum, nema einum. — Úr Norðlendingafjórðungi bárust 78 sögur, úr Sunnlendingafjórðungi (að Reykjavík meðtalinni I 77, úr Vestfirðingafjórðungi 17 og Austfirðingafjórðungi 12. — Úr Reykjavík voru 48 sögur, frá.Ak- ureyri 25, úr Suður-Þingeyjar- sýslu 19, úr Árnessýslu 11, úr Norður-Þingeyjarsýslu og Skaga- fjarðarsýslu hvorri um sig 9. Það viðfangsefni, sem var til muna algengast hjá liöfundum smásagnanna, var íslenzkt sveita- líf, ástin á sveitinni og tryggðin við moldina. Að öðru leyti voru sögurnar um allt milli himins og jarðar, þar á meðal fimrn um smásagnasamkeppni Samvinnunn- ar sjálfrar. Þær sögur, sem ekki komu til greina, verða endursendar. í dónmefndinni áttu sæti Andrés Björnsson, magister, Árni Kristjánsson, magister, og rit- stjóri Samvinnunnar. Svo sem kunnugt er. liefir Bjarni Ásgeirsson á Reykjum verið skipaður sendiherra íslands í Noregi. og hefir því sagt af sér þingmennsku fyrir Mýramenn. Á að fara þar fram aukakosning í júlí í sumar. Hafa þegar þrír þingflokkanna tilkynnt frainboð sín: Verður Aðalsteinn Halldórs- son. lollvörður. í kjöri fyrir AI- þýðuflokkinn, Andrés Eyjólfsson í Síðumúla fyrir Franisókn og Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri fyrir Sjálfstæðið. Mikil átök urðu á bak við tjöldin um framboð Frainsóknar- flokksins. Mipi Vigfús Guðm. í Hreðavatnsskála hafa dreymt stóra drauma, en hefir nú til- kynnt „fjarveru“ sína úr mið- stjórn flokksins og blaðstjórn Tímans a. m. k. um tveggja ára skeið! Þá munu ýmsir hafa vilj- að hafa Daníel á Hreðavatni í kjöri. og loks munu margir hafa talið sjálfsagt. að Sverrir Gísla- son, bóndi í Hvammi í Norður- árdal, formaður Stéttarsambands bænda, yrði írambjóðandinn. — Það munu Hermann og Eysteinn hafa hindrað, Síðustu fregir herma, að svo mögnuð sé óánægja fjölmargra Framsóknarmanna í héraðinu, að þeir hyggi á sprengiframboð gegn Andrési og vonist eftir stuðningi stjórnrandstæðinga yfirleitt, hvar í flokki sem þeir standa- Kann því svo að fara, að mikilla tíðinda sé að vænta úr Mýrasýslu í sum- ar. sérstaklega ef Sjálfstæðis- flokksmaðurinn kæmisl að, því að eftir slíka litreið mundi Her- manni og Eysteini verða óvær setan í Heiðnabergi.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.