Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. júní 1951 ALÞÝÐUMABURINN Nýji í kvöld kl. 9: NÆTURLJÓÐ ÍNIGHT SONG) Aðalhlutverk: Dana Andrews, Merle Oberon, Ethel Barrymore. Stúlka óskar eftir visl í bœiium. Uppl- gefur Björn Einarsson, Haínarstræti 53. Léreftstuskur hrei kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar hf. NÝKOMIÐ: VINNUFATAEFNi brúnt, grænt, ljóst. VINNUSKYRTUEFNI köflótt. VASAKLÚTAEFNI rault, hvítt. LÉREFT HVÍTT ýmsar gerðir. KAUPFELAG VERKAMANNA — Vefnaðarvörudeild TILKYNNING Nr. 21/1951 Fjárhagsráð hefur ákveðið að hámarksverð á hráolíu skuli framvegis vera 66V2 eyrir pr. líter. Að öðru leyti eru tilkynningar verðlagsskrifstofunnar frá 31, marz og 6. janúar 1951 áfram í gildi. Reykjavík, 31. maí 1951. Verðlagsskrifstofan. Frá Hísmæðraskólanum Sunnudaginn 10. júní verður sýning í skólanum á handa- vinnu nemendanna. Sýningin verður opin frá kl." 13—23. Skólanum verður að öllu forfallalausu slitið þriðjudaginn 12. júní kl. 17. Forstöðukonan. MJÓLK, KJÖT OG EGG HÆKKA í VERÐI Frá og með 1- júní hækkaði neyzlumjólk í verði um 15 aura lítrinn og aðrar mjólkurvörur samsvarandi eða um 5'/í • Þá hækkuðu egg um 3 kr. kg. og stórgripakjöt um 2.60—3.20 kr. kg., eða um 20%. Mjólkurltr. er því nú kr. 2.63 Skammtað smjör — 34.70 Eggjakg., stimpluð — 25.50 Nautakjöts kg. • — 17-60 Alikálfakjöt kg. 1. fl. — 19.20 Sama, 2. fl. — 17.60 Samkvæmt tilkynningu frain- leiðsluráðs landbúnaðarins er Tveir íslenzkir verk- fræðiirgar fara til Bandaríkjanna á vegum efnahagssamvinnu- stofnunarinnar v TVEIR ungir verkfræðingar, þeir Snæbjörn K. Jónsson og Sveinn K. Sveinsson, sem báðir eru starfsmenn hjá vegagerð rík- isins, eru nýfarnir til Bandaríkj- anna, þar sem þeir munu taka þátt í sérstöku sumarnámskeiði við Massachusetts tækniháskól- ann (Massachusetts Institute of Techology), en það er einn þekkt- asti tækniháskóli' Bandaríkjanna. Verkfræðingarnir gera ráð fyrir að dvelja vestra um fjög- urra mánaða skeið og raunu nota þann tíma til framhaldsnáms í verkfræði og munu einkum leggja áherzlu á að kynna sér nýjungar á sviði brúarbygginga og vegagerðar, ásamt öðrum skildum greinum- Námsdvöl þessi er liður í þeirri tæknilegu þjónustu, sem efnahagssamvinnustofnunin læt- ur löndum Vestur-Evrópu í té og hefir þetta námskeið verið skipu- lagt af stofnuninni í samvinnu við Massachusetts-tækniháskól- ann (MIT). Mun efnahagssam- vinnustofnunin greiða allan dval- arkostnað við þetta tæknilega nám, en ferðakostnað, sem hægt er að greiða í íslenzkum pening- um, mun íslenzka ríkisstjórnin og þátttakendurnir sjálfir leggja til sameiginlega. Frá Ferðafélagi Akureyrar Kvöldferð verður farin annað kvöld (mið vikudag 6. þ. m.) kl. 8 e Ferðaskrifstofu ríkisins. h. frá Ekið verður út Grenivík. Svalbarðsströnd að þetta kjötverð svonefnt sumar- verð. Þykir mörgum kynlegt í þessu sambandi, að hrossakjöt er hækk- að tilsvarandi og nautakjöt, en nýtt hrossakjöt kemur varla á markað fyrr en með ágústbyrjun. Það á því að selja næstu vikurn- ar hrossakjöt frá í fyrra á sumar- verði ársins í ár! Auglýsið í Alþýðumanninum. Hópferð Um næstu helgi verður farin hópferð austur að Laxárfossum. Svo um Reykjahverfi að Húsavík og heim um Köldukinn. Farmiðar seldir hjá Þorsteini Þorsteinssyni á föstudag, og gef- ur hann nánari upplýsingar um ferðina. - Ferðanefndin. FRÁ KVENFÉLAGINU HLÍF Frá öldruðum, ónafn- greindum barnavini ó Akureyri barsf Dagheim- ilinu Pálmholt vegleg gjöf: kr. 4000.00 í vaxta- bréfum Stofnlánadeildar sjávarútvegsins við Lands banka íslands. Færi ég gefandanum hugheilar þakkir fyrir þessa miklu rausn. — Drottinn blessi allan hans hag. F.h. Pálmholts. Elinborg Jónsdóttir, formaður. TILKYNNING um endurnýjun umsókna um lífeyri frá almannatryggingunum. Yfirstandandi bótatímabil ahnannatrygginganna rennur út 30. júní næstkomandi. Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1951. Að þessu sinni verður þess eigi krafizt, að þeir, sem nú njóta ellilífeyris, örorkulífeyris, barnalífeyris eða fjölskyldu- bóla sendi sérstakar umsóknir. Umboðsmenn Tryggingastofnunar ríkisins munu hver í sínu umdæmi, úrskurða þeim, sem nú njóta framangreindra bóta skv. úrskurði, bætur fyrir næsta bótatímabil á grund- velli fyrri umsókna, með hliðsjón af nýjum upplýsingum um tekjur og annað, er varðar bótaréttinn. Þeir, sem nú njóta örorkustyrks, ekknalífeyris, makabóla eða lífeyrishœkkunar skv. úrskurði, skulu hins vegar sækja á ný um bœtur þessar, ef þeir óska að njóta þeirra næsta bóta- -tímabil, og gera nákvæma grein fyrir þeim alriðum, er upp- lýsa þarf í því sambandi. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð og afhentar um- boðsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins fyrir 20. dag júní- mánaðar. Aríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð- Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, liafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir um- sækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna, með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpen- inga og ekknabætur, svo og nýjar umsóknir um lífeyri, verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Reykjavík, 28. maí 1951. ~ Tryggingastofnun ríkisins. Almannatryggingar tilkynna Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almanna- tryggingunum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeigandi hef- ir eigi greitt skilvíslega iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, skulu leggja fram tryggingaskírteini sín með kvittun inn- heimtumanna fyrir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 28. maí 1951. i Tryggingastofnun ríkisins. Akureyringar Það er stranglega bannað að láta vatn renna frá vatnsveitunni á lóðir og garða, fyrr en eftir kl. 8 á kvöldin. — Þeir, sem varir verða við að fólk óhlýðnist þessu banni, eru beðnir að tilkynna það vatnsveitustjóra. VATNSVEITAN.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.