Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Side 4

Alþýðumaðurinn - 05.06.1951, Side 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriöjudagur 5. júní 1951 AF LEIKVANGINUM (Undir þessari fyrirsögn mun Alþm. væntanlega birta af og til ýmis- legt um íþróttir, nafnlaust, en eftir ýntsa, og er íþróttaunnendum hér með boðinn þessi vettvangur til umráða í samráði við ritstjóra blaðs- ins, og geta menn hvort heldur sem þeir vilja snúið sér til ritstjórans með þætti sína, Þorsteins Svanlaugssonar eða stjórnar F. U. J.). — Vormót í handknattleik og knattspyrnu. í síðastliönum mánuði hafa íþróttafélög bæjarins KA og Þór háð keppni í eftirtöldum flokk- um: 19. maí: Knattspyrna, III. fl. KA sigraði Þór með 2 mörkutn gegn engu. 23. maí: Knattspyrna, II. fl. Þór sigraði KA með 4 mörkum gegn engu. 26. maí: Knattspyrna, meist- araflokkur. Þór vann KA 5:2. 27. maí: Hraðkeppni í hand- knattleik fór þannig, að Þór varð sigurvegari bæði í kvenna- og karlaflokki. I kvennaflokki vann Þór MA með 3:0 og KA tneð 1:0. Einnig karlaflokk vann Þór MA með 5:4 og KA tneð 5:4. Handknattleikskeppni 5. bekkjar MR. í s. 1. viku voru hér á ferð 5. bekkingar Menntaskólans í Reykjavík og háðu hér 2 kapp- leiki í handknattleik við Akur- eyrarfélögin, KA og Þór. Báðir leikirnir fóru fram á fimmtudags- kvöldið, og var aðeins hálftíma hlé á milli. KA : MR — 3:3 Dómari: Ragnar Steinbergsson. Lið KA var nú nær óþekkjatt legt frá hraðkeppninni unt dag- inn, enda vantaði þá styrkustu stoðirnar, Axel Kvaran, Harald Sigurðsson og Jón B. Ásmunds son, sem nú léku með, og Jón Steinbergsson lék nú í marki Leikurinn var nokkuð hraður og mjög jafn, enda lyktaði með jafn tefli 3 : 3. MR : Þór — .7:0 Dómari: Axel Kvaran. Þegar seirtni leikurinn hófst, hafa menn eflaust búizt við, að Menntskælingar væru orðnir þreyttir og Þórsurum tækist að vinna, af því að þeir unnu KA í hraðkeppninni — en hér fór á annan veg. MR náði jregar yfir- höndinni, en þó sýndu Þórsarar fullan baráttuvilja og lélu ekki 3 mörk á sig fá. En eftir 4. markið varð slík bylting á vellinúm, að furðu gegndi- Liðið féll gjörsam- lega saman og har ekki sitt barr eftir jrað. Vörnin var öll í molum, og get ég því varla láð markverð- inum, Vigni, þó að hann yrði varnafár, þar eð andstæðingarnir fengu oft að vaða óáreittir upp að marklínu, án þess að nokkur maður sýndi viljasnefil til að verja. Slíkl kæruleysi hjá liði er auðvitað með öllu óafsakanlegt gagnvart markverði. Veilur Þórs- liðsins voru annars miklar og áberandi, og sumar snertu grund- /allaratriði leikmennskunnar. — Þannig voru grip oft mjög léleg, .arkskot hroðvirknisleg og klaufaleg og knattmeðferð öll rar vott um litla eða lélega Jrjálf- un. Köst milli manna máttu þó æita góð. Tryggvi Georgsson var langbezti maður liðsins, og tel ég pví mjög vafasamt að láta hann alltaf eyða skotum sínum utan aí .anti, þaðan sem markið er því sem næst lokað. Vignir varði oft vel framan af. Þórsliðið á annars góð efni, en það ætti að æfa betur og leggja meiri áherzlu á tæknina. Hvað hana snertir, tel ég hæði Akur- eyrarfélögin standa gestum okk- ar að baki. Þetta lið MR er mun veikara en það, sem kom hér í fyrra, en þó iná vel af því læra, enda er handknattleikur mjög vinsæll af Menntskælingum syðra. og hafa þeir venjulega átt ágait hand- ýnattleikslið. Axel Kvaran og Ragnar Stein- bergsson leystu dómarastörf sín vel af hendi og eru báðir efni- legir dómarar. „Þór" vann Oddeyrarboðhlaupið 1951 Nýja hlaupabrautin verður vígð 17. júní. Síðastliðinn laugardag var Oddeyrarboðhlaupið háð í 7. sinn, en það hefir verið fastur lið- ur í afmælismóti Þórs síðan 1945. Er þetta í þriðja sinn, sein kepjH er um Blómabikarinn, gef- inn af Blómabúð KEA, en KA hefir unnið hann tvö undanfarin ár. Bikar þessi vinnst til eignar af sveit þeirri, sem sigrar i hiaup- inu þrisvar i röð eða fimm sinn- um alls- Vegalengdin, sem hlaupin. var, er 3700 m. og kep|itu 20 manna sveitir frá KA og Þór. Hlaupið hófst og endaði á Þórsvellinum, og jiaðan var ágætl að fylgjast með öllum gangi |iess, en ekki eru tök á að lýsa jiví hér. Það var fyrirfram vitað, að keppnin í hlaupinu yrði hörð og spennandi, þar sem Þór hafði unnið Maíboðhlaupið óvænt. -—■ Sjmrningin var því: Tekst Þór einnig að vinna Oddeyrarboð- hlaupið? Þetta lilaup á laugardaginn er éinhver sú skemmtilegasta hlaup- keppni, sem hér hefir sézt. Sveit- irnar skijilu með sér forustunni, og gekk á ýmsu. Urslitin voru óvís fram á síðasta meterinn að kalla. Þór lóksl að sigra að Jæssu sinni með mjög litlum mun, en tími sveitarinnar, li mín. 19.4 sek., er sá hezti. sem náðst hefir AF NÆSTU GRÖSUM Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag vuru gcfin saman í Reykjavík ungfrú Kristín Samúehdóttir, héðan úr bæ, og Magnús J .Vigfússon, Reykjavik. Sama dag voru gefin saman liér á Aknreyri tingfrú Anna Regína Páls- dóttir frá Vestmannaeyjum og Her- mann Þorbjarnarson, loftskeytamaður á b.v. Kaldbak. Nýlega gengu í hjónaband ungfrú Kristjana Kristjúnsdóttir frá Klængs- hóli í Skíðadal og Sigurbjörn Arna- son, veðurfræðinemi, Gránufélagsgötu 11, Akureyri. Sömuleiðis ungfrú Stella Sæberg og Kristján Kristjánsson, forstjóra BSA bér í bæ. Fyrra iaugardag giftust á Húsavík ungfrú ilelga Sigurgeirsdóttir, síma- mær, og Jón Arnason, bílstjóri. Hjánaefni. Ungfrú Helga Baldvins- dóttir, Fagraneskoti, Aðaldal, og Kristján Benediktsson, Hólmavaði, Að- aldal. Tún eru allvíða illa lcalin hér við E-yjajjörð. — Svo mun víðar liér norðanlamls. Afmælismót IJórs 1951. Miðvikudag* inn 6. júní, annað kvöld, fer fram knattspyrnukappleikur á Þórsvellinum. Keppa l>ar meistaraflokkar KA og Þórs um bikar, sem Bókabúð Akureyrar gaf í fyrra, en þá vann Þór. Þrasturhreiðrið, sem jrá var sagt í síðusta bluði, fauk niður í sunn- anhvassviðrinu í vikunni sem leið. Oll eggin brotnuðu. Þar með vur fiuð heimili í rúst. — lletur tólcst til fyrir skógarþrastahjónum, sem verptu við eldhúsglugga i Þing- vallastræti (>. Þar eru komnir ung- ar, enda er þarna gömul og gróin íbúð skógarþrasta. Samnorrœna sundkeppnin. Þeir, sem lokið liafa 200 m. sundinu, og óska eft- ir að fú keypt merki til minningar um •keppni þessa, geta fengið þau í Bóka- búð Axels. // eilbrigðisyfirvöld bœjarins áminna bœjarbúa ttm að livergi má henda sorpi og öðrutn úrgangi úr bœnum nema uppi i mágrajirnar sitður aj Lundi. ■ í þessu hlaupi frá ujiphafi. Sveit KA liljóp á 8 mín. 19.6 sek. Áhorfendur voru fleiri en títt er, |iegar frjálsar íþróttir eru á boðstólum hér á Akureyri, og er það vonandi góðs viti. Þessi keppni var sýnilega vel undirbú- in. og ef til vill réð ])að mestu, en lögreglan okkar lét ekki. sjá sig, og var þess þó full þörf. Von- andi verður meir vandað til frjálsíþróttamóta hér eftir en hingað til, og ætti ÍBA að gefa fordæntið 17. júní n.k-, þegar nýja hlaupabrautin verður vígð. Ef mótin eru vel undirbúin, þá fyrst er hægt að búast við áhorf- endum. Síri- Utanríkisþ j ónustan Framh. af 1- síðu. því sem samgöngur og ferðatækni hefir aukizt á sama tíma. Það sýnist því fullkomin of- rausn, að við skulum launa svo marga menn til sendistarfa, þar sem greinilegt er að komast mætti af með færri. Sú breyting sem helzt ætti að verða á skipan sendiherraemb- ætta er, að slá saman í eitt sendi- herraemhættunum í Kaupmanna- höfn, Osló og Stokkhólmi og skyldi sendiherrann hafa aðsetur í Kaujjmannahöfn. Þó mætti gera athugun á því,hvort ekki væri ger legt, að hann fl'ytti úr stað, hefði t.d. fimm ára setu í hverri höfuð- borg. Auk þess ætti sá sendiherra að vera fulltrúi landsins i Finn- landi og Þýzkalandi. Þá væri hægt að leggja niðar dýrt embætti í Hamborg. En fyrir duglegan mann yrði þetta þolanlegt og hæfilegt starf. Sendiherrann í Lundúnum ætti jafnframt að fara með sendi- herraumboðið í París og Mad- rid. Samgöngur milli Lundúna og Parísarborgar eru álíka tíð- ar og öruggar eins og strætis- vagnaferðir að Kleppi og ekki miklar líkur til að unnið verði land undir kóng, þótt sendiráð sé í París, eins og nú er. Ef við þurfum að hafa sendiherra í fleiri Evrópulöndum, er bersýnilegt, að sendiherrann í Kaupmannahöfn og sá í Lundúnum yrði að skipta þar með sér störfum. Eins og nú horfir er ekkert að athuga við embætti sendiherra í Ameríku, á meðan það er aðeins eitt. En fari svo, að fjölgað verði þar, lil dæmis með tilliti til Suður Ameríku, er full ástæða til and- mæla. En við þessu er ekki að búast, senr betur fer. Hitt er ann- að mál, að menn geta ekki vitað, hvenær sú jrróun stöðvast að skip- aður verði nýr sendiherra í ein- hverju Evrópulandinu, sem okkur er með öllu lítils virði viðskipta- lega eða á annan veg. En til þess að full not verði af starfi sendiherra, þarf að velja í þau embætti unga og duglega menn, sem þekking lrafa á at- vinnu- og stjórnmálum, auk þess sem þeir eru sérþjálfaðir í diplo- matiskum umgengisvenjum og kunna skil á tungumálum. Ekkert slíkt sjónarmið hefir ráðið veiting sendiherraembætta nú í háa herrans tíð, að því er virðist. Þó tekur úl yfir allan þjófabálk, hvernig embættin á Norðurlöndum hafa verið veitt, þar sem gamlir og aflóga stjórn- málamenn hafa í „heiðursskyni“ verið settir sendiherrar, án þess að nokkrir aðrir verðleikar kæmu til. Auðvitað verða ekki bornar hrigður á, að þessum mönnum hefir fyrr og síðar verið margt vel gefið og ævistarf þeirra var fullkomlega jjakkarvert, þótt ekki væru þeir látnir klikkja út með því að sitja í óþörfum embættum úti í löndum. Ef það á að verða að venju, að sendiherraembætti séu gerð að einhverskonar heið- urstákni uppgjafa stjórnmála- manna, verður að stinga við fót- um. Það má aldrei verða, að klíku- og flokkavald nái tökum á þessum mikilvægu embættum, sem fyrst og fremst ættu að vera fá, en skipuð ungum, áhugasöm- um og vel gefnum mönnum, sem kunnugir eru staðháttum og skil- yrðum bæði heima og erlendis.“ Nýju kaupsamningarnir í LOK FyRRA MÁNAÐAR tókust samningar hér í bæn- um milli verkalýðsfélaganna annars vegar og atvinnurekenda liins vegar um sömu ujrpbætur á kaup og samningar náðust um í Reykjavík. Hér fer á eftir tímakaup nokkurra þeirra starfsgreina, eins og það er frá og með 1. júní, miðað við almenna vinnu: Dagv. Eftirv. N & hdv. Verkamenn 12.20 18.30 24.40 Verkakonur 3.71 13-67 17.42 Bifvélavirkjar, blikksmiðir og járnsmiðir 15.32 22.93 30.64 Múrarar og pípulagningam. 15.59 24.94 31.18 Rafvirkjar 15.59 23.39 31.18 Uppbótin á júníkaupið miðast við kaupgjaldsvísitölu maí- mánaðar, er reyndist sem kunnugt er 132 stig. FYRIRMÆLI UM LÓÐAHREINSUN O. FL. Þeir lóðaeigendur, sem qkki hafa nú þeg- ar hreinsað lóðir sínar, eru stranglega á- minntir um að hafa lokið því fyrir 17. þ. m. Að gefnu filefni er á það bent, að algjör- lega er óheimilt að flytja sorp eða annan úrgang á svæðið sunnan aðalspennistöðvar- innar við Þingvallastræti, austan Setbergs- vegar og einnig er bannað að flytja sorp eða úrgang á eyrarnar við Glerárósa. Heilbrigðisnefndin á Akureyri . 4. júní 1951.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.