Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1951, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 12.06.1951, Qupperneq 1
XXI. árg. Þriðudagurinn 12. júní 1951 21. tbl. Frá aðalfuiidf fJigrerðarfélags Akureyringfa h.f. Stérflcsilei úthoma d rekstrí togaranna IflO Samanlagl aflaverðmæti Kald- bak§ og Nvalbak§ nain tæpnm ÍO miljoiinm krona Útgreidd vinnulaun á árinu námu sam- tals 4564074 krónum. Nýr togari keypt- ur. - Hafin bygging fiskverkunarhúss. Hjá félaginu vinna nú að staðaldri um 40 manns í landi. Aðalfundur Útgerðarfélags Ak- ureyringa h. f. var haldinn s. 1. laugardag. Formaður félagsstjórn arinnar, Helgi Pálsson, bæjar- fulltrúi, setti fundinn og tilnefndi Erling Friðjónsson, fyrrv. kaup- félagsstjóra, fyrir fundarstjóra og Pétur Hallgrímsson, bæjar- ritara, fyrir fundarritara. — Fundurinn var vel sóttur. Um- boðsmenn yfir 3000 atkvæða mættir. Formaður félagsstjórnar flutti yfirlitsræðu yfir slörf félagsins s. I. ár. Fara hér á eftir nokkur atriði úr ræðu hans. Rekstur togaranna. Togaranir Kaldbakur og Sval- bakur fóru samtals 9 söluferðir til útlanda á árinu. En, eins og vitað er, brást markaðurinn fyrir ísfisk, þegar fram á árið kom. Tók félagsstj órnin þá Krossanes- verksmiðjuna á leigu og togar- arnir hófu karfaveiðar í apríl- mánuði. Voru þær veiðar rekn- ar þar til í byrjun desember. Aflamagnið, sem lagt var upp í vinnslu í Krossanesi nam 14.400 smál. Auk þess lögðu togararnir upp saltfisk á þessum tíma, sem nam 481 sinál. Greiðsla til Krossa nesverksmiðjunnar nam 482371 krónum. Vinnulaun greidd þar ytra, námu 764869 krónum. Samanlagður afli togaranna á árinu nam 9603752 krónum — níu milljónum, sex hundruð og þremur þúsundum og sjö hundr- uð fimmtíu og tveim krónum. Greidd vinnulaun á sjó og landi. Greidd vinnulaun félagsins á árinu námu: Á sjó — laun til skipshafnanna á Kaldbak og Svalbak — 2741781 krónur. — Vinna í landi 1057423 krónur. Samtals ca. 4564074 krónur, og eru þá vinnulaunin til Glerár- þorpsbúa talin með. Togaranir voru afskrifaðir um 1451893 krónur. Kaldbakur mn 701866 krónur og Svalbakur um 750026 krónur. Er þetta ekki fyllilega eins og lög leyfa, að greitt hefði ver- ið. Aðrar eignir félagsins voru afskrifaðar eins og venja er til. Húsbyggingar o. fl. Það fór að líkum, að félagið hlaut að koma upp húsnæði fyrir saltfisksverkun, þegar ganga varð inn á nýjar brautir um verkun á afla togaranna, þegar ísfisksmark- aðurinn brást. Fjárfestingarleyfi fékkst 16. maí, og byggingafram- kvæmdir hófust, fyrstu dagana í ágúst. Var húsbyggingunni valinn staður utar- og neðarlega á Odd- eyrinni. Er hér um stóra bygg- ingu að ræða. Grunnflötur henn- ar 1210 fermetrar, en áætlaður grunnflötur þessara bygginga er 3412 fermetrar. Er hálf aðalálm- an og ein hliðarálman nú þegar byggð. Verður þarna verkaður og þurrkaður saltfiskur. Kostn- aður við þessar byggingar er þegar orðinn ca. 978 þúsundir króna. Þarna hefir og verið steypt „plan“ 51 % m. langt og 15 m. breitt til afnota við mót- töku fiskjar. (Rétt er að geta þess í þessu sambandi verður á næstunni byggð bryggja fram- undan þessum húsum, þar sem togarnir geta athafnað sig). Fisk- verkun er nú hafin þarna, og vinnur þar margt fólk daglega. Eins og undanfarin ár starfar netahnýtingarverkstæði á vegum félagsins með um milli 10 og 20 manns. í sambandi við það hefir fólk út um bæ, og sjúklingar á Kristneshæli, töluverða atvinnu við netahnýtingar. Tekur verk- efni heim til sín í ákvæðisvinnu. Nýr togari keyptur ó órinu. 25. maí 1950 var kallaður sam- an hluthafafundur í útgerðarfé- nýjum togara og ákveða um aukningu hlutafjárins um 2 % millj. króna. Var þessi hlutafjár- auking samþykkt nær einróma á fundinum, og skrifuðu flestir fundarmanna sig fyrir nýjum hlutum. Var svo söfnuninni hald- ið áfram og nemur hún í dag rösklega 2% millj. krónum. ■— Samningar um togarakaupin voru undirritaðir 1. des. 1950 og tog- arinn, sem hlaut nafnið Harðbak- ur, kom hingað annan jóladag. Vafalaust bezta jólagjöfin, sem bænum hefir nokkurntíma hlotn- azt. Sæmundur Auðunsson varð skipstjóri, og skipshöfnin af Kald- bak fylgdi honum að mestu yfir á Harðbak. Við skipstjórn á Kaldbak tók Gunnar, bróðir Sæmimdar. Harðbakur fór í fyrstu veiðiför sína 4. janúar á eftir. Að lokinni skýrslu formanns las framkvæmdastj óri félagsins upp reikninga þess og voru þeir samþykktir einróma. Þá kvaddi Gísli Kristjánsson, útgerðarmað- ur sér hljóðs. Þakkaði stjórn fé- lagsins, f ramkvæmdastj óra og skipshöfnum togaranna og öðru starfsfólki ágætt starf á árinu. Tóku fundarmenn undir þetta með öflugu lófataki. Þá fór fram kosning stjórnar og endurskoð- enda og voru þeir allir endur- kosnir. Samkvæmt tillögu stjórn- arinnar var samþykkt að greiða hluthöfum 5% arð af hlutabréf- unum eldri. Hlutabréfin í Harð- bakssöfnuninni voru ekki greidd fyrr en 6Íðari hluta ársins, og verður því ekki greiddur arður af þeim í þetta sinn. I lok fundarins þakkaði fram- kvæmdastjóri . öllum, sem vel höfðu starfað að heill og fram- gangi félagsins s. I. ár, fyrir góða samvinnu og gott starf. Sérstak- lega beindi hann máli sínu til Sæmundur Auðunsson, skip- stjóra, sem nú í fyrsta sinn sat að- alfund félagsins, og fögnuðu fundarmenn honum ákaflega með lófataki. í næsta blaði verður þessi 30 luku próíi i Háskólanum Embættis- og kandidatsprófum er nú lokið í Háskólanum. Alls luku um 30 prófum, flestir í lög- fræði eða 16 talsins. Hér fylgir upptalning þeirra, sem próf tóku og einkunnir þeirra: Guðfrœði: Björn H. Jónsson II einkunn betri, 132 5/6 stig, Magnús Guð- mundsson I 164 5/6, Þorbergur Kristjánsson I 205/2, Þórir Kr. Þórðarson I 194 5/6. Lœknisfrœði: Alma Thorarensen I 170, Gunn- laugur Snædal I 156%, Jakob V. Jónasson II betri 139, Jón Þor- steinsson I 161%, Tryggvi Þor- steinsson I 175%. Lögfrœði: Ármann Jónsson I 186, Ásgeir Magnússon I 208%, Guðmundur Benediktsson II betri 122, Gunn- ar Helgason II betri 172%, Héð- inn Finnbogason II betri 176%!, Ingimar Einarsson I 203%, Jón Finnsson I 213%, Jón Skaftason I 208, Ólafur Jónsson I 182%, Pálmi Jónsson II betri 175%, Sigurður Br. Jónsson I 182%, Stefán Guðjohnsen I 202, Stefán Hilmarsson II betri 174%, Stefán Sigurðsson II betri 166%, Sveinn Snorrason I 186%, Valtýr Guð- mundsson I 190. V iðskipta frœð i: Gunnar Zoéga I 308%, Hörð- ur G. Adólfsson I 303%. íslenzk frœði : Flosi Sigurbjörnsson I 128%, Haraldur Matthíasson I 135%, Þórður Jónsson I 110. Frá Ferðafélagi Akureyrar Kvöldferð verður farin annað kvöld (mið- vikudag 13. þ. m.) kl. 7,30 e. h. frá Ráðhústorgi. Ekið verður hringferð um Svarfaðardal að Dalvik. Farmiðar seldir hjá Þorsteini Þorsteinssyni í Sjúkrasamlagi Akureyrar. Ferðanefndin. fundur, útgerðarfélagið og áhrif þess á hag bæjarfélagsins, nánar rætt. Edvðrð Sigurgeirsson sýndi s. I. þriðjudagskvöld kvik- myndir í Samkomuhúsi bæjarins, m. a. af björgun áhafnar flugvél- arinnar Geysis. Allar voru mynd- irnar prýðilega gerðar, eins og ætíð hjá Edvard. Auk myndar- innar af björguninni, sem var hin fróðlegasta, er sérstök ástæða til að benda á kvikmyndina Sumar í sveit, sem var í senn fróðleg og sérstaklega falleg. ---X---- Reykjnvíkur hefir undanfarin kvöld sýnt í Samkomuhúsi bæjarins gaman- leikinn „Elsku Rut“ við forkunn- argóða aðsókn og undirtektir. — Leikstjóri er Gunnar R. Hansen, en leikendur Anna Guðmunds- dóttir, Erna Sigurleifsdóttir, Guðný Pétursdóttir, Nína Sveins- dóttir, Sigrún Mangúsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggva- son, Vilhelm Norðfjörð og Þor- steinn O. Stephensen. Sjónleik þennan hefir leikfélag- ið sýnt um 50 sinnum í Reykja- vík í vetur og sunnanblöðin öll birt itarlega leikdóma um hann, sem Akureyringum munu yfirleitt kunnir. Hafa leikendur hlotið mikið lof fyrir meðferð sína á hlutverkunum. ------X----- Konsert Finska söngkonan Pirkko Gall- en-Kallela og Píanóleikarinn Cyrel Szalkiewicz héldu konsert í Nýja- Bíó s. 1. sunnudagskvöld. Viðfangsefni voru eftir Sibeli- us, Strauss, Verdi, Chopin og Kilpinen, og var listamönnunum forkunnarvel tekið af áheyrend- unuin, sem annars voru leiðinlega fáir. Mun því bæði hafa valdið fjarvera ýmsra úr bænum, en ekki síður hitt, að þegar á laugardag höfðu allir aðgöngumiðar að leiknum „Elsku Rut“ verið seldir upp fyrir sýninguna á sunnudags- kvöldið. ------X----- Sextugur er i dag Jón Jakobsson, Ránargölu 6, Akureyri. Fimmtugur varð í gær Friðjón Ólafs- son, Hafnarstræti 71, Akureyri. Fimmtugur verður 15. þ. m. Leonard Albertsson, verkstjóri, Akureyri. • Mikil þátttaka er í kvöldferðum Ferðafélagsins. í síðustu hópferð voru t. d. 90 manns, og komust færri en vildu.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.