Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.06.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 26. júní 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ari. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. i--------------------------S Óhlutvendnin aíhjúpuð Eins og öllum er í fersku minni, þóttust núverandi stjórnarflokk- ar ætla að gjörbæta fjárhagsmál þjóðarinnar. Þessu lofuðu þeir fjálglega fyrir síðustu kosningar, ef almenningur vildi enn treysta þeim til forsjár, og alveg sérstak- lega voru loforð Framsóknar- flokksins hátíðleg — og undir- strikuð með rauðu. Formaður flokksins talaði af skáldlegum innblæstri um Heiðnaberg íhalds- ins, sem drægi til sín og gerði óvirk umbótaöflin. Þessu yrði að breyta og þessu skyldi breytt, ef Framsóknarflokkurinn fengi bætta valdaafstöðu. Og höfuðfagnaðarerindi flokks- ins var gengislækkun. Hvernig hefir þetta farið? Framsóknarflokkurinn vann á við kosningarnar. Framsóknar- flokkurinn fékk stjórnarforystuna í hendur. Gengislækkun var fram- kvæmd. En hefir fjárhagkerfi landsins lagazt? Fjarri fer því. Hefir sparnaður ríkisins farið í vöxt? Síður en svo. Hefir gengislækk- unin orðið til blessunar? Alveg tvímælalaust ekki. Hefir Heiðna- bergskastalinn verið jafnaður við jörðu? Ónei, heldur standa Her- mann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Steingrímur Steinþórsson allra manna trúast að því nú að gera hann að síversnandi ræningja- borg. Og dýrlíðin vex skefjalaust og hemjulaust fyrir vesaldóm þess- ara foringja, sem ekkert bolmagn og engan vilja hafa til að halda gráðugum bröskurum og gróða- hýenum í skefjum. Það eru verðhækkanir á heims- markaðinum, sem valda dýrtíðar- aukningunni, æpa ritþrælar þess- ara ógæfumanna. Þeir eru hins vegar, bæta þessir sömu þrælar við, að framkvæma nákvæmlega sömu stefnuna og jafnaðarmenn á Norðurlöndum og Bretlandi. Eiginlega erum vér, Framsóknar- menn, hinir raunsönnu jafnaðar- menn, Alþýðuflokkur Islands hef- ir villzt af leið! En einmitt þessa dagana hafa þessir vesælu blekkingameistarar fengið óþægilegan bakskell. Alþjóða vinnumálastofnunin hefir nýskeð birt yfirlit um vöxt dýrtíðar frá 1. apríl 1950 til 31. marz 1951, og þar kemur í ljós sá óþægilegi sannleikur, að á þeim tíma Á ÍSLENZKA RÍKIS- STJÓRNIN IJEIMSMET í DÝR- TÍÐARAUKNINGU. Hér hefir dýrtíðin vaxið semsé Sitt if hverji if éipíéi í Stehhhilmi n för KntitÉörs Ihireyir þangih Brot úi' §ænskum kluðaum- iiiælinii NORRKÖPINGS TIDNING 10. j úní: „Syngi.ð slrengir, svellið titrið, syngið lengi, hljómið snjalltN Já, þannig var það í Drottning- argötu í gærkveldi, og þannig verður það óefað af og til í dag. Öflugar, hljómþýðar raddir, ný og gömul lög, jafnvel aftan úr fornöld, að maður segi ekki grárri forneskj u, en öll fersk, sérstæð og þrungin lífi. Auðvitað er þetta íslenzki kór- inn! Kantötukór Akureyrar, 70 manna heimsókn frá Sögueyjunni í Manchester Svíþjóðar, kærkom- in kveðja frá Akureyri, heimsins mesla samvinnubæ, þar sem járn- brautin þekkist ekki, en menn geta í staðinn daglega séð snævi þakinn gígtind Snæfellsjök- uls (!!.) bera við sjóndeildar- hring í vestri, þetta dularfulla fjall, sem prófessor Buddenbrock eitt sinn gekk niður um ásamt systurdóttur sinni, að því er Ju- íes Verne segir, og allt niður í innstu iður jarðar. Og kl. 19 á laugardagskveldið stóð hann svo skyndilega hér — þ. e. kórinn en ekki Buddenbrock — beinvaxið fólk, frjálsmannlegt og alúðlegt í senn, með heiði og ró víkingsins í svipnum og fornmannleik (hér ábyrgðist blaðið ekki þýðing- una!), en raunar varð manni ekki eingöngu hugsað til Heklu og Vatnajökuls, Snorra og Egils, heldur líka lauganna heitu og hins sívakandi innra elds þessa skógsnauðasta, en gígríkasta lands jarðar. Já, innri glóðin lét sig a. m. k. ekki vanta 1 sönginn, það heyrði maður litlu seinna. Kannske býr hún einnig með hin- á þessu tímabili um 32%. Næst er Finnland með 23%, en í Dan- mörku, .Noregi og Svíþjóð er aukningin ekki nema 10—13% og í Bretlandi aðeins 4%. Þessar staðreyndir leiða í Ijós, svo að ekki verður andmælt, að mcira en hehningur dýrtíðar- aukningarinnar sl. ár hér á landi er eingöngu orðinn til fyrir óstjórn. og í öðru lagi afhjúpa þær, svo að ekki verður um villzt, hvílík reginblekking það er hjá Iramsóknarflokknum, að hann stjórni eitthvað líkt og jafnaðar- mannaflokkar nágrannalandanna. Öðru nær. Hann er með öðrum orðum jafngerólíkur þeim og svartur litur hvítum. En kjósendur Framsóknar spyrja daglega í sívaxandi for- undran: Hvað dvelur Hermann í Heiðnabergi? Hefir bjargfestin alveg skorizt sundur? Átti hann í raun og sannleika engan vígðan þátt í sigtaug sinni? um mittisgrönnu konum kórsins. Hvað vitum við? En ekki meira um þetta. Þegar Malmeyjarhraðlestin rann inn á brautarstöðina hér, voru fulltrúar frá Norrænafélaginu mættir og stuttu síðar sátu full- trúar og ferðalangar undir borð- um í Konsumhótelinu, þar sem Richard Winkfield bauð kórinn velkominn í nafni Norrænafélags- ins með hjartnæmum orðum í garð íslands. Að vísu skildu ekki allir íslendingarnir vel hina af- vötnuðu Eddumállýzku, sem hér í landi er töluð, en á raddblæ ræðumannsins villtist enginn. Og það var líka hlýr innileiki í orð- um hins myndarlega, aldna tón- skálds og þjóðareftirlætisbarns (ætli Björgvin kími ekki?) Björg- vins Guðmundssonar, þar sem hann gnæfði yfir fjöldann eins og ísgrár alpatindur, en kvikur eins og unglingur, þrátt fyrir sín 60 ár, og hvergi beygður í bragði, enda þótt hann hefði gleymt kjólskyrtunni sinni, hálsknýtinu og fleiru á flugvellinum við Bromma! Þarna var hinn gamli °g gegni Svíavin Jón Sigurgeirs- son, fararstjóri, maður með arn- arblik gamla Njáls í augupi, og enn verður að nefna hinn virðu- lega Jón Þorsteinsson, ásamt stjórnanda kórsins Áskel Jóns- syni, sem annars hugar raulaði með sjálfum sér „Keisari nokkur, mætur mann“, meðan sænski leiðsögumaðurinn Olav Blomquist kinkaði samþykkjandi kolli. Göte Hedvalls, ritari Norræna- félagsins, mælti síðan fyrir minni Akureyrar og faðmaði hana — í líkingum talað — ásamt víking- um, konum og börnum að sér. Honum mæltist vissulega vel, og loks mælti Ernst Stenberg fyrir minni íslands, svo að gneistaði af! Og íslendingarnir guldu hverja tölu með söng, og getur nokkur svarað betur eða fegur fyrir sig en á þann hátt? Að mað- ur tali nú ekki um það, þegar hópur af þeim þrýsti hendur eins ræðumannsins — með tárin í augunum (svo sannarlega!). — Hversu hjartnæmir mannvinir er- um vér Svíar ekki orðnir í seinni tíð — haha! En hvílíkar raddir hafa ekki íslendingarnir í alvöru talað! Glæsilegar, óþvingaðar, og það þurfti engan að undra, þótt undirleikarinn, Fritz Weisshap- pel, Ijómaði af ánægju yfir hljómfögru slaghörpunni sinni __ U MORGON-TIDNINGEN 12. júní: I slandssöngur, þótt síldin brygðist. Islendingarnir — fyrstu er- lendu sönggestirnir á norræna söngmótið — urðu sjálfir að að- stoða við móttökufagnaðinn á Aðalstöðinni: Þegar fulltrúar frá Stokkhólmskórasambandinu mættu þar á brautarpallinum með fána í fararbroddi og sönghúfur í höndum, treystu þeir sér ekki einir til að syngja þjóðsöng ís- lendinga. Og þegar kom að „Du gamla, du fria“, studdu og styrktu íslenzkar raddir þá. Upp- haf söngmótsins varð þannig mjög viðhafnarlegt. Fyrst urðu gestirnir svo að klappa sendiherra Helga Briem á öxlina (allir kölluðu hann bara Helga, því á Islandi er ekki hirt um titlatogið) og síðan sagði tónskáldið Björgvin Guðmunds- son frá því, hve ánægjulega ferð kórihn hefði haft frá Malmö um Nbrrköping og hingað. Jónsmessuna höldum við há- tíðlega í Dölunum, sagði hann eflirvæntingarfullur. Konsertar? spyrj um vér. Nei, tæplega er hægt að nefna söng okkar neins staðar enn konserta, þótt við syngjum örlítið bæði í Malmö og Norrkö- ping. Sænski leiðsögumaðurinn Blomquist ljóstrar því þó upp, að Norrköpingbúar hafi orðið yfir sig hrifnir, er kórinn söng fyrir þá brot úr Strengleikj um Björg- vins, en það fá Stokkhólmsbúar að heyra 17. júní, þjóðhátíðar- dag íslendinga. Tvær kátar meyjar skýra frá því — á ensku — að þær hafi orðið himinlifandi, þegar þær fengu að bragða á banan, og aðr- ar þrjár, sem tala dönsku reip- Valgerður Stejánsdóttir, Sveinn Kristjánsson, Petrína Eldjárn, Henning Kondrup og Halldóra Egilsdóttir (Morgan-Tidningen). Sœnski söngstjórinn Sven Bergman býður Björgvin Guðmundsson velkominn. ' rennandi, þrjár leikkonur, skýra frá því, að þær dreymi stóra drauma um að komast í leikhús eitthvert kveldið. í rauninni hafði verið* hug- myndin að gjaldeyrir fyrir síld yrði farareyrir kórsins, en síldin brást, svo að þá varð að grípa til happdrættis! Ein söngkonan hefir líka leikið í Þjóðleikhúsinu íslenzka — Ragnhildur Steingrímsdóttir í Snædrottningunni. Leiðsögumaðurinn segir ann- ars, að kannske hafi það haft mest áhrif á sig í allri ferðinni frá Malmö til Stokkhólms, þegar einn söngvaranna — lögreglu- þjónn í Reykjavík (!!) — tók að skemmta félögum sínum yfir öli og vínarbrauði í Norrköping — dró auðsýnilega marglesna bók upp úr vasa sínum og las: Njáls saga. AFTONTIDNINGEN 12. j ú n í: Þessi vika verður sannkölluð vika á vængjum söngsins hér í Stokkhólmi. Um 6000 söngmenn eru að flykkjast til borgarinnar. Ú rvalskórar frá Danmörku, Noregi, íslandi og Finnlandi — 1000 manns, allir með næturgala í raddböndunum — þyrpast á fyrstu kórakeppnina, sem haldin hefir verið á þessu breiddarstigi jarðar. Við sjáum nú til, hver sigurpálmann ber. Raunar höldum vér kóramót 5. hvert ár. En á borð við þetta hefir ekkert verið haldið. Sumpart veldur því, að þetta er líka 25 ára afmælishátíð sænska kóra- sambandsins, og það sér um mót- ið, en sumpart er orsökin vafa- laust sú, að kórsöngurinn er í örri framför á Norðurlöndum. Bertil Johansson, sem orð hefir fyrir hátíðanefndinni, ,getur líka með góðri samvizku fullyrt, að annað eins söngmót hefir höfuð- borg Svíþjóðar aldrei heyrt né séð. Á mánudaginn komu fyrstu gestirnir — 100 íslendingar í einum kór — Kantötukór Akur- eyrar, sem í kvöld leggur þegar til fyrstu orustunnar, þjóðlaga- keppninnar. Annar þáttur kórakeppninnar verður nokkru sérstæðari og hef- ir veríð nefnd Palestrina-þáttur- mn.' Sú keppni verður á fimmtu- * Palestrina Giovanni Pierluigi (1526— 1594) ítalskt tónskáld og söngstjóri við Péturskirkjuna í Róm. Talinn mesta tónskáld katólskukirkjunnar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.