Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1951, Page 1

Alþýðumaðurinn - 03.07.1951, Page 1
XXI. árg. ÞriSjudagur 3. júlí 1951 24. tbl. ÚtsvflrsskrÁin 1951 Samvinnutrygpingar úthluta tehjuafgongi síðast liðins drs Hann nemur 5% af endurnýjunariðgjöldum bruna- og bifreiðatrygginga og af sjófryggingariðgjöldum á vörutryggingum. Útsvarsskráin 1951 hefir verið lögð fram. JafnaS var niSur kr. 7.235.340.00 á 2476 gjaldendur. Hér fara á eftir nöfn þeirra einstaklinga og félaga, sem hafa 10 þúsund krónur og þar yfir: EINSTAKLINGAR: Kr. AxfjörS FriSjón 12550.00 Árni Guðmundsson 10730.00 Bergsveinn GuSmundss. 11440.00 Bergur Pálsson 10580.00 Bergur P. Sveinsson 12240.00 Egill S. Jóhannsson 13650.00 FriSjón Skarphéðinsson 12820.00 FriSrik Magnússon 10500.00 GuSmundur Jörundsson 17000.00 Guðm. Karl Pétursson 10550.00 GuSrún Ólafsson 10770.00 Hallur Helgason 13880.00 Helgi Skúlason 15000.00 Hjalti SigurSsson 11200.00 Höskuldur S. Steindórss. 15650.00 Jakob Frímannsson 16360.00 Jakob Karlsson 20090.00 Jóhann Frímann 10330.00 Jóhann Þorkelsson 10210.00 Jón Kr. Guðmundsson 11370.00 Jón E. Sigurðsson 14330.00 Jónas Þorsteinsson 15750.00 Ólafur Ágústsson 12340.00 Páll Sigurgeirsson 14150.00 Pálmi H. Jónsson 13320.00 Pétur Jónsson 12030.00 Sverrir Ragnars 13490.00 Ryel Baldvin 18800.00 Sæmundur AuSunnsson 27000.00 Thorarensen O. C. 17350.00 Thorarensen Ólafur 12000.00 Tómas Björnsson 12500.00 Trap-Mikkelsen 12290.00 Valgarður Stefánsson 10250.00 Þorsteinn Auðunsson 16520.00 Þór Sverrir 14220.00 F ÉLÖ G: Kr. Amaro klæðagerð h.f. 50670.00 Atli véla- og plötus. hf. 18730.00 Axel Kristjánsson h.f. 10060.00 B.S.A.-verkstæði h.f. 15560.00 Byggingavöruv. Ak. h.f. 14430.00 — T. Björnssonar h.f. 11160.00 Dúkaverksmiðjan h.f. 13090.00 Hvannbergsbræður 10890.00 í. Brynjólfss. & Kvaran 14530.00 Kaffibrennsla Ak. h.f. 42780.00 Kaupfélag Eyfirðinga 145380.00 Nýja-Bíó h.f. 13960.00 Oddi vélaverksm. h.f. 14070-00 OlíufélagiS h.f. 12000.00 Olíuverzlun íslands h.f. 15400.00 Prentverk O. Bj. h.f. 18440.00 Ragnar Ólafsson h.f. 16360.00 Samb. ísl. samvinnufél. 129530.00 Shell h.f. 10000.00 Skóv. J. S. Kvaran h.f. 10000.00 SmjörlíkisgerS Ak. h.f. 25030.00 Strandgata 35 sf. 10470.00 SúkkulaSiv. Linda h.f. 12070.00 ÚtgerSarfél. Ak. h.f. 111880.00 — KEA h.f. 27010.00 ValhöII h.f. 12950.00 Verzl. EyjafjörSur h.f. 20530.00 Vöruhúsið h.f. 15910.00 Þórshamar, bifr.v. h.f. 10920.00 (Birt án ábyrgðar.) -------X------ Samnorræna sundkeppnin Samnorrænu sundkeppninni er nú senn að verða lokið. ÞaS er aðeins eftir ein vika og getur orð- ið þröngt um að komast að síð- ustu dagana. HundruS sundfærra Akureyringa, sem enn eiga eftir að Ijúka keppninni, mega ekki fresta því lengur. Islendingar hafa nú getið sér mikinn orðstír fyrir að sigra þrjár þjóðir í landskeppni sama daginn. Sigurinn ætti að verða þeim auðveldastur í sundkeppn- inni, ef engir liggja á liði sínu. Athugið, að hver tugur þátt- takenda hækkar stigatöluna um 150. ÞaS eru vinsamleg tilmæli frá framkvæmdanefnd sundkeppninn- ar hér til þeirra fyrirtækja, sem nefnd skrifaði, að þau geri nú sem í þeirra valdi stendur til að fá starfsfólk sitt, sem synt er, til þess að Ijúka keppni sem fyrst. Nú hefir menntamálaráðuneyt- ið gefið silfurbikar því íþrótta- héraði, sem bezta þátttöku hefir, miðað við íbúatölu. Ferðafélag Akureyrar Næstu kvöldferðir félagsins eru áætlaðar sem hér segir: Miðvikudaginn 4. júlí verður farið austur í Vaglaskóg, stanzað í skóginum IV2—2 tíma. Þriðjudaginn 10. júlí verður ekið vestur að Hálsi í Öxnadal og gengið upp að Hraunsvatni. Miðvikudaginn 11. júlí verður ekið fram í Leyningshóla og þeir skoðaðir. 1 allar ferðirnar verður lagt af stað frá Ráðhústorgi kl. 7.30 e.h., en farmiðar seldir hjá Þorsteini Þorsteinssyni. M MhuMnu í síðasta blaði var svo ýtarlega sagt frá áætlunum Stórstúku- þingsins, að óþarft er að bæta miklu við, nema því að allt það, sem sagt var fyrirfram, fór alger- lega eftir. Hér verður því aðeins stiklað á stóru og rakin rás við- burðanna. Máske verður sér- stakra ályktana þingsins getið síðar, eftir því sem takmarkað rúm blaðsins leyfir. StórstúkuþingiS var sett 27. f. m. Gengu templarar í skrúðfylk- ingu í kirkju undir fánum Regl- unnar. Var skrúðgangan fjöl- menn. í kirkju var hvert sæti skipað og var guðsþjónustan hin hátíðlegasta. Fánar voru dregnir að hún víða um bæinn, og sölu- búðum var lokað meðan guðs- þjónustan stóð yfir. AS henni lokinni var þingið sett í Skjald- borg og þar var það haldið. 20 manns tóku stórstúkustigið. — Þingið hélt svo áfram störfum og var lokið sl. laugardag. Sátu það um 90 fulltrúar, þegar flest var. Líka sátu það allmargir templar- ar úr bænum. Fyrrverandi fram- kvæmdanefnd var að mestu end- urkosin og næsti þingstaður ákveðinn Reykjavík. Á laugardagskvöldið sátu þing- fulltrúar boð hjá þingstúku Eyjafjarðar að Hótel KEA, ásamt nokkrum gestum úr bænum. Var samsætið hið fjölmennasta og skemmtilegt. — Veizlustjóri var Stefán Ág. Kristjánsson. Á sunnudaginn var útisam- koma við sundlaugina. Þar voru aðalræðumenn Björn Magnússon, Sigfús Sigurhjartarson og Árni Óla blaSamaður. Lúðrasveitin lék og Karlakór Akureyrar söng. — Fjöldi manns úr bænum sótti fundinn, sem fór hið bezta fram. Um kvöldið horfðu fulltrúarnir á myndina Kafé Paradís hjá Skjaldborgarbíó, en myndin var send hingað til sýningar í sam- bandi við þingið áður en hún var sýnd í Reykjavík. Myndin fjallar um böl áfengisins og bar- áttuna gegn því. Hópur fulltrúanna, sem þingið sátu, fóru til Mývatns í gær, en aðrir heim. Rómuðu þeir mjög viðtökurnar hér. VeSur var hið fegursta meðan þingið stóð og jók það mjög á ánægju aðkomu- fólksins. Húsaleiguvísitalan 196 st-ig Vísitala húsaleigu í Reykjavík hefir verið reiknuð út. Reyndist hún vera 196 stig miðað við töl- una 100 í apríl 1939. Vísitala þessi gildir fyrir tímabilið frá 1. júlí til 30. september í haust. Samvinnutryggingar Imfa ákveð- ið að úthluta tekjuafgangi fyrir sl. ár til þeirra, sem tryggt hafa hjá félaginu, samtals kr. 340.224. 00, en það er 5% af endurnýjun- ariðgjöldum bruna- og bifreiða- trygginga og 5% af sjótrygging- ariðgjöldum á vörutryggingum. Er þetta allmikið hærri upphœð en úthlutað var sl. ár, enda hefir orðið veruleg aukning á starf- semi félagsins, að því er fram kom á aðalfundi þess, er haldinn var að Bifröst í Borgarfirði fyrir nokkru. Jafnframt var haldinn aðalfundur Líftryggingafélagsins Andvöku, og hefir starfsemi þess félags einnig aukizt hröðum skrefum. FulltrúaráS og stjórn beggja félaganna er sameiginleg og flutti Vilhjálmur Þór, formaður stjórn- arinnar, skýrslu hennar á fund- inum, en framkvæmdastjórar fé- laganna, Erlendur Einarsson fyr- ir Samvinnutryggingar og Jón Ólafsson fyrir Andvöku, fluttu einnig skýrslur sínar. ÁriS 1950 var fjórða starfsár Samvinnutrygginga og reyndust brúttó-iðgjaldatekjur vera 8.519; 000.00 kr. eða 40% meiri en ár- ið áður. ÞaS er athyglisvert, hversu lágur reksturskostnaður tryggingafélaganna er, og hefir hann t.d. reynzt hlutfallslega þriðjungi minni en hjá erlendum í maímánuði sl. fóru fram í Varsjá samningaumleitanir milli Islendinga og Pólverja út af kola- samningum, sem gerður var milli þessara þjóða í fyrra haust. — í kolasamningi þeim, er fyrst var gerður í nóvember það ár, var gengið út frá kr. 180.34 tonnið komið um borð í skip. í desem- ber hækkaði kolaverðið í Pól- landi enn og var þá gerður nýr samningur í desember. Var þá samið um, að Pólverjar létu kol- in, sem þeir áttu eftir að afgreiða til lúkningar fyrri samningum, á kr. 258.67 tonnið. En í byrjun ársins 1951 hækkaði kolaverðið í Póllandi upp í kr. 353.33. Var þetta 96% hækkun á kolaverðinu frá því er upphaflega var sainið um í nóvember 1950 og 66% frá því er seinni samningurinn var tryggingafélögum, sem eru kunn að hóflegum reksturskostnaði. — Luku fundarmenn aS Bifröst miklu lofsorði á starf félaganna, ekki sízt hinn óvenjulega lága reksturskostnað. Mikil aukning var á starfi brunadeildar Samvinnutrygginga og ukust heildariðgjöld um 25,5%. Þó var aukning sjótrygg- ingariðgjalda meiri en hjá öðr- um deildum, alls 80%, og úthlut- aði deildin nú í fyrsta sinn tekju- afgangi til tryggjenda. Um áramótin var þriðjungur allra bifreiða í landinu tryggður hjá bifreiðadeild samvinnutrygg- inga. Þá fengu mjög margir bif- reiðaeigendur 25% afslátt, þar eð þeir höfðu ekki orsakað skaða- bótaskyldu í þrjú ár samfleytt. Nemur iðgj aldaafsláttur af á- byrgðar-, kaskó- og brunatrygg- ingu 190.141.00 kr. og auk þess er úthlutað 5% tekjuafgangi, eins og áður hefir veriS getið um. ÁriS 1950 var fyrsta starfsár Líftryggingafélagsins Andvöku, sem alíslenzks líftryggingafélags og fór árangur líftrygginganna langt fram úr vonum. Gefin voru út 1730 líftryggingaskírteini og nam tryggingafjárhæð þeirra kr. 14.535.000.00 samtals. Stjórn SÍS kýs stjórnir trygg- ingafélaganna. gerður í desember sama ár. VerS á sams konar kolum í Bandaríkj- unum var þá kr. 160—170, en brezku kolin kostuðu kr. 210— 220. íslenzka ríkisstj órnin taldi sér ekki fært að samþykkja verð- hækkunina og stöðvuðu þá Pól- verjar kolaútflutninginn, en þá áttu þeir eftir að afhenda 4500 tonn. Þar sem ekki tókst að fá kolaverðið lækkað, varð það að samkomulagi að minnka það kolamagn, er keypt verður frá Póllandi á þessu ári, en þau 4500 tonn, sem eftir eru, verða afhent og greidd á sama verði og gilti síSastliðið haust. Vegna óhagstæðra viðskipta verður dregið úr því vörumagni, sem ráðgert hafði verið í fyrri samningum. Viðskiptasamningur íslands og Póllands endurskoðaður

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.