Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.07.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. júlí 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Ehhi l)jd K.EJL heldur d félags- Út af grein í Alþýðumanninum 12. júní s.l., þar sem leidd voru rök að því, að Kaupfélag Eyfirð- inga ætti að leysa vandræði bænda með geymslu kartaflna á félagssvæðinu, hefir borizt eftir- farandi athugasemd frá kjötbúð- arstjóra KEA: Hr. ritstjóri! í Alþýðumanninum 12. júní sl. er sagt eftirfarandi: „Hjá Kaup- félagi Eyfirðinga hefir að sögn ónýtzt í vetur á 3. þús. tn. af kart- öflum vegna slæmrar geymslu, S.l. haust er séð varð að kart- öfluuppskera mundi verða mun meiri en undanfarin ár hér á fé- lagssvæði KEA, var hafizt handa um útvegun húsnæðis til geymslu á kartöflum. — Fjárhagsleyfi var ekkert fyrir hendi til byggingar eða breytinga á húsum félagsins til þess að hægt væri að geyma í þeim kartöflur. Fyrir sérstaka lipurð og góð- vild hr. Gunnars Jónssonar fram- kvæmdastjóra nýju sjúkrahúss- byggingarinnar fékk KEA lánað húsnæði í nýju sj úkrahússbygg- ingunni til að geyma í nokkurt magn af kartöflum, eða um 1500 poka. Vitað var, að þetta var þó aðeins bráðabirgðaráðstöfun, því að bæði mundi hiti verða of mik- ill á kartöflunum og einnig var búizt við að vinna mundi hefjast í nefndu húsnæði seinna í vetur. Það þóttu einnig líkur til að sala á kartöflum mundi glæðast, er kæmi fram á veturinn og því ákveðið að selja það fyrst, er þarna var geymt. Hiti reyndist þó meiri þarna en góðu hófi gegndi og voru kart- öflurnar farnar að spíra um ára- mót. Var þá sent burtu og brotn- ar spírur af þeim hluta, er þess þurfti með og varð rýrnun af þeim sökum um 6% eða 45—50 tn. eins og meðfylgjandi vottorð sýnir: Við endurskoðun á kartöflum þeim, sem KEA fékk geymdar í nýja sjúkrahúsinu á Akureyri í vetur, gerði ég nokkrar athuganir á rýrnun þeirra, eftir að búið var að brjóta spírur af þeim og vega þær að nýju til afgreiðslu. At- huganir þessar sýndu um 6% rýrnun að meðaltali. Akureyri 22. júní 1951. A. Dalmannsson. I öðrum húsum, er kartöflur hafa verið geymdar í hjá KEA í vetur, hafa ekki komið fram nokkrar skemmdir á kartöflum. Akureyri 25. júní 1951 Sigm. Björnsson. Eins og grein sú, sem ofan- greind athugasemd á við, ber með sér, þegar hún er lesin í heild, var höfuðefni hennar það, að KEA ætti að leysa geymsluvandræði bænda með því að reisa hér í bænum — á markaðsstað og við höfn — stóra og myndarlega geymslu. Skiptir í því sambandi engu, hvort á 3. þús. tn. af kart- öflum hafi eyðilagzt í vetur í vörzlum KEA sjálfs eða á félags- svæðinu. Hitt er skiljanlegt, að kjötbúðarstjórann skipti það verulegu máli, hvort vara skemm- ist í hans umsjá eða ekki, og þyk- ir blaðinu sjálfsagt og skylt að biðja hann afsökunar á þessu ranghermi. Ástæðan til ummæla þeirra, sem kjötbúðarstjórinn gerir athuga- semd við, var sú, að tveir fulltrú- ar á aðalfundi KEA skýrðu rit- stjóra Alþýðumannsins frá því, að nokkurt þjark hefði orðið á aðalfundinum út af verulegu tjóni, sem bændur hefðu orðið fyrir á kartöfluframleiðslu sinni sökum geymsluvandræða og geymsluskorts. Töldu þeir að um 2—-3 þús. tn. mundu hafa orðið óhæf markaðsvara af þessum sökum, og skildist ritstjóranum að þetta hefði orðið í vörzlu Kaupfélagsins, en af athugasemd kjötbúðarstjórans, svo og viðtali við ýmsa bændur á félagssvæðinu virðist hitt nær sanni, að höfuð- tjónið hafi orðið á þann hátt, að sumt beinlínis ónýttist hjá bænd- um sjálíum vegna lélegra geymsluskilyrða, en með sumt „brunnu þeir inni", komu því ekki á markaðinn vegna snjóa og ótíðar, meðan markaður var fyr- ir kartöflurnar og þær í söluhæfu ástandi. Eins og fyrr er tekið fram, var höfuðefni umdeildrar greinar það, að KEA ætti að reisa stóra og mikla nýtízku kartöflugeymslu hér á Akureyri fyrir bændur í nærliggjandi sveitum, það yrði ódýrar en ef hver byggði smá- geymslu fyrir sig og þá yrði kart- öflurnar tiltækar á hafnarstað. Var í þessu sambandi bent á, hvað Kaupfélag Svalbarðseyrar hefði gert fyrir félagsmenn sína í þessum málum. Einn af félagsstjórnarmönnum KEA hefir haldið því fram við ritstjóra þessa blaðs, að hann teldi slíka stórgeymslu ekki réttu úrlausnina. Með því væru bænd- ur sviptir möguleikanum til þess að hirða um og flokka kartöflur sínar sjálfir yfir veturinn og hlæðist þá á kartöflurnar óeðli- lega mikill geymslukostnaður. •— Þetta eru að vísu nokkur rök, þar sem bændur hafa vinnuafl til þessa, en það er alls ekki alltaf, og svo er ekki losnað við þá miklu áhættu að „brenna inni" með vöruna í ófærð og ótíð, auk þess sem ýmsar líkur benda til þess, að gera megi eina stóra geymslu betur úr garði en marg- ar smáar og kannske af vanefn- um gerðar. ___*___ NÍKOMIÐ: Þvingur 6 stœrðir Hamrar 3 stœrðir Bakkasagir 2 stœrðir Sringsagir Þykkrarmái Glerskerar Járnsagarblöð Slökkviræki innanhúss og hleðslur í þau og fleira. KAU PF ÉLAG VERKAMANNA Nýlenduv'órudeild. Nýkomið: Alum. kaffikönnur — katiar — fiskspaðar — súpuausur — pottar — sigti Steikarpönnur Mjólkurbrúsar Kolaausur Trésleifar Trektar Teskeiðar Vatnsglös Barnadiskar með könnu Sítrónupressur og fleira KAU P F ÉLAG VERKAMANNA Nýlenduvörudeild. Akureyringar - Mývetningar! Daglegar áætlunarferðir frá Akureyri í Mývatnssveit eru byrj aðar. Farið frá Akureyri kl. 9 f.h. og frá Reykjahlíð kl. 2 e.h. ATH.: Þetta eru mjög henti ugar ferðir í sambandi við Vaglaskóg. B. S. A. h.f. Símar 1909 (tvœr línur). Auglýsið í Alþýðumanninum. $HRÁ um úrsvör í Akureyrarkaupstað árið 1951 liggur frammi, almenningi til sýnis, í skrifstofu bæjargjald- kera frá 30. júní til 14. júlí n.k., að báðum dögum meðtöld- um. Kærum út af skránni ber að skila á skrifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 29. júní 1951. Steinn Sreinsen. TILKYNNING Kartöflugarðaleigjendur, hreinsið illgresið úr görðum ykkar strax. Sá, sem trassar að hreinsa garðland sitt, fær ekki garðland aftur. Munið, að einn óhirtur garður getur eyðilagt næstu 10 garða. RÁÐUNAUTUR. TILKYNNING Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: Heildsöluverð án söluskatts ........ kr. 35.05 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti ...... — 36.13-------- Smásöluverð án söluskatts ........ — 38.81-------- Smásöluverð með söluskatti........ — 39.60-------- Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0.60 ódýrara hvert kíló. Reykjavík, 26. júní 1951. Verðlagsskrifstofan. AUGLÝSING nr. 9, 1951. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhend- ingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmt- unarseðli, er gildir frá 1. júlí 1951. Nefnist hann „þriðji skömmtunarseðill 1951", prentaður á hvítan pappír með svörtum og ljósbrúnum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: Reitirnir': Smjörlíki 11—15 1951 „(báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. Reit- ir þessir gilda til og með 30. september 1951. Reitirnir: SKAMMTUR 10,1951 gildi fyrir 500 grömmum af smjöri. Skammtareitur þessi gildi til og með 31. ágúst 1951. „Þriðji skömmtunarseðill 1951" afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjórnum sé samtímis skilað stofni af „Öðrum skömmtunarseðli 1951", með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Allir aðrir skömmtunarreitir fyrir smjöri og smjörlíki en þeir, sem hér hafa verið nefndir, falla úr gildi frá og með deginum í dag. Geymið vandlega SKAMMTA 11—13 af þess- um „Þriðja skömmtunarseðli 1951", ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. júní 1951. Skömmtunarstjóri. Ertu búinn ú jyndn!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.