Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.07.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 10. júlí 1951 25. tbl. Skipbrotsmannaskýlið í Keflavík. Skipbrotsmannaskýli reist i Keílavík austan Gjögra 40 manna hópur héðan úr bænum vann að byggingunni yfir helgi Fyrra laugardag fór um 40 manna flokkur karla og kvenna á vegum kvennadeildar Slysavarn- arfélagsins hér út í Keflavík til að reisa þar skipbrotsmannaskýli. Farið var með m.s. Drang um 5-leytið síðdegis héðan úr bæn- um og komið út eftir um kl. 9%—10. Var tekið strax til við bygginguna: steyptur sökkull undir skýlið og gólf, grind reist, klæðning negld á, þak lagt og húsið pappaklætt og asbestlagt að utan og gengið frá innréttingu. Stóð húsið fullbyggf kl. 1 e. h. á sunnudag og vígði þá Birgir Snæbjörnsson, guðfræðinemi héðan úr bæ, skýlið með stuttri og snjallri ræðu. Kl. 2 var snúið heimleiðis á ný með m.s. Drang. Konur, sem í förinni voru, höfðu allan tímann, sem bygging- in tók, uppi matseld og kaffihit- un í hlóðum rétt við skýlisstæðið. Skorti þar ekki nógan mat og góðan, svo sem heilagfiski og rabbarbaragraut, auk fleira góð- gætis að ógleymdu kaffinu. — Veður var mjög milt og úrkomu- laust. Neyttu menn matar og kaffis á sunnudagsnóttina undir beru lofti, enda þótt tjöld væru fyrir hendi. Þótti engum þeirra þörf. Það bar til nýlundu, að hús- byggingahópur þessi fann tóu- greni skammt frá skýlisstæðinu. Voru yrðlingarnir enn í því, en ekkert var við greninu hreyft. Hálfétnir rauðmagar lágu úti fyrir grenismunna svo og gnægð fuglabeina, en lambaræflar sáust ekki. Mjög vond lending er í Kefla- vík, stórgrýtisfjara, þar sem ó- lendandi verður svo' að segja í hverjum brimsúg. Svo einkenni- lega vildi til í þessari för, að ill- lendandi virtist í fyrstu vegna brimsúgs, þegar m.s. Drangur kom í Keflavík á laugardags- kvöldið. Þó gekk fyrsta hópnum allvel í land, enda tók þegar að draga úr svarflandanum. Mátti heita ládautt, þegar síðasta bátn- um var róið í land. Hélzt sjólag þannig, unz flestir voru komnir fram í m.s. Drang á sunnudag. Tók þá aftur að ýfa sjó og gekk síðasta bát ekki of vel fram. Fannst ferðalöngunum, að þarna hefði verið gefið báruhlé til á- kveðins verks, en ekkert fram yfir. Skipbrotsmannaskýlið í Kefla- vík er hið myndarlegasta mann- virki. Er það eins og fyrr getur timburhús á steingrunni pappa- og asbestklætt utan. Það er 6x4 m. að stærð með stórum suður- glugga, en litlum glugga móti norðri, hafáttinni, svo að ljós sjáist af hafi, ef menn eru í skýl inu. Inngangur er í vesturhlið Húsið er tvískipt í forstofu með fatahengi og svo íveruherbergi Þar er emaleruð kolaeldavél við steypta múrpípu, stór birgðaskáp ur og 8 tveggja manna kojur. Þiljað er með masonit bak við rúmin. Er þetta myndarlega framtak kvennadeildarinnar mjög lofs vert. Hörmulegar slysfarir: GrjóMa iellur d i með 5§ nnns með þeim ðfleiigum i 2 Ésasl til tai 00 aðrír 2 Skjaldborgarbíó liefur kvikmynda- sýningar í Sam- komuhúsinu. S. 1. miðvikudagskvöld bauð Skjaldborgarbíó templurum, bæj- arstjórn, fréttamönnum og ýms- um gestum til kvikmyndasýningar í Samkomuhúsinu. Hófst þar með starfsemi Skjaldborgarbíós í þeim húsakynnum. —• Framkvæmdar- stjórinn, Stefán Ág. Kristjánsson, ávarpaði gesti og rakti ástæður þess, að Skjaldborgarbíó væri komið í þessi húsakynni. Myndin, sem sýnd var, var hin heimsfræga óperetta Verdis, Rigo- Ietto. Hefir myndin verið sýnd síðan undanfarið í bíóinu, og verður síðasta sýning hennar nú á fimmtudagskvöldið. Andrés Eyjólfsson var kosinn í Mýrasýslu Aukakosningar til alþingis fóru fram í Mýrasýslu á sunnudaginn og voru atkvæði talin í gær. Fór kosning þannig, að Andrés Ey- jólfsson í Síðumúla, frambjóð- andi Framsóknarflokksins hlaut kosningu. Voru atkvæðatölur þessar (síð- ustu tölur í svigum): Andrés Eyjólfsson F 413 (446) Pétur Gunnarsson S 396 (353) Bergur Sigurbjörnsson U 125 Aðalsteinn Halldórsson A 27 (51) Kommúnistar buðu ekki fram nú, en töldu sig styðja Berg. Höfðu þeir síðast 121 atkvæði. Síldveiðin getur ekki talizt mikil enn. Enda þótt fáein skip hafi fengið ágæta veiði, hafa flest fengið lítið eða ekkert. Þó telja sjómenn síldar- legt, og síldin er óvenju feit og góð svo snemma sumars. Lang- aflahæstur er þegar orðinn Illugi frá Hafnarfirði. Mun nú búinn að fá um 2200 mál. Skip héðan úr bænum hafa sum þegar fengið nokkra síld, svo sem Súlan, Sæfinnur og Kristján. Mjótð IttíÉi ðverha Þeir, sem fórust, voru Þórarinn Jónsson Akureyri, og Kristján Kristjánsson, Glerár- þorpi, en Þorsteinn Svanlaugsson og Halldór Árnason,báðir héðan úr bæ, slösuðust hættulega * Varðskipið Ægir kemur með hina látnu til bœjarins kl. 2 í dag. Karlakórar bœjarins syngja á bryggju og minningar~ athöfn fer fram í kirkjunni. Síðastliðið fimmtudagskvöld fór um 27 manna hópur héðan frá- Akureyri og var förinni heit- ið til ísafjarðar. Var þetta að meginhluta lið úr íþróttafélaginu Þór, er hugðist keppa við ísfirð- inga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Farið var með lang- ferðabíl til Arngerðareyrar við ísafjarðardjúp, en þaðan með báti. Bílstjóri og jafnframt farar- stjóri var Þorsteinn Svanlaugs- Á sunnudaginn fóru Akureyr- ingarnir í boði Iþróttabandalags ísafjarðar til Bolungarvíkur með bíl frá ísafirði. Voru í honum 27 Akureyringar og 3 ísfirðingar. Á. balsaleiðinni um kl. 3 síðdegis vildi það hörmulega slys til, að grjótskriða féll á bílinn aftast með þeim afleiðingum, að 2 af 6, er í aftasta sæti sátu, slösuðust til bana, 2 meiddust hættulega, 1 lítilsháttar, en 1 slapp ómeiddur. Aðrir í bílnum meiddust ekki. Nánari atvik eru sögð þau, aS þegar bíllinn var kominn rétt fram hjá svonefndum Sporhamri á leiSinni milli Bolungavíkur og Hnífsdals, en hún liggur um bratta fjallshlíS, heyrSi stúlka, sem í bílnum var, til skriSunnar og hrópaSi aSvörun til bílstjór- ans. Jók hann þá hraSa bifreiSar- innar, en tókst þó eigi aS hafa alveg undan. Lenti bjarg úr skriS- unni á þaS afturhorn bifreiðar- innar, er nær var fjallshlíðinni. Staðnæmdist bíllinn þó ekki þeg- ar, heldur rann spottakorn áfram, en hélzt þó á veginum. Hefði þarna orðið enn ægilegra slys, ef eigi hefði þó tekizt svo til, því að þverhnípi er þarna fram af vegin- um. Piltarnir, sem fórust, voru Þórarinn Jónsson, Fjólugötu 15, Akureyri, 19 ára gamall, og Kristján Kristjánsson, Eyri, Gler- árþorpi, 20 ára. Þorsteinn Svan- laugsson slasaðist mikið á höfði svo og Halldór Árnason, Eyrar- veg 8, Akureyri. Tryggvi Gests- son, Reynivöllum 2, Akureyri, skrámaðist lítillega. Læknir og hjúkrunarlið kom á slysstaðinn frá Bolungarvík og síðar læknar og skátar frá ísa- firði. Var gert að sárum hinna slösuðu á slysstaðnum til bráða- birgða, en þeir síðan fluttir í sjúkrahús Isafjarðar. Voru þeir Þorsteinn og Halldór meðvitund- arlausir fram eftir kvöldi, en hafa síðan legið þungt haldnir í sjúkra- húsinu. Minningarathöfn fór fram á ísafirði í gær yfir piltunum, sem fórust og blöktu fánar í hálfa stöng um allan bæinn. I dag kl. 2 leggst varðskipið Ægir að Torfunefsbryggjunni, en Ægir kemur með hina látnu og íþróttafólkið frá ísafirði, annað en þá Þorstein og Halldór, sem liggja í sjúkrahúsi eins og fyrr segir. A bryggjunni syngja karlakór- ar bæjarins, en síðan verður gengið til kirkju og þar flytur séra Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup, minningarorð. Verzlunum og skrifstofum verð ur lokað frá kl. 1,30—3 e. h. Þórs- og KA-félagar eru beðnir að mæta við Iþróttahúsið kl. 1,30. ___*___

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.