Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.07.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 10. júlí 1951 ----------------—— ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. PrentsmiSja Bjöms Jónssonar h.f. —------—-----—------------J Alþ j óðasamband jaínaðanmanna Alþjóðaþing jafnaðarmanna, sem kom saman í Frankfurt am Main fyrir jyrri helgi, og sótt var af 150 fulltrúum, samþykkli að endurreisa alþjóðasamband jafn- aðarmanna, sem ekki liefir verið starfandi síðan fyrir aðra heims- styrjöldina. í hinu endurreisla alþjóðasam- bandi verða 34 jafnaSarmanna- flokkar víðs vegar um heim með samtals um 10 milljónum flokks- bundinna meðlima; en niiðaS vio kosningar undanfarið munu þeir hafa um 44 milljónir kjósenda að baki sér. Á alþjóðaþinginu í Frankfurt am Main, sem sett var af Dr. Kurt Schumacher, hinum þekkla for- ustumanni þýzkra jafnaðar- manna, var Morgan Philips, að- alritari hrezka ' alþýðuflokksins, aSalræðumaSurinn; en alþjóða- þingið og endurreisn alþjóðasam- bandsins hafði verið undirbúið hæði af alþjóðasamvinnunefnd jafnaðarmanna í London, COM- ISCO, og af nefnd jafnaðar- manna frá ýmsum löndum, sem til þess hafði verið kjörin að gera uppkast að stefnuyfirlýsingu al- þjóðasambandsins. Áttu sæti í þeirri nefnd, meðal margra ann- arra, Guy Mollet, aðalritari franska alþýðuflokksins, og Salo- mon Grumbach, hinn gamli franski brautryðjandi jafnaðar- stefnunnar. Margir fulltrúar frá Norður- löndum sátu alþjóðafundinn í Frankfurt am Main, þar á meðal Hans Hedtoft, H. C. Hansen og Alsing Andersen frá Danmörku, og Thorsten Nilsson og Sven An- dersson frá SvíþjóS. -— Meðal margra annarra þekktra jafnað- armanna, sem sátu hann, voru Adolf Schárl, varaforsæt.isráð- herra Austurríkis, Koos Vorrink frá Hollandi, Erich Ollenhauer ásamt Dr. Kurt Schumacher fyrir Þýzkaland. En fulltrúar voru og mættir frá Bandaríkjunum og Kanada, Indlandi, Japan og Ástralíu. Frá íslandi var enginn fulltrúi mæltur á alþjóðaþinginu í Frank- furt; en því barst skeyli frá ís- lenzka alþýðuflokknum, sem er einn af þeirn 34 jafnaSarmanna- flokkum, sem endurreisa alþjóða- sambandið og verða í því. Þó að alþjóðasambandið hafi legið niðri síðan í stríðsbyrjun 1939, hafa jafnaðarmannaflokk- arnir stöðugt haft nána.samvinnu eftir slríðiS og ár frá ári verið að auka hana. Hefir alþjóðasam- •vinnunefnd þeirra, COMISCO, (Svo sem kunnugt er af fréttum, gaf Bergur Sigurbjörnsson út sérstakt blað fyrir aukakosningarnar í Mýrasýslu til að túlka sjónarmið ; ín í landsmálum. Blað þetta mun lítið eða ekki hafa sézt hér norðanlands, en í því hafa þó birzt athyglisverðar greinar svo sem Er ég kommúnisti? eftir Berg og Ef ég væri Mýramaður eftir Arnór Sigur- jónsson. Alþm. mun ef til vill síðar birta fyrr greinda grein Bergs, því að hún er vissulega verð umhugsunar ein- mitt nú á tímum, þegar við þurfum kannske engu síður að gjalda varhuga við að dæma allt kommúnisma, sem ekki fellur við flokks jónarmið lýðræð- isflokkanna svokölluðu heldur en kommúnismanum sjálfum. Frjálshuga maður í lýðfrjálsu landi á ekki að sætta sig við neitt annað en hugsana- frelsi og skoðanafrelsi, því megum við aldrei gleyma. Að þessu sinni birtir Alþm. hins vegar kafla úr annarri grein í Kosn- ingablaði Mýramanna. Ekki af því, að blaðið sé endilega sammála öllu í greininni, heldur af því að gagnrýni og óánægja með núverandi stjórnarvöld er set; þar óvenjuskýrt fram, einmitt af manni, sem lengst af hefir talið Framsókn skársta landsmálaflokkinn, en hefir nú orðið fyrir óþyrmilegum vonbrigðum. Grein þessi er annars mjög löng. Fjallar fyrri hluti hennar um utanríkismálastefnu stjórnarinnar, en síðari hluti hennar um innanlands- málin. Er hér tekið brot úr þeim hlut- anum. — Ritstj.) Ég skal byrja þennan síðari hluta greinar minnar með því að viðurkenna hiklaust það, sem nú- sitjandi stjórn heíir skárst gert. Hún hefir skilað fjárlögum á rétt- um tíma, tekjuhallalausum og þannig úr garði gerðum, að búast rná við, að sjálfar ríkisskuldirnar vaxi ekki á þessu ári, enda falla allar innlendar skuldakröfur á ríkið i verði með verðfellingu peninganna. Hún hefir líka reynt að koma nokkurri reiðu t ríkis- skuldirnar. Finnst eðlilega mörg- um vegna þessa hvors tveggja éihs og fargi sé af sér létt eftir gengdarlausa óreiðu i fjármála- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þetta er því að þakka, að Eysteinn Jónsson kann betri skil á af- greiðslu og bókhaldi ert þeir ráð- herrar, er Sjálfstæðisflokkurinn hefir talið hæfilegasla til að „passa pottinn“, og er auk þess miklu dugmeiri rnaður en þeir. En það sem á þessu sviði hefir unnizt. hefir verið unnið undir merkjúm rangrar og þjóðinni stórháskalegrar fjármálastefnu. Það hefir unnizt með þvi að sníkja svo mikið ölmusufé úr sjóði Amerikumanna, að þar höf- verið milliliður þeirra síðustu ár- in, með aðsetri í London; en nú tekur hið endurreista alþjóða- samband við af henni. um við sett heimsmet, sem aldrei verður af okkur tekið. Þar á ofan hefir allt verið gert til að sverfa út lán erlendis til allskonar fram- kvæmda, fyrirtækja og vöru- kaupa, lán sem ríkið hefir eigi tekið nema að‘ minna leyti, en hefir tekjur af í tollurn og skött- um, þegar lánsféð er flutt inn sem vörur eða þjónusta, auk þess sem það hefir líka þannig tekjur af gjafafénu. Með þessu hefir þjóðarheildin tekizt á herðar skuldbindingar, sumar ef til vill fyrst og fremst siðferðilegar, aðr- ar siðferðilegar og fjárhagslegar, enn aðrar fyrst og fremst fjár- hagslegar, og þessar skuldbind- ingar — og skuldir — þjóðarinn- ar hafa þyngzt með hverju ári, jafnvel þótt sjálfar ríkisskuldirn- ar hafi Iagazt á pappírnum. Dugnaður Eysteins hefir líka kornið fram í því að þyngja þenna skuldabagga meira en aðrir, bæði með sníkjunum og lánsútvegun- um og því að leggja tolla og skatta á tolla og skatta ofan, á allt það sem inn er flutt, fyrst á leið þess inn í landið og síðan eft- ir það, að það er inn í landið komið. Hagur sjálfrar þjóðarinn- ar bæði út á við og inn á við hef- ir því versnað, þó að lagazt hafi í sjálfuin ríkiskassanum og bók- hald ríkisins getað sýnt miklu lag- legri áferð. Við skulum svo í svipsýn líta yfir fjármálasögu þjóðarheildar- innar á síðustu árum. Þegar ó- friðnum lauk 1945 átti íslenzka þjóðin (ekki ríkissjóður, heldur þjóðin í heild) inni í erlendum bönkum gjaldeyri, sem nam, því er opinbert var, nærri 600 millj. íslenzkra króna. Nú, sex ár- um síðar, eru allar þe.ssar inn- stæður farnar veg allrar verald- ar, við höfum veitt móltöku um 400 millj. króna af öhnusufé, og guð einn veit, hvað gjaldeyris- skuldir okkar erlendis eru miklar. Á það skulu ekki bornar brigður, að mikið fé hefir verið lagt í framleiðslutæki, en sjálj jram- leiðslan hefir lítið sem ekkert vaxið, landbúnaðarframleiðslan í heild ekkert, fiskaflinn ekki lield- ur, helzt er það iðnaðurinn, sem ögn hefir aukizt, en nú sýnist beinlínis að því stefnt með sljórn araðgerðum að leggja hann í rúst. Þetta hefir gerzt í frábæru viðskiptalegu góðæri, þegar á heildina er litið. Atvinnuvegir okkar eru ekki betur staddir en eftir tapað stríð, en viðleitnin að koma þeim á kjöl á heiðarlegan hátt sýnist ekki vera til hjá nú- sitjandi ríkisstjórn. Sú eina leið, er ríkisstjórnin virðist sjá færa, er að sníkja sér meira og meira fé í Ameríku, gera sjálfa sig og þjóðina í heild fjárhagslega háð- ari með hverjum degi, er líður. Með þessu er svo haldið á floti fjölmennri og aðgangsfrekri eyðslustétt, en verðbólga og álög- ur á heiðarlega vinnandi menn fara dagversnandi. Þessi þróun hefir aldrei verið harðari en nú. Þetta eigum við meðal annars dugnaði Eysteins fyrir að þakka, dugnaðinum að halda óreiðunni á floti með sníkjum, dugnaðinum að setja kíkinn fyrir blinda aug- að. þegar horfa skal eftir bjargar- leiðum. Heyrt hefi ég það eins og fleiri, að dýrtíðin, verðbólgan, væri að- allega að kenna verkamönnum og bændum, þessar stéttir hafi búið til verðbólguna með endalausri skrúfu kauphækkana og verðlags- hækkana á landbúnaðarvörum. Þelta hafa víst fleiri heyrt, því að það hefur frá upphafi verið eina skýring Sjálfstæðisflokksins á verðbólgunni, og undir þessa skýringu hefir Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn íekið, þegar þeim hefir þótt henta fyrir sína pólitík, og nú trúir Frarn- sóknarflokkurinn fullt og fast á þessa verðbólguskýringu, því að nú hentar hún honum í pólitík lians. En þessi skýring er augljós- lega röng, og eiga það allir að vila, sem hafa einhvern snefil af hagfræðilegum skilningi. Það má öllum vera ljóst, að hún er röng, af því einu, að vísitöluhœkkun á laun verkamanna og annarra launþega kemur alltaf á eftir hœkkun vísitölunnar sjálfrar, en verðlagsliœkkun á landbúnaðar- vörum kemur fyrst ári seinna en vísitöluhœkkun á laun verka- manna*. Orsök verðbólgunnar er allt önnur, einfaldlega sú, að hér hafa verið ’gefnar fleiri og fleiri ávísanir út á sömu verðmæti, og því hafa þær ávísanir, seðlarnir okkar, fallið meira og meira í gildi. Þetta er í raun réttri sama fyrirbærið og oft gerðist hér áð- ur fyrr, þegar menn drýgðu pen- ingasláttuna með því að blanda ódýrum málmum saman við silf- ur eða gull og fölsuðu á þann hált peningana. Til þess gripu heilar þjóðir í stríði eða þrengingum, en hittu ælíð sjálfa sig fyrir, því ,að þær máttu þakka fyrir, ef pen- ingar þeirra fengu að gilda það, sem hinn dýri málmur í þeim var verður, en oftast var peningum þeirra fleygt sem hverjum öðrum sviknum og ónýtum hlutum. Þetla er nú allt miklu auðveldara, þegar peningarnir eru bara ávís- anir, sem engin skylda er á að innleysa með gulli. Það er eitt er hæft með hluttöku verkamanna og bænda í verðskrúfunni, að þegar þeir hafa fundið, að þeim hefir verið greitt með ávísunum, sem ekki hafa haft fullt gildi, hafa þeir ekki tekið því þegjandi, held- ur reynt að krefjast meiri ávís- ana, þar til þeir hafa fengið það, sem þeim bar í fullgildum ávísun- um. Það hafa verið gerðar ítrek- aðar og margháttaðar tilraunir íil að snuða þá um sinn hlut, og eng- in ríkisstjórn okkar hefir leitað að jafn mörgum og þrauthugsuð- * þetta er a.m.k. ekki rétt varðandi dreifingar- og geymslukostnað né held- ur síðustu verðhækkun til bænda. — Ritstj. Ungur verkfræðing* ur kynnir sér máln- ingarframleiðslu á vegum Efnahags- samvinnust j órn- arinnar Ungur íslenzkur námsmaður, Ilannes B. Kristinsson, hefir ný- lega lokið prófi í efnaverkfræði við Massachusetts tækniháskóla í Bandaríkjunum og mun hann innan skamms hefja verklegt framhaldsnám hjá málningar- verksmiðju í Baitimore, Mary- land, þar sem hann mun kynna sér framleiðslu á málningu og lökkum. Nám Hannesar, sem er liður í áætlun efnahagssamvinnustjórn- arinnar um tæknilega aðstoð til handa meðlimalöndunum, mun taka um það bil fjóra mánuði, og jafnframt því sem hann leggur stund á að kynnast nýjustu tækni í málningarframleiðslu, mun hann stunda efnarannsóknir í sambandi við framleiðsluna. Á sl. sumri starfaði Hannes hjá Málningarverksmiðjunni Hörpu h.f., Reykjavík, og er hann kem- ur heim að námi lolcnu tekur hann við stjórn á rannsóknar- stofu verksmiðjunnar, en hún framleiðir nú um 1.000 tonn af málningu árlega og fullnægir þar með um % hlutum af árlegri málningarþörf landsins. Nokkur hluti þess hráefnis er verksmiðj- an hefir þurft til framleiðslunnar undanfarin ár hefir verið fluttur inn fyrir fé frá efnahagssam- vinnustjórninni. Þess er vænzt að þetta sérnám Hannesar muni hafa töluverða þýðingu fyrir verksmiðjuna í sambandi við vöruvöndun og gæði framleiðslunnar. Hannes B. Kristinsson er Ak- ureyringur, sonur Kristins Stef- ánssönar, Ránargötu 9, og konu hans, Elinborgar Jónsdóttur. ___íb__ TOGARINN JÖRUNDUR GENGUR Á SÍLD- VEIÐAR Guðm. Jörundsson, útgerðar- maður, hefir látið togara sinn, Jörund, hætta karfaveiðum, og hyggst lialda honum út á síldveið- ar í sumar, jafnvel sækja á fjar- lægari mið, ef þess gerist þörf. TÚNASLÁTTUR hófst víða í Eyjafirði fyrir fyrri helgi og hafa margir bændur náð inn nokkuð af ágætlega verkaðri töðu. Almennt mun túnasláttur hafa hafizt hér norðanlands um og upp úr fyrri helgi. Er spretta talin fremur rýr, en heyskapartíð hefir mátt heita ágæt. um leiðum til þessa og sú ríkis- stjórn, sem nú situr. Það er af því að hún er hreinræktaðasta íhaldsstjórnin, sem við höfum haft og duglegasta og ófyrirleitn- asta stjórnin til að halda fram raunverulegum íhald,ssj ónarmið- um. að i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.