Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 10.07.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. júlí 1951 ALÞÝÐUMAÖURINN 3 TILKYNNING Nr. 29/1951 Fjárhagsráð hefir ákveðið nýtt hámarksverð á blautasápu sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts...... kr. 7.85 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti .... — 8.09 — — Smásöluverð án söluskatts ....... — 9.80---------- Smásöluverð með söluskatti .... — 10.00-------- Reykjavík, 6. júlí 1951. Verðlagsskrifstofan. Arðnr til lilutliaist Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags Islands 2. júní 1951, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1950, Ærðmiöar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum félagsins um land allt. H.F. EIMSKIPAFÉLÁG ÍSLANDS. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Ankaíundnr Aukafundur í Hlulafélaginu Eimskipafélag íslands, verð- ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík laug- ardaginn 17. nóvember 1951 og hefst kl. 1,30 e. h. Dagskrá: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 2. Tillögur til breytinga á reglugerð Eftirlaunasjóðs H.f. Eimskipafélags íslands. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykja- vík dagana 14. og 15. nóvember næstkomandi. Menn géta fengið eyðuhlöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins i Rekjavík. Reykjavík, 6. júní 1951. STJÓRNIN. HÉsmæiraskólí larejrf tekur til starfa 15. september næstkomandi. Æskilegt er að umsóknir um skólavist sendist sem fyrst til formanns skóla- nefndarinnar (póslhólf 88) Akureyri. Saimasioffl K.V.A. verður lokuð vegna sumarleyfa frá 14. júlí til 7. ágúst. — Þó -verður tekið á móti efnum í vefnaðarvörudeild K. V. A. til að sauma úr að loknu sumarleyfi. Saumum: Karlmannaföi', karlmannafrakka, kvenkópur. SAUMASTOFA KAUPFÉLAGS VERKAMANNA AKUREYRAR a í kvöld kl. 9: Dauðasvefninn (The big sleep) Mjög spennándi amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart Lauren Bacall. — Bönnuð yngri en 16 ára. — Nýja Bíó STÚLKURNAR í SMÁLÖNDUM („FLICKORNA I SMÁLAND“) Skemmtileg sænsk sveitalífs- mynd, með söngvum. Aðalhlutverkin leika: SICKAN CARLSSON, ÁKE GRÖNBERG, Sigge Fiirst — Ruth Kasdan 28 stiga hiti í for- sælu, allaufguð tré upp úr snjó! Hin frumlega afmælisgjöf fjögurra vina Sigurðar O. Björns- sonar á fimmtugsafmæli hans — 1000 trj áplöntur — hafa nú ver- ið gróðursettar að Sellandi í Fnjóskadal — eignarjörð Sigurð- ar. Fór gróðursetningin fram 26. júní s. 1. og hefir eitt sunnanblað- anna það eftir tveimur af gefend- unum, Hákoni Bjarnasyni, skóg- ræktarstjóra og Einari E. Sæ- mundsen, skógarverði, — hinir voru Árni Bjarnarson bóksali og Skarphéðinn Ásgeirsson, kaup- maður hér í bæ — að þennan dag hafi verið 28 stiga hiti í forsælu í Fram-Fnjóskadal og hafi þar sums staðar gefið kynlega sjón að líta: allaufguð birkitré standa upp úr snjósköflum, sem enn lágu í dældum og lautum. Sláttur fast við vetrarfönn Vissúlega er kynlegt að sjá al- laufguð birkitré teygja sig upp úr snjósköfluin, en ekki er síður kynlegt að sjá nýslægju og stór- fenni í nábýli. Þetta gaf þó að líta úti í Arnarneshreppi fyrir nær hálfum mánuði síðan á bænum Hofteigi. Hafði hóndinn þar þá slegið allstóra skák á túninu og bar slægjan frá veginum séð í stóra snjófönn í djúpri laut fast ofan við vallargirðinguna. -----X----- HARÐBAKUR landaði sl. sunnudag 415 lestum af karfa í Krossanesi. Svalbakur hafði þá nýverið komið með 392 lestir. AUGLÝSING nr. 27/1951 Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín pr. líter kr. 1.54. 2. Ljósaolía, pr. tonn kr. 1135.00. 3. Hráolía pr. líter óóþá eyrir. Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við af- hendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annárri innflutnings- höfn, en ljósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykja- vík eða annarri innflutningshöfn. Sé hráolía og benzín af- hent í tunnum, má verðið vera 2% eyri hærra hver líter af hráolíu og 3 aurum hærri hver líter af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínið vera sama og í Reykjavík. í Borgarnesi má benzínið vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkishólmi, Patreksfirði, ísafirði, Skagaströnd, Sauðár- króki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Vestmannaeyjum, má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef Benzín er flutt á landi frá ein- hverjum ofangreindra staða, má bæta einum eyri pr. líter við grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vegalengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzin er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað sam- kvæmt framansögðu. í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. I verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera 31/** eyri hærra pr. líter, en annars staðar á landinu 4% eyri hærra pr. líter, ef olían er ekki flutt inn frá útlöndum. Sé um landflutning að ræða frá birgðastöð, má bæta við verðið 1 eyri pr. líter fyrir hverja 15 km. Heimilt er einnig að reikna 1% eyri pr. lítra fyrir heimkeyrslu, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarar notkunar í landi. í Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið samá og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70.00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verð- inu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 4 júlí 1951. Reykjavík, 3. júlí 1951. Verðlagsskrifstofan. Frá Keiiiiara§kélaiiiiiii í lögum um menntun kennara er gert ráð fyrir, að inntökuskil- yrði í kennaraskólann verði þau sömu og í lærdómsdeildir menntaskólanna. Þetta kemur fyrst til framkvæmda nú í haust, og breytist þá nám í kennaraskól- anum að nokkru. í ýmsum grein- um verður lesið það sama sem krafizt er til stúdentsprófs, i sum- um aftur minna. Latínu og frönskunám verður ekkert. Þess í stað kemur aftur uppeldisfræði, kennslufræði og kennsluæfingar og fleira, sem nauðsynlegt er til undirbúnings kennaraefnum. — Enda þótt greiðari leið verði til framhaldsnáms með þessari skip- un, verður megináherzla á það lögð að veita almenna kennara- menntun í skólanum. Þá hefir verið afráðið, að kvennadeild og smíðadeild hand- íðakennaraskólans starfi fram- vegis í sambandi við kennaraskól- ann, en samt sem sjálfstæð stofn- un. Er þetta spor að því marki, að öll kennaramenntun í landinu verði sameinuð á einum stað. En svo getur þó ekki orðið fyrr en ný húsakynni rísa af grunni. En að þeim málum er nú unnið. — Bygginganefnd var skipuð nú í vor, og vinnur hún að undirbún- ingi málsins. Þess er vænzt, að framkvæmdir geti hafizt á næsta ári, enda er þörf nýrra híbýla fyrir kennaramenntunina mjög hrýn og aðkallandi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.