Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1951, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 31.07.1951, Qupperneq 1
XXI. árg. Þriðj udagur 31. júií 1951 27. tbl. Evrópumeistarinn Hein- rich fer ósigraður heim af tugþrautarkeppninni og setur nýtt Frakklandsmet í tugþraut. En Örn Clau- sen dró talsvert ó hann og setti nýtt íslandsmet og Norðurlandamet. Hinu tvísýna einvígi í tugþraut milli Frakkans Heinrich, Evrópu- meistara í þeirri grein, og Arnar Clausen, Norðurlandameistarans, lauk í gærkveldi. Fóru leikar svo, að Heinrich bar sigur úr býtum, en sigraði þó Orn með nokkru minni stigamun en í Brússel í fyrra. Báðir íþróttamennirnir bætlu verulega afrek sín og setti Heinrich nýtt Frakklandsmet í tugþraut, en Örn nýtt íslandsmet og Norðurlandamet. Leikflokkurinn „Sex í bíl“ sýndi í sl. viku í þrjú kvöld gam- anleikinn Carvallo, alltaf fyrir fullu húsi og prýðilegar undir- tektir. Carvallo er gamanleikur í þrem þáttum, kannske ekki beinlínis efnismikill, en leynir þó á sér og drepur fingri á ýmis kýli mann- lífsins. Sumum mun þykja hann kannske helzt til hispurslaus á köflum, en inörg samtölin eru hröð og lifandi, þótt höfundi virðist ekki alls staðar takast jafnvel upp, svo að tómahljóði bregður fyrir. Hlutverkin eru þessi: Kaspar Darde, bóndi og pré- dikari: Gunnar Eyjólfsson. Snilja Darde, kona hans: Hildur Kal- man. Barón, nágranni: Lárus Ingólfsson. Winke, prófessor: Jón Sigurbjörnsson. Anní, þjónustu- stúlka: Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir. Carvallo, kapteinn: Bald- vin Halldórsson. Gross, hermað- ur: Þorgrímur Einarsson. Um öll hlutverkin má segja, að með þau er prýðilega farið. Þó þótti þeim, sem þetta ritar, leik- ur Jóns Sigurbjörnssonar beztur. Honum tekst að vera svo skemmtilega eðlilegur, að það liggur við borð, að áhorfandinn Árangrarnir voru þessir: Heinricli Clauscn 100 m. 11.0 10.8 Langstökk 7.00 7.12 Kúluvarp 12.72 13.42 IJástökk 1.85 1.80 400 m. 50.7 50.5 110 m. gr.hl. 16.0 14.7 Kringlukast 44.13 40.87 Stangarstökk 3.60 3.20 S])j ótkast 151.12 45.44 1500 m. 4:45.4 4:43.2 Lokastig 7476 7453 Hér birtist svo til fróðleiks ár angur þeirra i Brússel í fyrra: Heinrich Clausen 100 m. 11.3 10.9 Langstökk 6.84 7.09 Kúluvarp 13.14 13.17 Hástökk 1.80 1.80 400 m. 52.2 49.8 110 m. gr.hl. . 15.3 15.1 Kringlukast 41.44 36.20 gleymi því, að hann sé að leika. Gunnar Eyjólfsson, sem jafn- framt er leikstj órinn, leikur hér gamlan mann, og er gervið prýðilegt, leikur Gunnars at- hyglisverður, en málfar helzt til óljóst. Hlutverk Hildar Kalman er erfitt, en því er skilað af mik- illi vandvirkni og trúmennsku og sama má segja um leik Baldvins Halldórssonar. Guðbjörg Þor- bjarnardóttir á helzt ekki að leika hálfvitalega vinnukonu, enda þótt hún geri það skemmtilega. Þeir, sem hafa séð henni „takast upp“ í leik stærri hlutverka, kunna ekki við hana í þessu gervi. Leikur Þorgríms Einars- sonar er léttur og lipur og fellur vel við hlutverk hans. Það er mikil hressing og til- breytni að fá hingað i bæinn slíka gesti sem „Sex í bíl“ og fleiri leikgesti, en dálítill sárs- auki er það óneitanlega fyrir ak- ureyrskan metnað, að þessir góðu gestir geti fortakslaust fengið áhorfendur til að streyma í leik- húsið til sín, meðan Leikfélag Akureyrar getur í mesta lagi „uppfært“ einn sjónleik á ári — með tapi. Hvar liggur hundurinn graf- inn? Stangarstökk 3.80 3.40 Spjótkast 53.31 47.96 1500 m. 4:50.6 4:49.0 Lokastig 7364 7297 Sá þriðji, er þátt tók í keppni þessari nú, Tómas Lárusson, stóð sig vel, þótt hann hefði ekki bol- magn við hinum köppunum. — Hann hlaut 5005 stig alls. —► 4— Söngskemmtun Tón listarfélagskórsins Tónlistarfélagskórinn í Reykja- vik hefir undanfarið verið á söngför um Austur- og Norður- land, og í gærkveldi söng hann hér í Nýja-Bió. Var honum íagn- að injög að verðleikum af áheyr- endum. sem þó hefðu mátt vera fleiri. Söngstjóri kórsins er dr. V. Urbancic, og hefir honum tekizt, svo sem við mátti búazt, að stilla hið ágætasta hljóðfæri úr rödd- um kórfélaganna, eins og með- ferð kórsins sýndi t. d. á rímna- lagasyrpu útsettri af söngstjóran- um, svo og lögunuin úr óperunni Carmen, eil þar naut kórinn líka tveggja óperusöngvara: Guð- mundu Elíasdóttur og Gunnars Kristinssonar. Þá má ekki gleyma að geta meðferð kórsins á laginu Amma raular í rökkrinu eftir Sigursvein Kristinsson, en í því söng einsöng Svava Þorbjarnar- dóttir. Hefir hún fagra altrödd, og undirsöngur kórsins tókst mjög vel. Einsöngva sungu með undir- leik söngstjórans þau Jón Hjört- ur Finnbjarnarson, Inga Markúá- dóttir og Árni Jónsson, og hlutu öll beztu undirtektir. Undirleik við lögin úr Carmen annaðist frú Katrín Dalhoff. Söngstjóranum bárust blóm- vendir svo og Guðmundu Elías- dóttur óperuscjngkonu. —> j, 4— Sextugur varð 23. þ. m. Sig- tryggur Jónsson, verkam., Lækj- argötu 2 hér í bæ. í kvöld: N Ý M Y N D Sjá auglýsingakassa. »Sex í bíl« §ýna g:aman- lelklnn i'nrvallo a Akureyri frí Hargrét Schioth dttrsð Frú Margrethe Schiöth, heið- ursborgari Akureyrarbæjar, er áttræð í dag. Frú Schiöth þarf ekki að kynna fyrir Akureyringum, enda hefir Alþýðumaðurinn gert það oft og rækilega, þegar tækifæri hefir gefizt til, undanfarin 30 ár. Persóna hennar og glæsi- leikur gerir það líka hvar sem hún fer, svo einstæð er þessi kona og virðuleg, að athygli vekur hvers manns og konu, sem mæta henni, hvort sem er á gölu úti eða þar sem margir fara saman. Á síðari árum höfum við mætt henni undir silfur- haddi göfugrar elli, en bros hennar og viðmót allt hefir túlk- að sannindi ljóðlína Steingríms Thorsleinssonar „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærunum.“ Og þó við dáum hana jafnmikið í þessu persónugervi, hefi ég kos- ið að sýna hana á meðfylgjandi mynd, sem tekin er á blómaskeiði ævi hennar, af því að í dag hyll- um við hana sem blómadrottn- ingu Akureyrarbæjar, og á þeim stað, þar sem hún hefir — í sam- vinnu við vordísir og sólarmögu — gert kraftaverk, setn lifa langt inn í framtíðina. Sumar konur og menn eru fædd þau hamingjunn- ar börn, að lifa margar kynslóðir í göfugum störfum fyrir aldna og unga. Eitt slíkt óskabarn ljóss og lífs er frú Margrethe Schiöth. Þessa höfum við Akureyringar notið, og fáum aldrei fullþakkað eða goldið. Frá Margrethe Schiöth. Að þessi dagur endar á óvenju- lega hátíðlegan hátt fyrir bæjar- búa, eigum við Fegrunarfélagi Akureyrar að þakka, og öðrum þeim, sem stutt hafa það að störf- um. Klukkan átta í kvöld afhjúpar það brjóstmynd af frú Schiöth uppi í Lystigarði. Verður það framkvæmt við hátíðlega athöfn. Ræður verða fluttar og tveir kór- ar bæjarins syngja. Mun ekki þurfa að hvelja fólk til að fjöl- sækja þessa einstæðu athöfn, og votta með nærveru sinni afmælis- barninu þökk og virðingu bæjar- ins fyrir hið langa, fagra og líf- ræna starí, sem frúin hefir unnið á þessum stað. Þeim heiður, sem lieiður ber. H. F. Niels Bohr kemur hingað til lands í heimsókn Hinn heimskunni danski vís- indamaður, Niels Bohr, kemur til Reykjavíkur í boði Háskóla ís- lands 2. ágúst og dvelst hér á landi vikulíma. — Niels Bohr er einn af lcunnustu atómfrœðingum heimsins og forseti danska vís- indafélagsins. Niels Bohr fæddist í Kaup- mannahöfn árið 1885. Hann varð prófessor í eðlisfræði við Hafn- arháskóla árið' 1916, en Nóbels- verðlaun í eðlisfræði hlaut hann árið 1922. Hann er heiðursdokt- or við fjölmarga erlenda háskóla og núverandi forseti danska vís- indafélagsins. Niels Bohr er heimsfrægur fyrir atómrannsókn- ir sinar. Prófessorinn býr nú ásamt fjölskyldu sinni í heiðursbústað á Carlsberg, sem Carlsbergsjóð- urinn nýi lætur frægasta vísinda- marm Dana á hverjum tíma hafa til umráða. í fylgd með prófessor Niels Bohr verður kona hans, frú Mar- grethe Bohr, fædd Nörlund. * Togarinn Kaldbakur landaði í gær í Krossanesi um 400 lestum karfa. Togarinn Harð- bakur landaði rétt fyrir helgina 371 lesl af karfa.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.