Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.08.1951, Blaðsíða 1
umwuruux MUQYcSJA XXI. árg. Þriðjudaginn 14. ágúst 1951 28. tbl. VERÐUR HANN SEKTAÐUR EÐA EKKI? Undanfarið hefir Akureyrar- bœr verið að gera þá þrifnaðar- ráðstöfun að láta setja upp rusl- körfur við fjölförnustu götur bæj- arins. Ein átti að koma á horni Hafnarstrætis og Kaupvangs- strætis hjá húsinu Hafnarstr. 94 (Hamborg) og hafði verið kom- ið fyrir járnröri þar, steyptu ofan í gangstéttina, en ofan á það átti síðan að læsa ruslkörfunni. Eigandi Hamborgar, Jóni E. Sigurðssyni,. kaupmanni, öðrum fulltrúa Sjálfstæðisins hér í raf- •veitunefnd, og sáttanefndarmanni, fannst þessi þrifnaðarráðstöfun hins vegar of nálæg sér og sagaði með eigin hendi járnrörið af nið- ur við gangstétt. til áréttingar sendi hann rörbútinn inn á skrif- stofu bæjarstjóra. Nú spyr ahnenningur: Verður Jóni þolað þetta bótalaust, því að enginn dregur í efa, að unglingar, sem svipað athæfi hefðu framið, mundu þegar hafa verið sóttir til sektar. Hvað gera bæjaryfirvöld- in í málinu? ____*___ Nýtízku sparnaðarráðstöfun fjármálaráðherrans Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi, blaðamaður við Þjóðvilj- ann, segir eftirfarandi sögu: Kona nokkur heitir Halldóra B. Björnsson, borgfirzk að ætt, en nú búsett í Reykjavík og orð- in ekkja með eitt barn á fram- færi. Hún hefir undanfarin ár haft símavörzlu í Fjárhagsráði á sumrum, en verið starfsmaður Alþingis á vetrum. I vor er henni sagt, að hennar sé ekki þörf í Fjárhagsráði, því að þar eigi nú að spara. Nokkru síðar vitnast þó, að nýr kvenmaður hefir ver- ið ráðinn að símavörzlu Fjár- hagsráðs. Það er dóttir Eysteins Jónssonar, fjármálaráðherra, þess sem vill spara í opinberum rekstri. Kona var ráðin um skeið til að kenna nýliðanum listina við símann. SÍLDVEIÐIN hefir verið mjög treg sl. viku og yfir -síðustu helgi. Hafa sárafá skip hlotið afla, svo að nokkru hafi numið, og eru mörg skip enn mjög illa stödd með sumarveið- ina, ef ekki rætist betur úr. Hins vegar eru toppskipin þegar húin að gera ágæta sumarvertíð. _*____ HEYSKAPUR hefir gengið allvel norðanlands, það sem af er sumri, hvað nýt- ingu heyja snertir. Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Ymislegt af Norðurlöndum Norðmenn treysra mjög varnir sínar og hamla fost gegn vaxandi dýrtíð. - í Ðonmörku vex verð- bófgon hröðum skrefum, búðir eru fullar af vörum, en tómar of v!'ðskiptavinum. Ritstjóri Alþýðymannsins hefir farið þess á leit við míg að segia eitthvað í fréttum frá dvöl minni erlendis, nú við heimkomuna. En annars er það svo eftir margra mánaða útivist, þá er erfitt að vita, hvar grípa skuli niður, eink- um þar sem útvarp og blöð flytja daglega fregnir af því, sem frétt- næmt þykir og í frásögur fær- andi. Umtalsefni manna um öll Norð- urlönd í vor og sumar hefir verið tíðarfarið, en þar hefir alls staðar verið köld verðrátta í allt vor og sumar. Um sunnanverðan Noreg var þó hlýtt í maí og júní, en þurrkar svo miklir að til vand- ræða horfði, en úr því tók veðr- áttan að kólna. Um Norður- Noreg var kuldatíð og grasbrestur fyrirsjáanlegur. Margir hafa spurt mig, síðan ég kom heim um verðlag og af- komu fólks. Er þar af skemmst að segja, að vöruverð er yfirleitt hátt um Norðurlönd, þótt eigi sé það með slíkum ódæmum, sem hér heima. Þegar ég fór utan í vetur var allverulegur munur á verðlagi í Danmörku og Noregi. Voru vörur yfirleitt dýrari í Noregi um þær mundir. Síðan hefir mikil verðhækun orðið í báðum löndum. En sá er munur að í Noregi gerir ríkisstjórnin allt, sem i hennar valdi er til að halda verðhækkunum í skefjum, enda má segja, að megin verð- hækkunin þar stafi af söluskatti þeim, er lagður var á vegna víg- búnaðar, nær hann þó ekki til brýnustu lífsnauðsynja. I Danmörku virðist hins veg- ar rikja lík stefna og hér, enda afturhaldsstjórn við völd þar. En afleiðingar þeirrar stefnu er óð- um að koma í ljós. Sölubúðirnar eru að vísu fullar af vörum, en kaupendurna skortir, því að kaupgeta manna fer þar sífellt minnkandi. Var hálfömurlegt að sjá hin stóru vöruhús nær tóm af viðskiptamönnum, og algeng sjón var að afgreiðslufólkið var drjúg um fleira en kaupendurnir. Vöruskömmtun er enn í Noregi, er bæði vefnaðarvara, kaffi og sykur og ýmsar fleiri vörur skammtaðar, svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði, ostur og ei'it- hvað fleira. Skammturinn þykir naumur eins og ætíð þar, sem um skömmtun er að ræða, en ekki virtist mér samt, að vandræði væru að, eftir því sem mér var frá sagt. Það er erfitt fyrir ó-1 mennum kosningum kunnugan að skapa sér yfirlitj Aður en ég færi um afkomu manna almennt, eftir sögusögnum einum, en eftir því sem ég fékk næst komizt, mun hlutfall milli vöruverðs og launa ekki ósvipað í þessum löndum og hér er, a. m. k. í meðallaunaflokk- um. Hins vegar býst ég við, að meðal verkamanna séu laun til- tölulega betri hér miðað við vöruverð. En augljós er þó mun- ur á aðstæðum í Noregi annars vegar og Danmörku hinsvegar, því að í Noregi er markvíst unn- ið að því að halda uppi hag launastéttanna, en öfugt í Dan- mörku. Annars var furðu rólegt í stjórnmálum Noregs þenna tíma, er ég dvaldist þar, má óhætt full- yrða, að stjórn Gerhadsens nýtur almenns trausts, og jafnvel and- stæðingarnir eru furðu hógværir í árásum sínum og gagnrýni. All- mikill úlfaþytur varð þó í vor eftir heimkomu Gerhadsens frá Ameríku, en þar hafði hann rætt um möguleika á Marshallfé til hýbygginga og framkvæmda í Norður-Noregi, en þar var land allt eytt á stórum svæðum í styrj- öldinni. Hinsvegar eru þar miklir möguleikar í sambandi við orku- ver, iðnað og málmnám. Þótti andstæðingunum hann hafa farið bak við Stórþingið í þessu máli og töldu að Verkamannaflokkur- inn ætlaði að nota þetta mál sér til framdráttar við sveitar- og bæjarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara í haust. En ann- ars var enn ekki farið að ræða um þær að marki, en þó mátti heyra á stjómarblöðunum, að Verkamannaflokkurinn var tekinn að búa sig undir bardagann með fjársöfnun og félagastofnunum. Engu var samt spáð um úrslit, né hvað gerast mundi í næstu al- alfarinn frá Noregi, brá ég mér til Norður- Noregs, allt norður til Tromsö. Staðhættir eru að mörgu leyti líkir þar og hér heima. Menn lifa þar á landbúnaði og fiskiveiðum, og heyja þar harða baráttu við óblíða náttúru. Víða er þar strjál- býlt, en land er hvarvetna vaxið skógi, og eru nú víða miklar framkvæmdir þar um ræktun barrskóga í stað birkiskóganna, sem mest er þar af. Allmikið hcfir verið reist af nýbýlum þar hin síðari árin, og þótti mér merkileg tilraun sú, sem þar er gerð um sameining fiskveiða og landbúnaðar. Er það á þá lúnd, að sjómenn reisa þar nýbýli í sveitum en búa ekki í kaupstöð- um. Bústofninn er ekki stærri en svo, að konur og börn geta hæg- lega annast hann um vertíðina, meðan húsbóndinn er á sjónum. En býlin eru reist með opinberum styrk. Með þessu telja Norðmenn sig vinna tvennt, hamla gegn útþenslu kaupstaðanna og veita sjómönnunum nokkra afkomu-J tryggingu, ef fiskveiðarnar bregð- ast, auk þess sem ræktun lands- ins eykst. Taldi búnaðarráðunaut- ur þar í Tromsfylki, sem mest frædd; mig um þessa hluti, þetta hafi gefizt vel, er þess var gætt, að býlin væru merkilega stór, og væri nú mikil eftlrspurn eftir slík- um býlum. Eru þau sett svo þétt, að raunar mynda býlahverfin smáþorp. Fór ég um nokkur slík nýbýlahverfi og leist vel á þau við fljóta yfirsýn. Annars eru húsnæðisvandræð- in eitt af mestu vandamálum Norðmanna um þessar mundir, einkum í Osló. Þótt mikið sé byggt, vegur það á engan hátt upp mót fólksfjölgun héraðanna og þeirri stöðvun, sem varð í l munu hffihho um 14,6 prósent í. sept. ni Verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða sat fund í s. 1. viku. A fund- inuin lagði hagstofustjóri fram útreiknaðan verðlagsgrundvöll fyrir næsta verðlagsár, sem hefst 6. september n. k. samkvæmt sam- komulagi nefndarínnar. Verðlagsgrundvellinum var ekki sagi: upp, og gildir því sami verÖlagsgrundvöllur og síðastlið- ið ár. En vegna hækkunar á rekstursvörum bænda hækkar verð á laudbúnaðarafurðum þeirra um 14,6 prósent frá 6. september í haust að telja. Frá mjólkurverðinu dregst samt hin ólöglega hækkun, sem framleiðsluráðið skellti á fyrsta júní í sumar, en það var eins og lesendur muna 13 aurar á lítra. húsagerð yfir stríðsárin. Ekki var mikið rætt um stríðs- hættu, hvorki í blöðum né manna á meðal, en hinsvegar virtust allir á einu máli, aðrir en kommúnist- ar, ~um það að búast við hinu versta og treysta hervarnir lands- ins eftir föngum. Þótti mér furðu gegna, hversu lítið var möglað gegn söluskatti þeim, sem á var lagður til hervarna. Allir virtust sammála um, að sagan frá 1940 mætti ekki endurtaka sig, og þjóðin yrði að þola hvers konar byrðar, til þess að hún væri ætíð viðbúin að mæta fjandsamlegri árás. Otrúlegt má telja, hversu mjög tekizt hefir að nema brott minjar styjaldarinnar. I Narvík, sem var einn þeirra bæja, sem verst varð úti í styrjöldinni, er nú búið að reisa meginhlutann úr rústum, svo að það, sem mest einkennir bæinn, eru ný hús og hús í smíð- um. Og hið sama virtist mér annars staðar. Að endingu vil ég geta þess, að ég kunni prýðilega við mig meðal Norðmanna. Naut ég þar hvar- vetna gestrisni og alúðar, og í raun réttri er fólkið svo líkt okk- ur hér heima í lyndiseinkunn og framkomu, að ég hafði sjaldnast á tilfinningunni, að ég væri er- lendis. Teldi ég æskilegt, að Is- lendingar, sem utan fara til náms, beindu för sinni meira til Noregs en verið hefir, enda þótt íslenzk- um námsmönnum fari þar fjölg- andi síðari árin. Steindór Steindórsson jrá HlöSum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.