Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.08.1951, Blaðsíða 2
A L Þ Ý Ð U M A Ð U R I N N Þriðjudaginn 14. ágúst 1951 J ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. Prenlsmiðja Björns Jónssonar h.f. ............................. »0g Nr «f nú viðhvœm- ust virðinflin mín, 09 vandhiefust - prestsins tfl manns« í vikublaðinu Degi birtist 1. ágúst s.l. greinarkorn, sem bar heitið Pólitíslc aðstaða, skattar og mannleg náttúra, en undirtitill var Alþýðufl. á vogarskál réttlœt- isins heirna og erlendis. Við lestur greinarinnar kom raunar í ljós, að önnur vogar- skálin var Þjóðviljinn, en hin brezka stj órnarandstæðingablaðið Sunday Express, en „réttlætis- gyðjan“, sem stjórnaði „vigt- inni“, reyndist vera ritstjóri Dags, Haukur Snorrason, og draga engir í efa, sem manninn þekkja, að hann hafi haft bundið fyrir bæði augu, svo sem réttlæt- isgyðju ber, og verið alveg laus við mannlega náttúru. Inntak hugleiðinga ritstjórans er annars aðallega það, að þing- inenn Alþýðuflokksins séu opin- berir starfsmenn á háum launum og greiði háa skatla. Þetta sýni, að þeir hafi fyrst og fremst notað pólitíska aðstöðu sér í hag og sé það að vísu mannleg náttúra, en þó einkennandi fyrir Alþýðufl., og geti hver maður skilið, að slík- ir hátekjumenn séu varla miklir jafnaðarmenn né skeleggir for- svarar alþýðustéttanna. Hér skal að sinni enginn dóm- ur lagður á það, hvort ályktanir ritstjóra Dags um pólitíska að- stöðu, skatta og mannlega nátt- úru Alþýðuflokksforingja hér á landi eru réttar eða rangar. En á hitt verður að benda, að séu þær réttar, þá hljóta þær að gilda einnig um hliðstæða félagsum- bótamenn, þó að þeir teljist til annarra flokka en Alþýðuflokks- ins. Hér á landi starfar stjórnmála- flokkur, sem Framsóknarflokkur nefnist. Aðalblöð Iians eru Tím- inn og svo Dagur. Bæði þessi blöð halda því fram öðru hvoru, að í rauninni starfi Framsóknar- flokkurinn alveg eftir línum Al- þýðuflokkanna á Norðurlöndum og í Bretlandi, og auk þess sé hann eini flokkurinn, sem haldi merki samvinnustefnunnar hátt á loft, en hún sé merkilegasta hag- jöfnunarstefna, sem nú sé uppi. Það er fjarri Alþýðumanninum að gera lítið úr ágæti vel starf- ræktrar samvinn uhreyfingar, og vissulega má segja, að samvinnu- stefnan og jafnaðarstefnan séu systur, er báðar hafa það mark- mið að bæta hag almennings. Nú er forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, Vilhjálmur Þór, eins og ritstjóri Dags mun ugg- laust vita. Hann hefir 39.422 kr. í skatta og útsvar í ár, en það er 11 þús. kr. hærra en tekjuhæsti þingmaður Alþ.fl. hefir í skatta og útsvör. Formaður S. I. S. er Sigurður Kristinsson, maður með langan starfsferil að baki og í vitund alþjóðar — nema þá kannske ritstjóra Dags — öðlings- maður. Nú hættur störfum nema formennsku S. I. S. og hefir þó 20,643 þús. kr. í skatta og útsvör. Það er 800 kr. minna en Finnur Jónsson, forstjóri Innkaupastofn- unar ríkisins hefur, en ritstjóri Dags þreytist ekki á að skýra les- endum sínum frá því, að Finnur hljóti að vera ómögulegur for- stjóri, af því að hann hafi svo há laun! Framkvæmdarstjóri „Kaupfé- lagsins okkar“, sem raunar mun alheimur ritstjóra Dags, hefir í ár 30.353 kr. í skatta og útsvar, hærra en nokkur þingmaður eða bæjarfulltrúi Alþfl. Þá verður að geta þess, að Hermann Jónasson, formaður1 Framsóknarflokksins — bezta málsvara fátækrar alþýðu, að dómi Tímans og Dags, og raunar sósialiskasta flokksins hér á landi að dómi hinna sömu — hefir í ár 30,995 þús. kr. í skatta og útsvar, og er það drjúgum hærra en for- maður Alþýðuflokkíjins hefir. En svo sein ritstjóra Dags mun kunn- ugt, er Hermann nú landbúnaðar- ráðherra og þar með forsjármað- ur bændastéttarinnar, þeirrar stéttar, sem þrælar mest og ber minnst úr býtum sainkvæmt við- hafnarleiðurum Tímans og Dags. Enn er að nefi 1 Hilmar Stefánsson, aðalbankastjóra Bún- aðarbanka lslands, þess sem sjá skal landbúnaðinum fyrir rekst- ursfé. Hilmar hefir 31.645 þús. kr. í skatta og útsvar í ár. Fleiri dæmi ætti ekki að þurfa handa ritstjóra Dags til víðtækari umhugsunar en hann lét sér um hug líða í fyrstnefndri grein. Nú skulum við, lesendur góðir, fylgjast með viðbrögðum rit- stjóra Dags: Kemst hann við nánari um- hugsun að þeirri niðurstöðu, að sér hafi skjátlazt, og að tekjuháir menn, sem fylgja hagjöfnunar- stefnum og telja sig vinna að framkvæmd þeirra, geri svo í raun og sannleika? Eða heldur hann fast við fyrri skoðun sína, að slíkir menn séu óhjákvæmilega deigir forsvars- merin alþýðunnar, Vilhjálmur Þór lélegur forstjóri S.Í.S., Sig- urður Kristinsson óhæfur formað- ur þess, Jakob Frímannsson ill- notandi framkvæmdarstjóri KEA og óhæfur bæjarfulltrúi, Her- mann Jónasson, sem greiðir í út- svar og skatta á einu ári eins og árstekjur gilds bónda eru, geti á engan hátt skilið hagsmuni bændastéttarinnar sem landbún- aðarráðherra og Hilmar Stefáns- son kunni engin skil á því, hvern- ig deila skuli fjármagninu meðal I*ing ftfjO §anil)^kkti Sömu laun íyrir konur og karla fyrir sömu vinnu Hið árlega allher j arþing al- þj óðavinnumálastofunnar (I .L.O) var háð í Genf í Sviss í júnímán- uði síðastliðnum. Aðildarríki stofnunarinnar eru nú orðin 64. Fjölgaði þeim um tvö á þessu þingi, sem samþykkti upptöku Japans og vestur-þýzka lýðveldis- ins. Skömmu áður en þingið hófst tók Júgóslavía upp sína fyrri að- ild að stofnuninni, en það ríki hafði ekki tekið þátt í störfum stofnunarinnar í næstum tvö ár og tilkynnt úrsögn sína úr sam- samþykktarinnar skal tryggja með lögum eða reglugerðum, heildarsamningum eða báðum þessum aðferðum sameiginlega. Hin samþykktin, sem þingið gerði, fjallar um ákvörðun lág- markslauna við landbúnaðarstörf og var hún samþykkt með 116 at- kvæðum gegn 31. Auk þessa samþykkti þingið fjórar álitsgerðir, tvær til árétt- ingar og skýringar á fyrrnefndum samþykktum og tvær um önnur efni. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir stofnunina fyrir árið 1952 og nema áætluð heildarútgjöld fyrir það rúmlega 6 milljónum dollara. Upphæð þessa greiða að- ildarríkin til stofnunarinnar eftir ákveðnum hlutföllum. Hlutur ís- lands af þessari upphæð nemur 0,12%. Á þessu þingi fór fram stjórn- arkosning til næstu þriggja ára. Stjórnin hélt fund að þingi loknu og kaus sér forseta í stað Belgíumannsins Léon-Eli Troclets, er gegndi því embætti síðastliðið ár. Forseti var nú kjörinn Paul Ramadier, hinn þekkti franski jafnaðarmannaforingi og fyrr- verandi forsætisráðherra í Frakk- landi og verður hann forseti stjórnarinnar næsta ár. tökunum. Þing þetta er hið fjölmennasta, sem stofnunin hefir haldið. Það sátu samtals 603 fulltrúar og að- stoðarfulltrúar ríkisstjórna, vinnu veitenda og verkamanna frá 60 ríkjum. Það voru því aðeins fjög- ur aðildarríki, sem ekki sendu fulltrúa. Eitt þeirra var ísland, sem ,,af sparnaðarástæðum sendi engan fulltrúa að þessu sinni“, eins og segir í tilkynningu frá fé- lagsmálaráðuneytinu um þingið. Onnur þessara samþykkta fjallar um sömu laun til karla og kvenna fyrir jafn verðmæt störf og var hún samþykkt með 105 atkvæðum gegn 33. Hvert það ríki, sem full- gildir þessa samþykkt, skuld- bindur sig með þvi til þess að koma á sem fyllstu samræmi í launagreiðslurn milli karla og kvenna og skal beita til þess þeim aðferðum, sem bezt hæfa aðstæðum á hverj- um stað. Þar sem það telst nauðsynlegt eða hentugt skal koma á óvilhöllu mati á störfum og þeim hæfileik- um, sem þarf til þess að leysa störf af hendi. Framkvæmd grundvallarreglu Ný íramlög frá Efnahags- samvinnusf j órninni 16 miljónir króna í beinum framlögum og 24 miðjónir fil vöruaupa fró Vesfur-Evrópu. fátækra bænda? Og tekur þá rit- stjórinn upp baráttu gegn þessum „skemmdaröflum“ eins og hann hefir tilburði til að berjast gegn forvígismönnum Alþýðuflokks- ins? Eða er ritstjóri Dags kannske, þegar allt kemur til alls, svo lítil „réttlætisgyðja“ að laumast til að líta niður undan bindinu um augun, hvort hann sé að vega Alþýðuflokksmenn eða Framsóknarflokksmenn og noti mismunandi lóð fyrir þá? Það skyldi þó aldrei koma á daginn, að með ritstjóra Dags leyndist furðulega mikil mannleg náttúra, sem gengur með krón- iska öfundargulu af því, að innan Alþýðuflokksins er margt mikil- hæfra manna, sem hafa þótt sjálf- sagðir í ábyrgðarmiklar opinber- ar stöður, meðan til eru a. m. k. innan Framsóknarflokksins menn, sem engum hefir dottið í hug að kveðja til opinberra starfa, þótt mörgum pennum og miklu bleki hafi verið eytt til að vekja at- hygli á annars vandlega földum gáfum og atgervi. FRAMLÖG Efnahagssamvinnustjórnin hef- ir nýlega veitt íslandi 1 miljón dollara — 16 miljónir króna — í beinurn framlögum til vöru- kaupa frá dollaralöndunum og 1,5 miljón dallara — 24 miljónir króna — í óbeinum framlögum til innkaupa frá löndum vestur Evrópu. Upphæðir þessar eru fyrstu fjárveitingar, er efnahags- samvinnustjórnin- veitir íslandi á fjárhagsári Ý>ví, er hófst 1. júlí s. I., og eru framlögin bæði óaft- urkræf. Bein efnahagsaðstoð á vegum Marshalláætlunarinnar til inn- kaupa á vörum frá dollaralöndun- uni nema þar með samtals 21,7 miljónum dollara frá því að Marshalláætlunin hófst. Óbein að- sloð til þess að mæta greiðslu- halla landsins hjá greiðslubanda- lagi Evrópu, en öll þátttökuríki efnahagssamvinnunnar eru með- limir í bandalaginu, nemur nú samtals 8,5 miljónum dollara. Þessi nýja fjárveiting gerir kleift að halda áfram miklum innflutningi á nauðsynlegum neyzlu- og rekstrarvörum í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinn1 ar, er miðar að frjálsari innflutn- ingi til landsins með það fyrir augum að reyna að koma upp vörubirgðum í landinu, samræma verðlag og ná frekari jafnvægi í efnahagsmálum. INNKAUPAHEIMILDIR I lok júníinánaðar s. 1. hafði efnahagssamvinnustjórnin gefið út innkaupaheimildir til kaupa á ákveðnum vörum og þjónustu samkvæmt beiðni ríkisstjórnar- innar fyrir samtals 20,690,000 dollara. Af upphæð þeirri voru gefnar út innkaupaheimildir í júnímánuði einum fyrir 1,685,000 dollara, er notað er til kaupa á eftirtöldum vörum, og eru þær flokkaðar eftir hinum ýmsu at- vinnugreinum, sem þær fóru til: LANDBUNAÐUR Vélar og tæki fyrir áburð- arverksmiðjuna .... kr. Saxblásarar ..... — SJ A VARUTVEGUR Brennsluolíur, aðallega fyrir togara- og báta- flotann .......... Pappír til fiskumbúða Eimketill fyrir Lýsi h.f., svo og aðrar járn- og stálvörur ........ Vélar og tæknileg þjón- usta vegna Faxaverk- smiðjunnar ......■ 13,032,000 163,000 3,258,000 4,235,000 244,000 — 668,000 IÐNAÐUR Vinnufataefni, netagarn og garn til framleiðslu á baðmullardúkum — 2,118,000 Efnavörur fyrir málning- arverksm. Hörpu h.f. — 489,000 Járn og stál, aðallega til skipaviðgerða o. fl. — 1,222,000 ÝMISLEGT Varahlutir í framleiðslu- vélar, svo sein kúluleg- ur, hlutir í frystivélar o. fl................ — 326,000 Varahlutir í jarðvinnslu- og flutningstæki .. — 326,000 Eirvír fyrir Landssímann og rafveitur ríkisins — 1,368,000 Samtals kr. 27,449,000 Sjötíu og fimm ára er á morgun Þorlákur Thorarensen, Melbrekku, Glerárþorpi. Sjötugur er í dag Sigurður Bjarna- son, Svalbarði, Dalvík. Sjötugur er í dag Balduin Ryel, fyrr- um kauþmaður hér í bæ og nú dansk- ur konsúll. Fimmtugur verður n. k. fimmtudag, Jón Ingimundarson, verkamaður hér í bæ. .

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.