Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1951, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 28.08.1951, Síða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 28. ágúst 1951 30. tbl. Ibúar Ahireyrar 7459 í drslok 1910 í árslok 1949 var íbúatalan 7017 manns 2 9.sgúst 1S62 hlaut hærínn kaupstaðar- réttindi ,,Mjór er mikils vísir" Saga Akureyrar er ekki orðin gömul að árum né rík að stór- brotnum atburðum, og þó er hún vissulega ævintýri líkust, eins og raunar öll saga íslenzku þjóðar- innar nú um aldarbil. Árið 1850 bjuggu 187 manns á Akureyri. I árslok öld síðar búa hér 7439 manns, og lætur þá nærri að íbúatalan liafi fertug- faldast. Sé skemmra farið aftur í tímann, má geta þess, að 1. nóv. 1901 var mannfjöldinn hér 1370 manns, þ. e. hér ætti að vera um 40 þús. íbúa bær um aldamótin 2000, ef líkur vöxtur helzt á bæn- um og s. 1. hálfa öld. Þá má geta þess til gamans, að árið 1891 voru útsvör áætluð 1200 kr. hér í bæ og árið 1900 3300 kr., en s. 1. vetur voru þau áætluð rúml. 6,5 millj. kr., en að visu verður þess að gæta, að gildi krónunnar hefir mjög raskazt á þessum tíma. Einu sinni var —. Einhverjir hefðu kannske gam- an af í tilefni af afmælisdegi bæj- arins á morgun — að lesa eftir- farandi lýsingu af Akureyri 1553. Birtist hún í blaðinu Norðra það ár og hljóðar fyrri liluti hennar svo: Akureyri.*]?ar eru nú heimilis- fastir 230 manna, þar af 40 heim- ilisráðendur, þeirra á meðal fjórðungslæknirinn, apótekarinn, 3 kaupmannsfulllrúar, 1 borgari, 1 borgarinna, 1 veitingakona, sem selur kaffi m. fl., og nokkrir sem þjóna að verzlun, 1 prentari, 1 bókbindari, 4 gull- og silfursmið- ir, 4 járnsmiðir, 5 tré- og húsa- smiðir, 1 söðlasmiður, 1 múrari, 1 skóari, og enn nokkrir, sem meðfram öðru leggja stund á járn og trésmíði, og hér um bil 60 börn ófermd. í bænum eru 33 timburhús, og nokkur af timbri með torfþaki, auk annarra, sem eru með veggj um og þaki af torfi, 1 prentsmiðja, en kirkja engin, barnaskóli enginn, spítali enginn, geslgjafahús ekkert. Næstliðið sumar öfluðu bæjarmenn 686 tn. af jarðeplum og hér um bil 1800 hesta af heyi. Þar eru og 40 kýr, fátt eitt af sauðfé og hrossum. Þar eru 32 för, mest manna og fáein stærri. Helztu at- vinnuvegir bæjarmanna eru: verzlun, srníðar, heyskapur, jarð- eplarækt, selveiði, fiskiafli og síldarveiði. Meginbærinn liggur á sléttri sandeyri, sem er „Akur- eyri“ innst við Eyjafjörð vestan- verðan, hér um bil 18 fet yfir sjávarmál, þar sem hún er hæst. Yfirstéttarhroki. Árið 1859 var lagt fyrir Al- þingi frumvarp til bæjarstjórnar- laga fyrir Akureyri. Var flutnings maður þess Sveinn Skúlason, rit- stjóri Norðra. í gagnrýni, sem kom fram á þingi á frumvarpinu, var að því fundið, að tómthús- mönnum væri enginn fulltrúi ætl- aður í bæjarstjórn, eins og þó væri lögákveðið í Reykjavík. Þessu svaraði Sveinn m. a. með þessum orðum (Saga Akureyrar blaðsíðu 68.1: „Þegar bæjarstjórn kemur á Akureyri, þá veit ég, að hún muni hafa á móti því, að þessir tómthúsmenn með soltna maga, og ekkert í þá að láta, kom- ist þar að.“ Er svo að sjá, sem Sveini Skúla- syni hafi ratazt hér satt orð á munn, því að enn í dag býr bæj- arstjórn Akureyrar svo að bæjar- fulltrúum, að nær má heita ó- kleift fyrir daglaunamenn að sitja í bæjarstjórn og hljóta af því vinnutjón og tekjumissi. Hef- ir þannig bæjarstjórn Akureyrar frá upphafi verið skipuð af meiri- hluta úr broddborgaraliði bæjar- ins. Hefir þetta mótað að vissu marki settlegan , en um leið kon- servatívan og þyngslalegan svip á stjórn bæjarmála, kannske að sumu leyti bæjarlífið allt. Skólabær, iðnaðarbær, fagur bær, og nú rísandi útgerðarbær. Á vetrum setur „skólaæskan“ mikinn svip á bæinn og gerði það þó drjúgum meira fyrr. Iðnaðar- stétt bæjarins hefir lengi verið og er enn fjölmenn, og í þeim hópi hefir bærinn átt marga sína mæt- ustu borgara. Þá 'hefir Akureyri fengið orð fyrir að vera fagur bær, bæði frá náttúrunnar hendi og af manna völdum, og má þó gengin frægð að meiru eða minna leyti. Og svo er Akureyri nú að verða rísandi útgerðarbær. Hvergi hefir útgerð nýsköpunartogar- anna svo nefndu gengið betur en hér. Það er stolt og hamingja bæjarins i dag. En mættum við ekki að ósekju vera aðsópsmeiri. Á aljjjóðarvettvangi gætir Ak- ureyringa ekki mikið. Þeir virð- ast nánast sagt heldur værukærir. Þjóðmálaskörunga eiga þeir ekki. Framkvæmdaraðsópsmenn eiga þeir fáa, dýrkun listanna er mis- brestasöm, og smáborgaraleg tregða allrík til að viðurkenna það, sem þó er vel gert, sárfáir iðka vísindastörf og þá aðeins í hjáverkum stopulla tómstunda, og svona mætti upp telja. Þó er margt af vel gerðu fólki, en það er eins og þurfi að hrista það upp. Það er eins og því gleymist allt of oft, að því fylgir ábyrgð og því fylgja kröfur að vera íbú- ar höfuðstaðar Norðurlands og næststærsta bæjar landsins. —j <— ÍBÚATÁLA GLERÁR- ÞORPS UM SL. ÁRAMÓT REYNDIST 527 MANNS Við manntalið í vetur reyndist íbúatala Glerárþorps vera 527 manns, en í Lögmannshlíðarsókn allri 660 manns. •• Russneskt síldarsöltunar- ship d Akureyrarhöfn Síðastliðinn laugardag kom hér á höfnina rússneskt síldarsöltun- arskip (móðurskip) til að taka vatn, og var það hér yfir helgina. Varð bæjarbúum tíðreikað nið- ur á bryggju til að virða fólkið um borð fyrir sér, en það virtist flesl á æskuskeiði og smávaxið, heldur tötralegt, en fremur mynd- arlegt margt. Á sunnudaginn gekk Jjað í smáhópum hér um göturnar afskiptalaust, en kur- eist. Bæði á laugardags- og sunnudagskvöld var dunandi harmonikumúsik urn borð og dans, en í landi stóðu forvitnir áhorfendur. Skip þetta var hinn mesti ryð- kláfur og vinnuskilyrði um borð frumstæð, að því er séð varð. tveggja vel gæta þess, að það verði ekki Ahureyri er nú örtvaxandi bœr. Slys á Hjalteyri * Síðastliðið laugardagskvöld kl. um 10.30 slasaðist maður alvar- lega um borð í b.v. Gylli frá Reykjavík, sem staddur var við Hjalleyri. Bar slysið að með Jjeim hætti, er nú skal greina: Verið var að kola skipið og var búið að setja kolin í það öðr- um megin og var verið að snúa því við bryggjuna til að hægt væri að selja kol í liina hliðina. Þegar langt var komið að snúa skipinu og það var alveg að stöðvast, var skyndilega keyrt aft- ur á bak á svo mikilli ferð, að landfestar, sem voru úr gildu manillurvírtógi slitnuðu og slas- aðist þá einn skipverja, Sigurð- ur Karlsson, háseti, frá Reykja- vík, piltur um tvítugt, með þeim hætti, að því er talið var, að fest- arendinn hafi kastast í hann, þeg- ar festin slitnaði. Annað lærið, nokkuð ofan við hné, tættist í sundur og leggurinn mun hafa brotnað illa, en ekki mun slysið hafa reynzt eins hæltulegt eins og í fyrstu var ætlað. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Talið er, að ferð sú, er kom á skipið öllum að óvörum, muni hafa stafað af mistökum og er upplýst, að I. vélstjóri hafi verið undir áhrifum áfengis. Sjópróf fór fram á Hjalteyri á sunnu- dagskvöld vegna þessa atburðar. JÖRUNDUR hefir nú afiað nær 13 þús. mól síldar Togarinn Jörundur er afla- hæsta skip síldveiðiflotans ísl. í sumar, svo sem kunnugt er, og mun nú hafa aflað um 12,600 mál síldar, en það eru ágæt veiðiföng. 1 gær var togarinn að veiðileit um 90 mílur austnorðaustur af Langanesi, ásamt öðrum togur- um, sem á síldveiðar ganga. Höfðu Jjeir fundið þar síld með dýptarmæli, en ekki hafði hún Útflutningur brennisteins aí hefjast frá Húsavík Samkvæmt frétt frá Húsavík hefir verið stofnað hlutafélag, sem hyggst nema brennistein á Þeistare.ykj um og við Námaskarð og flytja til Englands um Húsa- vík. Hefir Húsavíkurbær gerzt hluthafi, og samið hefir verið við Bifreiðastöð Þingeyinga á Ilúsavík um flutning brenni- steinsins frá námunum til Húsa- víkur. Ráðgert er að flytja um 300 smálestir utan á þessu ári. Ekki hefir blaðið frétt, hvort samið hefir verið um námurétt- indi við landeigendur né heldur hvaða fjármagn stendur að baki þessum fyrirætlunum. Fegrnnarrfélag Akureyrar minn- isl afmælis bæjarins Fegrunarfélag Akureyrar hefir ákveðið að gera 29. ágúst — af- mælisdag Akureyrarbæjar — að hátíðis- og fjáröflunardegi til á- góða fyrir starfsemi sína. Verður kvöldskemmtun annað kvöld í Samkomuhúsinu, þar sem Lúðrasveitin, Kantötukórinn og Jón Norðfjörð skemmta, og Brynjólfur Tobíasson flytur ræðu. — Jafnframt fer þar fram af- hending verðlauna fyrir bezt hirta skrúðgarða í bænum. Kvikmyndasýningar verða í Nýja-Bíó og Skjaldborgarbíó kl. 7, og merkjasala verður frá því um hádegi. vaðið, og ekkert veiðzt um rniðj- an dag. Smærri síldveiðiskip voru sögð í landvari í gær.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.