Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 28.08.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. ágúst 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 f Nnæbjörii Hagmi§§on vélstjóri Þann 18. þ. m. andaðist á heimili sínu hér í bænum Snæ- hjörn Magnússon, vélsmiður, eft- ir stutla en þunga legu. Fæddur var hann 21. febrúar 1890 í Skógum á Þelamörk, son- ur hjónanna Magnúsar Magnús- sonar frá Gili og Jóhönnu Þor- steinsdóttur frá Oxnhóli, sem enn er á lífi 92 ára gömul. Ólst Snæbjörn upp hjá foreldrum sín- um til 7 ára aldurs, að hann fór í fóstur iil Bjarna Jóhannessonar að Reykjum í Hjaltadal, en 16 ára gamall byrjaði hann að læra trésmíði og lauk því hjá Gunnari Sigurðssyni á Sauðárkróki. Gunn- ar gerði út lítinn mótorbát og þar komst Snæhjörn í kynni við mótorvélar, og varð hfsstarf hans upp frá því vélgæzla og vélsmíð- ar. — Til Bolungavíkur fór hann 1910 og var þar einn vetur við nám hjá T. Tomsen, sem þá rak þar vélaverkstæði, en síðar á ísa- firði. Seinna fluttist hann til Hríseyjar og vann hjá Jóni Sig- urðssyni frá Hellulandi í Skaga- firði, sem þá rak þar vélaverk- stæði. Árið 1914 setti hann upp eigið verkstæði á Dalvík, en 1916 fluttist hann hingað til bæjarins, og stundaði vélgæzlu á sumrum, en vélsmíðar á vetrum. Til Siglufjarðar fluttist Snæ- björn árið 1919 og rak þar véla- verkstæði til 1930, að hann setti hér á stofn vélaverkstæðið „Júní“, sem hann starfrækti, ásamt sonum sínum til ársins 1942, að hann seldi það og vann síðan við rennismíðar hjá vél- smiðjunni „Oddi“ þar til fyrir ári síðan að hann hætti þar, en vann síðasta árið í vélsmiðju Magnúsar Árnasonar. Snæbjörn kvæntist 1. júní 1914 Svanborgu Jónasdóttur, systur Slefáns Jónassonar, skip- stjóra, ágætri dugnaðar- og'at- orkukonu og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau hjón 3 syni, Stef- án vélsmið, Ottó blikksmið og Magnús bifreiðastjóra. Hafa þau hjónin Svanborg og Snæbjörn búið hin síðari árin, ásamt son- um sínum og tengdadætrum, í Eiðsvallagötu 13 hér í bænum, en það hús byggðu þau fyrir nokkrum árum. Snæbjörn var mjög félagslynd- ur maður og sá glöggt nauðsvn þess, að menn byndusl félags- böndum til þess að koma áhuga- málum sinum í framkvæmd. — Þegar Vélstjórafélag Akureyrar var stofnað 1919, var liann einn af stofnendum þess, og þá strax Iabrousse, kvikmv ndatökustj óri, en liann er fastur starfsmaður hjá skrifstofu Efnahagssamvinnu- stjórnarinnar fyrir Evrópu í París, og Pierre Levent, franskur kvikmyndalökumaður. Þeim til aðstoðar er Magnús Jóhannes- son, útvarpsvirki, en hann hefir fengizt allmikið við töku kvik- mynda hér á landi. kvaddur til trúnaðarstarfa fyrir félagið, og er hann fluttist hing- að lil bæjarins aftur, gekk hann að nýju í Vélstjórafélagið og tók þátt í störfum þess og áhugamál- um til hins síðasta. — Hann var einnig félagi í Iðnaðarmannafé- lagi Akureyrar og Sveinafélagi járniðnaðarmanna. Trúmaður var Snæbjörn mikill og óhvikull í trú sinni. Gekk hann um 1928 í Sjónarhæðar- söfnuðinn og vann þar ætíð síð- an mikið og óeigingjarnt starf. Snæbjörn var mikill maður vexti og rammur að afli, gjörhug- ull að hverju, sem hann gekk, lét lítt á berast, en gjörhugsaði hvert mál áður én hann framkvæmdi. Mjög var liann prúður maður í allri framkomu, og vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Góðra drengja er gött að minn- ast. /. JÖRUNDUR SMIÐUR Mjög efnismíkil ný norsk- sænsk stórmynd. Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Jakob B. Bull EVA STRÖM GEORGE FANT ELOV AHRLE LÍTILL DÍVAN og BORÐ til sölu með iækifærisverði. Uppl. í síma 1518. i/2 líters á kr. 23.50, nýkomnir. Kflopfélað Verhflmflnna Jarðarberjasulta Áppelsínusafi útlend, nýkomið. Kaupfélag Verhamanna Vilja flí I miljón monnn flytji flrlejjd frá Evrópu Efnahagsnejnd Sameinuðu þjóð- anna hefir reiknað út að um ein miUjón útjlytjenda á ári í 5 ár myndi bœta efnahag Evrópu þjóð- anna stórlega. A ráðstefnunni í Genf er nú einmitt rœtt um hvern- ig sameinuðu þjóðirnar geti orð- ið að liði við þessa jlutninga á jólki úr hinni yjirfylltu Evrópu til þeirra landa, sem skortir vinnu- afl, sem sé Afríku, Ástralíu, Nýja Sjálands, Norður- og Suður-Ame- ríku. Mörg þeirra landa, sem ekki eru fullbyggð vilja gjarnan auka íbúatölu sína og óska sérstaklega eftir fólki með sérkunnáttu. Á hinn bóginn eru íbúar sumra landa fleiri en löndin geta fætt með góðu móti. Alþjóðavinnu- málastofnunin álítur að 1 milljón manna (fjölskyldur þessa fólks ekki með taldar) gætu bætt lífsaf- komu sína -stórlega með því að flylja úr landi og hjálpa þannig heimalandi sínu um leið. En útflutningurinn kostar mik- ið og er meira vandamál en fólkið ræður við vegna þess, að það er venjulega fátækasta fólkið, sem hyggur á brottflutning. Verður þetta fólk þess vegna að njóta að- stoðar hins opinbera eða alþjóða- samtaka ef úr flutningum á að verða. Þau lönd, sem tekin voru með í reikninginn eru: Vestur-Þýzka- land, Italía, Grikkland, Malta, Holland, Austurríki og Triest. — Brellandseyjar voru ekki taldar með. Löndin, sem óska eftir inn- flytjendum eru Ástralía, sem getur tekið á móti 200 þúsund innflytjendum árlega á næstu fimm árum, Kanada, sem getur tekið við 150 þúsund, ísrael, sem óskar eftir 200 þúsund á þremur árum, Nýja Sjáland, Suður-Afríka og Rhodesia, sem vilja taka við nokkrum tugum þúsunda, en ekki eins mörgum og hin fyrst töldu lönd. Til viðbótar þessu eru önnur lönd, sem líkleg eru til að veita innflytjendum móttöku. Þau eru Argentína, sem hefir veitt vfir 150 þúsund innflytjendum mót- töku undanfarin þrjú ár og getur tekið á móti öðru eins um nokk-» urt skeið. Brazilía, Uruguay og Chile taka einnig við tugum þús- unda árlega, en önnur lönd í Suð- ur-Ameriku takmarka tölu inn- flytjenda við nokkur þúsund á ári. Nýja Bíó R E B E K K A Eftir hinni frægu skáldsögu Daphne du Maurier Aðalhlutverk: Laurence Oliver Joan Foniaine George Sanders C. Aubrey Smith. KÆLIVÉLAR í VÉLBÁTA Fyrir nokkrum dögum kom til Hamborgar vélbáturinn FH-465. Hann hefir verið að veiðum í Norðursjónum og reynt smáfr-ysti- vél, sem verkfræðingafyrirtækið Liibeck-Schlutup hefir smíðað fyrir vélbáta. Frystikerfið er mjög lítið og auðvelt í meðförum. Kælivélin gengur hydrauliskt og er innbyggð í kassa. Vélarnar og kerfið vegur aðeins 6—10% af venjulegum þunga kolsýruvéla og þriðja hluta af nýtízku freon- kerfi. Aðalverkefnið, sem er að varð- veita aflann eins nýjan og unnt er, leysir vélin betur af hendi en hinn bezti ís og þurrís getur einn út af fyrir sig. Ef fiskurinn er ís- aður eins og venjulega, fyrir- byggja vélarnar, að ísinn bráðni og leysingarvatnið, sem venjulega rennur úr honum, þrýsti sér inn í fiskinn og skemmi bragð hans og gæði. Á þennan hátt er unnt að geyma fiskinn óskemmdan lengur en undir venjulegum kring umstæðum. Slík frystikerfi í vél- bátum myndu einnig spara ís mik- ið. Víðir. PÚÐURSYKUR KANDÍSSYKUR Hafnarbúðin h.f. Útibú Eiðsvallagötu 18. Verður næsfa úrræði gengishækkun? Orðrómur kvað ganga um það í Reykjavík, að r'kisstjórnin hug- leiði nú nýjar tilraunir með geng- isbreytingu ísl. krónunnar, að þessu sinni gengishœkkun. Sagt er, að engin geti tapað á þessu nema útgerðin, en svo sem menn muna, þá var gengislækkunin fyrst og fremst gerð fyrir hana að því er auglýst var. Kemur því mörgum spánskt fyrir sjónir, ef útgerðin er orðin svo vel rekin allt í einu, að hún þoli gengis- lækkun nú, hafi hún þurft gengis- hækkun nú, hafi hún þurft gengis- ekki, sem getur skeð í galdra- heimi fjármálanna? * Sjötugur varð í gær Bjarni Bene- diktsson á Munkaþverá. Hjúskapur. — S. 1. fimmtudag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guð- ný Pálsdóttir (Einarssonar) og Þórodd- ur Jónasson, læknir. Hjónaejni: Ungfrú Erla Sigurðar- dóttir og Jóhann Sigurbjörnsson, sjó- maður, Akureyri. Ungfrú Helga Jónasdóttir (læknis Sveinssonar) og Jóhann Jndriðason (rafvirkjameistara IJelgasonar). Brúðkaup. 18. ágúst s. 1. voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sig- urgeirssyni ungfrú Margrét Guðlaugs- dóttir og Aðils Kemp. Heimili þeirra verður Laugarvegur 22, Rvík. HJARTKÆRAR ÞAKKIR til allra fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Snæbjörns Magnússonar, vélsmiðs. Guð blessi ykkur öll. Svanborg Jónasdóttir, synir, tengdadœtur og barnabörn. TILKYNNING Vegna sívaxandi erfiðleika við innheimtu, og hækkandi verðlags, sjá undirritaðar kolaverzlanir sér ekki annað fært, en taka fyrir útlán á kolum. Þeir viðskiptamenn, sem panta kol í sírna, eru vinsamlega beðnir um að hafa greiðslu handbæra, þegar komið er með kolin. Akureyri, 20. ágúst 1951. Kaupfélag Eyfirðinga. Ragnar Ólafsson h.f. Kaiiistell 6 manna á kr. 454.00 12 manna á kr. 614.00 Matarstell 12 manna á kr. 260.00 nýkomið. Kaupfélag Verkamanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.