Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.09.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 4. september 1951 31. tbl. Á Rfljveiío Akureyror no vera eitt- hvert fésugutshi á almenningi! Meirihluti raf veitunef ndar leggur til að hitunartaxtar Rafveitunnar hækki um 50 prósent og elti þannig kolaverðið, enda þótt tekjur hennar séu þegar okurtekjur, sem aðeins hafa þótt réttlætanlegar vegna fyrirhugaðra endurbóta á rafveitukerfi bæjarins, endurbóta sem ganga mjög hægt Ofan á meiningarlaust okur í mælaleigum á nú að bæta meiningarlausu okri á upp- hitun Svo sem alla Akureyrarbúa mun reka minni til, voru taxtar Rafveitu Akureyrar hækkaðir stórlega á sl. vetri. Varð að vísu ekki hjá því komizt að hækka þá nokkuð, a.m.k. suma, en þó var þar farið drjúgum freklegar í sakir en nokkur sanngirni var í, og var það allt rakið á sínum tíma hér í blaðinu. Eitt mesta svívirðingarbragðið var að hækka verulega hina ranglátu mælaleigu, en hún er nú í þokka- bót innheimt með vísitöluálagi, svo að drýgsta gjaldið, er Raf- veitan hefir nú af fátækum, spar- sömum einbýlingum, sem hafa lélega rafurrnagnsupphitun og elda sér sjálfir, er að verða mœla- leigan. Hana er ekki hœgt að spara, meðan mœlir er í íbúð- inni, þó að allt annað verði og sé sparað til hins ítrasta. En meirihluti rafveitunefndar virðist ekki að fullu ánægð með hið velheppnaða dýrtíðarupp- hlaup sitt í vetur. Dýrtíðina þarf að auka meira! I gjaldskrá Raf- veitunnar er semsé heimild til að hækka hitunartaxtana í samræmi við kolaverð, og í vikunni sem leið samþykkti meirihluti raf- veitunefndar, að hinnar nýju kolahækkunar skyldi gæta með fullum þunga í verði rafurmagns- hitunar. Þetta þýðir um 50% hœkkun á nœturhitun og hitun með fast- tengdum ofnum. Verður þá hit- un með fasttengdum ofnum DÝRARl en hitun með laus- tengdum ofnum á heimilistaxta. Þeir, sem samþykktu hið nýja okur í rafveitunefnd, voru Sverrir Ragnars, kaupmaður, Indriði Helgason, kaupmaður og bæjar- stjóri. Móti var Steindór Stein- dórsson, en blaðinu er ekki kunn- ugt um afstöðu Guðmundar Snorrasonar, eða hvort hún var einhver. Ef bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir þessa hækkun á næsta fundi sínum, þá er hún að gera tvennt í einu: undirstrika, að Rafveitan skuli vera fésugutæki bæjarins á almenningi, og leggja nýjan dýrtíðarskatt á þá, sem annars eru svo hamingjusamir að þurfa ekki að kaupa nema lítið af kolum. Segja mætti, að einhver hækk- un á hitunarrafurmagni væri sök sér, ef henni væri varið til að minnka á hinn bóginn dýrtíðar- þungann á þeim, sem kolin verða að kaupa, en svo er alls ekki. — Þeir sem kolin kaupa, hafa eng- an hagnað af, að rafurmagnið sé hœkkað. 011 hækkunin kæmi að- eins Rafveitunni til góða, drýgði að vísu sjóði hennar, en staðfesti hins vegar þann grun, að hún beri annað ofar fyrir brjóstinu en ódýra, hagkvœma og góða þjónustu við bæjarbúa. En fyrst við erum á annað borð að tala um auknar tekjur Rafveitunnar, er ekki úr vegi að kasta fram tveimur spurningum: Hvernig er með efniskaup Rafveitunnar, eru þau gerð eins hagkvœm og frekast er unnt? Og hvernig er með rekstur Rafveitunnar, er hann eins ein- faldur og ódýr og frekast er unnt?- Báðir þessir liðir eru svo gíf- urlega stórir, aS full ástæða er til að gefa þessum tveimur spurn- ingum gaum. Annast t.d. Rafveit- an sjálf innkaup sín írá útlönd- um eða hefir heildsali eða heild- salar í Reykjavík Rafveituna að mjólkurkú? Þetta á almenningur heimtingu á að fá að vita, áSur en nýjar hækkanir eru samþykktar. 011 viljum viS hag og heiSur Rafveitu Akureyrar, en við krefjumst þess hiklaust, að hún sé rekin með hag almennings fyr- ir augum, hans og'einskis annars. _*___ ATHUGASEMD. Leigubílstjóri sá, sem getiS hef- ir veriS í sambandi viS áfenga öliS, sem smygla átti í land á Húsavík í sumar úr Lagarfössi, hefir beSiS blaSiS aS láta þess getið, að hann hafi veriS staddur á Húsavík vegna fólksflutninga og veriS beSinn fyrir ölkassana, án þess hann vissi, hvaS í þeim væri. Það sé því ekki rétt, hvað sig snerti, að hann hafi komið með tóma pappakassa frá Akur- eyri undir ölið. __*___ VIÐURKENNINGAR FEGRUNARFÉLAGSINS Eins og getið var í síðasta blaði Alþm. efndi Fegrunarfélag Akureyrar til hátíðahalda nokk- urra 29. ágúst sl. í tilefni af 89 ára afmæli bæjarins. Á kvöldskemmtuninni í Sam- komuhúsinu var tilkynnt, hverj- um Fegrunarfélagið hefði veitt viðurkenningu nú í ár fyrir bezt hirta skrúðgarða. I. verðlaun hlaut skrúðgarSur Kristjáns Stefánssonar, Hríseyj- argötu 10, II. verSlaun skrúð- garður Haralds Jónssonar, Eyr- arveg 25A og III. verðlaun skrúð- garður Helga Steinars, Ægisgötu 24. — Ennfremur hlutu eftirtald- ir skrúðgarðar skriflega viður- kenningu: Eyrarlandsveg 27, Laxagötu 7, Brekkugotu' 4, Bjarmastíg 1, Brekkugötu 9, Þingvallastræti 2, Brekkugötu 34, Gilsbakkaveg 13, Munkaþverár- stræti 17 og Brekkugötu 6. Síldveiði eyfirzkra. og* þing'eyskra skipa Flestir, ef ekki allir, munu nú hafa gefið upp alla von um meiri síldveiSi fyrir NorSurlandi á þessu sumri. Hefir engin síld bor- izt á land s.l. viku alla, enda regn og norðangarður í veðráttunni. Samkv. síldvciSiskýrslu Fiski- félags Islands um fyrri helgi var bræSslusíldaraflinn norSanlands þá orðinn 354.754 mál, en var á sama tíma í fyrra 175.929 mál. Saltsíldin var nú orðin 85.239 tn., en á sama tíma í fyrra 53.247 tn. Meðalafli var um fyrri helgi orð- inn 2.136 mál og tn. á skip, en meðalafli 6 síðustu ára var yfir síldveiðitímann 2336 mál og tn. og hafa þó flest árin verið léleg aflaár og sum mjög léleg. Afli flestra eyfirzkra og þing- eyskra skipa verður þó að teljast orðinn sæmilegur og sumra prýðilegur. Nokkurra er að vísu líka mjög lítill. Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu var aflinn þessi (mál og tunnur samtals): Herpinótaskip: Aföen, Dalvík 1029, Akraborg, Akureyri 4347, Auður, Akureyri 4370, Bjarki, Akureyri 1497, Eld- ey, Hrísey 2446, Eyfirðingur, Ak- ureyri 984, Haukur L, Ólafsfirði 6228, Ingvar Guðjónsson, Akur- eyri 5794, Kristján, Akureyri 2314, Njörður, Akureyri 1601, Pólstjarnan, Dalvík 6877, Smári, Húsavík 2552, Snæfell, Akureyri 4043, Stígandi, Ólafsfirði 4827, Stjarnan, Akureyri 3894, Súlan, Akureyri 5508, Sædís, Akureyri 2415, Sæfinnur, Akureyri 2778. Hringnótaskip: Bjarmi, Dalvík 3383, Björgvin, Dalvík 2998, Einar Þveræingur, Ólafsfirði 2740, Garðar, Rauðu- vík 3512, Græðir, Ólafsfirði 720, Gylfi, Rauðuvík 2826, Hagbarð- ur, Húsavík 2270, Hannes Haf- stein, Dalvík 3077, Minnie, Akur- eyri 639, Ottó, Hrísey 1019, Pét- ur Jónsson, Húsavík 3158, Sæ- valdur, Ólafsfirði 1533, Ver, Hrísey 666, Von, Grenivík 4041, Vörður, Grenivík 4722, Þor- steinn, Dalvík 3091. Áður hefir verið skýrt frá afla togarans Jörundar. Sérstök ástæða er til að benda á afla Grenivíkurbátanna beggja, sem er ágætur, en raunar má líkt segja um Dalvíkurbátana. Þeir virðast allir hafa verið heppnir í sumar nema Alden. Tímabært að hætta að selja möl og sand sem kol, þegar smál. kostar kr. 708 heimflutt Sá óvani ríkir hér í bænum, að kol eru seld úr portum, sem ekki hafa steypt gólf. Svo er t. d. um kolasölu KEA niðri á Tanga. Þeg ar kolunum er svo mokað þar upp á bíla eða í poka, urgast portbotninn smátt og smátt upp, en í honum er möl, sandur og leir, svo að mörgum smálestum skiptir árlega, sem bæjarbúum er selt þannig af slíku „eldsneyti". Þegar svo botninn er orðinn ískyggilega grafinn, er nýjum bíl- hlössum af möl, sandi og leir ekið í gryfjuna, og síðan er á ný byrjað á sömu „eldsneytissölunni". Láta mun nærri að einn bíl- farmur af möl, sandi og leir kosti kolasalann um 30 kr., en farmur- inn er um 2 tonn. Nú er kola- tonnið komið upp í 708 kr. heim- flutt, svo að hver bílfarmur af möl, sandi og leir, sem kolasalinn selur sem kol, skilar 1390 kr. til hans. Sjá allir, hvílík vörusvik eru hér á ferðinni. Hér er síður en svo veriS aS halda því fram, aS kolasalinn geri þetta í rauninni aS yfirlögSu ráSi. Ugglaust er þetta fyrst og fremst framkvæmdarleysi aS hafa ekki steypt gólf í portiS eSa portin. En hitt er þó jafnaugljóst mál, aS þaS er framkvæmdarleysi, sem kola- kaupendur geta ekki þagað við. ÓÞURRKAR miklir og rigningar hafa verið undanfarið um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur, en þó hefir úr- felli verið mjög misjafnt eftir sveitum. Eru nú víða á þessum slóðum mikil hey úti. Drjúgum þurrviðrasamara hef- ir verið strax og kemur vestur í Skagafjörð, og sunnanlands er sögð úrvalsveðrátta.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.