Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.09.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.09.1951, Blaðsíða 4
4 auÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 4. september 1951 Vettvdnpr dagsitis * Crelt álagning og innheimta Rykfellur snmvinnubug- sjónin í b/ótbúðum? Aljjýðumanninum hefir borizt eftirfarandi bréf frá „Skattgreið- anda“: „ÚTSVARSÁLAGNINGIN. Mér þykir furðu hljótt í bless- uðum blöðunum okkar um út- svarsálagninguna hér í vor og ætla því að leggja nokkur orð í belg, ef Alþýðumaðurinn vildi vera svo vænn að birta þau. Það er þá fyrst, að mér þykir furðulegt það vald, sem Skattstof- unni er falið uin álagninguna. Að vísu veit ég, að hér starfar niður- jöfnunarnefnd, en starf hennar getur ekki verið mikils virði, þeg- ar hún lýkur því á örfáum dögum að meta og vega gjaldþol allra gjaldþegna bæjarins. Þessi hundavaðsháttur er frekleg mis- notkun á því trausti, sem mönn- um þeim er sýnt, er i niðurjöfn- unarnefndina eru valdir hverju sinni, og ællu bæjarfulltrúar vel að gæta þeirrar reglu framvegis að kjósa ekki sömu mennina í niðurjöfnunarnefnd ár eftir ár, því að slíkt virðist leiða til kæru- lausra vinnubragða. Það virðist heldur ekki örgrannt um við nána athugun á útsvarsskránni, að sumir niðurjöfnunarmennirn- ir hafi ríka tilhneigingu til að gæta þar vel hagsmuna sinna eða sinna nánustu, þótt greinilegast sé þetta hjá formanni nefndarinn- ar, sem hefir engan ómaga á framfæri, kr. 4620.00 í tekju- skatt, en ekki nema kr. 7.400.00 í útsvar. Til samanburðar má t.d. geta þess, að trésmíðameistari einn, sem hefir kr. 1853.00 í tekjuskatt, verður hins vegar að greiða kr. 7.040.00 í útsvar. Báð- ir þessir nrenn eru kvæntir, en ómagalausir. Þeir eiga sinn son- inn hvor í háskóla. Munurinn á útsvari er jrví óskiljanlegur. Þá mun það einsdæmi hér á landi — og sjálfsagt í víðri ver- öld — að skattstjórinn sé bæjar- fulltrúi og niðurjöfnunarnefndar- maður allt i senn. Sýnist hann hafa ærið vald, þar sem hann fær að jafna niður útsvörum „kon- trols“-lítið, þótt hann hefði ekki hlutdeild í því litla „kontroli“, sem niðurjöfnunarnefndin Jjó veitir, hvað þá að hafa atkvæðis- rétt um það í bæjarstjórn, þegar sótt er jiangað um ívilnanir, hvort verða skuli við þeim eða ekki. Er þetta því óviðkunnanlegra skatt- stjórnareinræði, sem vitað er, að núverandi skattstjóri biðlar ákaft til þingmennskutitils bæjarins, og liggur því hlífarlaus fyrir háska- legum grun um „partisku“. Nú skulum við virða fyrir okk- ur nokkur dæmi úr útsvars- skránni, sem virðast þurfa skýr- inga við frá niðurjöfnunarnefnd og skattstjóra: Einhleypingur einn vinnur í bókaverzlun. Hann hefir kr. 1088.00 í tekjuskatt, en kr. 1600.00 í útsvar. Kvæntur iðn- verkamaður með 3 eða 4 börn (?) í ómegð hefir sama lekjuskatt, en útsvarið er 3070.00 kr. Báðir eru eignaskattslausir. Kvæntur fram- kvæmdarstj óri útgerðarfyrirtækis, barnlaus, hefir kr. 442.00 í tekju- skatt, en kr. 1800.00 í útsvar. Kvæntur verkamaður með 4 börn í ómegð hefír kr. 132.00 í tekju- skatt, 48 kr. í eignaskatt og kr. 1810.00 í útsvar! Skrifstofustjóri stórs fyrirtækis hér, kvæntur með 1 barn á framfæri, hefir kr. 880.00 í tekjuskatt og 16 kr. í eignaskatt, en 2000 kr. í útsvar. Utvarpsvirki með sömu fjöl- skyldustærð og sama tekjuskatt, en engan eignaskatt, hefir kr. 3740.00 í útsvar! Geta má þess líka, að verkamaður einn með sömu fjölskyldustærð, en 501.00 kr. tekjuskatt og 61 kr. eigna- skatt, hefir 2110.00 kr. í útsvar! Fráskilinn maður hér í bæ, er á 2 eða 3 börn, sem bœrinn hejir orðið að greiða meðlög með, hef- ir kr. 450.00 í tekjuskatt, en kr. 500.00 í útsvar. Einhleyp stúlka, sem mun vinna á saumastofu, hefir kr. 408.00 í tekjuskatt, en kr. 1950.00 í útsvar! Loks er svo að geta misræmis þess, sem er á útsvörum sjálfseignabílstjóra og leigubílstj óra. Furða margir sig á honum.og finna ekki nema eina skýringu. Skal nú hér látið staðar num- ið að sinni, en af miklu meiru er að taka, því að útsvarsskráin í ár er vægast sagt hið furðulegasta plagg eins og systur hennar und- anfarin ár. Það eru sjálfsagt fleiri en ég, sem vildu gjarnan heyrá útskýringar niðurjöfnunarnefnd- ar og skattstjóra viðvíkjandi ýmsu þar. Skattgreidandi.“ [ ATH.: Alþm. hefir kynnt sér, að hér er rétt farið með tölur úr útsvarsskrá og að því er hann veit bezt um fram- færsluþunga. Að öðru leyti tekur blað- ið ekki afstöðu að sinni til ádeilnanna á niðurjöfnunarnefnd og skattstjóra og er þeim aðilum vitanlega frjálst rúm í blaðinu til andsvara. — Ritstj.] sýnir í Skjaldborg í kvöld kl. 9 : TÍGRIS-FLUGSVEITIN Afar spennandi amerísk mynd. Sláturkeppalerelt nýkomið. Kaupfél. verkamanna Nýtega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Anna Þorsteinsdóttir frá Götu á Árskógsströnd, handavinnukennari við Húsmæðraskólann á Laugum og Ingi Tryggvason, Laugabóli, Reykja- dal, kennari við Héraðsskólann á Laug- um. útsvara Aðaltekjustofn bæjar- og sveit- arfélaga er útsvörin. Það skiptir því iniklu máli fyrir þau, að álagning og innheimta útsvar- anna sé sltk, að þar komi setn flestar krónurnar til skila, er í „kassann“ hefir verið ráðgert að kæmu, en á slíku vill verða mis- brestur, og einmitt mestur, þegar verst g^gnir, þ.e. þegar harðnar í ári. Nú er álagningu tekjuútsvara hagað þannig, að lagt er á tekjiu nœsta árs fyrir greiðsluárið. — Þegar tekjur eru rýrnandi, eins og nú á sér stað, er þetta mjög ill regla. Gjaldþegninn verður að greiða af lækkandi tekjum út- svar, sem lagt er á hærri tekjurn- ar árinu fyrir. Afleiðingin verð- ur sú, að útsvörin verða sífelld ógnun yfir höfðum manna, sem berjast aðeins við að hafa fyrir nauðþurftum sínum og sinna, greiðslur lenda í undandrætti, kannske verða alls ekki inntar af höndum, bæjar- eða sveitarsjóð- ur verður að kosta miklu til inn- heimtu og er þó alltaf í fjárhraki. Hví ekki að leggja útsvör á tekjur líðandi árs, einhvern ákveðinn hundraðshluta, er kaup- greiðandi héldi eftir af launum launþega vikulega eða mánaðar- lega og skilaði beint í bæjar- eða sveitarsjóð? Gagnvart launþeg- um er þetta mjög auðvelt í fram- kvæmd, en gagnvart öðrum mætti t.d. leggja á hlutfallslega eftir tekjum næsta árs á undan •—• og jafna of eða van á næsta ári á eftir. Þannig mætti og reikna eignaútsvör út. — Auðvitað yrði að hafa ákveðið frádráttarkerfi við þessa álagningaraðferð vegná framfærsluþunga. Ef þessi háttur yrði upp tek,- inn, mundu tekjur korna miklu jafnar og öruggar inn til bæjar- og sveitarfélaganna, þau gætu sparað sér talsvert í vaxtagreiðsl- um, verulega í innheimtukostnaði og miklu minna yrði um „óinn- heimtanleg“ útsvör. Þessi aðferð yrði líka drjúg- um þægilegri fyrir gjaldandann. Við finnum ekki svo mjög tíl þess að greiða fáeinar krónur viku- lega eða mánaðarlega af kaupi okkar til bæjarfélags eða sveitar- félags okkar, en við finnum til- finnanlega til þess að snara stór- um fjárhæðum út einu sinni eða tvisvar á ári. Loks er svo þess að geta, að þessi álagningar- og innheimtu- aðferð mundi drjúgum örva áhuga bæjar- og sveitarstjórna á því að halda atvinnulífi á um- ráðasvæðum þeirra eftir getu í sent jöfnustu og beztu lagi: Því meiri tekjur einstaklinganna, því betri afkoma „kassans“, því lak- ari afkoma einstaklings, því lak- ari afkoma „kassans“. —> 4 <— Nokkrar umræður hafa orðið í blöðum — og þá ekki síður manna á meðal — um ástandið í sölumálum innlendra landbúri- aðarvara. Hníga þær allar að sama marki: Neytandinn kaupir vöruna of háu verði, framleið- andinn fær fyrir hana of lágt verð, en milliliðakostnaður er ótrúlega hár. Meðal þeirra blaða sem um mál þetta hafa deilt eru Tíminn og Alþýðublaðið. M. a. kemst Tíminn að þeirri niðurstöðu, að milliliðakostnaður við mjólkur- söluna sé orðinn furðulega lágur og þakkar það samtökum bænda og afskiptum samvinnufélaganna af Jjeim málum, en bætir svo við (23. ágúst s.l.): „Um kjötsöluna hér í Reykja- vík gegnir nokkuð öðru máli. Hún er því miður aðeins að litlu leyti enn í höndum bænda sjálfra eða samtaka þeirra, enda sést munurinn ljóst, þótt sölukostnað- ur kjötsins sé raunar minni en margra annarra neyzluvara al- mennings. Heildsöluverð á dilka- kjöti nú er rúmlega 21 kr. og út- söluverð rúmar 25 kr. Sölulaun smásalans eru því um fjórar krónur á hvert kg. Þetta eru há sölulaun, og fullvíst að þann kostnað mœtti mjög lœkka, ef smásalan vœri öll í höndum sam- taka bœnda eins og mjólkursal- an, og þegar hugsað er til þess, hve mörg hantitökin bóndi þarf að leysa af hen.di fyrir hvert eitt kjötkíló, sem hann framleiðir, er 1 öllum verkamönuum, sem maður talar við, er uggur og kvíði íyrir komandi vetri. Hvar verður vinnu að fá? Og hvernig getum við framfleytt heimilum okkar? spyrja fjölskyldufeðurnir. Það er að vísu óverjandi fram- taksleysi hjá bæjaryfirvöldunum að hafa ekki á hverjum haust- nóttum liltæka áætlun um vetrar- vinnu. Alþm. hefir oft bent á nauðsyn þessa, en talað þar fyrir daufunt eyrum. Eitt er það þóT sem óhætt mun að fullyrða að allir bæjarfulltrúar Akureyrar — og bæjarstjóri —- eru santmála um, og það er að krefjast auk- innar tunnusmíði hér í vetur. Eins og síldin hefir hagað sér undanfarið, hafa tunnubirgðirn- ar verið tiltækastar hér á Akur- eyri, og í sumar varð að flytja inn verulegt magn af tunnum undir sild, dýrari og sízt betri þeim hér smíðuðu, af því að ekki hafði verið smíðað nóg í Iandinu á s.J. vetri. Bæjarstjóm Akureyrar verður nú þegar að leggja verulegan þunga á það að fá hið allra.! fyrsta hafið hér tunnúsmíði,. slrax og vetrar að. Ekki 5—10‘\ þús. tunnur eins og skammtaðJ ekki ólíklegt að mörgum þeirra þætti hlutur smásalans góður.“ — (Leturbr. Alþm.) Já, svona er þetta í Reykjavík, en er nú kjötsalan í tröllahönd- unt hér á Akureyri eða hvað? K.E.A. á sláturhúsið, sem bú- peningnum er slátrað í, það rek ur heildverzlun þá, sem sér um dreifingu alls kjöts hér, og það rekur aðra kjötbúð bæjarins og einmitt þá, sem ntiklu meiri um setningu hefir. En hefir KEA „mjög lækkað“ sölukostnaðinn? Ekki hafa neyt- endur orðið þess varir. Ekki bændur. Þeir vita meira að segja um miklu hærri sölulaun en 4 kr. af kg., því að þeir fá ekki nema 11—13 kr. fyrir kg. af góðu kýr- keti, en vita, að neytandinn hefir í allt sumar orðið að kaupa það á 19.60—28.00 kr.! Og svo er það kartöflusalan fræga! Alþm. harmar það, að KEA skuli ekki hafa sannað ummæli Tíntans, það hefir margt vel, og sumt stórvel gert. En í þessunt tnálum er hlutur þess vægast sagt ekki góður. Eitt af grundvallaratriðum samvinnusamtakanna var að út- vega neytendum sem bezta og ódýrasta vöru og framleiðendum sem hagkvæmast verð fyrir fram- leiðsluna. Er hér ekki orðinn slæmur brestur í? Hættir sam- vinnuhugsjóninni sérstaklega við að rykfalla í kjötbúðum? -» f «- hefir verið undanfarið, heldur 50—60 þús. tunnur. En það skulurn við gera okkur tafarlaust ljóst, að hér dugar ekki að velta vindlinutn upp í sér og knékrjúpa í síma fyrir þeim, sem tunnusmíðunum ráða, heldur verður að krefjast þessar- ar vinnu af fyllstu festu, misk- unnarlausri festu er líklega hispurslausara að segja. En svo er það fleira, sem at- huga þarf undir veturinn. Hvernig er grjótnámið búið undir „vetrarvertíðina“? Hvernig verður með vinnu við hafnargerðina? Eru fyrirhugaðar fram- kvæmdir við gatnagerð í vet- ur? Má ekki grafa út Sundlaug- argilið í vetur, svo að Anda- tjörnin verði stækkuð? Og fleiri spurningar brenna á vörum verkamanna bæjarins um vinnu. í næsta blaði verður þessum málum væntanlega gerð ítarlegri ski.1, einmitt af einum verka- mönnum bæjarins. Verða því þessí atriði ekki rakin lengra hér að sinni. Nií mii ehhi sofo i mhiniim

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.