Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1951, Page 1

Alþýðumaðurinn - 11.09.1951, Page 1
XXI. árg. 32. tbl. Þriðjudagur 11. september 1051 M tr hœgt oð vinno hér í vetur! Sjálísagt eru það fleiri en Sigl- firðingar — samanber grein í síð- asta Alþýðumanni —, sem horfa með kvíða til næsta vetrar. Jafn- vel þó að afkoma fólks hér á Ak- ureyri sé ekki eins háð afkomu síldveiðanna eins og á Siglufirði, þá hefir hin ægilega dýrtíð, sem engin takmörk virðast sett, mjög lamandi áhrif á það fólk, sem lifir á daglaunavinnu. Það sér ekki fram á að geta keypt brýnustu lífs- nauðsynjar til vetrarins, ef atvinn- an dregst saman með haustinu. Þess vegna verður ekki hjá því komizt einu sinni enn að brýna fyrir bæjarstjórn að láta vinna það, sem hægt er í bænum, meðan tíð leyfir, og halda áfram þeim mannvirkjum, sem byrjað er á, ef hægt er. Er þá fyrst að minnast á tunnu- smíðið. Ennþá einu sinni sáum við það í sumar, að hér hefði mátt selja mikið meira af tunn- um en til var. Veldur því aðstaða Akureyrar með samgöngur á sjó og landi, sérstaklega til söltunar- stöðvanna hér út með Eyjafirði og austur um. Verður bæjar- stjórn Akureyrar að beita sér fyr- ir því strax í haust, að hér verði smíðaðar tunnur í stórum stíl í vetur. Þetta er vinna, sem ekki er háð tíðarfari, og hefir það mikið að segja. Af vegagerð má fyrst minnast á að leggja Eyrarveg niður á Oddeyrartanga. Er það orðin knýjandi nauðsyn fyrir fólk, sem norðarlega á heima á Oddeyri og vinnur á Tapganum. Er hálfbros- legt að sjá fólk þurfa að brölta yfir vírgirðingar til að komast heim til sín fyrir vegleysi. Hefir saltfiskstöð Útgerðarfélagsins aukið þörf á vegi niður Tangann norðarlega. Þá er það holræsi i Gránufé- lagsgötuna neðan Hríseyjargötu. Má heita, að þessi vegarkafli sé illfær í leysingum á vetrum, þar sem lóðirnar beggja vegna eru hærri en gatan. Er þó þessi gata mjög fjölfarin vegna atvinnu á suðurtanganum. Og hvernig er með Glerárgötu og Glerárbrúna? Er ekki hægt að vinna að því að lengja götuna og byrja á undirbúningi við brúna? Þá er það dráttarbrautin og togarabryggjan á Tanganum. Enn þá er grjótgarðurinn við dráttarbraulina hálfunnið verk, þó að árin líði, og er ekki annað sjáanlegt en að ræsið að dráttar- brautinni sé í hættu, ef ekki er gengið til fullnustu frá skjólgarð- inum. Væri fróðlegt að heyra frá hafnarnefnd, hvenær á að ljúka því verki, og hvort ekki er hægt að byrja á hinni fyrirhuguðu tóg- arabryggju, þar sem nokkuð af efni í hana mun liggja hér á staðnum. Að öllu þéssu mætti vinna í haust og fram eftir, með- an tíð leyfði. Þó að ekki hafi verið mikið um byggingar hin síðari ár, hefir þó oftast komið á daginn, að ekki Svo sem kunnugt er, útskrifast börn úr Barnaskóla Akureyrar nú ári yngri en áður var venja, með- an eldri fræðslulög giltu þar um. En síðan eru unglingarnir skóla- skyldir enn í 2 ár í unglinga- eða miðskóla, og hafa Gagnfræðaskóli Akureyrar og Menntaskólinn á Akureyri gegnt því hlutverki.. Að tveggja vetra miðskólanámi loknu er skólaskyldu. lokið, en hin nýju fræðslulög gera ráð fyrir þriðja námsvetrinum ef vill, er búi nemendur undir svonefnt landspróf, sem m. a. veiti nem- endum rétt til að setjast i mennta- skóla, en hins vegar þurfi nem- endur, er ekki hyggja á mennta- skólanám eða annað sérnám, ekki að þreyta landspróf. heldur geta svo setið fjórða veturinn í hinuin sama skóla og lokið þaðan þá gagnfræðaprófi. Fjögurra ára skóli, sem þannig er bygður upp, heitir gagnfræða- skóli, og skiptist í bóknáms- og verknámsdeildir. Slíkur er Gagn- fræðaskóli Akureyrar. Samkvæmt hinum nýju fræðslu lögum eru menntaskólarnir fjög- urra vetra sérskólar, er veita eitt og aðeins eitt burtfarapróf: Stúdentsprój. Aður voru þeir sex vetra skólar og gátu veitt tvenns konar burtfararpróf: Gagnfræða- próf eftir 3 vetur og stúdentspróf eftir 6 vetur. Nú hefir verið svo um skeið við Menntaskólann hér, að hann hefir fengið að starfrækja tveggja vetra miðskóladeild til undirbúnings landsprófi eða inntökuprófi í menntaskóla. í þessa miðskóla- deild hafa börn farið beint úr barnaskólanum án inntökuprófs, en átt síðan að Ijúka þriggja vetra náini undir námspróf á tveim vetrum. Hefir þetta að vonum revnzt þroskaminni nemendum hefir verið unnið nóg af muln- ingi til bygginga. Verður bærinn að lála vinna það af mulningi og brotnu grjóti í vetur sem pláss er fyrir á vinnustaðnum. Hér hefir verið drepið á nokk- ur verk, sem mætti vinna. nieðan tíð leyfir. I þeirri dýrtíð, sem nú leggst á fólkið, verður ekki hjá því komizt að berjast á móti hinu ægilega böli, atvinnuleysinu. ofraun og þeir orðið að sitja eftir í bekkjum, aðallega 2. bekk, en síðan hefir skólinn ekkert haft að bjóða þeim nemendum, sem ekki hafa náð nógu háu landsprófi til að mega setjast í menntaskólann, eða annarra hluta vegna hyggja ekki á menntaskólanám. Ef slíkir nemendur vilja fá gagnfræðapróf, þurfa þeir að fara í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Verknám er heldur ekkert við unglinga- eða miðskóladeild Menntaskólans. Þegar þess er gætt, að oft er inikill vandi að sjá, ef ekki í ýms- um tilfellum ógerlegt, hvort 13 ára barn er hæft, hvað þá vel fall- ið, til menntaskólanáms og for- eldrar eru oft enn óvísari um það eti kennarar, má öllum vera ljóst, að Akureyringum er mikill vandi á höndum, þar sem velja hefir mátt milli Menntaskólans og Gagnfræðaskólans. Það hefir ver- ið hefð að álíta Menntaskólann betri skóla, og einnig þólt meira í munni fyrir nemendur. Það er og álit margra góðra skólamanna, að nám nemenda verði heilsteypt- ara í einum samfelldum skóla en t. d. tveimur stighækkandi. Aðrir benda á aukna reynslu við að nema í fleirum en einum skóla. En hvernig sem menn velta þessu fvrir sér, stendur þetta ljóst: Miðskóladeild M. A. dregur góða nemendur frá G. A. og stendur þannig þeim skóla fyrir fullum þroska. og miðskóladeild M. V er ekki fullkomin miðskóladeild heldur, eins og fyrr er sýnt, og tekur auk þess aðeins fáa nemend ur. Við fáum því út úr þessu tví- býli, tvær miðskóladeildir van- burðugar í stað einnar fullþroska, og því hljóta rnargir foreldrar í bænum að spyrja: Eru skólamál Akureyrar ekki komin í óefni? Nú mun það ætlun Mennta- skólans að starfrækja 1. bekk í vetur, þótt þingleyfi vanti enn til þess. Um það mun eiga að sækja. Hví þá ekki að gera eitt af tvennu: Sækja um að mega reka þriggja vetra fullkominn miðskóla, og láta þá Gagnfræðaskólann deyja drottni sínum, ef hann getur ekki haldið til jafns við þann skóla, eða æskja eftir algerri sameiningu þessara tveggja stofnana undir einn hatt, svo að öll tvídrægni og meðalmennska verði úr sögunni hér í skólamálum? Sem foreldrar verðum við að krefjast þess bezla og aðeins þess bezta fyrir börn vor í menntamál- um, en ekki heimska okkur á því að pexa um hitt, hvort þessi ó- fullkomna miðskóladeildin sé betri eða verri en hin ófullþroska mið- skóladeildin. Það er kominn tími til að taka blaðið frá munninum í þessu ó- skemmtilega og ófrjóa skólapexi hér í bænum. Br. S. ___ DÝ RTÍ Ð I N í DANMÖRKU Síðan í apríl s. 1. hefir dýrtíðin hækkað um 10 stig í Danmörku. Þessi 10 stig nema 330 kr. aukin útgjöld árlega hjá miðlungsfjöl- skyldu. Af þessari upphæð eru 204 kr. vegna hækkandi skatta, en 126 kr. stafa af hækkandi vöru- verði. Matvörur hækkuðu lítið. eða sem nemur 12 kr. á fjölskyldu yf- ir árið. Af þeim hækkaði kjötið um 22 kr. og nýlenduvörur um 16 kr. Feitmeti lækkaði um 1 kr., ostur 2 kr., kartöflur 15 kr„ græn- meti 14 kr. og fiskur 10 kr. En mjólk hefir staðið í stað. Liðurinn hreinlætisvörur, skó- fatnaður, klæðnaður o. fl. lækk- aði um 5 kr. Þar af fatnaðurinn 2 kr. Snyrting hækkar um 3,8 kr., en læknar og lyf um 5 kr. Menntun, bækur, blöð m. m. hafa hækkað um 24 kr., talsíminn •5 kr. og kvikmyndahúsin 6 kr. Samgöngur og flutningar hafa hækkað sem nemur 17 kr. Þar af eru 9 kr. vegna hækkana frá járn- brautunum, 6 kr. vegna hækkana frá bifreiðum og 2 kr. vegna hækkana á varahlutum til reið- lijóla. Aðalástæðan fyrir hækkun vísi- tölunnar þar í landi er hækkun skattanna en ekki hækkun vöru- verðsins. (T. sept. ’51 Alþýðublað Hafnarfj arðar). Leiðinleg prentvilla. Sú villa hefir komist inn í fyrirsögn á 2. síðu, að ljóðabók Guðmundar Frímanns er kölluð Svört verða sólskip, en á að vera sólskin. Mðr Hnlldim dðsent í íslenihum Irœðum við Hdshélonn Halldór Halldórsson, mennta- skólakennari, hefir verið skipað- ur dósent i íslenzku nútíðarmáli og hagnýtri íslenzku kennslu við Iláskóla Islands. Bjarni Bjarnason, bæj- arfógeti á Siglufirði leystur frá embætti að eigin ósk. Samkvæmt frásögn Alþýðu- blaðsins hefir Bjarni Bjarnason, bæjarfógeti á Siglufirði og for- seti bæjarstjórnar þar, verið leystur frá embætti að eigin ósk. Jafnframt segir blaðið, að rann- sókn hafi verið fyrirskipuð um embættisfærslu bæjarfógetans í ákveðnum atriðum. Sigurður Kristjónsson skipaður skólastjóri á Laugum. Sigurður Kristjánsson, cand. theol., frá Brautarholti í Svarfað- ardal, hefir verið skipaður skóla- stjóri að Laugum i Reykjadal. Mótorbáturinn Svanhólm ferst Fullvíst er nú talið, að Svan- liólm, litill vélbátur með þriggja manna áhöfn, hafi farizt út af Horni laust fyrir síðustu mánað- armót. Báturinn var á leið til Reykjavíkur héðan að norðan með viðkomu í Bolungarvík. Hef ir fundizt spýtnabrak úr honum við Horn eftir að leit hófst að honuni, nær viku eftir að síðast spurð'st til hans. Óþurrkar og uppskerubrestur Langur óþurrkakafli hefir stað- ið undanfarið um Norður- og austurland og eru mikil hey úti, sem liggja undir stórskemmdum. Um síðustu helgi brá til sunnan- áttar, en hún var svo austlæg, að ekki urðu þurrkar af. Horfur um uppskeru garðá- vaxta eru mjög misgóðar. Þar sem næturfrost í ágúst skemmdu, — og það var víða — eru þær lélegar, annars fremur góðar. Á. Þ. Eru skólamál Akureyrar ekki komin á vandræðastig ?

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.