Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 11.09.1951, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 11. september 1951 ALÞYÐUMÁÐURINN Útgef andi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstig 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. } Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. 1 »kklejsii, síit md dn þess vero, en ofii aí öllu mii þó oerö!« í síðasta tbl. Dags birtist leið- ari, sem hét „Á kostnað almenn- ings". Er þar gert að umtalsefni utanfarir ýmissa þingmanna og gæðinga úr öllum flokkum — nema Framsóknarflokknum, og hneykslast á utanferðar-„flakki" þessara manna „á kostnað al- mennings". Virðist svo eftir grein inni, að Framsóknarmenn séu þeir einu „hreinu" í þessum sök- um, en Alþýðuflokksmenn alveg sérstaklega „óhreinir", enda heimildin ekki slæm: Morgun- blaðið og Þjóðveljinn! Og svo telur Dagur upp: Haraldur Guðmundsson, Emil Jónsson, Stefán Jóhann og Finnur Jónsson hafa allir farið utan í ár „á kostnað almennings!" Hitt er svo vandlega þagað um, hvaða ferðir þessir menn fóru í, og skal því hresst ofurlítið upp á minni Dags: Haraldur Guðmundsson fór utan með félagsrnálaráðherra, Steingrími Steinþórssyni, Fram- sóknarmanni. Stefán Jóhann var fulltrúi íslands á Evrópuþinginu í Strassborg — ásamt Rannveigu Þorsteinsdótlur, Framsóknar- konu og Jóhanni Hafstein, Sjálf- stæðismanni. Emil Jónsson fór utan á þingmannafund ásamt ein- um manni úr hverjum þingflokki. Finnur Jónsson fór utan sem fyr- irliði boðsveitar frá A. S. I., sem Framsóknarmaður tók þátt í, Framsóknarráðherra veitti far- gjaldseyri, en að vísu Framsókn- arblöð hafa ekki þreytzt á að for- dæma! Þetta er ekki dregið hér fram af því, að Alþm. teiji, að sjálfsagt sé, að senda svo oft og fjölmennt líð utan á ýmis þing og fundi og gert hefir verið, heldur er hér að- eins minnt á, að Framsókn á sína sök eins og aðrir flokkar, hvað sem Dagur vill vera láta. Það sannast á honum, að sakleysið, sízt má án þess vera, en of mikið af öllu iná þó gera. Þegar menn þykjast saklausari en þeir eru, þá gera þeir sig seka um nokkuð sem heitir hrœsni og yfirdrepsskapur, og þykja ekkert skemmtilegir eig- inleikar. Utvegum GÚMMfSTIMPLA Prcnrsmiðja Björns Jónssonar h. f. Skdld hveður sér hljóis Guðmundur Frímann: Svört verða sólskip. Teikningar ef tir höf. — Bókaf or- lag Þorsteíns M. Jónssonar. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. 1951. I. Þú gekkst í æsku huldu valdi á hönd. Þú hugðist vinna orðsins skógarlönd. I sigurvímu steigstu þar á strönd, sem stjarna í heiði brosti. Við þína komu þögn á alla sló, í þjóðarskógi hvíldi svefnsins ró. ¦— Ég skil þig vel. Ég þekki þenna skóg, — hans þögn að minnsta kosti. Þannig kveður Guðmundur Frímann í kvæði sínu Þú draums- ins sonur, er birtist í þriðju ljóða- bók hans, Störin syngur, og út kom fyrir 14 árum. Áður hafði hann sent frá sér ljóðabækurnar Nátlsólir og Ulfablóð ¦— og hlot- ið þögnina eina að launum. Hamingjudísin hefir löngum verið mislynd gagnvart 'ísl. ljóð- skáldum, mislynd og misgóð, að því er mörgum áhorfandanum hefir þótt. Sumum hefir hún opn- að náðarfaðm sinn þegar í stað, leyft þeim að stíga inn í höll frægðar og aðdáunar, strax og þau hafa kvatt sér hlj óðs, önnur hefir hún dregið lengi á viður- kenningu, og loks hefir hún leyft sumum að deyja drottni sínum, vonsviknum og viðurkenningar- lausum þrátt fyrir ágæta hæfi- leika. Sumt af þessu mislýndi er auðvelt að skýra, sumt ekki. Tími og túlkun þurfa að falla í sam- ræmi, söngur og sönghof, höfund- ur og samtíð. En jafnvel þótt þetta i sé í hæfi, getur rödd skáldsins j hljómað fyrir daufum eyrum,! ekki sízt í seinni tíð, þegar sá hópur manna virðist fara vax- andi, sem láta aðra hlusta fyrir sig og síðan segja sér, hvort þetta eða hitt sé gott eða ekki. Þá skipt- ir það miklu, hvernig eyru þeir hafa, sem hafa válið sér hlutskipti heyrarans, og hvernig hugarfar þeirra er og hreinskiptni gagnvart höfundum. Eru þeir andlegir vökumenn eða kannske aðeins kastalaverðir, sem amast við hverjum nýjum riddara, er kem- ur aðvífandi utan úr Týndu skóg- um? Tröllin í Heydalaskógi áttu að- eins eitt auga til að sjá með og urðu því að skiptast á um það. Ef þau týndu því, misstu þau með öllu sjón. Það hefir verið ógæfa íslenzkra bókmennta um árabil, að nær óll ritdæmni hefir verið í höndum Heydalaskógatrölla. Þar hefir aðeins verið séð með einu auga — og á því hefir verið skipzt milli blaða og tímarita. Stundum hefir ekki verið haft fyrir því áð taka augað úr vasan- um. Og svo hafa höfundar annað- hvort fengið ákveðna viðurkenn- ingu eða hlotið ákveðna útilokun. Gagnrýni í orðsins góðu og gegnu merkingu hefir varla þekkzt. Það þarf sterk bein til að þola takmarkalaust lof. Og það er ekki örgrannt um, að tröllin í Hey- dalaskógi hafi í raun og sannleika numið sum skáld vor í trölla- hendur. En það þarf líka sterk skáldbein til að þola dauðaþögn við verkum manns. Sumir gefast upp, en tvær skáldgerðir rjúfa þagnarfjÖtrana: Þeir þrályndu og kappsfullu, sem gera sig að skáld- um, hvað sem öllum erfiðleikum líður, og þeir sem eru fœdd skald og gela ekki verið annað en skáld, enda þótt tröllin í Heydalaskógi hvessi tómar augnatóftirnar í þá, og allar aðstæður hrópi á þau að leggja árar í bát. Þótt þeir séu vonsviknir, þótt þeir taki að ef- ast um köllun sína, þá syngja þeir samt — eins og svanir í sárum. II. Árið 1937 gaf Guðmundur Frímann út 3. Ijóðabók sína, Slörin syngur, bók fulla af seið- fögrum kvæðum smekkvíss og myndauðugs skálds með sérkenn- um, sem orkuðu hvort tveggja í senn töfrandi og framandi á ljóð- elska hugi. En að útgáfunni stóð enginn nafnkenndur útgefandi, sem lagði bókinni til Ófeigshnefa að bakhjarli né Gellisróm að fyr- irsöngvara. Að vísu hlaut bókin prýðisdóma hjá ýmsum mætum mönnum, en tröllin í Heydala- skógi, sem þá voru sem óðast að leggja undir sig goðorð íslerizkra bókmennta, settu einglyrni sitt öf- ugt í augnatóttirnar hvert af öðru og þögðu. Bókin fór ekki víða og ljóðelskri alþýðu var hún að mestu falin yndisauki. Mennta- málaráð verðlagði skáldgáfu Guðmundar eitt árið á 500 kr. Síðan hefir hún verið verðlaus á því heimili. Kannske vegna þess, að skáldið nennti ekki að leggja náðargjöf sína við þvílíku verði. En tröll eru tröll, og geta ekki að sínum ósköpum gert, og út- hlutunarnefnd listalauna hefir við sínar takmarkanir að stríða, eins og aðrir dauðlegir menn. Kann- ske hefir Guðmundur Frímann verið óheppinn með útgáfuár bókar sinnar Störin syngur. — Magnús Ásgeirsson hafði undan- farin ár farið eldi um sænska ljóðagerð með hinum snjöllu ljóðaþýðingum sínum. Guðmund- ur hafði hrifizt mjög af sænskri ljóðagerð. Magnús þýddi, Guð- mundur orti. En Magnús kom fyrr, og því hlaut hann meistara- titilinn fyrir að hafa auðgað ís- lenzkar bókmenntir að undur- fögrum háttum og snjöllum lík- ingum. Hin snjalla hátttækni Guðmundar fór fram hjá mönn- um og hin sérkennilega mynd- auðgi hans í mörgum líkingum einnig. Og árinu fyrir hafði líka ný skáldstjarna birzt á íslenzkum ljóðahimni: Guðmundur Böðv- arsson, skáld á Kirkjubóli, maður- með íslenzka náttúrufegurð á tungunni og angan íslenzkrar moldar og íslenzks gróðurs í blóðinu, alveg eins og nafni hans Guðmundur Frímann. Það má því orða það svo, að Guðmund- ur Frímann hafi í tvennum skiln- ingi verið of seinn að láta störina syngja, og tröllin í Heydalaskógi eigi ekki ein alla sök. III. Og nú eftir 14 ára þögn kveður Guðmundur Frímann sér hljóðs á nýjan leik. Hann er fæddur skáld, og getur ekki annað en ort, jafnvel þótt hann hafi ásett sér annað vegna þagnar þeirrar, sem hann hefir mætt. I þetta sinn kallar hann ljóð sín Svört verða sólskin, vísuorð tekið úr Völuspá. Enn sem fyrr er Guðmundur í ljóðagerð sinni vorsins, ástarinnar, gleðinnar og fegurðarinnar barn, sem aldrei gengur úr huga, að haust fetar eflir vori og sumri, sorgin og söknuðurinn leysir ást og gleði af og bak við fegurðina býr hrörnun og dauði, fyrr eða síðar verða sólskinin svört, og þó er ekkert eins dýrlegt og sól, vor og fagrar, clskandi konur. Og erum við ekki í hjarta okkar öll sam- mála Guðmundi þ. e. a. s. karl- mennirnir? Og nú komum við að hinu mikla leyndarmáli Guðmundar: Hann gekk í æsku huldu valdi á hönd og hugðist vinna orðsins skógarlönd, í sigurvímu steig hann þar á strönd, sem sljarna í heiði brosti. Hann varð fyrir vonbrigðum, hann kynntist þögn og svefni í þjóðarskóg, en vonbrigðin, sárs- aukinn og þögnin hafa þrált fyrir allt fægt og slípað skáldgáfu hans, svo að nú ljómar hún sem sann- arlegur þjóðargimsteinn í snjöll- ustu kvæðum hans í Svört verða sólskin. Hvaða skáld okkar má til dæmis ekki öfunda hann af kvæðunum Fiðlarinn í Vagnbrekku, Draumur um Skóg- ar-Rósu, í fylgd með farand- skáldi, Haust við Blöndu, Sunn- anátt, Hjá gömlu smiðjunni, /íköllun (þýðing), Svarlur skóg- ur, Við gröf Péturs eða af seiðn- um í kvæðinu Vísur um vetrar- kvíða? Ef ég ætti að einkenna sterk- ustu hliðar Guðm. Frímanns sem skálds með þremur lýsiorðum, yrðu þau þessi: Orðvísi, háttvísi og myndvísi. Hann er orðvís í bezta máta og fagurorður. Hann er mjög smekkvís, mér liggur við að segja seiðrænn, í háttavali og lýsingar hans eru mjög myndrík- ar og ljóslifandi. A tjarnaraugu mýrinnar haustsins ugg og ótta og eiiífblindu slær, segir hann í Vísum um vetrar- kvíða, og seinna i sama kvæði: Er kveðjuljóð og torrek milli bergmálsfjalla berast, sem boða nótt og haust. Eða reisnin í þessum líkingum í kvæðinu Vetrardraumur, þar sem Guðmundur lýsir því á skáldlegan hátt, hvernig hann hefir safnað sér „sólskini í blóð- ið" til Vetrarins og „sumarsins angan í vetrarljóðið": Kom, sólfexta glaumá, með fögnuð og flaum þinn og felldu þín straumljóð með rímskrúði í draum minn. / Sem strengleikur fagut þín stikluvik hljómi gegn stormsins og hríðanna þulurómi. Kom, draumur, er vindar á lyngfiðlur leika, og leið mig um heiðina náttsólarbleika. Og loks get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér kvæðið Sunn- anátt: Ég vakti í nótt, nú veit ég hvað því réði: ég vænti komu þinnar, sunnanátt! Hver biði ekki þín með glöðu geði, sém getur hlegið svona undur dátt? Ég heyrði ærsl þín sunnan yfir sanda, þú söngst og þuldir jafnt til beggja handa þinn hagkveðlingahátt. En hví er annar háttur braga þinna og hrynjandinn í þinni kvæðaraust? i hjartans ieynum Iengi mun ég finna laufviiuianna seið í fyrrahaust, er eltu þcir hver annan lengi, lengi um Ijósa smáravelli og bóndans engi, og orlu endalaust. Að vitum mínum berðu barkarremmu, blóðbergsþef og lyngsins anganföng. O, kveddu vorsins vatnsdælinga- stemmu, virði drápan eilíflöng. Af heiðum leyslu martröð hvítra mjalla, lát mikil vötn í drottins nafni falla til sævar fram með söng! Þannig mætti grípa upp marg- ar snjallar lýsingar Guðmundar, en hér verður að nema staðar. Auðvitað eru Guðmundi mislagð- ar hendur eins og öllum skáldum, hann er ekki alls staðar jafn- snjall. En það er ekki oft, sem honum bregzt smekkvísin — nema í einu: hann stuðlar saman hv og kv. Það fellur mér ekki. Veit ég þó, að ýms góðskáld hafa leyft sér það. Þegar kvæði eru dæmd og met- in, verður alltaf að hafa eitt í huga: Þetta er aðeins dómur og mat eins manns. Menntun hans, reynsla og upplag veldur miklu um, hvaða ljóð snerta hann og grípa, og því skyldi enginn segja, að þetta sé fortakslaust gott eða ekki gott. Samt ætla ég að leyfa mér að fella dóm um þessa nýjustu bók Guðmundar Frímanns: Hann hef- ir með henni fært sönnur á, að hann hefir örugglega unnið sér þegnréttar í orðsins skógarlönd- um, hann getur verið fullviss um sigur á ströndinni, þar sem stjarna í heiði brosir, og það er trú mín, að Svört verða sólskin muni svifta þögninni af þjóðar- skóg gagnvart þessu að mínum dómi prýðilega skáldi. Kannske að tröllin í Heydala- skógi taki meira að segja upp einglyrni sitt og láti það ganga tröll frá trölli. Kannske að út- hlutunarnefnd listalauna upp- götvi, að eitt af beztu ljóðskáld- um okkar heiti Guðmundur Frí- mann? En hvort það verður, skiptir raunar engu höfuðmáli. Mest um vert er það, að Guð- mundur. hefir sannað, að hann á náðargáfu' ljóðskáldsins og hefir

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.