Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.09.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.09.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 18.'sept. 1951 33. tbl. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA: YI i r 1 ý s i n g Irá Alþjóðasambandi samvinnn- manna á samvinnudaginn 9. septcmber 1951 Alþjóðasamband samvinnumanna lýsir yfir — í nafni allra sam- taka innan vébanda þess — trú á þær meginhugsj ónir, er frjáls og lýðræðisleg samvinnufélög byggjast á, en reynsla heillar aldar hef- ir sannað, að þessar hugsjónir eru bezti og tryggasti grundvöllur félagslegra framfara og heimsfriðar. Alþjóðasambandið beitir sér fyrir því, að yfirráðum efnahags- lífsins sé dreift til alþýðunnar með samvinnufyrirkomulagi, er byggist á þeirri reglu, að hver einstaklingur fari með aðeins eitt atkvæði. Alþjóðasambandið beitir sér gegn því, að yfirráð fjár- magnsins safnist á fárra manna hendur í auðhringum og einokun- arfyrirtækjum, þar sem gerðir hinna fáu eru ekki háðar eftirliti eða umsjá fólksins. Alþjóðasambandið hvetur meðlimi sína til að berjast fyrir því, að afnumin séu hvers konar ósanngjörn lagaleg og fjárhagsleg höft, sem sett eru á samvinnufélögin, og hindra viðleitni fólksins til að vernda lífskjör sín með frjálsum og lýðræðislegum samtökum. Alþjóðasambandið heldur því fram, að friður og öryggi byggist á þessu: að þjóðirnar setji ekki eigin hagsmuni ofar sameigin- legum hagsmunum, svo að allri orku mannkynsins verði beitt til að fullnægja þörfum neytenda, að öllu vinnufæru fólki verði tryggð atvinna við frið- samleg framleiðslustörf, að tryggð verði réttlát skipting og hagnýting auðlinda heimsins. Alþjóðasambandið ítrekar því fylgi sitt við Sameinuðu þjóðirn- ar og heitir einlægum stuðningi við baráttu fyrir réttlátari og frið- samlegri lausn efnahagslegra, félagslegra og stjórnmálalegra vanda- mála vorra tíma. Alþjóðasamband samvinnumanna lýsir yfir því, að þær aðstæð- ur, sem frjáls og óháð samvinnufélög þurfa til að blómgast og bera ávöxt, verði að vera fyrir hendi, ef takast á að vernda heimsfrið- inn. Til þess að svo megi fara, hvetur Sambandið meðlimi sína til þess: að sýna stöðuga árvekni í vörn og sókn fyrir mannrétt- indum og frelsi, að leggja sig enn fram til að fræða almenning um ábyrgð og skyldur sérhvers borgara í lýðræðisþjóðfélagi, að benda hinum ýmsu ríkisstjórnum á brýna nauðsyn fullkominnar samvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna í þeim lilgangi að útrýma óttanum við stríð, skort og undirokun, að minnast 29. samvinnudagsins með því að gera heyr- um kurma hina sameiginlegu ósk samvinnumanna að koma á þeirri heimsskipan, að allar þjóðir fái notið friðar í frelsi og bræðralagi. »Fjðllin tóki joíjótt, fceddist lítil m Alþýðuflokkurinn efnir til mjög glæsilegs happdrættis Alþýðujlokkurinn og Fulltrúa- ráð Alþýðujlokksins í Reykjavík efna til jjölbreytts og glœsilegs happdrœttis í haust og er sala miðanna hafin. I happdrœttinu eru 30 vinningar að verðmœti samtals 60 þúsund krónur. Meðal vinninganna eru stórar peninga- upphœðir, jerðalög, heimilistœki og margt fleira. Happdrættismiðar fást hjá um- boðsmönnum um land allt, en að- alafgreiðsla happdrættisins verð- ur í skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu í Reykjavík. Verð happdrœltismiðanna er aðeins 5 krónur. Dregið verður 31. desember næstkomandi og verður drætti ekki frestað. Vinningarnir í happdrættinu eru þessir: 10 þúsund krónur, 5 þúsund krónur, 2500 krónur, 500 krónur, 500 krónur, Rafha ísskápur, hrærivél, ryksuga, Rafha eldavél, Rafha þvottapottur, Lista- mannaþing, Ljóð Jónasar Hall- grímssonar, Brennunjálssaga, ferð með Gullfossi á I. farrými fyrir tvo til Kaupmannahafnar, ferð með Heklu á I. farrými fyrir tvo til Glasgow, Rafha-ísskápur, hrærivél, Rafha-eldavél, ryksuga, saumavél, Rafha-þvottapottur, gólfteppi, Bendix þvottavél, Lista- mannaþing, Ljóð Jónasar Hall- grímssonar, ísland þúsund ár, Vítt sé ég land og fagurt eftir Guðmund Kamban og ritflokkur- inn Nýir pennar. Alþýðuflokksfólk um land allt og aðrir velunnarar Alþýðuflokks ins eru lrvattir til þess að vinna fyrir þetta glæsilega happdrætti. Kolbeinn Helgason K. V. A. er umboðsmaður happdrættisins hér. Sameign Framsóknar og Sjálfstæðis Framsókn og Sjálfstæði hér í bæ á fleira sameiginlegt en bæj- arsljórann — auk bæjarverkfræð- ingsins með kommum — þau eiga geysifagurt samhjálparhús-' í Skipagötunni, þar sem eru geymsluskúrar KEA og Tómasar Bj örnssonar, hreinlætistækj asala. Þetta eru kolryðgaðir blikkskúr- ar, og nær allir gluggar rúðulaus- ir. Skarta þeir með brotnum kassafjölum fyrir. Lifi samvinn- an! Lifi hið frjálsa framtak! má sannarlega segja. Það yrði víst áreiðanlega eng- in fiðlusónata í G-moll, sem skatt- greiðendur hér í bæ mundu leika á taugar hins skapprúða skatt- stjóra vors, ef þeir færu almennt að lýsa skoðunum sínum á verk- um lians, fyrst ég fæ aðra eins sagar-potthlemma- og hrútshorna- músik í eyru og í síðasta Degi frá honum fyrir að hafa dirfzt að gagnrýna guðdóminn lítillega i Alþm. 4. sept. s. 1. Að sönnu beinast öskurlætin aðallega að ritstjóra blaðsins, af því að hann birti grein mína, og mun hann ugglaust einfær um að svara fyr- ir sig, ef hann þá telur það sam- rýmast mannúðartilfinningum sínum að ciga orðastað við mann, sem auðsjáanlega þjáist af and- legu ofnremi fyrir blaðinu. En ekki get ég neitað því, að ég varð fyrir sárum vonbrigðum með „svar“ skattstjórans til mín. Ég hafði að vísu heyrt það, að hann hefði ekki góða stjórn á skapi |ínu, en hins vegar datt mér ekki annað eins jafnvægisleysi í hug og „svarið“ ber vitni um, og hvar er greindin og skynsemin, sem ég hélt, að maðurinn væri gæddur? „Fjöllin tóku jóðsótt, fæddist lítil mús“, má sannarlega segja. Skattstjórinn reynir ekki í einu einasta tilfelli að hrinda gagnrýni minni með rökum. 1 þess stað grípur hann til vesælla fullyrðinga, sem „persónan“ á víst að gefa gildi. Misræminu í álagningunni svarar hann t. d. með því, að lil þeirra liggi heim- ilisástæður, sem ekki sé hægt að skýra frá í blöðum. Hvaða rök eru þelta? Hvað hefir „hreinn“ skattstjóri að fela? Er mannorðs- spillandi að ’greina t.d. frá sjúk- leika, ómegð, námskostnaði eða þvíumlíku? Ég hefi ekki heyrt þess getið fyrr, en hins vegar sé ég vel, að þetla er þægileg skikkja til að breiða yfir misræmi, sem er ranglátt. Skattstjórinn segir, að ég fari rangt með flest viðvíkjandi for- manni niðurjöfnunarnefndar. — Töluleg rök getur hann þó engin fært, gnda ekki von. Upplýsingar hafði ég beint úr útsvarsskránni. Vel má vera, að formaður liafi verið fjarverandi, meðan útsvar hans var „bókfært“. Það sannar ekkert. Hvaðan voru upplýsing- arnar, sem ollu „niðurfíring- unni“? Og leikbrúðu hefir verið stjórnað hér á Akureyri úr lengra færi en Reykjavík, allt frá útlönd- um meira að segja, sbr. afstöðu skattstjórans í rafurmagnsverð- inu nú (kolasöluhagsmunir fram- kvæmdarstjóra KEA). Enn getur skattstjórinn ekki hrakið það, að hann sé eina „fenomenið“ hér á landi og jafnvel í víðri veröld, sem sé allt i senn: skattstjóri, niðurjöfnunarnefndarmaður og bæjarfulltrúi. Hitt kann að vera satt, að þetta sé ekkert voðalegt, ef hann hagar sér vel í störfunum gagnvart skattgreiðendum, en gerir hann það? Loks er svo þetta dæmalausa sakleysi mannsins: Ekki legg ég útsvörin á, það gerir niðurjöfn- unarnefndin, hvert og eitt ein- asta! Vel veit ég, að nefndin „bókfærir“ útsvörin. En hver býr framtölin til álagningar? Skatt- stofan, herra skattstjóri. Hvað tekur það langan tíma? Marga mánuði. Hvernig á þá niðurjöfn- unarnefnd að ganga úr skugga um á örfáum fundum, hvort upp- lýsingar um þennan eða hinn eru ekki ólíkt ítarlegri en annars, eða yfirleitt hvort þær eru réttar? Það gefur því auga leið, að með undirbúningi framtalanna i hend- ur niðurjöfnunarnefndar. sem svo lýkur niðurjöfnun „í hvelli“ á örfáum dögum, er skattstof- unni gefið nær einræðisvald í niðurjöfnunarmálum, meðan vinnubrögð niðurjöfnunarnefnd- ar eru eins og þau eru nú. Hér er ekkerl sagt um það, að skattstof- an misbeiti þessu einræði. Hins vegar bendir útsvarsskráin til þess, og í öllu falli ætti skattstjór- anum ekki að vera neitt illa við, að niðurjöfnunarnefndin ynni verk sín betur, ef hann þykist hafa allt í stakasta lagi. Þá vill skattstjórinn fá nafn- greind dæmi um „partisku“ sína. Aður fullyrðir hann, að allt, sem ég hafi sagt í fyrri grein minni, sé lygi og færir þó engin rök að. Til hvers eru dæmi fyrir svona menn? Fyrir almenning í bænum þarf hins vegar ekki dæmin að nefna. Þau virðast blasa svört á hvítu í útsvarsskránni og hafa verið umræðuefni fjölda bæjar- þúa i allt sumar. Sé það hins veg- ar ekki „partiska“, hvað er það þá? Sjálfs sín vegna ætti skatt- stjórinn að gera hreinlega grein fyrir því. Framh. á 4. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.