Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.09.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.09.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 18. sept. 1951 Hin mikla íor norrænna /r kvenna til Islands Eftir MARIE LOUS MOHR. --------------- ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Rilstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarsúg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j. Óvinir almennings Meirihluti rafveitunefudar Ak- ureyrar hefir nú á nýjan leik ítrekað það gerræði sitt, að verð á rafurmagni til upphitunar skuli hækka til samræmis við okurverð kola hér, en þau eru 58 kr. dýrari tonnið en í Reykjavík. Þrátt fyrir andmæli allra verkalýðsfélaga hér í bænum gengur meirihluti rafveitunefnd- ar kinnroðalaust þessara hækkun- arerenda. Þrátt fyrir sterka and- úð alls almennings í bænum á þessari alóþörfu hækkun, lemur meirihluti rafveitunefndar hækk- unarsamþykkt sína í gegn. Þessir óvinir akureyrskra heimila heita: Sverrir Ragriars, Indriði Helgason og Kristinn Guðmundsson, sannkallaðir erindrekar heimatil- búinnar dýrtíðar. í dag mun bæjarstjórnin fjalla endanlega um málið. Ættu bæjar- búar að fjölmenna á fundinn,þeir sem kost eiga á, og hlusta á máls- meðferðina. Verður því ekki trú- að að óreyndu, að skynsamari menn Framsóknar og Sjálfstæðis i hæjarstjórn láti ofurkapp kola- mannanna setja kolablett á bæj- arstjórn fyrir vesalmannlega af- greiðslu á málinu. En sem sagt bæjarstjórnar- fundurinn verður prófsteinninn. Komið og sjáið sjálf, hverjir eru óvinir almennings hér í bænum. SÖNGSKEMMTUN Guðrúnar A. Símonar Siðastl. fimmtudagskvöld hélt Guðrún Á. Símonar söngskemmt- un hér í Nýja-Bíó. Undirleik ann- aðist Fritz Weisshappels. Sögn- konan söng bæði innlend og er- lend lög og fékk prýðilegar við- tökur að öðru leyti en því, að að- sókn var fremur lítil. Bæði söngv- ara og undirleikara bárust blóm- vendir, og söngkonan varð að syngja mörg aukalög. Fró Gagnfræðaskólanum Skólastjóri Gagnfræðaskólans hefir beðið blaðið að hvetja for- eldra barna, sem ætlunin er að setjist í 1. bekk skólans í haust, að hafa tal af sér hið allra fyrsta. Er þetta nauðsynlegt vegna samn- ingar stundarskrár skólans og annars undirbúnings. Harðbakur selur. Harðbakur seldi sl. miðviku- dag afla sinn, 3.394 kits, í Bret- landi, fyrir 10.168 sterlingspund. Sölur togaranna að undanförnu hafa verið stórum lægri. I Eins og öllum mun í fersku minni, kom hingað til lands í sumar stór hóp- ur kvenna af Norðurlöndum. Margir hafa gaman af að sjá og heyra, hvað gestsaugað sér hérlendis, og því leyfir Alþýðum. sér að birta eftirfarandi grein úr Dagbladet, Osló 5. sept. 1951. Það skal tekið fram, aj) þýðingin er lausleg og nokkuð stytt. — Br. S.I Eflaust munum við flest eftir frásögninni í fornsögunum um konuna, sem reisti sér skála um þjóðbraut þvera, svo að hún gæti veitt hverjum beina, setn um veg- inn færi. Ég var þeirrar skoðun- ar fyrr, að vísast hefði þessi kona fornsagnanna gert þetta meir af fréttafýsn en gestrisni. En eftir að Itafa í viku heimsókn kynnzt ís- lenzkri gestrisni, hefi ég sann- færzt um, að það, sem skipar öndvegið hjá Islendingum nú, eins og á söguöldinni, er gleðin af að geta veitt langferðamanni gestrisni sína og alúð. Okkur var vissulega færður heim sannur um þetta með ýmsu móti og á hríf- andi hátt. Fréttin af íör okkar með bílum víðs vegar um landið fór fyrir okkur, og þegar við ókum eftir hinum fögru, en afskekktu sveit- um, þar sem strj álbýlið er mikið, blöktu fánar á stöng í virðingar- og kveðjuskyni við okkur, ellegar kveikt var á útiljósinu, þar sem raflýst var, en hvorki fáni né fánastöng fyrir hendi. Nokkru fyrir sunnan Reykja- vík er Hafnarfjörður, lítill út- gerðarbær með um 4000 íbúum. Konur þar höfðu sent okkur al- úðarboð um að hafa þar við- komu í báðum leiðum til og frá Krisuvík, fyrsl til að sýna okkur stoll bæjarins lystigarðinn inn (Hellisgerði), því næst að þiggja hjá þeim kaííi með pönnu- kökum og rjóma. Við dáðumst að hinum fagra lystigarði í þessu annars skóg- lausa umhverfi -— og gestrisnin snart okkur hlýjum höndum. Og ekki varð hrifning okkar minni yfir kveðju frá Hafnarfirði, sem okkur barst eftir að hafa kvatt Reykjavík og vorum á leið norð- ur í land: Við höfðum stanzað í leiðinni hjá lillu veitingahúsi og drukkið þar kaffi, en er við stig- um upp í bílana á ný, beið okkar í hverju sæti stór, safarík og Ijúf- feng appelsína með kveðju frá kaupmanni nokkrum í Hafnar- firði! Og meðan við höfðum verið að drekka kaffið, höfðum við fengið heimboð gegnum símann að slanza við húsmæðraskóla einn í leiðinni og borða þar þjóð- arrétt íslendinga, skyrið, sem við flestar vorum þegar orðnar sólgn- ar í. — Þegar við komum þang- að, stóðu allar kennslukonurnar fagurbúnar úti til að laka á móti okkur, og fallegur dregill hafði verið lagður frá útidyrum og fram á heimreiðina! Þegar við svo héldum af stað á ný, voru okkur bornir blómvendir. Blóm- vöndurinn til Noregs var af sér- stakri gerð: í honum voru ein- göngu blóm vaxin í íslenzkri mold, en upp af fræjum, sem for- stöðukona skólans hafði fyrir nokkrum árum fengíð hjá Sig- ríði Undset! Bæði af einstaklingum og op- inberum aðilum var allt gert til þess, að okkur íyndist sem við værum heima hjá okkur og fengj- um að sjá sem mest og kynnast sem flestu. í bílferðum þeim, sem við fór- um, voru ætíð með íslendingar, sem gátu sagt okkur fjölmargt merkilegt úr fortíð og nútíð. M. a. var Ragnar Ásgeirsson, garð- yrkjuráðunautur eins konar fast- ur leiðsögumaður okkar suður, austur og norður um sveitir. Hann er nú búsettur í Hvera- gerði, sveitaþorpi um 46 km. frá Reykjavík. Þar má segja að jörð- in sjóði i hverum. Þeir gjósa fram á milli húsanna og hita vermihúsin, þar sem blóm, græn- meti og ávextir eru framleiddir fyrir Reykjavíkurmarkað. Okkur fannst flestum, að þarna væri byggt á ótraustum grunni, en það er ugglaust eins með íbúa Hveragerðis og bændurna á Sik- iley, sem reisa hús sín og yrkja vínakra upp eftir Etnuhlíðum: moldin er frjósöm, jarðhitinn er orkugjafi og mennirnir bjartsýn- ir. Venjulega fer líka allt vel. Það var sérlega áhrifaríkt að sjá, hve Islendingar leggja sig alla frain um að notfæra sér auð- æfi og möguleika þessa furðu- lands, er þeir byggja. Það er kunnugt, að Reykjavík er nær öll hituð upp með Iaugar- vatni, sem er leitt um 15 krn. veg frá Reykj um í Mosfellssveit. Þangað fórum við meðal annars og var sagt frá þessuin mann- virkjum öllum. Meðalhiti vatns- ins þar er um 87 gráður, en úr heitustu borholunum kemur 99 gráðu heitt vatn. Og okkui" var sagt, að vatnið yrði að kæla áður en því væri dælt í hin 3300 hús í Reykjavík, sem þannig eru hituð upp á ágætan og ódýran hátt, ódýrari en bæði með kolum og olíu og sparar innflutning á 45 þús. tonnum kola yfir árið! Á Reykjum hefir líka verið reist vinnuheimili handa berkla- sjúklingum í endurbata, svo að þeir geti þar öðlazt vinnuþrek á ný og orðið til gagns fyrir sig og samfélag sitt. Yfirlæknirinn þar skýrði fyrir okkur hælisstofnun- ina og sýndi hana, og er hún hin athyglisverðasta. Þá eru mörg bændabýli víðs vegar á landinu hituð upp með laugarvatni, og sömuleiðis hér- aðsskólarnir, sem á sumrum eru reknir sem gistihús. Þar eru og víðast gróðurhús og einnig inni- eða útisundlaugar með heitu vatni allan ársins hring. Skortur á heppilegu byggingar- efni hefir verið íslendingum sí- varandi úrlausnarefni, og þó kannske alveg sérstaklega frá 1900, en mannfjölgun hefir ver- ið mjög ör á þessari öld. Það var áberandi, hve mörg hús voru klædd utan meðmáluðu bárujárni, sérstaklega í bæjunum, og hve fáa sveitabæi við sáum, þar sem leið okkar lá um, af gamla stílnum, þekktum af myndum, með metra- þykkum torfveggjum milli bursta- raða. En þeir standa skammt, var okkur sagt. Nú eru byggð stein- steypt íbúðar- og útihús með alls konar nýtízkuþægindum í eld- húsi og útihúsum. Og við úti- störfin vinnur bóndinn með ný- tízkuvélum amerískum. Því miður en engin félags- heild á íslandi, sem hefir það verkefni að varðveita gamlar minjar. Þess vegna er ekkert eftir af hinum forna bæ Snorra, Reyk- holti. Hinn nýi reisulegi héraðs- skóli þar stendur einmilt á bæj- arrústunum, svo að Snorralaug verður þar sem hornreka. Sem betur fer, er laugin sjálf stein- hlaðin, og hefir því varðveizt. Vatnið er annars svo heitt, að það verður að kæla áður en bað er tekið í því. Það varð Snorri einnig að gera á sinni tíð! Auðvitað heimsóttum við Þing- velli, og þeim degi gleymum við seint. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður rakti frá Lögbergi sögu staðarins og lýsti honum. Á eftir skoðuðum við sumar gjárnar og reikuðum um þingstaðinn, þar sem hinar frægu fornsagnahetjur reikuðu forðum, og skoðuðum búðarstæðin. Þingvellir eru nú fjölsóttur staður, og hefir þar verið'reist hótel, er ber hið hljóm- mikla nafn Valhöll. Þar bauð Reykjavíkurbær okkur lil ánægju- legrar kveðjumáltíðar, og voru þar fulllrúar frá bæ og ríki við- staddir. Nú áttum við semsé að halda norður til Akureyrar, sumar með bílum, ásamt nokkrum Islending- um, um Reykholt, Borgarfjörð, Húnaþing og Skagafjörð til Ak- ureyrar, aðrar með skipinu Brand V þangað. Þaðan átti að aka samflota að Gosafossi og Mý- vatni. Landslag norðanlands var okk- ur síður framandi en sunnan- lands. Gróðurfarið kom okkur líka kunnuglega fyrir sjónir. Grasið og blómin voru eins og heima, hér voru langir firðir og fjöll eins og heima, jafnvel birki- skógar! Við hugðum, að berg- legundir Suðurlandsins væru aðr- ar en Norðurlandsins, en Sigurð- ur Þórarinsson, prófessor, sem sl. ár kenndi jarðfræði við Stokk- hólmsháskóla, skýrði okkur frá því í mjög fróðlegu erindi við Mývatn, að þessi skoðun okkar væri ekki rétt. Aðalbergtegundin væri alls staðar basaltið, en að vísu misgömul berglög eftir sí- endurtekin stærri og minni gos víðís vegar um landið. En lofts- lagið norðanlands væri .hins veg- ar sums staðar gróðrinum hag- felldara og því væri hann þar á sumum stöðum blómlegri. „Menn segja,“ hélt hann áfram, „að þrennt sé óteljandi á Islandi: Eyjarnar á Breiðafirði, laugar og hverir á landinu og Vatnsdalshól- ar. Og ég vil bæta því fjórða við: gígirnir við Mývatn.“------- Við Mývatn fengum við tæki- færi til að koma inn í einn gamla bæinn. í eldhúsinu hékk silung- ur til reykingar í löngum röðum yfir hægum eldi, sem brann í hlóðum á miðju gólfi. Við lilið- ina var búr. Innar var baðstof- an, þar sem fólkið býr. Ekki skortir silung í Mývatni, og heldur ekki mývarginn — hið eina óþægilega á íslandi! En lirf- an lifir í vatninu og er áta sil- ungsins, og hann er fíngerður, rauður og mjög ljúffengur. Næsta dag bauð Akureyrarbær okkur til kveðjumáltíðar að ný- tízkuhóteli KEA. Þar hittum við frú Margréti Schiöth, sem kvöld- inu fyrir hafði hlotið heillaóskir og þakkir allra bæjarbúa. Hún hafði semsé með margra ára vinnu sinni skapað Lystigarð Ak- ureyrar og nú hafði brjóstlíkan af henni verið afhjúpað þar í þakkarskyni fyrir starfið. Það skyldi þó ekki vera, að Is- lendingar eigi auðveldara með en aðrir að virða og viðurkenna störf kvenna? Okkur virtist hið íslenzka þjóð- félag mjög demokratiskt hvað stéttir og kyn snerti. Einhvers staðar hefi ég minnzt áður á bíl- stjórann, sem auk þess var kór- söngvari og hafði farið með hlutverk aðalsmanns í óperunni Rigoletto í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Og ein þeirra, sem daglega sýslaði um blóm og tré Lystigarðsins á Akureyri, er einn af kunnustu ferskeytluhöfundum á íslandi! Hún lofaði okkur meira að segja að heyra nokkrar visur, en því miður höfðu aðeins íslend- ingarnir Jjeirra full not. Og svo kom skilnaðarstundin. Bryggjan var full af fólki. Nokkr- ir höfðu meira að segja komið flugleiðis frá Reykjavík til að kveðja okkur, meðal þeirra var varaforseti Alþingis, lögfræðing- urinn Rannveig Þorsteinsdóttir. Brand V þeytti eimlúður sinn í þriðja sinn, þakkir og kveðjur flugu milli skips og bryggju, og svo seig skipið hægt frá og tók stefnuna út fjörðinn. Hinn góði vinur okkar, frú Theresía Guðmundsson, fædd Anda frá Kristianssand, hlaut sem veðurstofustjóri bæði þökk og heiður fyrir sólskinið, sem við nutum, meðan við vorum á ís- landi. En nú náði vald og máttur frú

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.