Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.09.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 25.09.1951, Blaðsíða 1
XXI. arg. Þriðjudaginn 25. september 1951 34. tbl. Svifur að haustí í 27. tbl. Alþýðumannsins — 31. júlí sl. — skrifaði ég grein, sem ég nefndi: Eftir hverju er beðið? Tók ég þar til meðferðar nokkrar framkvæmdir í bænum, sem fyrir löngu er búið að á- kveða að gera að veruleika, en engin merki sáust þá um að ætti að hrófla við í sumar. Nú er sept- embermánuður þegar á enda, og ekki ber á neinum aðburðum bæj- aryfirvaldanna í þá átt, að koma skriði á þessi mál. 1 fyrrnefndri grein dvaldi ég að mestu við nýju hafnarmann- virkin á Tanganum, og benti á hvílík forsmán framkoma bæjar- stjórnarmeirihlutans væri gagn- vart þessu öðru mesta framfara- máli bæjarins, og hvílík hætta stafaði af þeim slóðahætti, sem ríkti gagnvart því. Tvennt hefir gerst í málinu síðan. „Spegillinn" hefir birt svipmynd af vinnu- brögðum bæj arstj órnarmeirihlut- ans, eins og þau liggja fyrir, og hafnarnefnd hefir léigt upp- mokstursskip til að fjarlægja sandeyrina, sem er að myndast við mynni skipakvíarinnar, áður en hún færi að standa upp úr sjón um við stórstraumsfjöru. Þetta er svo sem þakkarvert, það sem það nær, þótt dýrt muni verkið jeyn- ast, og komi að harla litlum not- um ef ekki fylgja framkvæmdir, sem varna því að þegar beri sand í rásina, sem gerð er, en á það benti ég í fyrri grein minni. Á þeim framkvæmdum bólar ekki enn. Þó sagði fulltrúi Alþýðu- flokksins í hafnarnefnd mér fyrir helgina, að lil luJs hefði komið að ganga frá bátabrautinni í haust — ef veður leyfðu. En þar sem engar framkvæmdir fylgja því umtali er ekki annað sjáanlegt en að bíða eigi eftir vetrí, frosti og stórhríðum, til að útilokað sé að nokkuð verði gert. Þá hefir held- ur ekkert verið gert við grjót- garðinn, og beðið eftir að vetrar- brimið geti óhindrað flutt sand og möl inn í kvína, til viðbótar við það sem saxast úr sandbökk- unum og flytzt út í dokkina með hverju ári, sem líður, því ekkert hefir heldur verið gert að því að hlaða þá upp eins og ákveðið var í fyrstu, og hefði átt að vera búið að gera. Þá hefir ekkert heldur verið gert við grjótkvörnina. Hún hefir gengið dag og dag í sumar, eða jafnvel dagparta í senn. Þó hefir hún bilað að minnsta kosti ívisv- ar á þessum tíma, svona rétt til að minna á hvílíkt hrófatildur hún er í hinni nýju mynd bæjar- verkfræðingsins. Hvernig halda menn þá að útkoman verði í vetur þegar farið verður að vinna á" tveim vöktum í sólarhring, eins og skammsýnir afglapar láta sér jafnvel detta í hug? Það er því nokkurn veginn séð fyrirfram hvers verkamenn eiga von á af þessari vetrar-tekjulind þeirra, sem fiflska — svo maður ekki segi fólska — ábyrgðarlauss manns hefir svift þá að þarflausu. í 32. tbl. Alþm. benti Árni Þorgrímsson á mörg verkeíni, sem fyrir lægj u, sum sem ég hafði áður bent á, önnur ný. Táknrænt er það fyrir vinnumálaforustuna í bænum, að varast hefir verið að hrófla við einu einasta af þessum verkum, og er þó nauðsynlegt, minnsta kosti að byrja á þeim áð- ur en snjóar dynja yfir. Bæjar- verkstjóri segir um 30 manns vera í bæjarvinnu — og hafa verið í sumar — en öll vinna þessa 30 manna hefir að mestu farið í að dytta að því, sem lakast er farið, af áður illa framkvæmdum verk- um hér og þar um bæinn. Um ný- byggingu hefir varla verið að ræða. Og nú er gamli haustsónninn í bæjaryfirvöldunum byrjaður: „Allir peningar búnir! Búið að vinna fyrir meiru en áætlað var! Ekki hægt að vinna meira!" Við, sem erum búnir að vera hérna í bænum svo að segja frá síðustu aldamótum, könnumst of- urvel við þenna söng. Fé, sem á- ætlað hefir verið til verklegra framkvæmda á Akureyri öll þessi ár, hefir ætíð verið á þrotum á haustnóttum, af þeirri einföldu ástæðu, að aldrei hefir verið á- œtlað nœgilegt fé til þessa. Um það hefir íhaldið í bæjarstjórn æfinlega séð. Og í krafti þessa hefir fólkinu verið neitað um vinnu og brauð. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verða hraktar, því þær standa föstum fótum í veruleikanum. Allt á þetta að vera spamaður frá hendi íhaldsins. Meiri höfuð- lýgi og blekkingar getur ekki. Allt þetta er og verður í reyndinni mesta eyðsla, sem um getur. Að gera engan hlut að fullnustu, og til frambúðar, er sú sóun á fjár- mununum, sem íhaldið eitt getur verið þekkt fyrir, enda má svo heita að meginhluti t. d. vega- fjárins fari árlega í „lagfæring- ar" og ofaníburð vega, sem illa hafa verið byggðir í fyrstu, og aldrei verða annað en ómynd, þó upp á þá sé lappað árlega. Þetta Framh. á 4. síðu. 09 Sjd somþyhhia é hítunar- rafmaan hshhí til sam- rœmís i holaverð Wteni iBi'ieiii í Jökulclal í Tuiigna- fellsjökli reyiidist ur l^/jafirði * En leggja til að fengið sé ráðuneytisleyfi til að veita síðan 20% afslátt ó hitunartöxtunum. Svo sem nú er á vitorði allra bæjarbúa, samþykktu allir bæjar- fulltrúar Framsóknar og Sjálf- stæðis á síðasta bæjarstjórnar- fundi þá tillögu meirihluta raf- veitunefndar (Indriði Helgason, Kristinn Guðmundsson, Sverrir Ragnars), að rafmagn til upphit- unar skuli hækka til jafns við kol, en það er um 50—52% hækkun. Hins vegar lögðu sömu aðilar til, að leitað yrði leyfis ráðuneyt- is til að veita 20% afslátt „fyrst um sinn", eins og þeir orðuðu það, á hitunartöxtum. Fyrir þessari hækkun töluðu Sverrir Ragnars og Jakob Frí- mannsson auk bæjarstjóra, sem hefir brennandi áhuga á öllum verðhækkunum rafurmagns. Gegn hækkuninni töluðu Stein- dór Steindórsson, Bragi Sigur- jónsson og Tryggvi Helgason. Elísabet Eiríksdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Helgi Pálsson var fjarverandi, en í hans stað mætti Karl Frið- riksson, eins og oftast, en ekki Eiríkur Einarsson, sem þó er 1. varabæj arf ulltrúi Sj álf stæðisins. Samkvæmt þessari hækkunar- ákvörðun Framsóknar og Sjálf- stæðis verður verð á svokölluðu næturhila 14 aurar kw.stundin og til hitunar með fasttengdum ofn- um 28 aurar frá 1. september síð- aslJiðnum. Fáist hins vegar afsláttarheim- ildin, sem enn mun óvíst, verður hitunarrafurmagnið selt á 9 og 22 aura. Það skal tekið fram, að í um- ræðunum var upplýst, að þessi hækkun var þarflaus vegna rekst- urs Rafveitunnar. Mun mörgum ganga illa að skilja þær eðlis- hneigðir, sem felast að baki þess- arar haustgj afar afturhaldsflokk- anna til bæjarbúa. _*___ Vetrarslarjsemin í íþróttahúsinu fer nú að hefjast. Húsnefndin áminnir íþróttafélögin og aðra, sem óska eftir tímum í húsinu í vetur, að leggja fram umsókn ?ína fyrir 30. þ. m. Upplýsing- ar gefur húsvörður í síma 1617. Svo sem sagt hefir verið frá í útvarpi og sunnanblöðum, sást úr flugvél fyrir nokkru, að hestur, rauður að lit, hélt sig í Jökuldal í Tungnafellsjökli. Var gizkað á, að hann væri frá Páfastöðum í Skagafirði, eign Eddu Skagfield, og hafði hún ánafnað þeim hest- inn, er næði honum, ef hann reyndist hennar eign. Það þótti auðsýnt, að hestur þessi færi varla sjálfviljugur úr dalnum, en mundi bera þar bein- in, ef honum yrði ekki náð. Fyrir tilslilli Dýraverndunarfélags Ak- ureyrar réðist svo Stefán Stein- þórsson, Brekkugötu 12, til þess í síðustu viku að sækja hestinn, og fóru þeir Páll Jónsson, bif- reiðastjóri og Albert Sigurðsson, rafvirki, með honum. Fóru þeir félagar frá Hólsgerði í Eyjafirði árla á fimmtudagsmorgun og komust í Laugafellskofa um kvöldið. Var færð ill á Vatna- hjallavegi fram með Urðarvötn- um sökum nýfennis-, sem var sums staðar milli hnés og kviðar á hest- um. Frá Laugarfellskofa fóru þeir Stefán kl. 6 á föstudagsmorgun og komu í Jökuldal kl. 12 á há- degi. Voru nýsnævisdrefjar í daln- um, sem reyndist gróðurlaus nema af mosateygingum, er Stefán kveður öllu meiri nú, en fyrir allmörgum árum, er hann kom þar siðast. Vel gekk að höndla einbúann í Jökuldal, því að hann kom til þeirra félaga og seildist meira að segja eftir fyrstu brauðsneiðinni, sem Páll Jónsson var að smyrja sér í hádegisverð. Þótti þeim Stefáni furða, hve vel hesturinn var þó útlítandi úr hagleysinu, sem var slíkt, að þeir töldu þar ekki dveljandi með hesta, heldur snéru þegar heimleiðis eftir að- eins tveggja stunda viðdvöl við að matast og járna Rauð. Tregur reyndist hann fyrst að leggja norður á sandana, virtist hafa illa reynslu af þeim. Klukkan sjö á föstudagskvöld komu þeir félagar aftur norður í Laugafellskofa, og á laugardag komu þeir norður í Eyjafjörð. A sunnudaginn komu þeir svo hing- að í bæinn með Rauð. Reyndist hann vera frá Hóli í Kaupangs- sveit, um 13-—14 vetra gamall, keyptur úr Norðurárdal í Skaga- firði um 2 vetra. Getur því varla verið hér um strok að ræða. Rauður hefir verið týndur síðan í vor. Varð síðast vart á Glerárdal við vorsmölun þar. Þeir Stefán voru mjög heppnir með veður í ferð sinni. Var snjór horfinn af Vatnahjallavegi, er þeir komu til baka úr Jökuldal. Þóroddi Itayni, lœhní ifeití Breíðamýrarlffihnú- hérað. Þóroddi Jónassyni, frá Graena- vatni í Mývantssveit, hefir verið veitt Breiðamýrarlæknishérað í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1. okt. n. k. Þóroddur hefir um þriggja ára skeið verið prakiserandi lækn- ir hér í bænum og getið sér hið bezta orð. Er það vel, þegar svo traustir menn sem Þóroddur velj- ast læknar í stór og ábyrgðarmikil læknishéruð og Breiðamýrarlækn- ishérað er. NÝJ A- B í Ó sýnir þessa dagana tékkneska kvikmynd, Flóttamennina frá Lidice, en svo hét tékkneska þorp- ið, þar sem þeir hryllilegu atburð- ir gerðust í síðustu heimsstyrjöld, að Þjóðverjar drápu alla karl- menn, sendu kvenfólk og börn í fangabúðir, brenndu þorpið til ösku og jöfnuðu yfir rústirnar, allt í hefndarskyni vegna morðs- ins á hinum hataða Gestapofor- ingja Heydrich, hernámsstjóra Þjóðverja i Tékkoslóvakíu. Bifreiðarslyis varð nálægt gatnamótum Norður- götu og Fjólugötu aðfaranótt s.l. laugardags og munaði litlu, að stórslys yrði. Atvik slyssins'voru þau, að Hjalti Eymann, bifreiða- stjóri, ók norður Norðurgötu í sendiferðabifreiðinni A 641. — Þegar hann kom skammt norður fyrir gatnamót Fjólugötu, rakst bifreiðin á vatnsrör, er stóðu aft- ur af vörubifreiðinni A 344, sem stóð þar á hægra kanti götunnar, og gengu rörin gegnum framrúð- una á bifreiðinni A 641 framhjá höfði bifreiðastjórans og aftur úr stýrishúsinu. Bifreiðarstjórinn, Hjalti Eymann, skrámaðist nokk- uð á höfði, en eigi munu meiðsli hans hættuleg. Á bifreiðinni A 344 voru vatnsrör beggja meg- in, sem stóðu aftur af pallinum og einnig fram fyrir bifreiðina. Verður að teljast mjög varhuga vert að skilja bifreiðir þannig hlaðnar eftir á götum úti, sérstak- lega að nóttu til.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.