Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.09.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 25.09.1951, Blaðsíða 4
4 al^ÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 25. september 1951 Svífur að hausti Framh. aí 1. síðu. sér og veit hver maður með meðal verksviti. Það er því ekki til að dreifa nokkru fjármálaviti hjá þeim, sem svona haga sér. Ihald- ið þykist vera viturt, en er heimskt. Það þykist vera spar- samt, en er átumein í hverju búi eins og subban, sem lætur allt á heimilinu drafna niður í óhirðu og reiðuleysi. Ég býst nú við að ýmsir haldi að með þessu séu þessi mál tæmd í bili. En það er hreinasti mis- skilningur. Til viðbótar við allt þetta er íhaldið í bæjarstjórn svo skammsýnt, að það heldur að bæjarbúar láti bjóða sér öllu lengur hálfrar milljónar hækkun á útsvörum á hverju ári, og heima tilbúna vaxandi dýrtíð, eins og hækkunina á rafmagninu, án þess að nokkuð komi á móti. Það þarf þó ekki yfir meðal skarpskyggni til að sjá, að það er ekki nema stundarfyrirbrigði að almenning- ur þegir enn. 111 og ófyrirleitin ríkisstjórn, ásamt leiðitömum og undirlægjusjúkum meirihluta al- þingis, eys sivaxandi dýrtíð yfir þjóðina. Iðnaðinn er hún að kyrkja, svo að starfsfólkinu í hon- um er sagt upp í stórum stíl, og atvinnuleysisvofan stendur glott- andi við húsdyr fjölda heimila nú á haustnóttum. Ráðandi meiri- hluta í bæjarstjórn Akureyrar bíð ur allt annað starf í haust og á komandi vetri en að totta vindla og spila „bridge“, og henni er ó- hætt að fara og ákveða ákveðin verk. sem geta tekið á móti 70— 80 manns, jafnóðum og þeir leita á náðir bæjarins um atvinnu. Henni — bæjarstjórninni og starfsmönnuin hennar í atvinnu- málum -— er óhætt að leggja nið- ur þau vinnubrögð, sem hún hefir iðkað undanfarin ár, að draga allt á langinn og eyða tímanum í fjas og fum, sem svo á endanum end- ar í framkvæmdaleysi og undan- brögðum. Þannig löguð vinnu- brögð verða ekki þoluð af atvinnu lausum verkamönnum með ör- bjarga heimili. Krafa þeirra cr og verður vinna handa öllum. Og starfi hinna vinnufúsu handa þurfandi verkamanna á að snúa fyrst og fremst að þeim verk efnum, sem undirbyggja atvinnu- möguleika í framtíðinni. Þörf verk, sem fæða af sér nýjar og auknar framkvæmdir, eiga að sitja í fyrirrúmi, svo sem dráttar- brautin, togarabryggjan, grjót- námið o. fl. Þar næst eiga að koma verk eins og lagning nýrra vega, skólpleiðslan ofan Gránu- félagsgötuna til sjávar, uppfyll- ingin sunnan Strandgötunnar og enn fleira. Mas um peningaleysi er aðeins fyrirsláttur. Eins vel stætt og bæj- arfélag Akureyrar er, á ekki að þurfa að kvíða því að það geti ekki fengið skyndilán til nauðsyn- legra framkvæmda, samtímis því sem bæjarfélög, sem ramba á barmi gjaldþrots og uppgjafar, leika sér að því að fá fleiri mill- jóna króna lán upp á framtíðar- AF LEIKVANGINUM Knattspyrnumót Akureyrar Laugardaginn 12. sept. fór fram meistaraflokkskeppni Þórs og KA, er endaði með sigri Þórs 3:1. Dómari var Árni Ingimund- arson. Þar með er þessu knattspyrnu- móti lokið. Keppt var í þremur flokkum: meistaraflokki, II. fl. og III. fl. Bar Þór sigur úr být- um í öllum kappleikjunum. óskast svarað af ráðamönnum íþróttafélaganna eða stjórnend- um í. B. A. íþróttaunnandi. Nú þegar hausta tekur byrja svo kappleikir fyrirtækja og jafn- vel stétta á miÍli, eins og venja hefir verið undanfarin ár. Þann- ig hafa tveir slíkir leikir verið háðir nýlega. Sá fyrri var á milli bifreiðaverkstæðanna Þórshamars og BSA, og endaði með 5:0 Þórs- hamri í vil. Seinni kappleikurinn var milli starfsmanna hjá rafveit- unni og bænum. Sigruðu starfs- menn bæjarins með 2:0. Fleiri slíkir leikir eru sjálfsagt á leiðinni. Hafa áhorfendur mjög gaman að þessum leikjum, enda beinlínis háðir til að vekja kát- Fyrirspurn Blaðinu hafa borizt eftirfar- andi fyrirspurnir frá íþróttaunn- anda og er ráðamönnum íþrótta- málanna og öðrum þeim, er vilja ræða þær, að sjálfsögðu heimilt rúm í blaðinu. 1 þættinum „Af leikvanginum“ birtust fyrir nokkru úrslit í Meist- aramóti Akureyrar í frjálsum iþróttum og komu mér þau nokk- uð einkennilega fyrir sjónir. — Leyfi ég mér því að koma með þessar fyrirspurnir: 1. Geta aðkomumenn orðið Ak- ureyrarmeistarar i frjálsum íþróttum? 2. Er heimilt að menn sem bú- settir eru úti á landi taki þátt í Akureyrarmeistaramóti, þótt þeir séu félagar í Akureyrarfélögun- um? 3. Hvað voru margir menn á síðasta Akureyrarmeistaramóti í frjálsum íþróttum- búsettir utan Akureyrar, sem fóru með titilinn Akureyrarmeistari? Framangreindum fyrirspurnum Frá Tónlistarfélagi Akureyrar ÁRNI KRISTJÁNSSON píanóleikari heldur hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins í Nýja Bíó kl. 7 á morgun. Hljómleik- arnir eru þriðju í röðinni á þessu ári, sem félagið hefir fyrir styrkt- arfélaga sína og gesti. Að þessu sinni mun Árni leika eingöngu verk eftir Beethoven. Styrktar- félagar geta vitjað miða sinna til Haralds Sigurgeirssonar, hafi þeir ekki fengið þá heimsenda í tæka tíð, en greiða þarf árgjaldið um leið, hafi það ekki verið greitt áður. vonina eina, og hana veika, og með ekki lakari skattþegna innan- borðs en Akureyringar eru og hafa verið, sem ekki hafa hikað við að taka á sig hundruð þús- unda byrðar þegar á hefir þurft að halda, eins og t. d. þegar um togarakaupin var að tefla. Góður vilji og ákveðin stefna í hverju máli yfirstígur flestar torfærur, eins og íhaldssemi, sof- andaháttur, viljaleysi — að mað- ur ekki nefni illgirni — dregur allt ofan í svaðið. Halldór Friðjónsson. Bæjarstjórn Akureyrar mælir ekki með frum- varpi Karls Kristjónsson- ar um öryrkjahæli- Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi lá erindi frá Félagsmála- ráðuneytinu, dags. 4. sept. s. 1. ásamt frumvarpi til laga um ör- yrkjahæli, flutt á síðasta alþingi, að tilhlutan stjórnar Sambands íslenzkra sveitafélaga, af Karli Kristjánssyni, þingmanni Suður- þingeyinga. Oskar ráðuneytið umsagnar bæjarstjórnar Akur- eyrar um málið. Samkvæmt framvarpinu er gert ráð fyrir, að sveitafélögin komi hælinu upp, með nokkurri aðstoð frá ríkinu, og reki það, og sé þar ætlað rúm geðsjúkum, fávitum, ellisjúkum og ofdrykkjumönnum o.s.frv., sem eru á framfærslu sveitarfélaganna. Bæjarstjórn afgreiddi málið með svofelldri ályktun: „Bæjarstjórn Akureyrar getur ekki mælt með, að frumvarpið verði samþykkt, þar sem hún lít- ur svo á, að ríkinu og Trygginga- stofnun ríkisins beri að reisa og reka hæli fyrir það fólk, sem hér um ræðir. Bæjarstjórn lítur svo á, að rík- inu beri skylda til að auka við sjúkrahúsið á Kleppi, svo að það geti fullfiægt eftirspurn, enda eigi ekki að hafa geðveikisjúklinga og ofdrykkjumenn á fávitahæli. Einnig má benda á, að Akur- eyrarbær hefir þegar komið sér upp og rekur með miklum kostn- aði geðveikradeild fyrir sjúkl- inga, sem bíða eftir vist á Kleppi, er því ekki eðlilegt, að bærinn fari að leggja fram fé til annarr- ar geðveikradeildar.“ Það skal tekið fram, að sam- kvæmt frumvarpinu hefði stofn- tillag Akureyrar til hælisins orð- ið um 350 þús. kr. Ályktunin var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Naniiia§tofa K. V. A. hefir nú fengið FATA- og KÁPUEFNI, bœði gaberdine og önnur ullarefni. Saumar einnig úr tillögðum efnum. SAUMASTOFA K. V. A. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför Hrefnu Hallgrímsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Jón Sigurgeirsson og börn. §aninakona Vön jakka og kápusaum óskast nú þegar. SAUMASTOFA K. V. A. Gagnfræðaskóli Akureyrar Skólinn verður settur mánudaginn 1. okt. kl. 2 e.h. Akureyri, 24. sept. 1951. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. Hlutaveltunefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna er beðin að mæta á fundi annað kvöld (miðviku- dag ) kl. 8.30 s.d. Stjórnin. Herbergi er til leigu í nýju húsi. — Nokkur húsgögn geta fvlgt og aðgangur er að síma. — Uppl. í síma 1543 og 1509. OIÍUVÉLAR OLÍULAMPAR, 10”’ og Duplex hengilampar LJÓSAPERUR 15, 25, 40, 60 og 100 w. Kaupfélag Verkamanna — Nýlenduvörudeild — FRAMKVÆMDARSTJ. brúðu- heimilis Framsóknar hér í bæ er nýkominn heim frá útlöndum. Til þess að fylgjast vel með tækni leikbrúðustjórnar þarf minnst ár- legar utanfarir. Nýjar æfingar á Skattstofunni munu hefjast innan skamms. Sömuleiðis á ritstjórn Dags upp úr næstu mánaðarmót- Nýja Bíó í kvöld kl. 9: FLÓTTAMENNIRNIR FRÁ LIDICE Tékknesk mynd. Leikstjóri: Franticek Cap Músík: J. Kalas Myndatökustjóri: J. Stallich Framleidd af tékkneska ríkinu í kvöld kl. 9: FRUMSKÓGA- STÚLKAN II. hluti Aðalhlutverk: Frances Gifford Tom Neal Ifluhur nýkominn. Kaupfélag Verkamanna — Nýlenduvörudeild —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.