Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.10.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 2. október 1951 35. tbl. HIN „FRJÁLSA VERZLUN" AFHJÚPUÐ: Heíldsalor og sumir smdsalar uppvísir dil œgíleau ohrí Viðskiptamálaráðherrann gripinn slíku flemtri, að hann þverbrýtur hlutleysi útvarpsins til að reyna að klóra yfir þá svívirðingu, að almenningur hefir vórið féflettur á grófasta hátt, meðan dýrtíð hefir skrúfazt upp úr öllu valdi ýmist vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar eða aðgerðaleysis. GEYSILEG GREMJA HEFIR GRIPIÐ UM SIG MEÐAL ALMENNINGS UppljósfVan Alþýðublaðsins. SíSastliðinn fimmtudag birti Alþýðublaðið þá frétt eftir for- manni verSgæzlunefndar, Jóni Sigurössyni, framkvæmdarstjóra Alþýðusambandsins. að skýrslu- söfnun verðgæzlustjóra hefði leitt þann ömurlega og geigvæna sann- leik í ljós, að heildsöiuálagningin hefði tvbfaldast eða þrefaldast ó mörgum vörum, síðan veroiags- eftirlit hefði verið af- numið Og dæmi væru til um, að hún hefði tí- faldast og jafnvel þrett ónfaldast! Allra svívirðilegust væri hækk- •un heildsöluálagningar á þeim vörum, sem keyptar væru fyrir svonefndan bátagjaldeyri. Sama dag gaf Tíminn einnig svipaðar upplýsingar um álagn- ingarokrið eftir fyrrgreindri skýrslu. Nokkuð bar þó á því, að í laumi væri reynt að berja í orestina. Dæmin, sem Alþýðublaðið nefndi, voru þessi: Innflutningur fyrir bátagjaldeyri. Verögæzlustjóri hefir látið at- fluga álagningu á ca. 45 vöru- sendingum, sem fluttar hafa ver- 'ð inn fyrir bátagjaldeyri. Þessar vörusendingar voru að heildarverðmœti í innkaupi lœpar 2 millj. kr. Utsöluverð- ið hefði orðið með síðustu verðlagsákvœðum rúmar 5.7 millj. kr., en varð rúmar 7 millj. kr. Af þessum vörusend- ingum hafa því heildsalar og smásalar grœtt 1.3 millj. kr. umfram þá álagningu, sem leyfileg var, þegar verðlags- ákvœðin voru í gildi, en það var 6.5—8% í heildsölu og 23 —32% í smásölu. Eftirtektarvert er það, að verzl- unarálagningin á þessum vöru- sendingum hefði samkvæmt ákvæðum átt að vera samtals kr. 1.145.000, en varð kr. 2.420.000. Álagningin hefir með öðrum orð- um mikið meira en tvöfaldast. Ef álagningarhækkunin ein er höfð í huga, er hægt að sjá af skýrslum verðgæzlustjóra. að til eru dæmi um, að álagningin hafi hækkað í heildsölu um meir en 1300%. Víða hefir álagningin hækkað um yfir 200% í heild- sölu. Þessi dæmi skulu nefnd: Fluttir eru inn 200 kassar af niðursoðnum ávöxtum. I staðinn fyrir 8% leggur heild- salinn á 117.4% 300 kassar af döðlum eru fluttir inn. I slaðinn fyrir 8%o leggur heildsalinn á 89.8%. 20 kassar af ávaxlasafa eru fluttir inn. í staðinn fyrir 8% leggur heildsalinn á 86%. Silkiblúndur eru fluttar inn fyrir rúmar 4000 krónur. í staðinn fyrir 9.5% leggur heildsalinn á 153.2%?. Þessi sending hefði orðið í útsölu rúmar 17.000 krónur, ef verð- lagsákvœðunum hefði verið fylgt, en varð rúmlega 43.000 krónur og hefir því hœkkað um 26.000 krónur vegna af- náms verðlagseflirlitsins. Vefnaðarvörur. Af skýrslu verðgæzlustjóra er augljóst, að álagningin hefir hækkað gífurlega á ýmis konar vefnaðarvörum eftir að verðlags- ákvæðin voru afnumin. Á einum stað nemur hækkun álagningar- innar yfir 1000% og víðast yfir 100% í heildsölu. Hækkun álagn- ar í smásölu er minni, en þó eru til dæmi, þar sem hún hefir meira en þrefaldast. Álagning á vefnaðarvörum var yfirleitt 6.5% í heildsölu, en 23% í smásölu. í heildsölu hefir álagn- ingin nú sums staðar orðið yfir 60% og víðast yfir 15%.. Sem dæmi mætti nefna eftirfarandi: Innflytjandi flytur inn gluggaljaldaefni og í staðinn fyrir 6.5% leggur hann á 60%. Þessi eina sending hœkk- ar vegna álagningarinnar um meira en 30 þús. krónur. lnnflytjandi flytur inn sokka. í staðinn fyrir 6.5% leggur hann á 39.1%. Smá- sali leggur á 40.7% í staðinn fyrir 23%. Þessi sending hœkkar um 8700 krónur vegna afnáms verðlagseftirlitsins. Innflytjandi flytur inn tvinna og í staðinn fyrir 6.5% leggur hann á 23.4%, en smá- salinn leggur á 96.1% í stað- inn fyrir 23%. Lítil sending hœkkar þannig um meira en 5000 krónur. Leir- og glervörur og búsáhóld. Skýrsla verðgæzlustjóra sýnir, að álagningin á þessar nauð- synjavörur hefir hækkað veru- lega við afnám verðlagsákvæð- anna, sem dæmi iná nefna, að smásalar hafa flutt inn þrjár vörutegundir og lagt á þær, sem hér segir: Á leirvörur var álagning samkvœmt verðlagsákvœðum 42%, en er nú hjá smásölum 61.8%. A kökubökkum var álagningin samkvœmt ákvœð- um 34%, en jrjálsa álagning- in nú 55.6%. Á borðbúnaði var álagningin 34%, en er nú 50.3%c. v ¦ / heildsölu var álagningin á ¦ leirvbrur og glervörur 17%, Berklavarnadagurínn Nýstái*leg: inerkjasalsi Á sunnudaginn kemur er hinn árlegi fjársöfnunardagur Samb. ísl. berklasjúklinga, berkUtvarna- dagurinn. Þeir eru að vísu orðnir býsna margir þessir dagar, sem einhver samtök í landinu hafa válið sér til fjáröflunar og ýmsir því farn- ir að þreytast á þeim, þótt í góð- um tilgangi sé gert. Nokkru öðru máli gegnir um berklavarnadag- inn. Naumast hefir nokkurt mál- efni nú í seinni tíð notið jafnal- mennrar hylli og áhuga lands- manna. Og árangurinn hefir orð- ið eftir því. Heimilið að Reykja- lundi hefir risið upp með þeim myndarbrag, að vakið hefir at- hygli og aðdáun hvers, er séð hefir bæði innlendra manna og erlendra. Enda er það svo, að þar fer saman ágæt húsakynni og fyr- irmyndar rekstur. Og það, sem mest er um vert, þar hefir tekizt að bjarga ómetanlegum verðmæt- um. Á ég þar ekki aðeins við það vmnuafl, sem hagnýtist þar en annars færi að miklu leyti for- görðum, heldur miklu fremur hitt, að þar er markvisst unnið að því að gefa þeim, sem sjúkir eru, heilsuna á ný. Margur hefir þang- að komið vonlaus um lífið og framtíð sína, en dvölin þar hefir gefið þeim nýjan þrótt og nýja trú á lífið og verðmæti þess. Af þessum sökum hefir heimilið að Reykjalundi verið óskabarn landsmanna, og því er það, að heimsókn að Reykjalundi er svo sérstaklega ánægjuleg. Eg þori að fullyrða, að það sé beinlínis mannbætandi, að koma þangað og kynna sér þau störf, sem þar eru unnin og ræða við vistmenn- ina um dvöl þeirra þar og við- horf til lífsins. en tvö dœmi um heildsölu álagningu sýna í öðru tilfell inu 50.9%, en í hinu 57%, Smásöluálagningin á þessar sömu vörur var 32% samkv. verðlagsákvœðum, en varð í öðru tilfellinu 71.6%c, en í hinu 98%. Verðgæzlustjóri upplýsir, að samanlagt verð þriggja vöru- sendinga af þessum vörutegund- um hefði samkvæmt verðlags- ákvæðum orðið 35.500 krónur í útsölu, en hafi orðið rúmlega 48.000 krónur. Hafi því meðal- verðhækkunin á vörum þessara þriggja sendinga orðið 35.6%. Framh. á 4. síðu. Sem betur fer er berklaveikin nú á hröðu undanhaldi í landinu, og enginn vafi er á, að Reykja- lundur, þótt hann hafi ekki slarf- að lengi, á þar drjúgan þátt. Og víst er um það, að hann mun í framtíðinni verða eitt sterkasta vígið til varnar hinum illa vá- gesti. En þótt þegar hafi verið mikið unnið þar, er þar margt enn ógert. Það starf, sem nú liggur næst fyrir, er að koma upp vinnu- skólum. Fram að þessu hefir vinna farið fram í gömlum her- mannaskálum. En þeir eru nú orðnif svo úr sér gengnir, að við þá verður ekki unað lengur. Því er það, að'enn er haldiS áfram fjársöfnun. Á berklavarnadeginum á sunnu- dáginn kemur verða sem að und- anförnu selt blaðið Reykjalund- ur, sem S.Í.B.S. gefur út á ári hverju, og auk þess merki dags- ins. Merkin eru nú með sérstök- um hætti. Þau eru þannig gerð, að þau eru tvöföld, og öll eins að ytri sýn. En 200 þeirra eru sér- merkt að innanverðu með áletr- un 1—200. Þeim merkjum fylgja vinningar, sem lýst er í sérstakri vinningaskrá, sem fylgir blaðinu og auk þess má lesa í götuauglýs- ingum. Hvert merki er þannig happdrættismiði. Og hver, sem merki kaupir, verSur því að gæta innan í það til þess að sjá, hvort vinningur hafi fallið honum í skaut. Meðal vinninganna eru t. d. ferð með Gullfossi til Kaup- mannahafnar fram og aftur, ferS með Heklu til Glasgow, svo að eitthvað sé nefnt. A berklavarnadögum undan- farmna^ ára hafa Akureyringar rett S.I.B.S. drengilega hjálpar- hönd. Er þess að vænta að þeir bregðist nú sem fyrr vel við þeg- ar sölubörnin koma með merkin og blaðið Reykjalund á sunnu- daginn kemur. Með því að kaupa merkin og blaðið leggja þeir sinn skerf til að STYÐJA SJÚKA TIL SJÁLFSBJARGAR, sem er einkunnarorð og verkefni S. í. B. S. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. _*___, Ágæt sala Svalbaks Miðvikudaginn í fyrri viku seldi togarinn Svalbakur afla sinn í Bretlandi fyrir 12.368 sterlings- pund. Aflamagnið var 4000 kits.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.