Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 02.10.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 2. október 1951 Ny KOMIÐ.* lím, bréfabindi, reiknivélarúllur, kaffiserviettur í miklu úrvali, og margt fleira. Bókaverzlun Axels Krisfjónssonar h.f. i BÓKUAND! lail.iV^! Tökum bækur í band. Einnig gyllum við á bundnar bækur, hvort heldur sem er vélgylling eða handgylling. — Bækur til TÆKIFÆRISGJAFA bindum við með mjög stuttum fyrir- vara. — Fljót afgreiðsla, úrvals efni, vönduð vinna. Þórarinn Loffsson. Jóhannes Júlíusson. Þorvaldur Jónsson. Gránujélagsgötu 4 (hús Prentsm. tíjörns Jónssonar h.j.), 2. hæð\ Akureyri. AÐVORUIV Þeir. sem eiga vangoldin iðgjöld, einn eða fleiri mán- uði, til Sjúkrasamlags Akureyrar, eru áminntir um að gera skil nú þegar. Læknum og lyfjabúðum er óheimilt að afgreiða á kostn- að samlagsins aðra en þá, er geta sýnt fullkvittaðar ið- gjaldabækur. Munið að viðhalda réttindum yðar. Sjúkrasamlag Akureyrar. Hin »frjdlso verzlon« ojhjópuð Framh. af 1. síðu. Skófatnaður. Verðgæzlustjóri upplýsir, að meðalhækkun í útsölu hafi orðið 10.5% á 6 vörusendingum, sem hann lét athuga. Hann segir enn- fremur, að heildsöluálagningin sé 10.1—23.6% í stað 7% áður. Nefnt skal dæmi, að ein vörusending af gúmrnískó- falna-ði hefði samkv. ákvœðum orðið 118.000 kr. í lítsölu, en reyndist vera 152.000 kr. Þar hefir vöruverðið hœkkað um 28.7%. Matvörur. Það er augljóst af skýrslu verðgæzlustjóra, að hækkun álagningar á malvörum hefir orð- ið langminnst. Þó hefir álagning- in alls staðar hækkað eitthvað. Á hveiti var smásöluálagningin 16.1%, en er nú 25%>, á hafra- mjöli 16.6%, en er nú 25%, á hrísgrjónum var álagningin 17%, en er nú 25%. Álagning á aðrar matvörur virðast hafa hækkað sambærilega. Það er eftirtektarvert, að verðgœzlustjóri telur, að sam- komulag haji verið gert milli Félags matvörukaupmanna og KRON um álagningu.“ Viðskiptamólaróðherra verður ókvæða við. Þannig hljóða upplýsingar Al- þýðublaðsins, og vöktu þær að vonum gífurlega athygli. En brátt kom í ljós, að þetta var meira en almenningur mátti vita. A föstudagskvöld brauzt við- skiptamálaráðherra, Björn Olafs- son, í Útvarpið, fótumtróð þar viðteknar hlutleysisreglur og hellti sér yfir Jón Sigurðsson og Alþýðublaðið íyrir upplýsin'garn- ar. Taldi hann þær TRÚNAÐ- ARBROT! Við hvern telur jjessi ráðherra annars að hann hafi trúnað að rækja, ef ekki þjóðina, sem landið byggir? Eru aðeins heildsöluokrarar hans trúnaðar- vinir? Annars var það einkennilegt, fyrst ráðherrann deildi á trúnað- arbrot, að hann skyldi þá ekki nefna Tímann lika í því sam- bandi, ])ví að hafi Alþýðublaðið gerzt sekt um trúnaðarbrot, þá gerðist Tíminn það líka hinn sama dag! Almenn gremja. Upplýsingar Alþýðublaðsins hafa að vonum vakið almenna gremju hvar vetna þar, sem þær hafa borizt Iesendum. Og við út- varpsræðu Björns Ólafssonar mun gremjan fremur hafa vaxið en minnkað, því að þar var auð- heyrt, að sekur maður talaði, maður, sem hafði leitt þungbæra bölvun yfir almenning, bölvun, sem hann vissi af með sjálfum sér, en hafði ekki mannslund til að viðurkenna og upphefja, Biekur Uppruni og eðli alheimsins eftir Fred Hoyte. — Hjörtur Halldórs- Son þýddi. — Reykjavík 1951. Bók þessi er nýstárleg á íslenzk- um bókamarkaði, og hressandi tilbreyting innan um allan Jrann auslur þýddra skáldrita, sem stöð- ugt fylla markaðinn. Höfundur bókarinnar, sem er ungur enskur prófessor, hefir tekið sér fyrir hendur að gefa lesandanum yfir- sýn um heimsmynd nútímans. Efni, sem er hvort tveggja í senn stórfenglegra og meira hrífandi en nokkur skáldskapur. Hins veg- ar er það ekkerl áhlaupaverk að gera slíku efni þau skil, að venju- legur lesandi hafi þess not. En Jietta hefir höfundi tekizt vel með afbrigðum. Bókin er hvarvetna ljóst rituð og frásögnin létt og lipur, svo að ánægja er að. Les- andinn skyggnist þar um ómælis- víddir alheimsins, og hann fylg- ist með þróun og ferli einstakra stjarna og heilla sólkerfa allt frá upphafi þeirra lil endiloka. Bók þessi er ein þeirra bóka, sem kalla má að teygi úr andleg- um vexti lesandans. Hún vekur hann til hugsunar um stærð og dásamleik alheimsins, og fær hug hans til að leita út yfir hið þrönga svið hversdagslífsins. Og jafn- framt færir hún honum heim sanninn um það, að stjarnfræði- vísindin, sem margir halda að séu langt fvrir ofan skilning sinn, eru í megindráttum auðskilin hverj- um manni, þegar um þau er fjall- að á likan hátt og hér er gert. En slíkt vekur þorstann í meira, og þannig verður bókin í senn vekj- andi og fræðandi. Annars gegnir það furðu, hversu lítið er um að þýða á ís- lenzku bækur, sem hafa almennt fræðslu- og menningargildi, og ekki er hrósvert um íslenzka bókaútgefendur, að þýðandinn varð sjálfur að kosta útgáfu bók- arinnar. A hann skilið þakkir fyrir starf sitt og áhuga í þessu efni. Þýðingin virðist vel af hendi leyst, enda er þýðandinn Hver hreppir feri til Hufnur með Gullfossi eðn Hehlu til Gldsgow! Á sunnudaginn kemur er hinn árlegi merkjasöludagur S. í. B. S. og eru merkin um leið happdrætt- ismiðar. Meðal vinninga er ferð til Hafnar með Gullfossi fram og aftur, ferð með Heklu til Glasgow og fleira. Á sunnudaginn verður einnig selt blaðið Reykjalundur. Eru í þvi greinar, sögur og kvæði, auk fjölda mynda. Er blaðið Hið vandaðasta að öllum frágangi. —> 4 <— bæði vanur þýðingum og vand- virkur. Er það þó fullkomin þrek- raun að snara bók sem þessari á íslenzka tungu. Er þess að vænta að íslenzkir lesendur sýni að þeir kunni að meta það sem vel er til þeirra gert í bókaútgáfu, og bók þessi verði keypt og lesin, líkt og Njála Björns Gunnlaugssonar á sínum tíma. Rit Kristínar Sigfúsdóttur II.—III. Reykjavík 1950—1951. — ísafoldar- prentsmiðja. Með bindum þessum er lokið útgáfu ísafoldarprentsmiðju á ritum Kristinar Sigfúsdóttur. — Kom I. bindið fyrir tæpum 2 ár- um, svo að greiðlega hefir gengið útgáfan. í Jæssum tveimur síðari bindum eru sögur og leikrit. Hef- ir það allt verið prentað áður nema leikritið Melkorka, en nokkrar smásögur og þættir ekki birzt fyrr en þetta í bókarformi. Lítill vafi er á, að rit Kristínar Sigfúsdóltur verða mörgurn manni auðfúsugestur nú eins og fyrr, er Jiau birtust fyrir nær ald- arfjórðungi síðan. Er það og löngu viðurkennt. að hún er merkilegur rithöfundur, og full- trúi hins mikla hóps íslendinga, sem erft hafa skáldskapar- og frá- sagnargáfu í ríkum mæli og skrif- að og ort sér til hugarhægðar og öðrum til ánægju. Kristín Sigfús- dóttir er gædd frásagnargáfu í ríkum mæli. Og einkum er henni létt um að lýsa samtölum. Kemur það bezt fram í leikritum hennar, sem eru óvenjulega vel gerð í því efni. En merkilegast við skáld- skap hennar er þó sá boðskapur mannúðar og kærleika, sem hann flytur. Mun liann Jiví lengi lifa, meðan Jijóð vor kann að meta slíkan boðskap og ann lipurri og léttri frásögn. Bíldudalsminningar Ásthildar og Póturs J. Thorsfeinssonar. Lúðvík Kristjánsson sá um útgáfuna. Reykjavík 1951. Isafoldarprentsmiðja. Fyrir nokkrum vikum síðan var á Bíldudal afhjúpað minnis- merki þeirra Thorsteinssons hjóna, og samtímis birtist rit þetta. Þar er skýrt frá sögu þeirra einkum í sambandi við Bíldudal. Er sú saga ævintýri líkust, hvern- ig hinn umkomulausi sveitadreng- ur verður einn af umsvifamestu athafnamönnum landsins, eigandi heils verzlunarstaðar, sem hann að kalla má reisi að öllu frá grunni. En auðurinn „er valtast- ur vina“, og ævi sína endar Pétur Thorsteinsson snauður að fé, en ríkur að lífsreynslu og minning- um. Bókin er vel rituð og lýsir á skemmtilegan hátt þætti úr at- vinnusögu landsins á umbrola- tímum, og dregur einnig upp merkilegar mannlýsingar þeirra Thorsteinssons hjóna. Er hún skrifuð af skilningi og hlýju. Þá eru í ritinu minningagreinar um Bíldadalsheimilið eftir Sigríði J. Hremsur SAMEIGN Framsóknar og Sjálf- stæðisins, nánar tiltekið KEA og Tómasar hreinlætistækjasala, skúrarnir fögru við Skipagötu, standa enn sem þögul vitni um kærleiksheimilið. * RUSLAKARFAN Jón — í Ham- borg — nautur er enn til sýnis inn á bæjarstjóraskrifstofu. — Hvort málið er í rannsókn, er óvíst. * í LEIT AÐ LÍFSHAMINGJU kalla bæjarbúar dauðaleit Sjálf- stæðisflokksins hér að liðsfor- ingja. Helgi Pálsson er of frjáls- lyndur og vinsæll til þess að .,broddarnir“ þoli hann, Jón Sól- nes of sjálfstæður fyrir „Sjálf- stæðismenn“, Guðmundur Jör- undsson er ekki nógu lífsreyndur og kænn nema til síldveiða, Karl Friðriksson hefir vöxtinn og róm- inn, en þykir skorta sumt annað. Helzt er álitið eftir forystu Sverr- is Ragnars í hækkun raíurmagns- verðsins, að hann sé hin fundna „lífshamingja“ Sjálfstæðisins. Je, minn góður! eins og unglingarn- ir segja. * ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR, 2. bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, mætti Magnússon, og hin gagnmerka grein Sigurðar skólameistara um frú Áslhildi. Ritið er og prýtt fjölda mynda. Sleindór Steindórsson frá Hlöðum. ekki til' fundar, þegar hækkun hitunarrafurmagni var til 2. um ræðu og lokaafgreiðslu í bæjai stjórn. Hún sendi heldur engai varamann fyrir sig. Harðvítu; barátta gegn hækkuninni þetta! Mdtbdunir á gamla verðinu. Kr. 1.35 pakkinn. Vöruhúsið h.f. GflUjjfldreijjldr á gamla verðinu. Kr. 585.00. Vöruhúsið h.f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.