Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.10.1951, Side 1

Alþýðumaðurinn - 16.10.1951, Side 1
XXI. árg. Þriðjudagur 16. október 1951 36. tbl. UngnKinajéiitain hvetjd til séhnr til miidar sjMi n Alþýðuf 1 okkur Noregs vinnur stór- sigur í bæjarstjórnar Trtjuí h gjSld rilins I9Q iM. HtiíI, sam^hHi á nýfllstöðiufl Iindi m- Mm)s ÖIÍ. SAMBANDSRÁÐ U.M.F.Í. sam- þykkti á jundi, sem það hélt um síðustu mánaðamót, ávarp til þjóðarinnar um að hefja nýja sókn til ejlingar sjáljstœði og þjóðlegri menningu. Telur sam- bandsráðið dvöl erlends hers í landinu og alvöru tímanna yjir- leitt gera það að brýnni nauðsyn að meira sé gert en áður til þess að hlúa að þjóðlegum verðmœt- um og ejla mannrœkt með þjóð- inni. Þetta ávarp sambandsráðs U. M.F.Í. fer hér á eftir orðrétt: „í tilefni af dvöl erlends hers í landinu og í samræmi við stefnu ungmennafélagshreyfingarinnar fyrr og síðar heitir sambandsráðs- fundurinn á alla íslendinga að hefja öfluga sókn fyrir varðveizlu sjálfstæðis þjóðarinnar, lagalegu og menningarlegu. Skorar fund- urinn sérstaklega á sína eigin fé- laga og annan íþrótta- og æsku- lýðsfélagsskap, að taka þessi mál til alvarlegrar meðferðar, einnig skólamenn vora og aðra leiðtoga og þá ekki sízt á listamenn, blaða- menn, skáld og rithöfunda. Sér- stök nauðsyn er og á, að ríkis- útvarpið hagi starfi sinu með hliðsjón af hættuástandi því, sem nú er og hafi sjónarmið mann- ræktar og þjóðernis fyrir höfuð- markmið, til dæmis sé íslenzku kennsla útvarpsins stórlega aukin og bókmenntafræðsla. Þess er mikil nauðsyn, að þjóðin geri sér ljóst, að varð- veizla sjálfstæðisins hvílir mjög á lífvenjum vorum, skyldurækni við störf, gætni í fjármálum og siðferðisþreki gagnvart skað- nautnum. Geta skólar vorir stuðÞ að að þessu með hagnýtu námi og þjóðfélagið með því að greiða þær götur, sem liggj a til höfuð- atvinnuveganna, og að þeir verði æskulýðnum sem eftirsóknarverð- astir. Starfsrækt og átthagarækt verður að eflast og leiðir til þjóð- rækni og ættjarðarástar. Fundurinn skorar á stjórnmála menn þjóðarinnar að efla bind- indis- og æskulýðssamtök þjóðar- innar með auknum fjárráðum og bættum starfsskilyrðum, um leið og hann þakkar það, sem áunnizt hefir m. a. á íþróttasviðinu. Væntir fundurinn þess, að leið- togar vorir kaupi aldrei stundar- afkomu ríkisins fyrir viðnáms- þrek íslenzks æskulýðs á hættu- tímum þeim, sem nú eru, og er honum ríður á að vera vakandi og alls-gáðum, né heldur, að vin- átta erlendra þjóða sé fengin með því að skerða hlut þeirra, sem sru og eiga að erfa landið. 011- um þarf að vera ljóst, að sjálf- stæði vort bygglst á því, að vér skiljunr sérstöðu vora, vanda vorn g skyldur og þá mun oss skiljast hver réltindi það eru að vera ís- ’endingar. Vinnum íslandi allt“. Nýja slökkvistöðin tekin í notkun Síðastliðinn laugardag flutti slökkvilið Akureyrar bækistöð sína í hið nýja slökkviliðshús við Geislagötu. Bygging stöðvarinnar hófst svo sem kunnugt er 1949 og var þá steyplur kjallarinn, sem nú er að mestu notaður sem kartöflu- geymsla. Árið 1950 var 1. hæðin steypt, og hefir verið unnið að innréttingu hennar í vetur sem leið og sumar. Hefir Rafveitan sumt af hæðinni á leigu og í suð- vesturhorni hennar hefir fugla- og eggjasafni því, er Jakob Karls- son gaf bænum, verið búinn stað- ur um sinn. Húsnæði slökkviliðs- ins er varðstofa, svefnherbergi og eldhús auk geymslu fyrir tækin, en alls er hæðin 14.6x35 m. að flatarmáli. Eftir er að byggja 2 hæðir enn af húsinu, og eru þær hugsaðar fyrir skrifstofur. Enn er ekki að fullu ákveðið, í hvaða horfi brunavarzlan verður í þessu nýjp húsi, en samningar standa nú yfir milli Brunabótafé- lags íslands og Akureyrarbæjar varðandi þetta. kosningum Um fyrri helgi fóru fram bæj- ar- og sveitarstjórnarkosningar í Noregi. Enn hafa að vísu ekki borizt fullnaðarúrslit kosning- anna hér til lands, enda hefir ís- .enzka útvarpið þagað vandlega um þær, en samt er það fullvíst, að norski Alþýðuflokkurinn hef- ir unnlð þar mikinn kosnlnga- sigur. Hefir hann bætt við sig a. m. k. 500 fulltrúum frá því sem áður var, aðallega á kostnað kommúnista, sem hafa tapað all- mjög. Sem dæmi um, hve stór- felldur kosningasigur þessi er, má nefna, að Alþýðuflokkurinn hefir nú meirihluta í a. m. k. 33 sveitar- og bæjarstjórnum fleiri nú en áður. Er hann eftir þessar kosningar líka orðinn stærsti flokkur höfuðborgarinnar Osló, en áður var íhaldsflokkurinn það. Veðurtepptir í Hrólfsskeri Fyrra laugardag var kveikt á hinum nýja vita á Hrólfsskeri í mynni Eyjafjarðar. Voru þar þá að vinnu 3 menn, en um það bil gekk í aftaka brim og urðu þeir ekki sóttir fyrr en á fimmtudag. Gekk sælöðrið, meðan brimið var mest, í sífellu yfir hinn 12 metra háa turn, en öldur skullu yfir skerið og brotnuðu á bygging- unni. * Flokksst j órnar - fundur Alþýðuflokksins Dagana 4. og 5. október hélt Alþýðuflokkurinn flokksstjórnar- fund í Reykjavík, og mættu þar flokksstjórnarmeðlimir víðs veg- ar að af landinu. — Fundurinn gerði ýmsar samþykktir m. a. í dægurmálunum og stjórnarskrár- málinu. Birtir blaðið í dag sam- þykkt fundarins í dægurmálum, en mun síðar birta ályktun hans í stjórnarskrármálinu. Alþýðumaðurinn kom ekki út í síðustu viku vegna fjarveru ritstjórans úr bænum helgina fyrir. Frumvarpið tiL fjárlaga fyrir 1952 hefir nú verið Lagt fram á Alþingi. Nema lekjur og gjöLd á rekstrarreikningi frumvarpsins 357.918.192 krónum, en rekstrar-' afgangur er áætlaður 43.340.716 krónur. Aðaltekjulindir ríkissjóðs eiga að vera verðtollurinn, sölu- skatturinn, áfengið og tóbakið. V erðtollurinn er áætlaður 93 milljónir, söluskatturinn 77, áfengið 53 og tóbakið 26. Tekjur ríkissjóðs á næsta ári eru samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu áætlaðar þessar: Skattar og tollar 270.850.000, tekjur af rekstri rikisstofnana 83.623.192, tekjur af fasteignum ríkissjóðs 10.000, tekjur af bönkum og vaxtatekjur 1.935.000 og óvissar tekjur 1.500.000. Gjöldin eru áætluð þessi: Vextir 3.783.775, kostnaður við æðstu stjórn landsins 438.035, til alþingiskostnaðar og yfirskoð- unar ríkisreikninga 3.544.170, til ríkisstjórnarinnar 10.883.264, dómgæzla og lögreglustjórn 21.625.460, opinbert eftirlit 1.575.686, kostnaður vegna inn- heimtu tolla og skatta 8.562.945, sameiginlegur kostnaður við em- ættisiekstur 2.250.000, til Iækna- skipunar og heilbrigðismála 24.- 451.170, vegamál 32.121.221, samgöngur 4.520.000, vitamál og hafnargerðir 9.411.205, flugmál 3.582.617, kirkjumál 5.491.442, kennslumál 50.270.777, til opin- berra safna, bókaútgáfu og lista- starfsemi 3.689.660, til rannsókna í opinbera þágu 5.572.790, land- búnaðarmál 36.920.859, sjávarút- Sviplegt slys að Skútustöðum Síðastliðinn miðvikudag vildi það slys til að Skútustöðum í Mý- vatnssveit, að presturinn þar, sr. Hermann Gunnarsson, féll úr stiga og beið bana af. Var hann að bera kaupstaðarvarning niður í kjallara, er hann féll. Kom hann niður á höfuðið á steingólf og brotnaði höfuðkúpan. Séra Hermann lætur eftir sig konu og barn. I vegsmál 4.680.539, iðnaðarmál 976.220, raforkumál 5.107.361, I til félagsmála 38.225.113, til eftir- launa og styiktarfjár 10.393.167, óviss útgjöld 26.500.000 og rekstr arafgangur 43.340.716. Taða brennur að Myrká í Hörgárdal Að morgni hins 13. þ.m. varð elds vart í heyhlöðu að Myrká í Hörgárdal, en í henni voru um 5—600 hundruð hestar af töðu. — Menn úr slökkviliði Akur- evrar fóru á brunastaðinn með dælur, og tókst að slökkva eldinn, en talið er, að um 200 hestar hafi eyðilagzt. Bóndinn að Myrká er Ármann Hansson. Útgáfan Sunnustef á ísafirði hefir gefið út 32 kórlög eftir Jónas Tómasson, tónskáld. Nýkomið er í bókabúðir nólna- heftið Strengjaslef efti.r Jónas Tómasson, tónskáld á ísafirði. Er heftið gefið út í tilefni af 70 ára afmæli tónskáldsins 13. april næstkomandi. í heftinu eru 32 lög fvrir blandaðan kór, 25 frumsamin og 7 ísl. þjóðlög raddsett af Jónasi. Allur frágangur heftisins er hinn prýðilegasti. Er boðað framhald þessarar út- gáfu, ef sala tekst vel. Frá amtbókasajninu. í vetur verður safnið opið sem hér segir: Utlán þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 4—7. — Lestrar alur alla virka daga frá kl. 4—7 og auk þess á mánu- dagskvöldum kl. 8—10. Frá starfi Kristniboðsfélags kvenna, Akureyri. Föstudaginn 19. okt. hefur Kris'.niboðsfélag kvenna bazar í Zíon. Húsið verður opnað kl. 3.30 e. h. — Velkomin.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.