Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.10.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 16.10.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 16. október 1951 er komið. Kaupfél. Verkamanna Nýlenduvörudeild. H|iýðuflol(ksfé(a0 Skureyrar heldur FUND fimmtudaginn 18. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Tún- götu 2. FUNDAREFNl : 1. Félagsstarfið í vetur. 2. Frá flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins, málshefj- andi Bragi Sigurjónsson. 3. Onnur mál. Fé'.agsmenn, hefjið vetrarstarfið með því að fjölmenna á fundinn. Stjórnin. Nýtt sönglagahefti, Strengjasteí eftir Jónas Tómasson, er nýkomið í hljóðfæra- og bóka- verzlanir. — í heftinu eru 32 lög fyrir blandaðan kór, 25 frumsam- in og 7 íslenzk þjóðlög. Verð 25 krónur. Útgáfan Sunnuslef, ísafirði. Nnrfot kvenna og barna Nóttkjólar Undirföt Undirkjólar stakir Sokkabandabelti Sokkabönd Brjóstahaldarar Nylon sokkar. Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild. FRUMSKÓGA- STÚLKAN III. hluti (Jungle Girl) Afar spennandi kvikmynd úr frumskógum Afríku. Aðalhlutverk: Frances Gifford Tom Neál. Svar frá íþróttaunnanda til Halldórs Ilelgasonar bíður næsta blaðs. Nvia Bíó UTANRÍKIS FRÉTTARITARINN (Foreign Correspondent) Mjög spennandi amerísk mynd um hættur og erfiði fréttarit- ara á hættulegum tímum. m Aðalhlutverk: Joel McGrea Herbert Marshall Laraine Day George Sanders Albert Bascemann. Hremsur Slæm reikningskunnátta Bæjarbúar þykjast nú hafa fundið nokkra skýringu á því, hve útsvarsálagningin gangi erfið- lega hjá Kristni Guðmundssyni, þýzkum doktor í hagfræði. Hann virðist svo slæmur í reikningi, blessaður. í slðasta Degi segir hann, að vinnutíminn á skrifstofu bæjarfógeta kl. 10—6 daglega sé 22 vinnustundir á viku! Leiðin- legt, þegar maður í opinberri og ábyrðarmikilli trúnaðarstöðu aug lýsir fávizku sína svo tröllslega. „Ekki heiti ég Eiríkur, þótt ég sé það kallaður" Eiríkur Einarsson, skjaldsveinn bæjarverkfræðingsins okkar er farinn að æfa sig í óljósum skrif- um. í ísl., 5. sept. s. 1. sagði hann orðrétt: „En Braga hefir aðeins láðst að geta þess, að kaup bæjarverk- fræðingsins hér er nákvæmlega jafnhátt kaupi lægst launuðu verkfræðinga hjá Vegagerð ríkis- ins. Munurinn á því er aðeins sá, Velkominn ti skattstjóri sæll. Mesta fárviðrið er nú um garð gengið á skattstofu Akureyrar. Málshöfðun er ekki lengur nefnd. Hugstæð orð skattstj órans eins og „ragmenni“, „Júdas“, „dylgj- ur“, „ódrengskapur“ og „níð“ eru að vísu enn notuð þar, en þetta virðist þó nánast eins og magnlítill vindsperringur eftir að stormsveipur hefir gengið hjá. Mér er sagt, að engum blaðaskrif- um hér í bæ upp á síðkastið hafi verið veitt eins mikil athygli og okkar skattstj órans. Sérstaklega hefir það vakið athygli manna, hve afdráttarlaust skattstj órinn tekur allar ádeilur mínar á niður- jöfnunarnefnd í heild til sín sér- staklega og hve eiturviðkvæmur hann er fyrir „partískunni“. Þyk- ir það segja sína sögu. Enn þyk- ir það skemmtilegt fyrirbrigði, hve ritstjóri Verkam. reynir eftir sinni litlu getu að launa skatt- stjóranum fyrir sig og Steingrím, og má vissulega segja, að þeim manni sé ekki alls varnað, sem ber þakklætiskennd í brjósti,- enda þótt fyrir það sé að sjá í gegnum fingur við Steingr. Aðalsteinsson og Jakob Arnason um framtal. En það sem er mest um vert í síðustu grein skattstj órans til mín, er, að hann loksins gefur okkur nokkra innsýn í vinnu- brögðin við niðurjöfnunina. Er það fyrst, að hann gefur það til kynna, að gefinn sé afsláttur á útsvari bæjarstjórans, af því að hann eigi sonu í háskóla. En á þá ekki að gefa öðrum það líka, ef réttlætið er óhlutdrægt? Við at- hugun á útsvarsskránni sést, að Sigurður Sölvason, Finnbogi Skúli Bjarnason, Baldvin Pálma- son, Friðþjófur Guðlaugsson, Ei- 1 ið ókunnugt um þetta, en ekkert sýnir þá betur, hve algert handa- hóf ívilnunin er. Vera má, að hann segi líka, að piltarnir hafi kostað nám sitt sjálfir, en er það ekki líka vafasamt réttlæti, að bæjarbúum almennt sé gert að greiða hluta af útsvari bæjar- stjórans, af því að hann hefir efni á því að kosta sonu sína í skóla sj.álfur, hinir fái enga íviln- un, af því að þeir hafa ekki efni á því sama, heldur verði að láta piltana bjarga sér sjálfa? Annars gleymir skattstj órinn þarna veigamiklu atriði, semsé því, að a.m.k. annar sonur bæjar- stjórans vann fyrir þúsunduin króna við landmælingar hér í bænum á s.l. ári. Fer því málið að verða óhreinna og óhreinna, því betur sem það er krufið. Það kemur nefnilega æ betur í ljós, að hér hefir ekki verið lagt á eftir eínum og ástæðum. „Skattstofan (hingað til hefir skattstjórinn alltaf sagt, að nið- urjöfnunarnefnd legði á útsvör- in) hefir ekki ívilnað Jakobi (Árnasyni),“ segir skattstjórinn, „enda tel ég mér það ekki tryggt til pólitísks framdráttar,“ segir hann ennfremur, Það skyldi nú ekki vera eftir skrifum Vm? En sleppum því. Skýringuna á mis- ræminu milli tekjuskatts Jakobs og útsvars telur skattstjórinn stafa af því, að hann hafi ekki talið fram í ár. En taldi hann þá fram í fyrra? Hann er nefnilega í náðinni þá Fka hjá skattstjóran- um. Jakobsdæmið er því enn óupplýst. Ranglætið gegn Birni Jónssyni viðurkennir skattstj órinn, og má það teljast virðingarvert. Aftur vill hann ekki viðurkenna, að Tryggvi Helgason sé ómegðar- Iaus, og spyrjum vér því: Hvar eru börnin hans Tryggva, Krist- inn minn? Loks er svo skattstjórinn ekk- ert nema sakleysið, þegar hann talar um dæmið Arngrímur Bjarnason. Skatturinn er áætlað- ur, en útsvarið lagt á samkvæmt raunverulegum tekj um, segir hann. Einmitt það. Hefir Arn- grímur kannske lægra kaup hjá KEA sem skrifstofustjóri en Kári Johansen sem deildarstjóri? Kári hefir semsé 500 kr. hærra útsvar en Arngrímur og þó a.m.k. helm- 'ngi meiri ómegð. Það er þannig' augljóst mál, að þú verður að skýra gerðir þínar betur, Kristinn minn. Hver veit nema það takist að lokum fyrir þér, þegar þú ert að fullu orðinn af hjarta lítillátur og allur fjall- sperringur úr þér? Loks get ég svo glatt þig með því, að við þekkjumst ekkert teljandi, t. d. er ég alls ekki einn af bridgefélögum þínum. Skattgreiðandi. Kristjáia á Klænsfiiliófii 65 ára ríkur Stefánsson, svo að dæmi séu nefnd, og allir áttu sonu s.l. vetur við háskólanám, virðast engan afslátt fá á útsvörum sín- um. Skattstjórinn segir kannske, að niðurjöfnunarnefnd hafi ver- að það er öðru vísi útfært á reikningum þar syðra en hér.“ Alþm. sýndi frani á, að sam- kvæmt launalögum, þá er bæjar- verkfr. hér hcerra launaður en yfirverkfræðingur Vegagerðarinn ar, hvað þá aðrir verkfræðingar. Bein kauphækkun hefir ekki ver- ið leyfð af alþingi, því er þá ekki til aðdreifa. Greiðsla í fríðu er heldur ekki leyfð samkvæmt launalögum til þessara manna. Hin eina kauphækkun virðist því vera eftirvinna skrifuð en ekki unnin, því að engin kauphækkun er það, að fá unna eftirvinnu greidda. Samt sem áður þykist Eiríkur alls ekki hafa átt við þetta, eftir því sem hann segir í ísl. 3. okt. s. 1. Við hvað átti þá maðurinn? Oss er hin mesta for- vitni að vita, hvað Eiríkur á við með orðunum: „Munurinn á því er aðeins sá, að það er öðruvísi útfært þar syðra en hér.“ Þan 20. þ. m. á Kristján á Klængshóli í Skíðadal 65 ára af- mæli. Hér verður eigi rekin starfs- saga Kristjáns bónda, en síðar mun ég ef til vill gera henni nokk- ur skil á öðrum vettvangi. Vildi ég aðeins biðja Alþýðumanninn fyrir beztu kveðjur og árnaðar- óskir til Kristjáns og vil ég óhik- að fullyrða, að allir Skíðdæling- ar munu vilja taka undir þær kveðjur mínar. Allir þeir, sem þekkja Kristján, kunna skil á dugnaði hans og ó- sérhlífni, frjóum gáfum og heiðri drenglund. Orðtak fornmanna: „Hann er drengur góður“, fmnst mér vel við eiga, er Kristjáns er getið, og hygg ég, að hann hafi flest þau einkenni og þeir, er söguritarar fornsagnanna sæmdu nefndu hrósyrði. Kvæntur er Kristján Margrétu Árnadóttur frá Atlastöðum og eignuðust þau 7 dætur og eru þær nú allar uppkomnar og flestar komnar úr föðurgarði. Gestrisni hefir jafnan verið aðalsmerki Klængshólsheimilis- ins, og munu fáir, sem borið hafa þar að garði, hafa komizt undan því að þiggja beina áður en lagt yrði af stað að nýju. Munu gangnamenn jafnan minnast Klængshólshj óna með hlýju og virðingu, því að á hausti hverju hefir Klængshóll verið sjálfsagð- ur áningarstaður þeirra. Kristján hefir ætíð fylgzt af á- huga með þjóðfélagsmálum og myndað sér ákveðnar skoðanir, sem enginn fær hann hvikað frá. Hann skipaði sér strax í raðir samvinnumanna og hefir ætíð verið ákveðinn Framsóknarmað- ur frá fyrstu tíð, en nær er mér að halda, að ef menn líkir Krist- jáni hefðu verið forsvarsmenn þess flokks, hefði íhaldinu reynzt það öllu erfiðara að innbyrða hann í „Heiðnabergið“, eins og skeði illu heilli. Að svo búnu óska ég Kristjáni og heimili hans allra heilla í framtíðinni og von mín er sú, að enn um langan tíma verði Kristján og Klænghóll nátengt hvort öðru og hygg ég, að slík sé einnig von Kristjáns sjálfs. Lifðu heill, Kristján! Sigurjón Jóhannsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.