Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.10.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 23. október 1951 37.tbl. Hverjii svaror Það þarf ekki að spyrja að því hvað efst er í huga verkamanna nú á haustnóttum. Það er spurn- ingin stærsta: Hvað fáum við að gera í vetur? Það hefir sv'o oft og greinilega verið rætt um það í Alþýðumanninum undanfarið hvernig verkamenn eru staddir á vegi, að hér þarf fáu við að bæta. En hinn ískaldi og nístandi veru- leiki er sá, að daglaunamenn horfa móti .komandi vetri með tvær hendur tómar, og óvissuna eina fyrir stafni. Það er því ekki óLklegt að þeir fylgist með á- huga á hvern veg bæjarstjórn svarar þeirri áskorun, sem gerð var á fundi í Alþýðuflokksfélagi Akureyrar í síðustu viku, og fer hér á eftir: e „Fundur, haldinn í Al- þýðuflokksfélagi Akureyrar 18. okt. 1951, leyfir sér hér með að skora á bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar, að gera nú þegar ráðstafanir til að geta haldið uppi stöðugri vinnu handa 70—80 manns frá þessum tíma, og eftir því sem veðrátta leyfir allan næsta vetur, og er þá gengið út frá vinnumiðlun eftir slík- um reglum og tíðkast hafa undanfarna vetur. Það ætfi ekki að þurfa að skýra það fyrir háttvirtri bæjarstjórn, hve brýn nauð- syn þetta er í hinni sívaxandi dýrtíð, sem almenningur hef- ir við að búa, og ört þverr- andi atvinnumöguleikum, þar sem stappar nærri fullri stöðvun í sumum iðngrein- um, og nær allar aðrar at- vinnugreinar draga saman seglin, og ekkert er að flýja þótt menn vildu yfirgefa hús og heimili til að afla sér at-' vinnu. Skorti bæjarsjóð fé til framkvæmda atvinnu- bótavinnu — verkefni liggja næg fyrir, eins og oft hefir verið bent á -— verður að taka bráðabirgðalán til að halda uppi vinnu yfir vetur- inn. Bæði heimilisfeður og atvinnulausir menn, verða að lifibrauðs á eðlilegan og heiðarlegan hátt." Eins og dýrLðin er nú orðin og fullt útlit fyrir að hún fari vaxandi — er ástandið það, að heimilisfeður berjast aðeins í bökkum, þótt þeir hafi vinnu hvern dag. Það er því langt frá að þeir hafi í sumar lagt fyrir til vetrarins. Hér er því ekki á ann- að að treysta en það, sem til fell- ur dag frá degi, og hrekkur þó trauðla til, því að yfir veturinn verður að reikna með að veður hamli útivinnu að all-verulegu leyti. Það veltur því ekki lítið á því fyrir þá, sem vilja bjargast á heiðarlegan hátt, að fyrir liggi verk, sem hægt er að ganga að hvern vinnufæran dag. Þetta verður ekki tryggt öðruvísi en að slíkar framkvæmdir séu skipu- lagðar, og alltaf til taks þegar vinnufært veður er. Það er þetta, fyrst og fremst, auk atvinnuaukn- ingarinnar, sem áskorun Alþýðu- flokksfundarins fer fram á. Allir framsýnir og velviljaðir menn sjá og skilja, að ekki dugar að láta reka á reiðanum, þótt of margir bæj arstj órnarf ulltrúarnir séu ekki framsýnni en það, að þeir haldi að slík framvinda — eða aftur — sé sú ákj ósanlegasta. Er því að vænta að bæjarstjórn RÆÐAN ER I ÁLÞÝÐUBLAÐINU 10. okí. s. I. Margir hafa spurt, hvort Alþm. muni ekki flytja hina snjöllu útvarpsræðu Hannibals um fjárlögin 1952. Því miður sér blaðið sér það ekki fært sökum rúmleysis, en vill minna á, að ræðan er prentuð í Al- þýðublaðinu 10. okt. s. 1. verður að Hótel Norður- landi föstudaginn 26. okt. n. k. og hefst kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Sýnd verður stutt kvikmynd, spiluð félagsvist og dansað. Mætið stundvíslega með spil og blýant. Aðgangseyrir kr. 15,00. A Iþýðuflokksfélögin. beri gæfu til að taka mannlega á þessum málum. Halldór Friðjónsson. Ms^iftfsigmritstr í Moregri • Barnaverndarfélög landsins hafa valið sér fyrsta vetrardag fyrir hátíðar- og kynningardag. Þann dag er kynnt stefna félag- anna og fjár aflað til starfsemi þeirra. Barnaverndarfélög hafa nú verið stofnuð í 7 kaupstöðum, og er hreyfing þessi í örum vexti. en ofurlítið mismunandi verkefni hafa þau valið sér eftir þörf og staðháttum heima fyrir. Barnaverndarfélag Akureyrar hefir sett sér það takmark að koma á fót vistheimili fyrir mun- aðarlaus eða heimilislaus börn til dvalar um lengri eða skemmri einhleypir j tíma. En ekki verður neitt fram- fá vinnu, ! kvæmt í þessu efni með tvær annars er sú vá fyrir dyrum, hendur tómar. Verður félagið því sem hvorki bær eða ríki geta a'ð treysta á örlæti bæjarbúa til látið afskiptalaust að herji að leggja þessu máli lið, svo að heiðarlega og vinnufúsa það geti komist sem fyrst í fram- menn, sem óska þess eins að kvæmd. fá að vinna sér og sínum Barnaverndardagurinn er næst- komandi laugardag. Fara þá fram ýmsar skemmtanir á vegum félags ins og almenn merkjasala. Jafn- framt verður seld ný barnabók, sem Stefán Júlíusson hefir tekið saman, og gefin hefir verið út til sölu þennan dag. Bókin heitir: „Sólhvörf 1951". Kvikmyndasýn- ingar verða um daginn í kvik- myndahúsum bæjarins, og um kvöldið verður almennur dans- leikur að Hótel Norðurlandi. Bæjarbúar sýndu góðan skiln- ing á verkefnum félagsins og brugðust vel við á fyrsta fjáröfl- unardegi þess í fyrra. Þess er fastlega vænst, að svo verði einn- ig nú. Hver, sem sækir skemmt- anir barnaverndardagsins og kaupir merki hans, réttir um leið minnstu og verst settu borgurum bæjarins c hj álparhönd. Hann leggur gull í lófa framtíðarinnar. Eiríkur Sigurðsson. Einn hinna stórathyglisverðu viðburða í stjórnmálaLfi ná- grannalanda vorra hinar síðustu vikur eru úrslit bæjarstjórnar- kosninganna norsku. Gegnir það furðu hversu afturhaldlð íslenzka hefir verið þögult um þau. Ut- varpið hefir þagað að mestu, og afturhaldsblöðin látið fregnirnar vera sem fyrirferðarminnstar, eða þá hreinar blekkingar, enda þótt sumar væru fremur ófimlegar, eins og fréttaklausa Morgunblaðs- ins, sem hafði að yfirskrift, að Alþýðuflokkurinn norski hefði tapað 10,5% af atkvæðum sín- um í Ósló, en bætti samt við sig 4 fulltrúum. En eins og síðar mun sýnt fram á hefir afturhaldið ís- lenzka fullar ástæður til þess að dylja eftir megni sigur Alþýðu- flokkslns norska. Tvennt er athyglisvert við kosningaúrslitin í Noregi: Fylgis- aukning Alþýðuflokksins og hrun kommúnistaflokksins, sem eftir þessa útreið virðist vera að leys- ast algerlega upp. Fyrir kosningarnar ríki all- mikil óvissa um, hver verða mundu úrslit þeirra. Alþýðu- flokkurinn átti að ýmsu leyti ó- hægt um vik. Hann hefir nú far- ið með stjórn landsins síðan stríðinu lauk, og átt í margföld- um erfiðleikum. Húsnæðisvand- ræði eru mikil hvervetna um Noreg og ver hefir tekizt að greiða úr þeim, en menn væntu að loknu stríði. Vígbúnaður landsins kostar offjár, svo að skattabyrðin er þung, bæði vegna þess og þó einkum endurreisnar landsins, því að margt var í rúst- um að stríðinu loknu. En stefna Alþýðuflokksins hefir verið ó- hvikul, þ. e. sú að hamla gegn atvinnuleysi og halda dýrtíð í skefjum. Hið fyrrá hefir tekist. Atvinnuleysi mun naumast til, en erfiðara hefir gengið um dýrtíð- ina, en með takmörkuðum inn- flutningsuppbótum og ströngu verðlagseftirliti jafnt á erlendum sem innlendum varningi, hefir þó tekist að stemma verulega stigu fyrir verðhækkunum.. Launum er og haldið í samræmi við ann- að verðlag í landinu. Eins og nærri má geta, eru alltaf margir, sem eru óánægðir með slíkar ráð- stafanir, og borgaraflokkarnir notuðu hvert tækifæri, er þeim gafst, til þess að ala á slíku. Mátti þar heyra sama sönginn og í aft- urhaldsblöðunum íslenzku um stefnu Alþýðuflokksins hér heima, sem var í. öllum höf uðdráttum mótuð af sömu meginreglum og stefna Alþýðuflokksins í Noregi. En auðsætt er, að kjósendurnir norsku láta ekki hafa sig að leik- soppi lýðskrumara afturhaldslns. Þeir hafa enn á ný sýnt, að þeir eru trúir þeirri einu stjórnmála- stefnu, sem reynslan hefir sýnt, i að miðuð er við heildarhag, en ekki til þess að draga fram hlut okrara og spákaupmanna, eins og stefna auðvaldsflokkanna er hvar- vetna um heim. Og þess vegna er afturhaldinu á Islandi blóðilla við að hingað berist fregnir af úrslitunum í Noregi. Það veit ofurvel, að hér á lanái er barist um sömu stefnu og þar. Og hver sigur, sem stefna Alþýðuflokk- anna vinnur, grefur undan grunn- múrum auðvalds og afturhalds. Þá má segja að hrakfarir kommúnista í Noregi séu með ein- dæmum. En raunar eru þær vel skiljanlegar, ef" málið er grand- skoðað. f»ar sem annars staðar í lýðræðislöndum hafa kommún- istar beitt öllu sínu magni til þess eins að koma af stað þjóð- félagslegum glundroða, og al- menningur er íekinn að þreytast á glamri þeirra og gífuryrðum. En mestu mun þó hafa ráðið um hrun flokksins þjónkun hans við rhússneska hagsmuni. Norð- menn eru vel miiinugir atburð- anna frá 1940. Og þeir eru stað- ráðnir í að láta þá atburði ekki endurtaka sig. Hvorki á þann hátt, að erlendur innrásarher hitti þar fyrir varnarlausa og ó- viðbúna þjóð, né að þeir ali við brjóst sér flokk manna, sem bíð- ur fyrsta tækifæris að svíkja föð- urland sitt og þjóð í hendur er- lendu valdi. Af þessum orsökum er kommúnisminn að þurrkast út í Noregi. Fólkið skilur betur og betur að kommúnistar eru reiðu- búnir til að taka að sér hlutverk Qvislings og hans kumpána, og hverfur því óðfluga úr röðum Moskvumannanna, sem þeir hafa áður látið ginnast í af fagurgala forystumannanna. Kosningarnar norsku eru lær- dómsrlkar fyrir oss íslendinga. Þær sýna oss áþreifanlega hvert stefna ber, og þær eru lögeggjan til allra frjálslyndra manna um að sk'ipa sér undir það merki, sem þar var barist fyrir og sigra. Kirkjan. MessatS n. k. sunnudag kl. 5 s. d. Hjúsícapur: Anna Sveinbjarnardótt- ir, Gránufélagsgötu 1 og Tómas Guð- munds:on. Utvarpsumrœðurnar um verð- lagsmálin eru í kvöld.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.