Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.10.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 23. október 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgeíandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. , _______ j r,___-___— Dagur Sameinuðu þjóðanna Á morgun er svoneíndur dag- ur Sameinuðu þjóðanna, dagur til að minna á og vekja umhugs- un um merkileg samtök. Ein íegursta hugsjón manns- andans er bræðralags-hugsjónin og af henni er einmitt sprottin hugmyndin um samtök allra þjóða. Tilraun til framkvæmdar hennar var Þjóðabandalagið gamla og nú þau samtök, sem táknuð eru með heitinu Samein- uðu þjóðirnar. Það liggur í hlutarins eðli, að smáþjóð eins og vér Islendingar, sem hvorki getur né vill viður- kennt hnefaréttinn, hlýtur að fagna og fylgja af heilum hug hverri þeirri hugmynd, er gengur í þá átt að bæta sambúð þjóða, jafna deilur á friðsaman hátt og kynna menningu og framfarir þeirra á gagnkvæman hátt. Af þessum sökuni hafa íslendingar líka gerzt aðilar að samtökunum. Hins er svo ekki að dyjast, að meginþungi ábyrgðarinnar af því, hvort samstarf þetta fer vel eða illa úr hendi, lilýtur óhjá- kvæmilega að hvíla á herðum stórþjóðanna, þeirra sem valdið og aflið hafa, þótt smáþjóðir ættu aldrei að vanmeta sín áhrif, ef þær sýna hreinskilni, heiðarleik og stefnufestu í aðild sinni að samstarfinu. Því er ekki að leyna, að tor- tryggni, úlfúð, yfirgangur og fjandskapur vaða víða uppi nú í samskiptum þjóða. Vér getum deilt um, hver eða hverjir eigi sökina í þelta eða hitt skiptið, en um hitt deilum vér aldrei, að slík viðskipti milli þjóða eiga að hverfa og leiða aldrei til jákvæðs árangurs. Oss er líka ljóst, ef vér athugum starfsemi Sameinuðu þjóðanna gaumgæfilega og með sanngirni, þá er það fjölmargt, sem þessi samtök hafa áorkað til verulegs góðs, enda þótt margt hafi líka því miður farið í handaskolum. Og því hlýtur það að vera ósk vor og trú, ósk og trú alls hins hrellda mannkyns á þessum tím- um örvggisleysis og margvíslegra erfiðleika, að þau einu samtök þó, sem gefa nokkra von um frið- sælli og bjartari framtíð, megi eflast og þroskast, megi öðlast þrótt, þolgæði og farsæld til að leysa sem flest vandamál þjóð- anna á sem hamingjudrýgstan hátt. Frnmvarp um ö vinnnstöðum tlutt a enn á Alþingi. I flðeins þreinur im létu 22 mrn lil 09 27 urðu énrkjcrír vegna slysa i vinnustöðum. Nálcga 13 milljónir króna voru á síðastliðnum 7 árum greiddar í bœtur vegna slysa á vinnustöðv- um. Og á árunum 1944—1946 lenzkra iðnrekenda 10. sept. sl., hafi þessi sérfræðingur haldið at- hyglisverða ræðu um dvöl sína hér o.fl. og meðal annars mælt á var vinnulapið af völdum slíkra þessa leið: slysa, sem svaraði ársstarfi 417 manna. A þessum þremur árum létu 22 tnenn lífið af slysjörum á vinnustöðum og 37 urðu óverk- færir af sömu orsökum. En þrátt fyrir þessar geigvæn- legu staðreyndir, var hinu ýtar- lega frumvarpi urn öryggisráð- stafanir á vinnustöðum, sem Emil Jónsson lét semja, meðan hann var ráðherra, vísað frá í efri deild alþingis í fyrra, og hafði þá verið rætt á þremur þingum án þess að ná fram að ganga. Nú hefir Emil jónsson lagt þetta gagnmerka og nauðsynlega frumvarp enn fram á alþingi. Greinargerð sú, sem flutnings- maður lætur fylgja frumvarpinu er svohlj óðandi: „Frumvarp þetta hefir verið flutt á undanförnum þrem þing- um, en ekki náð fram að ganga. Má það merkilegt heita um jafn sjálfsagt öryggismál og þetta, að frumvarpið skuli ekki þegar fyrir löngu hafa verið gert að lögum. Á síðasta þingi hlaut það þó sam- þyklci neðri deildar, að vísu nokk- uð breytt, en efri deild vék því frá með rökstuddri dagskrá. Það var aðalefni hinnar rök- studdu dagskrár, að ríkisstjórn- inni skyldi falið að athuga, hvort ekki væri hagkvæmt og eðlilegt að sameina skipaskoðun ríkisins og verksmiðjueftirlitið undir eina stjórn og hve mikið það mundi spara í útgjöldum. En þar sem fyrir liggja greinargóðar um- sagnir um það mál frá þeim, sem gerzt mega um það vita, þykir ekki ástæða til að bíða eftir frek- ari umsögnum um það efni, og því er þetta frumvarp flutt nú, svo tímanlega, að auðvelt sé að afgreiða málið þess vegna. Síðan þetta mál var hér til um- ræðu síðast hefir það gerzt, að hingað til lands hefir komið á arinnar í París iðnaðarsérfræð- ingur til að kynna sér ástand og starfsaðferðir íslenzks iðnaðar og til að gera tillögur um bætt vinnu- skilyrði og hagkvæmari vinnu- brögð. Kom sérfræðingur þessi hingað í samráði við Félag ís- lenzkra iðnrekenda. Hann skoð- aði hér 40 verksmiðjur og mun að sjálfsögðu senda skýrslu um för sína hingað og ráð og tillög- ur, eftir því sem honum finnst ástæða til. En í 13. tölublaði tímaritsins „íslenzkur iðnaður“, sem út kom í sl. mánuði, er frá því skýrt, að á fundi í Félagi ís- „Og að lokum eitt atriði enn. Ykkar eigin skýrslur sýna, að á árunum 1944—45 og 1946 töpuðust 104231 vinnudagur og 22 mannslíf vegna slysa á vinnustöðvum. Þar við bættust 37 starfsmenn, sem urðu með öllu óverkfærir af sömu orsökum. Þetta sam- svarar vinnu 417 starfsmanna í heilt ár, án þess að tillit sé tekið til þeirrar eymdar og þjáninga, sem þetta fólk og að- standendur þess hafa orðið fyrir. Getið þið talað um aukna verknýtingu í iðnaði og og þessa reynslu í sömu and- ránni, þegar tillit er tekið til þess, hve hörmulega skortjr á nauðsynlegar varúðarráðstaf- anir gegn slysahættu í verk- smiðjum og vinnustofum? -— Fyrsta vörn ykkar er ef til vill þessi: „Ég hef ekki efni á því.“ Leyfið mér að minna ykkur á, að samkvæmt ykkar eigin tölum þá hafið þið sl. 7 ár greitt kr. 12.920.060.00 vegna þessara slysa, og auk þess hafið þið misst þessa menn og framleiðslu þeirra. Það er engin nauðsyn að benda á, hvaða ráð er hægt að finna við þessu. Þið þekk- ið þau eins vel og ég.“ Mætti þetta álit hins gagn- merka erlenda sérfræðings verða til þess að opna augu háttvirtra alþingismanna fyrir nauðsyn þess að samþykkja frumvarp þetta. Frumvarpið er nú borið fram eins og það var lagt fyrir síðast, að því við bættu, að inn í það eru teknar þær breytingar, er iðn- aðarnefnd N. d. varð sammála um á síðasta þingi, og ennfremur breytingar þær, er hv. 5. þm. Reykvíkinga flutti á þskj. 293. Að öðru leyti vísast til hinna ýtarlegu athugasemda, er fylgdu frv., þegar það var fyrst lagt fram, á þskj. 180 1948.“ Til athugunar fyrir Akureyr- inga er rétt að benda á, að meðal þeirra alþingismanna í fyrra, sem lögðust gegn frumvarpinu um ör- yggisráðstafanir á vinnustöðum eða vildu draga úr gagnsemi þess, voru Jónas G. Rafnar, þingmaður kjördæmisins, og Bernharð Stefónsson, 1. þingmaður Eyfirðinga og þar með Glerórþorps- búa, en sv° sem kunnugt er varða þessi mál mjög marga Ak- ureyringa og Glerárþorpsbúa. Freumarg) Gr^lfa þ. Gríslasonai* taan skattg’reiðsliir lajéua vekur iiilkla n-M 9 Nú hefir stjórn Kvenréttinda- * ^ ® félags íslands lýst yfir eindregn- um stuðningi við frumvarp þetta, og má telja fullvíst, að konur yfirleitt telji hér mikið réttlætis- mál á ferðinni. Hins vegar hefir þegar komið fram á alþingi andspyrna gegn frumvarpinu. Hefir Framsóknar- flokkurinn með Skúla Guðmunds- son í broddi fylkingar gengið þar fram fyrir skjöldu íhaldsins. Mælir svo íyrir, að hjón skuli vera tveir sjálfstæðir skattþegnar Gylfi Þ. Gíslason flytur í neðri deild Alþingis frumvarp um breytingu á lögunum um tekju- og eignarskatt. Er liún í því fólgin, að lijón skuli teljast sjálfstœðir skattþegnar hvort um sig. Og hafi annað hvort þeirra engar tekjur eða lœgri tekjur en hitt, skuli því reiknaðar til skatts allt ur hins fyrr nefnda verði allt að 18000 kr„ en þó aldrei hærri en tekjur hins. 4. Ef bæði hjóna vinna utan son heimilis og tekjur hvors eru hærri en 18000 kr„ skal hvort um sig greiða skatt af þeim tekjum, sem það aflar.“ Ennfremur segir m. a. í grein- að helmingur tekna hins, þó aldrei hœrri upphœð en 18000 argerðinni: kr. né heldur meira en svo, að \ „Skipan sú, sem gert er ráð tekjur þess fari jram úr tekjum fyrir í frv. þessu á skattamálum hjóna, er hin eina, sem tekur fullt tillit til þjóðfélagsaðstöðu giftra kvenna í nútímaþjóðfélagi og metur svo sem vert er hin mikil- vægu störf þeirra, hvort sem þau eru innt af hendi innan vébanda 1. Ef aðeins annað hjóna heimilis eða utan þess. Hér er hins. í greinargerð Gylfa fyrir frurrv varpinu segir svo um reglur þær, sem gert er ráð fyrir í frumvarp- inu um skattgreiðslu hjóna: vinnur utan heimilis, skal tekj- um þess skipt til helminga milli þeirra, en tekjur þess, sem ekki vinnur utan heimilis, skulu þó aldrei taldar hærri en 18000 kr. 2. Ef bæði hjóna vinna ut- an heimilis, en tekjur hvors um sig eru lægri en 18000 kr„ skal sameiginlegum tekj um þeirra skipt jafnt milli þeirra. 3. Ef bæði hjóna vinna ut- an heimilis og tekjur annars eru hærri en 18000 kr„ en hins lægri, skal bætt við tekj- ur þess, sem tekjulægra er, svo miklu af tekjum hins, að tekj- því um brýnt hagsmuna- og rétt- indamál að ræða. Ýmsum kunna að þykja tillögur þessar róttæk breyting miðað við skipan þá, sem nú ríkir. En þess má geta í því sambandi, að svipaðar reglur eru engan veginn óþekktar með öðrum þjóðum. I Bandaríkjunum er hjónum t. d. í sjálfsvald sett, hvort þau telja sameiginlega fram til skatts eða hvort í sínu lagi og mega þá skipta tekjum þeim, sem annað aflar, milli sín, án nokkurr- air takmörkunar. Þar er því geng- ið enn lengra á þeirri braut, sem Jagt er til í frv. þessu að haldið verði út á hér.“ NYKOM3Ð: Sagfílar 4”, 5” og 6” Járnsagarbogar Bollapör Smádiskar Steikarföt Kartöfiuföt Sósuskálar Sykurker og rjómakönnur. Kðupfélag verhamanna N ýlenduvörudeild

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.