Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1951, Side 1

Alþýðumaðurinn - 06.11.1951, Side 1
fupijoumaoturuux XXI. árg. Þriðjudagur 6. nóvember 1951 39. tbl. Arii IHO areiddu Almannatryggingamar 4,1 illj. hr. í ÍHEtur í Eyjaliariirsýslu oð d Ahureyri Á sama tíma voru tilfallnar tekjur trygginganna í sýslu og bæ 3,3 milljónir króna. Starfsemi Tryggingar- stofunar ríkisins. Lögin um Almannatryggingar komu til íramkvæmda að veru- legu leyti með ársbyrjun 1947 og hafa því hlolið 5 ára reynslu um n,k. áramót. Um setningu laga þessara stóð allmikill styrr á sínum tíma, en svo sem alkunnugt er beitti Al- þýðuflokkurinn sér fyrir henni, en naut til þess aðstoðar Sjálf- stæðisflokksins og Sósíalista- flokksins, hins síðarnefnda þó ‘ með nokkurri tvídrægni. Hins vegar var andspyrna Framsókn- arflokksins hatrönnn, þó að þar ættu ekki allir flokksmenn óskilið mál. Það verður að segjast eins og er, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir yfirleitt tekið velviljaða af- stöðu með Tryggingunum, komm- únistar hafa þótzt með þeim, en aldrei setið sig úr færi að reyna að gera þær tortryggilegar, en Framsóknarflokkurinn sem heild hefir ýmist sýnt Tryggingunum opinberan eða dulbúinn fjand- skap, ef málgögn hans og flokks- forysta er höfð í huga. Hins veg- ar liafa fjölmargir Framsóknar- menn sem einstaklingar verið Tryggingunum traustir vinir, eins og síðar skulu nefnd dæmi um; Engum mun það ljósar en Al- þýðuflokknum og þá fyrst og fremst forystumönnum flokksins á sviði tryggingamála, að margt stendur til bóta um Almanna- trjggingarnar. Er þar fyrst, að hin upphaflega lagasetning varð engan veginn um allt eins og Al- þýðuflokkuxinn hefði helzt kosið, ým'sleg reynsla hefir fengizt, sem gerir breytingar nauðsynlegar og loks hafa.ýmsar aðstæður hreytzt frá stetningu laganna, er taka þyrfti meira tillit til en hægt er við núgildandi lög. Ýms framkvæmdar- atriði. Svo sem kunnugt er, var og er land nu skipt í tryggingaumboð. Fara sýslumenn yfirleitt með um- boð í sýslum, en sjúkrasamlög i bæjum. í hverju umboði er trygginganefnd, sem fylgist með framkvæmdum Trygginganna í umboðinu, en yfiistjórn Al- mannatrygginganna er hjá Trygg- ingastofniminni, sem hefir aðset- ur í Reykjavlk. Hefir yfirstjórn hennar tryggingaráð koslð af Al- þingi, en und.r félagsmmálaráð- herra heyra svo þessi mál öll. Þetta er hér rakið vegna þess, að það er ein eftirlætisiðj a blaða Framsóknarflokksins og forystu- manna hans ýmissa að læða því inn hjá fylgjendum sínum, að Tryggingastofnunin sé eins kon- ar flokksfyrirtæki Alþýðuflokks- ins. Er þessum tortryggnissýkli ætlað að sýkja ánægju almenn- ings með Tryggingarnar, en svo sem allir vita, er lesa Tímann og Dag, þá eru tryggingar að vísu góðar, ef S.I.S. rekur þær, ann- ars afleitar. Nú eru tvö tryggingaumboð hér við Eyjafjörð: Akureyrarum-1 boð og Eyjafjarðarumboð. Hefir, Sjúkrasamlag Akureyrar umboð- ið í bænum gegn 42.250 kr. gjaldi, er fer í kaup einnar stúlku ig ýmiss konar skrifstofukostnað. Sj úkrasamlagsstj órn f er með trygginganefndarstörf, og er Sig- íiyggur Þorsteinsson formaður hennar, Framsóknarmaður, greindur og gegn, þrautreyndur í sjúkrasamlagsmálum og skilur mjög vel gildi Trygginganna.1 Auk hans eru í nefndinni 4 menn,1 sinn úr hverjum stjórnmála- flokki. Og hefir Framsókn þann- ig 2 menn í nefndinni. 'Með urnboð Eyjafjarðarsýslu fer að sjálfsögðu samkvæmt lög- um sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. Þar er og 5 rnanna trygginga- nefnd. Er formaður hennar Þór- arinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri á Tjörn í Svaifaðardal. Framsókn- armaður, eins og Sigtryggur Þor- steinsson og skilningsgóður og! velviljaður Tryggingunmn, eins og Sigtrvggur, en svo má líka segja um alla í trygginganefnd- inni, sem þó mun að meiri hluta skipuð Framsóknarmönnum. Þetta er hér sagt vegna klausu í síðasta tbl. Dags, Fokdleifum. Kennir þar verulegs misskilnings á Trygg'ngunum hér, og raunar alls staðar, og er það að v.’su ekki nýtt hjá blaðinu, en Alþýðu- manninum þykir sjálfsagt að grípa kærkomið tilefni til ýnrissa leiðréttinga og um leið upplýs- inga, er almennlngi mætti verða til glöggvunar á Tryggingunum og starfsemi þeirra. „15% hækkun og ranglæti". Svo heitir klausa Dags um Tiyggingarnar í síðustu Fokdreif- um og er aðalefni hennar þetta: . Gjöld til Almannatrygginganna liafa hækkað um 15% síðan í j fyrra. Þetta er vaxandi frekja. j Menn verða að greiða slysatrygg- ingu vegna vinnustúlkna á helm- iluin. Þetta er furðulegt. í hvað fara gjöld manna til Trygging- anna? Það fær maður yfirleitt! ekkl að vita. Tryggingastofnunin á gilda sjóði. Það viiðist grun- samlegt. Hún stundar lánastarf- semi, er bankarnir ættu einir að annast, og gefur það forystu- mönnum hennar óeðlileg völd (leturbr. Alþrn.). Tekjur og gjöld. Skal nú reynt að rekja þetta ögn í sundur. Tekjur Trygginga- stofnunarinnar eru þessar: Ið- gjöld hinna tryggðu, atvinnurek- endagjöld, framlag sveitarfélaga og framlag ríkis. Útgjöld eru hins vegar aðallega ýmlsskonar bætur, en auk þess náttúrlega reksturs-- kostnaður. Síðan 1947 hafa alvinnurek- endagjöld nokkuð verið lækkuð að lögum (grunnurinn), aðallega 'greitt hærri bætur en raun ber v.tni né komið ýmsum lagfæring- um fram, en allra alvarlegast fyr- ir almenning í landinu $r, að nú- verandi ríkisstjórn virðist bein- línis leggja sig í framkróka við að torve'.da og draga úr gagn- semd Tryggingdnna. Ynni blað.ð Dagur þarft verk, ef það beitti sér gegn slíku. Hærri bætur en gjöld. Árið 1950 greiddu Trygglng- arnar kr. 1.607.099.79 í bætur í I Eyjafjarðarumdæmi, auk 77.830 kr. í svonefndan endurkræfan j barnalífeyri. Á Akureyri urðu bæturnar liins vegar kr. 3.139.-! 809.95, auk 223.445 kr. í endur- kræfan barnalífeyri. Tilfallnar, tekjur Trygginganna urðu í sýsl-1 unni á s. 1. um 990 þús. kr., en í bænum 2.320 þús. kr. Voru því á árinu grelddar unr 1,4 millj. kr. meira hér við fjörðinn í bæt- ur en Inn kom til Trygginganna frá sama stað. Allir launþegar eru slysatryggð- ir lögum samkvæmt við vinnu og að og frá vinnu. Glldir auðvitað hið sama' unr vinnustúlkur sem að;a launþega. Má benda rit- stjóra Dags, sem kvartar undan þv', að gjald þetta skuli inn- heimt, ef vinnustúlkan er heimil- nu bráðnauðsynleg vegna sjúk- leika húsfreyjunnar, en greiðslu- geta lítil, á það, að hvorki Sam- vinnutryggingar né Andvaka miða iðgjöld sín við greiðslugetu iðgjaldagreiðanda hverju sinni, Framh. á 4. síðu. Leikfélflf Ahureyror fyrir atbeina Framsóknarflokks- ins. Framlag ríkisins einnig veru- lega eftir tilkomu núverandi stjórnar undir forsæti Framsókn- arflokksins. Bætur til bótaþega hafa hins- vegar flestar hækkað um 32— 35%, móti um 21% hækkun ofan á grunniðgjöld. M. ö. o. bœtur haja hœfckað meira en iðgjöld, énda voru tryggingarnar reknar mcð um 2 millj. kr. halla s. I. ár, en í ár verður hallinn sennil. ekki innan við 5 millj. kr. Þetta er sem sé allt „ranglætið“ gagnvart iðgjaldagreiðendum, sem Dagur lalar um. Er það að vísu vissu- lega slæmt frá sjónarmiði Trygg- inganna að hafa orðið að hækka iðgjöld, enn verra að hafa þó ekki Leikfélag Akureyrar hóf vetr- arstarf sitt með því að taka til meðferðar gamanleikinn Gift eða ógift eftir J. B. Priestley. Er lelk- ur þessi í þremur þáttum og á að vera háði blandlð gaman, sem þó missir hér allverulega marks, þar sem hann hefir ekki verið heim- færður við íslenzka staðhætti. Leikstjóra hafði L. A. ráðið Gunnar R. Hansen, sem ýmis leik- rit hefir sett á svið í Reykjavík og þykir hæfur leikstjóri. Frum- sýning var svo á leiknum s. 1. laugardag. 15 leikendur komu fram í sjónleiknum, en ekki eru hlut- verkin öll stór. Aðalhlutverkin eru þrenn hjón, sem hyggjast halda sameiginlega upp á 25 ára hjúskaparafmæli sitt, og gera það raunar, en á nokkuð sérstæðan og taugaæsandi hátt. Iljón þessi eru Joseph Helliwell bæjarráðsmaður og frú, leikin af Júlíusi Oddssyni og Freyju Ant- onsdóttur, Albert Parker, bæjar-1 fulltrúi og frú leikin af Vigni Guðmundssyni og Jónínu Þor- steinsdóttur, og Herbert Soppitt og frú, leildn af Sigurði Krist- jánssyni og Ingibjörgu Steins- dóttur. Oll fara þau vel með hlut- verk sín o; eru allvel samæfð. Aft- sýningarnar eða 'o ur eru sumar senurnar frá höfundarins hendi næsta vandræðalegar og leiði- gjarnar, svo að leikararnir verða að yrkja í tómin með látabragða- og svipbrigðaleik. Bar þar af leik- ur Sigurðar Kristjánssonar, þótt Ingibjörg Steinsdóttir hamlaéi vel upp á móti honum. Vignir Guðmundsson sýnir nú í fyrsta sinn leik á sviði, rostafenginn sjáHbyrging, og tekst vel. Um, Fieyju, Jónínu og Júlíus er það að segja, að áhorfandanum fannst þau vera nánast eins og þau ættu að vera og segir það sína sögu um lausn þelrra á viðfangsefninu. Þá leikur Hólmgeir Pálmason í leik þessum drykkfelldan blaða- Ijósmyndara, Henry Ormonroyd að nafni. Tekst honum vel að túlka ölæðlsslúður lians. Bergrós ]óhannesdóttir leikur Rós nu vinnukonu létt og lipurt og sama má segja um Andrés Guðmunds- son, sem leikur lífsglaðan, spjátr- ungslegan og dálítið ófyrirleitinn organleikara. Kærustu hans leik- ur Edda Scheving, lítið hlutverk, en snoturt í meðförum hjá Eddu, eins og hennar er venja. Matthild- ur Olgeirsdóltir leikur drykk- íellda, slúðurgjarna og illkvittna veitingakonu á skennntllegan hátt, — þegar hún á að vera full. Eru þá taldir þeir leikarar, sem helzt koma frain, en með smá- hlutverk fara Jón Kristinsson, Sigríður P. Jónsdóltir, Björn Sig- mundsson og Júlíus Ingimarsson. Virðist Björn, sem annars hefir sýnt leikhúggestum hér skemmti- Iegan og traustan leik, hæfa lak- ast í hlutverk sitt, enda auðséð, að honum fannst þetta sjálfum. Að lokinni sýningu voru leik- arar hylltir, svo og leikstjóri, 'og bárust honum fjölmargir blóm- vendlr. Einnig sumum leikend- anna. Vítavert var það, hve sumir leikhúsgestir koniu seint. Voru þeir að ryðjast í bekkina og skella sætum í 10 mín. eftir að leikur átti að hefjast, og drukkn- uðu raddlr leikendanna í upphafi leiksins algerlega í hávaða þess- ,ara leikspilla.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.