Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1951, Page 1

Alþýðumaðurinn - 20.11.1951, Page 1
XXI. arg. Þriðjudagur 20. nóvember 1951 41. tbl. Bílslys Fjórir Siglfirðingar slasast Föstudagskvöldið 16. þ. m. varð bifreiðaslys á þjóðveginunr norðarlega r Öxnadalshólum. Fór 27 manna bifreið frá Norðurleið- um h.f. R 4715 út af veginum og valt svo, að hjólin sneru upp. Bifreiðin var fullskipuð fólki, 26 farþegum auk bifreiðastjóra og voru það meðlimir úr Kirkjukór Siglufjarðar, sem voru á leið hingað í bæinn til að taka þátt í söngmóti kirkjukóra. Ein kona slasaðist alvarlega, frú Halldóra Þorláksdóttir, sem mun hafa mjaðmarbrotnað, einn karlmaður fór úr axlarlið, og ein kona við- beinsbrotnaði og margt af fólkinu varð fyrir ýmsum minniháttar meiðslum. Slysið vildi til með þeim hætti, er nú skal greina. Langferðabif- reiðin var, sem áður segir, á ferð í Öxnadalshólum, en á veginum í hólunum er all-mikil ísing og hálka. Þegar bíllinn kom upp á einn hólinn, sem vegurinn liggur um, var vörubifreið á veginum skammt fram undan og var hún stöðvuð á vinstri vegarkanti sín- um með ljósum. Hefir bifreiða- stjórinn á langferðabifreiðinni skýrt frá því, að útsýn hans hafi truflazt svo, að hann hafi ekki séð vel til að aka, en með því að hálka var á veginum og undan brekku að fara, reyndist ekki mögulegt að stöðva bifreiðina áður en hún kom á móts við vörubifreiðina. Vegurinn á þessu svæði er aðeins um 4 m. á breidd en bifrelðarnar báðar breiðar og rakst langferðabifreiðin í pall- hornið á vörubifreiðinni hægra megin, en við það rann hún dá- lítið til og lenti út á vegarbrún, rann síðan skáhallt niður vegar- kantinn og ofan í alldjúpa kvos og valt þar, fyrst á vinstri hliðina og síðan á „toppinn“. Kvosin, sem bifreiðinni hvolfdi í, er um 4 m. djúp miðað við yfirborð veg- arins. Fljótlega tókst að bjarga fólkinu út úr bifreiðinni og var sumt af því flutt til Akureyrar með annarri bifreið Norðurleiða h.f., sem var skammt á eftir, og sumt fór með lögreglu og héraðs- lækni, sem kvatt hafði verið á vettvang frá Akureyri. Nokkuð af rúðum brotnaði í langferðabif- reiðinni og þakið beyglaðist og rifnaðl nokkuð, en að öðru leyti mun hún ekki hafa skemmst veru- lega, enda var henni ekið hingað til bæjarins á laugardaginn. — Vörubifreiðin, sem var A 331, skemmdist ekkert og manninn sakaði ekki, sem í henni var. Bókaútgáfa Æskunnar með 2 nýjar bækur Hjá bókaforlagi Æskunnar eru komnar út tvær barnabækur. Er það „Stella og allar hinar“ eftir Gunnar Fossum í þýðingu Sig- urðar Gunnarssonar. Gunnar Fossum er vel þekktur barnabóka- höfundur meðal Norðmanna og sögur hans vinsælar meðal æsku- lýðsins. „Stella“ kom út í fyrra og hlaut góða dóma og beztu við- lökur. „Stella og allar hinar“ er önnur bókin í bókaflokki þessum en sú þriðja og síðasta kemur á næsta ári. — Sögurnar gerast í Noregi á hernámsárum Þjóð- verja og lýsir þætti barnanna í frelsisbaráttu Norðmanna. Hin bókin er „Tveggja daga ævintýri“ eftir Gunnar M. Magn- úss. Sagan styðst við sanna at- burði úr æsku höfundar. Hún er I lýsing á fyrirbæri, sem nú er I horfið úr þjóðlífi okkar, en það var landganga Fransaranna, sem voru hér við land að veiðum í i tugatali. Við landkomur þeirra gerðust ýmis ævintýri og sögur1 spunnust, ýmist skuggalegar eða skemmtilegar. Margar þessara sagna dregur höfundur frarn og kemur þar fram greinargóð mynd af þessu tímabili í sjóþctrp- unum vestra. Bækurnar eru báðar prentaðar á góðan pappír og eru vandaðar að frágangi. Skáldsaga komin út eftir Árna Jónsson Síðastliðinn laugardag kom hér í bókaverzlanir skáldsaga eft- ir Árna Jónsson. Heitir hún Ein- um unni ég manninum, og gefur BS-útgáfan bókina út. Árni Jónsson er Akureyringur (sonur Jóns Guðlaugssonar, bók- haldara). Hefir hann um skeið verið sjúklingur, en vakti fyrir nokkrum árum talsverða athygli sem álitlegt leikaraefni. Má telja víst, að margan fýsi að kynnast skáldsögu Árna, en þetta er fyrsta bók hans. Ísíisksalan I vikunni sem leið, var ísfisk- markaðurinn í Bretlandi hag- stœður fyrst framan af en fór lœkkandi er á leið. Hœstu sölur voru nœr 11.000 pund, en fóru niður í 8.400. Alls nam ísfisksal- an í vikunni tæplega sex millj. kr. brúttó, eða kr. 5.949.736 af 11 skipum. Fisksölum í Þýzkalandi er lokið í ár. SÖLUR í VIKUNNI. 1 þessari viku munu 10 iogar- ar selja í Bretlandi. Þeir fyrstu seldu í gær. Ingólfur Arnarson og Haiðbakur í dag. Svalbakur á morgun, Karlsefni á fimmtu- dag. í lok vikunnar Júní, Kald- bakur og Júlí. SÍÐASTA ÞÝZKALANDSSALA. Togararnir eru nú hættir að selja í Þýzkalandi á þessu ári. Helgafell var síðasti togarinn og seldi þar um daginn og náði prýðis hagstæðri sölu. Var með 217 tonn og seldi fyrir 11.050 pund. SÍÐUSTU SÖLUR. Þessir togarar seldu í vikunni í Bretlandi: Pétur Halldórsson 191 tonn fyrir 8793 pund, Fylkir 208 tonn fyrir 10641 pund. Bjarni riddari 230 tonn fyrir 10809 pund. Egill rauði 244 tonn fyrir 9446 pund, Akurey 226 tonn fyrir 10811 pund, þetta er [ hæsta salan í vikunni, Bjarnarey' 225 tonn fyrir 9280 pund, ísólf- ur 259 tonn fyrir 10065 pund, | Jörundur 237 tonn fyrir 9048 pund og Jón Baldvinsson seldi 217 tonn fyrir 8423 pund. m líkur til, (i brcnitísteínsþerf Iiéiés verili ftillncdt. / bandaríska límaritinu Cliemi-' i cal and Engineering News er ný- lega rœtt um brennisteinsfram- leiðslu Bandaríkjamanna og skort þann, sem er á brennisteini. Seg- ir þar, að þrátt fyrir hina nýju brennisteinsnámu, sem fannst á i óshólmum Mississippi, muni enn verða hörgull á brennisteini. Ástæðurnar til þess eru þær, að það mun taka tvö ár, þar til hafin verður brennisteinsvinnsla í námunum í óshólmum Missis- sippi, en á þeim sama tíma munu aðrar brennisteinsnámur í Bandaríkjunum þrjóta en vinnslan í sumum dragast saman. Jafnframl eykst sífellt þörfin á brennisteini við iðnað í Banda- ríkjunum. Vegna skorts á honum er ekki hægt að reka margvísleg- an iðnað eins og ella væri, og of- an á þetta hafa Bandaríkin neyðzt iil þess að flytja út nokkuð af brennisteini vegna knýjandi þarf- ar annarra landa. Annars staðar í heiminum er lítil brennisteinsframleiðsla, og einu löndin í Norðurálfu, sem geta flutt út brennistein nú, eru Italía og Noregur. í As'u er nokkur útflutningur frá Pakist- an. MIKLIR MÖGULEIKAR HÉR Á LANDl. Það er engum vafa undirorpið, að íslendingar hafa möguleika til brennisteinsvinnslu og arðvæn- legs útflutnings á brennisteini. Ofan jarðar munu hér til 3—5 þúsund lestir af brennisteini, en fyrst og fremst yrði brennisteins- vinnslan að byggjast á því, að hagnýttur yrði brennisteinn, sem streymir upp með gufu á brenni- steinsauðugum svæðum. RANNSÓKNIR í NÁMA- SKARÐI. Boranir þær og rannsóknir, sem fram hafa farið í Náma- skarði, sýna, að þar mætti vinna mikinn brennistein. Af því, sem þar hefir verið gert, er ljóst, að þar má fá að minnsta kosti fjög- ur þúsund smálestir á ári, og lík- ur til þess að þar fengjust tíu þúsund smálestir. En fullnaðar- rannsóknir á þessu hafa ekki ver- ið gerðar enn. En það magn brennisteins, er þar mætti með tíð og tíma fá, skiptir vafalaust hundruðum þúsunda smálesta. Leikikoli Síðastliðinn miðvikudag setti frú Ingibjörg Steinsdóttir leik- skóla, sem hún ætlar að hafa hér í bænum um fjögurra mánaða skeið. Leikkonan ávarpaði við það tækifæri nemendur sína og gesti og sagði það m.a. tilgang skólans að leita eftir nýjum leik- araefnum og þjálfa þá og kvaðst hún hafa loforð Þjóðleikhús- stjóra fyrir því, að efnilegir nem- endur frá sér yrðu teknir beint inn í leikskóla Þjóðleikhússins, en Leikfélag Akureyrar væri nú mikil þörf nýrra krafta, ef það ætti að geta vaxið og dafnað svo sem kröfur heimtuðu og vilji þess og löngun væri. Frúin gat þess, að ætlunin hefði verið að hefja skólann í vetur sem leið, en svo hefði ráð- izt, að hún hefði leiðbeint sína 4 mánuðina á hvorum stað Húsavík Nkorað á Alþingi að samþykkja frumvarp iiin mæðralaim Á fundi, sem haldinn var í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Reykjavik, 6. nóvember 1951, var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fundur í Kvenfélagi Alþýðu- flokksins, haldinn 6. nóv. 1951, skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp það um mæðralaun, sem nú liggur fyrir þinginu, og og Siglufirði. Hefði hún sagt 25 nemendum til á Húsavík, en 27 á Siglufirði. Hér eru nemendur enn ekki nema 9. ___ Barnastúkan SakleysiS. — Enginn fundur verður f Skjaldborg á sunnu- daginn. En Barnastúkan Samúð býður stúkufélögum úr Sakleysinu á afmæl- isfund, sem hefst kl. 2 n.k. sunnudag í Samkomuhúsi bæjarins. bæta þar með úr einum stærsta ágalla tryggingarlöggj afarinnar. Fundurinn leyfir sér að vekja athygli kvennasamtaka í landinu á frumvarpinu og skorar á þau að veita þessu réttindamáli stuðn- ing.“ Ennfremur var á sama fundi gerð svohljóðandi samþykkt: „Fundur, haldinn í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Reykjavík 6. nóv. 1951, skorar á alþingi það, sem nú situr, að samþykkja frani komið frumvarp, flutt af þing- mönnum Alþýðuflokksins í neðri deild, um breytingu á lögum nr. 6, 9. janúar 1935 um tekjuskatt og eignarskatt, varðandi hækkað- an persónufrádrátt. Telur fundurinn, að hér sé urn mjög aðkallandi nauðsynjamál að ræða, og hefði fyrir löngu verið tímabært að gera slíkar ráðstaf- anir til þess að létta skattabyrði ^almennings í Iandinu.“

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.