Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.11.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriSjudagur 20. nóvember 1951 Utflutningurinn d dilkakjöti ÁLÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýð'uflokk félag Akureyrar Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarslíg Jl. Sími 1604. Ve:ð kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar li.f. ,. ————t Andieia volaöir mm Landsfundur Sjálfstæðismanna hefir um skeið verið helzta að- hlátursefni almennings. Þó hefir forysta Framsóknar ekki hlegið. Henni hefir semsé fundizt, að stórmeistari Sjálfstæðisins hafi gerzt fulldjarftækur á nýju föt keisarans, þ. e. frægð „bjargráð- anna“ margumtöluðu: gengis- lækkunina, „frjálsu verzlunina“, „viðreisn atvinnuveganna“ o. s. frv. Eysteinn og Hermann eru sármóðgaðir. Þeir þykjast hafa álL eigi svo lítinn þátt að vefnaði þeim, sem þessi nýju keisaraföt eru saumuð úr, og er það vissu- lega rétt. Hitt þykir hins vegar furðu- legra en svo, að broslegt sé, að til skuli vera svo andlega volaðir menn við forystu í stærsta stjórn- málaflokki landsins, að þeir bein- línis gorti af úrræðum, sem leitt liafa augljósa eymd og atvinnu- þrengingar yfir fjölda manns: Bæjarfélög nötra á barmi gjald- þrots, heilar iðngreinar eru að leggjast í rúst, útgerðin er sífellt í auknum mæli á framfærslu rík- isins, gjaldeyrishalli landsins er meiri en nokkru sinni fyrr, dýrtíð er alveg að sliga al|)jóð manna o. s. frv., o. s. frv. En samt segir æðstiprestur íhaldsins að nú sé allt að bjarg- ast í höfn! Gengislækkunin hafi verlð hið milda lausnarorð fund- ið upp af honuni, auðvitað! Þetta heitir á íslenzku að bíta höfuðið af skömminni. En Her- mann og Eysteinn vilja þó reyna að bíta betur. Þeir láta blöð sín kvarta í fyllstu alvöru yfir því, að hér hafi Olafur Thors reynt að hrifsa afrek frá þeim. Þeir séu hinir eiginlegu feður gengislækk- unarinnar, þ. e. eymdarinnar, at- vinnuskortsins, sívaxandi verð- bólgu, hruns iðnaðarins, vand- ræða útvegsins, o. s. frv. Er að furða, þótt menn spyrji: Eru forystumenn Sjálfstæðis og Framsóknar alveg blindir rnenn? Eða eru þeir svona illgjarnir leiðtogar? Það mun varla fyrir- finnast nú á öllu landinu nokkur sál, sem vill verja núverandi rík- isstjórn þessara andlegu volæð- inga. Þeir einu, sem gera það, eru launaðir ritstjórar stjórnarblað- anna, en forðast það þó eins og heitan eldinn að leggja sál sína í vörnina. Því að jafnvel þeir vita, að h!num andlega voluðu stjórn- arherrum er ekki lengur viðbjarg- and:. Þe.r hafa fellt sjálfir á sig lóminn: Þetta -eru andlega vol• aðir menn. [Deilur hafa risið upp vegna útflutn- g S.Í.S. á dilkakjöti, og hefir S.Í.S. sént Alþýðura. eftirfarandi greinargerð. Tii nánari skýringar þykir Alþm. rétt að birta athugasemd Arnórs Sigurjóns- sonar, ritstjóra Árbókar landbúnaðar- ins, við greinagerðina.J Greinargerð Atvikin hafa hagað því þann- ig, að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga varð á undan öðrum aðilum að taka afstöðu til út- flutnings á íslenzku dilkakjöti, þar sem það er í verkahring sam- bandsins að sjá um sölu á kjöt- ftamleiðslunni. Vegna inargra frá sagna, og sumra villandi, um þetta mál, telur sambandið rétt að skýra stuttlega frá málavöxtum fyrir þá, sem vilja hafa það, er sannara reynist. Tilraunir, sem sambandið gerði i síðast liðnu ári með útflutning á dilkakjöti til Bandaríkjanna, nafa þegar leitt til þess, að hægt er að ná þar í landi hærra verði / fyrir íslenzka kjötið en hinu lög- bundna verði hér heima. Þegar upplýsingar bárust urn þetta síð- astu dagana í september, sótti iambandið til ríkisstjórnarinnar jm útflutningsleyfi fyrir 800 smá- sstum af dilkakj öti af framleiðslu iamvinnufélaganna, sem eiga flest /11 sláturhús landsins, en þetta var það magn, sem kaupendur ósk- ðu að festa kaup á þá þegar. Eftir nokkra daga veitti ríkis- tjórnin útflutningsleyfi fyrir 700 imálestum á tilteknu verði og er ss ókunnugt um, hvers vegna eyfið var minnkað um 100 smál. ar þá strax gengið frá sölusamn- ngum um þetta magn og var sölu erðið að meðaltali 45,286 cent yrir enskt pund cif. New York, í það svarar til kr. 14,95 fyrir kg. frítt um borð á íslenzkum öfnum. ^Vf kjötinu voru 502,5 smálestir sendar vestur með Lagarfossi“ 31. október, og af- ganginn, 197,5 smálestir, á að senda í desember eða janúar næst komandi. Þetta er allur sannleikurinn m sölu og útflutningsleyfi það sem af er. En nú er það komið á daginn, iem öllum Islendingum hlýtur að era fagnaðarefni, að engin fyrir- Jtaða er á sölu til Bandaríkjanna miklu meira imagni af íslenzku lilkakjöti, en vér höfum tök á að jtfæra oss að þessu sinni, og að því er virðist fyrir hærra verð i áður segir. Af ýmsum mikil- vægum ástæðum væri óverjandi 5 láta þetta iæhifæri ónotað. — Safnaði samban.dið því við lok .lálurlíðar upplýsingum um, hve nikið væri óselt af útflutnings- erkuðu dilkakjöti. Virðist vera tm allt að 600 smálestir að ræða. endi samhandið ríkisstjórninni umsókn um útflutningsleyfi fyrir hessii kjöti fyrir nokkrum dögum, en svar ríkisstjé'rnarinnar er ó- komið enn, og «kki vitað hvað veldur drættinúni. Nú er það fyllilega ljóst, að ís-1 lendingar geta sjálfir neytt allrar dilkakjötsframleiðslu sinnar, eins og hún er nú. Spurningin er að- eins, hvort það sé nauðsynlegt eða skynsamlegt. — Arnór Sigur- ónsson hefir í Árbók landbúnað- arins, fyrsta hefti 1951, leitt slerk rök að því, að kjötneyzla íslendinga hafi síðustu tvö árin verið: Frá hausti 1949 til hausts 1950 dls 9737 smálestir eða 69 kg. á mann, Frá hausti 1950 til hausts ’ 951 8714 smálestir eða 61 kg. á mann. Enn er ekki hægt að fullyrða, hve kjötframleiðslan frá haustinu 1951 til haustsins 1952 verður mikil, en naumast verður þó talin jfrausn að áætla kindakjötsfram- leiðsluna 6000 smálestir og annað cjöt 3300 eða samtals 9300 smál. Frá þessu ber því að draga út- flutninginn, segjum 1300 smálest- ir. Eflir verða þá 8000 smálestir handa landsmönnum, sem gera má ráð fyrir að telji 146.000 um áramótin. Þessi áætlun verður naumast véfengd með rökum, en hún sýnir, að kjötneyzlan verður um 54,8 kg. á mann á yfirstand- ndi framleiðsluári, þótt fluttar verði út 1300 smálestir af dilka- ,öti. Kemur því til álita, hvort þetta kjötmagn sé nóg lianda jóðinni, en í því efni er auðveld- ast að mynda sér skoðun með því ð líta út fyrir landssteinana. I áðurnefndu hefti af Árbók land- júnaðarins eru upplýsingar um kjötneyzlu ýmissa þjóða árið 950, byggðar á skýrslum mat- væla- og landbúnaðarstofnunar ameinuðu þjóðanna. Með réttu eitum vér fyrirmyndar um margt til hinna Norðurlandanna og 3retlands, en skýrslan segir, að kjötneyzla þessara þjóða árið 1950 hafi verið á mann: Danmörk ............. 57 kg. Svíþjóð ............. 45 — Noregur . !.......... 29 — Finnland ............ 27 — England ............. 45 — Enn er þó ótalin veigamesta ástæðan til útflutnings á öllu því dilkakjöti, sem vér megum án vera, en hún er sú, að vér íslend- ngar gerum oss rökstuddar vonir um fjölgun sauðfjárins á næstu árum. Sú fjölgun er óhugsandi nema góður markaður sé til er- ’endis fyrir þann hluta framleiðsl- unnar, sem vér þurfum ekki sjálf- ir á að halda. Engum getur bland- azt hugur um, að einmitt í Banda- ríkjunum er ókjósanlegasti mark- aðurinn, sem til er í heiminum, fyrir þessa vöru. Bandaríkjamenn eru auðugasta þjóð veraldar og ein af þeim stærstu. Kjötneyzla er þar mjög mikil, en framleiðsla dilkakjöts hins vegar mjög tak- mörkuð. Því má nú ekkert tæki- færi láta ónotað til þess að vinna íslenzku dilkakjöti framtíðar- markað í Bandaríkjunum. Aðrar þjóðir, sem aðstöðu hafa til að notfæra sér þennan markað fyrir dilkakjöt, gera sér þetta vel Ijóst, og haga sér samkvæmt því. 13. nóvember 1951. Helgi Pétursson f ramkvæmdast j óri útflutningsdeildar S.I.S. Athugasemd varðandi kjötneyzlu hér og annars staðar Vegna þess, sem síðar hlýtur fram að koma, þykir mér rétt að gera nokkrar athugasemdir við ályktanir þær, er Helgi Pétursson, framkvæmdarstjóri útflutnings- deildar SÍS, hefir í greinargerð um útflutning á dilkakjöti dregið af athugunum mínum á kjöt- neyzlu okkar íslendinga. Þessar athuganir mínar eru fyr ir öll árin 1934—1950, og eru niðurstöður af þeim birtar í Ár- bók landbúnaðarins 1950 (um árin 1934—1948) og 1951 (fram haldsathuganir um árin 1949 og 1950). Niðurstöðurnar eru á þá leið, að á kreppuárunum fyrir ófriðinn hafi kjötneyzla okkar verið um 60 kg. árlega á íbúa, minnst þetta krepputímaskeið ár- ið 1935, 54,5 kg. mest 1937, 66,5 kg. Á stríðsárunum óx kjötneyzl- an með vaxandi gjaldgetu fólks- ins upp í 80 kg. á íbúa og varð mest 1943, 86 kg. Eftir stríðslok- in hefir kjötneyzlan verið: 1945 33,5 kg., 1946 63,5 kg., 1947 69,0 kg., 1949 69,0 kg. og 1950 61 kg. Ekki er vitað um birgðaflutning milli ára, en sá birgðaflutningur hefir eitthvað misjafnað tölurnar, og hefir árleg kjötneyzla þessara ára verið rétt við 70 kg. á íbúa þar til 1950. Kjötneyzlan er reikn- ið eftir kjötframleiðlunni (að !rádrengnu útfluttu kjöti). Það af kjötframleiðlunni, sem ekki emur fram í sláturhúsum, er áætluð eftir tölu fram kominna iúða og gæra, og er gert ráð fyrir að allt stórgripakj öt nýtist, ef húðin er hirt. Áajtlunin gæti ver- ð í hæsta lagi aí því, að ekki er gert fyrir afföllum stórgripakjöts ns og rýrnun kjötsins, og svo virðist af samanburði við fram- alsskýrslur, að húðir af missiris- göndmn kálfum séu taldar sem etrungshúðir. En þetta getur ekki munað miklu, í hæsta lagi ’m 2—3 kg. á neyzlu hvers íbúa að meðaltali. Hitt getur varla ver- ð, að áætlunin sé of lág. Þetta er meiri kjötneyzla en í öllum öðrum öndum Norðurá’tfu, eftir því sem matvæla- og efnahagsstofnun sameinuðu þjóð anna telur (en hún telur kjötneyzlu okkar Islend- ‘nga 65 kg. á íb.úa). Hins vegar telur matvæla- <og; efnahagsstofn- inin kjötneyzlu ýmissa þjóða, sem hafa búfjórraj kt að aðalgrein ’andbúnaðar sms, .meiri en okkar. Kjötneyzla í Uruguay er talin 128 kg. á íbúa, í Argen.tínu 121 kg, í Ástralíu og Nýja-Sjiálandi 111 kg. og í Bandankjununr 79 kg. Þegar 'iess er gætt, að landbúnaðarfram eiðsla okkar er að lang mestu ■yti kjöt- og mjólkurframleiðsla, r kjötneyzla okkar alls ekki mjög ikil, og það jafnvel undrunar- vert, hversu miklu minni hún er 3n kjötneyzla kj ötframleiðslu- þjóðanna á suðurhveli jarðar. Það er athugnarvert, að af beim rétt um 9000 tonnum af 'öti, sem framleitt hefir verið lér á landi í fyrra, 1950, og í ór, )51, hafa ekki komið nema um 1000 tonn til opinberrar sölumeð- Arðar. Hitt hefir verið tekið til leyzlu af frandeiðendum og þeim, em keypt hafa beint af framleið- sndum. Ekki er hægt að vita það íákvæmlega, hve margt íbúanna stendur áð neyzlu þess kjöts, sem :kki kemur til sölumeðferðar, en líklega er það ekki yfir 40 þús. ;anns, og alls ekki yfir 47 þús., af þeim 147 þús. íbúum, sem gera má ráð fyrir hér á landi á þessu hausti. Þar sem ýmsar kjötfram- leiðsluþjóðir neyta 100—128 kg. kjöts á hvern íhúa allrar þjóðar- nnar, þarf það ekki að koma ó- vænt, að framleiðendur kjöts hér á landi neyti um 100 kg. kjöts á ári hver að meðaltali. Það kjöt er þeim að mestu leyti mjög ódýr fæða, jafnvel óseljanleg, kjöt af vanhaldapeningi, hrossakjöt, kýr- kjöt, ærkjöt og kjöt af úrkasts- lömbum. Ef við gerum ráð fyrir, að það kjöt, sem kemur til sölumeðferð- ir, skiptist jafnt milli þeirra 100 til 107 þús. íbúa, sem ekki fram- leiða kjöt sjálfir eða kaupa kjöt til neyzlu sinnar beint frá fram- leiðendum, mundi það vera 47— 50 kg. handa hverjum þeirra. T)etta er að vísu meiri kjötneyzla en víðast annars staðar í Norð- irálfu, en það er minna en menn hér á landi eru vanir að neyta, og mundi því mörgum finnast kjötskortur, þótt ekkert yrði flutt út af kjöti. En allur útflutningur kjöts kemur einmitt fram á þess- um hópi neytendanna. Fyrir hver 100 tonn af kjöti, sem út eru flutt, minnkar það, sem þessir neyt- endur fá, um nálega 1 kg. á hvern og fyrir hver 1000 tonn um 10 kg., en það mundi flestum finn- ast mikil minnkun kjötneyzlunn- ar. En þessi minnkun kjötneyzl- unnar mundi ekki koma jafnt niður á öllum þessum 100—107 þús. neytendum. Þeir sláturstað- ir, sem hafa hlutfallslega miklar kjötbirgðir, mundu halda eftir nægilega miklu kjöti til neyzlu í sínu verzlunarumdæmi. Skortur- inn á kjöti til neyzlu mundi aðal- lega koma fram í kaupstöðunum við Faxaflóa og í Vestmannaeyj- um. Ekki er hægt að gera ráð fyrir, að teljandi meira kjöt komi til neyzlu eða sölumeðferðar á næsta ári, 1952, og mjög vafasamt, að svo verði enn 1953. Auðvitað fer þetta nokkuð eftir heyfeng, en vonandi verður heyfengur meiri næstu sumur en verið hefir í sumar og í fyrra sumar, og þá verður búfé fjölgað, en fátt kem- ur til slátrunar. Nú í haúst hafa menn vjða fækkað gripum, en sauðfé var skorið niður á stóru svæði, og því nauðsynlegt að

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.