Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.11.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriSjudagur 20. nóvember 1951 Nauðsyn iðnaðarbanka í landinu: 11 sinnum meiro fé 0 fjorlögum til landbúnaðar en iðnaðar. Þó vinnur um þriðji hluti þjóðarmnar að iðnaði, en ekki nema fjórði hluti að landbúnaði. Emil Jónsson benli á það við aðra itmrœðu iðnaðarbankajrum- varpsins í neðri deild fyrir skömmu, að sú uppliœð, sem iðn- aðinum er œtluð á fjárlögum, nemur aðeins 37. parli aj jwí fé, sem landbúnaðinum er œtlað. — Nefndi hann þetla til stuðnings því, hve iðnaðurinn er afskiptur um lánsfjárútvegun. Framlag rík- isins til landbúnaðarins næsta ár á samkvœmt fjárlagajrumvarpinu að nema 36.9 millj. kr., en til iðnaðarins ekki nema 976 þús- und krónur. Emil drap og á það, að við iðnaðinn starfar nú um þriðj- ungur landsmanna, og er sá at- vinnuvegur því orðinn langfjöl- mennasta atvinnustétt landsins. Bæri því brýna nauðsyn til að sinna þörfum hans meira en gert hefir verið. Engin ágreiningur mundi líka vera um það, að iðn- aðurinn hefði úr of litlu lánfjár- magni að spila. Emil sýndi fram á það, að eng- in lánsstofnun er til í landinu, sem sérstaklega telur það hlut- verk sltt að sjá iðnaðinum fyrir lánsfé á sama hátt og Útvegs- bankinn og Búnaðarbankinn ann- ast þarfir þeirra atvinnuvega, sem þeir eru kenndir við. Á hinn bóginn yrði iðnaðarbankinn, er hann væri kominn á fót, sá aðili, er iðnaðarmenn og iðnrekendur gætu leitað til og annast ætti þeirra niál fremur en annarra. Slíka lánsstofnun vildu iðnaðar- menn fá. Nokkrir Framsóknarmenn beita sér gegn frumvarpi þessu og tveir þeirra, Skúli Guðmundsson og Andrés Eyjólfsson, sem sæti eiga í iðnaðarnefnd neðri deildar, vilja láta vísa málinu frá, með því, að ókomið er álit milliþinga- nefndar í bankamálum, en það snerti verksvið hennar. Emil Jónsson vitnaði hins veg- ar í orð iðnaðarmálaráðherra, er hann sat fund iðnaðarnefndar neðri deildar, að frúmvarpið fari ekki í bága við hlutverk banka- málanefndarinnar, en þessi ráð- herra hefur skipað nefndina og markað henni starfssvið,. Sagði Emil, að það sæti sízt á Framsókn armönnum, sem teldu sig vera umbjóðendur landbúnaðarins fyist og fremst, að vera á móti þessu frumvarpi, þar eð fyrir eng- an atvinnuveg væri eins hlífðar- laust beðið um fé og landbúnað- inn. Hafði þannig verið farið fram á til hans auk fjárveitingar- innar í fjárlagafrumvarpinu og 16 millj. kr. láns, sem samþykkt var að útvega honum erlendis í haust, að fá allt að 200 milj. kr. úr mótvirðissjóði, 5 millj. kr. til veðdeildar búnaðarbankans, 1 millj. til stofnlánasjóðs bankans og 24 millj. til enn einnar deildar hans. En það eru aðeins 3 millj. kr., sem farið er fram á til iðnað-- arbankans. Söngmót kirkju- kórasambands Eyjafjarðar- prófastsdæmis Síðastliðinn sunnudag, kl. 5 s. d., var haldið í Akureyrarkirkju söngmót Kirkj ukórasambands Eyjafjarðarprófastsdæmis. Var það hið fyrsta í röðinni og var kirkjan þéttskipuð áheyrendum. Kórar þeir, er þátt tóku í móti þessu, voru þessir: Kirkjukór Siglufjarðar, Kirkjukór Munka- þverárkirkju, Kirkjukór Grund- arkirkju, Kirkjukór Lögmanns- hlíðarkirkju og Kirkjukór Akur- eyrar. Söngstjórar voru, taldir í sömu röð og kórarnir: Páll Er- iendsson, Áskell Jónsson, Sigríð- ur Schiöth, Áskell Jónsson og Jakob Tryggvason. Mótið hófst með ávarpsorðum Áskels Jónssonar, en síðan sungu allir kórarnir sameiginlega eitt lag undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. Þá sungu kórarnir hver út af fyrir sig 3 lög, en síðast sameiginlega undir stjórn hvers söngstjórans fyrir sig. Einsöngvari í Kirkjukór Siglu- fjarðar var Jón Gunnlaugsson og í Kirkjukór LögmannshJíðar- kirkju Helga Sigvakladóttir. Allt fór mótið hið prýðilegasta fram og var kórum og söngstjór- um til sóma og áheyrendum til mikillar ánægju. Happdrætti Alþýðuflokksins býður upp á margt ágætra vinninga Happdrætti Alþýðuflokksins er óefað eitthvert bezta happdrætti ársins. Þar er t.d. boðið up-p á ágæt heimilistæki, svo sem ís- skápa, þvottapotta, Rafha->elda- vélar, ryksugur, hrærivélar og saumavélar. Auk þessa 10 þús. kr. peningavinning og annan upp á 5 þús. kr. Ennfremur ferðir til Kaupmannahafnar og Glasgow. Dregið verður 31. desember n. k. Miðar kosta aðeins 5 kr., og fást þeir í matvörudeild KVA, Bókabúð Rikku og auk þess hjá ýmsum meðlimum Alþýðuflokks- félaganna hér í hæ. Hremsur SÓÐALEGUR BÆR. Áður var það stolt Akureyrar- búa, að bær þeirra var talinn hreinlegasti bær landsins. Nú mun ekki mikið öfugmæli, að hann sé sá óhreinasti. Þó mun hafa keyrt um þverbak undan- farna góðviðristíð, því að svo mikið skarnríki hefir t. d. mið- bærinn verið, að sárasta raun hefir verið að. Hvar eru götusóp- ararnir? spyr fólk. Tímir nú bæjarfélagið ekki að greiða fyr- ir nauðsynlegustu þrifum á göt- unum? Blaðatætlur flögra og liggja um allt. Skarnskaflar safnast við minnstu mishæðir og rennusteina. Á gangstéttum er skarn og ryk í skóvörp. Það er ekki of sterkt til orða tekið, að þetta sé bæjarskömm. MIKIL AFTURFÖR. í haust átti ég tal við nokkra Reykvíkinga, sinn í hvoru lagi. Allir höfðu þeir komið hingað til bæjarins í sumar. Allir töluðu þeir um, hve bæjarstæðið væri fallegt. Allir höfðu þeir tekið eft- ir þeim fegrunarframkvæmdum í bænum, sem Finni Árnasyni, garðyrkjuráðunaut, má fyrst og fremst þakka. En öllum fannst þeim hreinlæti í bænum ábóta- vant. Það liggur við borð, að bærinn sé blátt áfram sóðalegur. Hvað berið þið ofan í göturnar? spurðu þeir. Þegar þurrt er, veð- ur allt í ryki, en í regni allt í for. Og svo sýnist okkur malbikun ekkert miða áfram' í bænum. Er alger kyrrstaða í gatnagerð hjá ykkur? TÍVOLl AKUREYRARBÆJAR. Verkamenn hér í bænum eru í gamni farnir að kalla grjótnám bæjarins Tívoli Akureyrar. Það er semsé svo furðuleg veeal- mennskan við rekstur þess, að engu tali tekur. — I sl. viku t.d. gekk grjótmulningsvélin 8 — segi og skrifa átta — tíma hina sex vinnudaga. „Hinn hugvits- sami“ útbúnaður bæjarverkfræð- ingsins er semsé alltaf að bila, en þótt liðin séu nú nær 2 ár frá því að öllum, sem þarna vinna, varð ljóst, að hér er sviðsett hrein kleppsvinna, leyfir metnað- ur bæjarverkfræðingsins ekki, að annað og betra sé sett í staðinn. Það mun ekki ofmælt, að hér rekur þessi óhappamaður hreina skemmdarstarfsemi gegn bæjar- félaginu •— í skjóli Steinsens og þess méiri hluta,Ver hann styður. Konunarnir dingla með. Enn er þess að geta, að meira en tvö ár eru liðin síðan bæjarstjórn sam- þykkti að flytja grjótnámið það- an, sem það nú er. Átti bæjar- verkfræðingurinn að finna því hagkvæman stað, livað honum hefir ekki tekizt, enda þótt vanda- lítið sé fyrir leikmann, hvað þá meðalgreindan verkfræðing. Er nú farið að brjóta niður klöpp, sem áður hefir verið ætlunin að hrófla ekki við, og þarf að aka grjótinu á bílum í grjótmjrln- 'ngsvélina. Er það bæði óhentugt og dýrt. „SEM BEZT VARA VIÐ SEM LÆGSTU VERÐI“. Eitt aðalstefnumark samvinnu- félagsskaparins er að útvega meðlimum sínum „sem bezta vöru við sem lægstu verði“. Þetta kvað Hótel KEA stunda af sérstakri alúð í vetur. T. d. hefir það haft á boðstólum sítrón eða appelsín á níundu krónu flöskuna, og er það eins og menn sjá sérlega ódýrt, og gæðin þarf ekki að „tvíla“! Öllu nær sam- vinnuhugsjóninni er þó kannske að selja eitt glas af soðnu vatni með einum sykurmola Á ÁTT- UNDU KRÓNU. Oss furðar stórlega, hve lágt er hægt að komast í vöruverði, sé samvinnustarfseminni beitt á réttan hátt! HINIR 27. 27 héldu rússneska hyltingar- afmælið hátíðlegt á Hótel Norð- urlandi, 7. nóv. sl. Þjóðviljahá- tíðina sóttu 42. SAGAN ENDURTEKUR SIG. Þegar Vilhjálmur Þór hafði komið Steini á stall (sbr. söguna um Fullsterk, Hálfsterk og Am- lóða) hér í bæ, segir sagan að blessaður nýi sakleysinginn hafi ætlað að ganga í Framsóknarfé- lagið hér og rætt um það við Vilhjáhn. ,;Nei,“ sagði þá Vil- hjálmur, „gakktu í. Sj álfstæðisfé- lagið. Þannig tryggir þú Sjálf- stæðið.“ Steinsen lét sér þetta að kenningu verða, og þannig skap- aðist táknið Steinsen sjálfstæðis- maður, handbendi Framsóknar. En einn kemur öðrum meiri. Bæjarverkfræðingur var ráðinn til bæjarins af Framsókn og Sjálfstæði. í hvorn flokkinn átti hann að ganga? „Hvorugan,“ sögðu þeir vísu menn Framsókn- ar og Sjálfstæðis. „Gakktu í Sósíalistaflokkinn, þannig tryggir þú komma.“ Og þannig varð til táknið Ásgeir Markússon konun- únisti, handbendi Sjálfstæðis, Framsóknar og konnnúnista! FRÆGIR SKÚRAR. Sameiningartákn Framsóknar og Sjálfstæðis, skúrar KEA og Tómasar hreinlætistækjasala, eru orðnir mjög frægir. íslendingur hefir birt myndir af þeim, Fram- sókn hefir svarið fyrir barnið í Degi og kennt Sjálfstæðinu það, bæjarstjórn Akureyrar hefir tví- vegis fyrir löngu samþykkt að rífa þá og a. m. k. Jakob Frí- mannsson hefir af alefli reynt að losa sinn skúr nú 2 sl. ár, en því miður ekki tekizt það. Svo að enn standa skúrarnir til heiðurs Jak- obi og Tómasi, Framsókn og Sjálfstæði. „Ö, sú náð að eiga--------- einkavin í hverri þraut!“ —> þ <— Til meðlima Náttúrulœkningafélags- ins. Hvítlaukurinn er kominn. Verður seldur í Vöruhúsinu h.f. gegn framvís- un félagsskírteina, sem eru afgreidd hjá frk. Onnu Laxdal. Þar er einnig tekið á móti nýjum félögum. frá Blindraiðn K. T. Fjölbreytt úrval: Rykkústar, 2 teg. Gólfkústar, 3 teg. Götukústar Kalkkústar Gluggakústar Handskrubbar, 2 teg. Baðskrúbbar, 2 teg. Fataburstar Skóburstar, 2 teg. Áburðarburstar, 2 teg. Naglaburstar Þvottaburstar Sópuburstar, 4 teg. Klósettburstar Penslar, 2 teg. N ÝTT : M iðstöðva rof na- burstar Pottaburstar Fötuburstar Könnubursta r, 2 teg. Lítið í gluggann! K g u p f é I a g Verkamanna Nýlenduvörudeild. Almennur fundur um áfengismál var haldinn í Samkomuhú inu á Ak- ureyri þ. 15. nóv. sl. að tilhlutun Uni- dæmisstúku Norðurlands, Áfengis- varnarnefndar Akureyrar og Áfengis- varnarnefndar kvenna á Akureyri. — Fundurinn var mjög fjölmennur. — Fundarstjóri var Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri. Aðalræðumaður var séra Jakob Jónsson sóknarprestur í Rvík. Flulti hann afburða snjalla ræðu um áfengismál þjóðarinnar, og hvað helzt er hægt að gera til varnaðar áfengisbölinu. Aðrir ræðumenn á fundinum voru: Brynleifur Tobíasson skólameistari, Eiríkur Sigurðsson yfir- kennari frú Filippía Kristjánsdóttir, Guðmundur Karl Pétursson yfirlækn- ir og Stéfán Ág. Kristjánsson forstjóri. Meðal annars, sem fram kom á fund- inum var það, að framleiðsla á sterku öli í landinu væri hættuleg fyrir þjóð- ina, og ekki kæmi til mála, að Al- þingi samþykkti það án þe s að leggja það fyrst undir þjóðaratkvæði, þar sem það væri það eina sem eftir væri af hinu gamla áfengisbanni. — í lok fundarins voru sýndar tvær kvikmynd- ir og var önnur þeirra frá Stórstúku- þinginu á Akureyrí f sumar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.