Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.12.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 11.12.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 11. desember 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokk félag Akureyrar Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 20.00 á ári. Prcntsmiðja Björns Jónssorutr h.f. --------------1 Hremsur Foringi kommúnista í 01- afsfirði segir sig úr flokknum. Kristinn Sigurðsson, sem um langt skeið hejir verið jorvígis- maður kommúnista í Ólajsfirði og nú á jtessu kjörtímabili eini fulltrúi þeirra í bœjarstjórn, sagði sig 20. nóv. sl. úr Sósíal- ^ istafélagi Ólajsfjarðar og lagði niður umboð sitt sem bœjarfull- trúi. Einnig sagði hann sig úr nejndum og opinberum störfum fyrir kommúnista. SÍS segir sig úr SÍF. Samband ísl. samvinnufélaga hefir sagt sig úr Sölusambandi ísl- fiskframleiðenda, en SIF hef- ir haft á hendi alla sölu saltfisks úr landinu. Ráða Thorsararnir þar lögum og lofutn og hefir ver- ið hér um einokun á saltfiskút- flutningi að ræða, sem fortnæl- endur „frjálsrar verzlunar“ hafa látið sér mæta vel líka, enda haft góðan hag af að ýmsra áliti. Er það vissulega virðingarvert átak hjá SÍS, ef það rýfur þennan ein- okunarhring fullkomlega, en hér þarf lagabreyting til á Alþingi og hefir verið lagt fram frv. í þing- inu þar að lútandi. Er búizt við, að hvessa kunni á stjórnarheim- ilinu út af þessu máli. Ekki sama, hver stéttin er. Á fjárlagafrumvarpi því, sem nú Fggur fyrir Alþingi, er bún- aðarblaðinu Frey ætlaðar 30 þús. kr. til útgáfukostnaðar. Hins veg- ar hefir stjórnarliðið í fjárveit- ingarnefnd eindregið lagzt gegn því, að allur styrkur til Alþýðu- sambands íslands fari nokkuð frani úr 10 þús. kr.! Ekki spillir að geta þess, að tilraunaráði landbúnaðarins eru ætlaðar aðrar 30 þús. kr. til út- gáfustarfsemi, Ritstjóri Dags vitkast meira og meira. Loksins er ritstjóri Dags orð- inn fullviss um, að gengislækkun- in og allar „hliðarráðstafanirnar“ hafi ekki orðið ísl. iðnaði sérlega blessunarríkar. Ekki þorir hann þó að segja þetta fullum fetum í eigin persónu, heldur gerir sig að „húsmóður“ í síðasta tbl. Dags og ritar fjálglega um efnið. Er oss hin mesta gleði að vitkun l ritstjórans, enda þótt hann þurfi að klæðast pilsi til að segja frá vitkun 6Ínni. Siðgæðishugmyndir íslendings. í íslend.ngi sl. miðvikudag er í leiðara rætt um verziunarólag það, sem nú ríkir, og auðvitað mfsungið, því að á þessu ólagi hefir ísl- loks Ltnað svo, að iverrir Ragnars þarf ekki að ótt- ast um kolapyngju sína næstkom- andi áramót. Þetta minnir oss á söguna um púkann á fjósbitan- um. En sú tegund náttúruanda þótti ekki skipuð sérstökum vits- munaverum, og vel gæti fyrr- greindur leiðari Isl. staðfest þá skoðun. Þar er því semsé haldið fram, að Alþfl. hafi af liltölulega iáum okraradæmum viljað stimpla alla kaupsýslustéttina sem okrara. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Alþfl. vildi láta birta nöfn okraranna til að hreinsa þá af grun, sem saklausir eru, en Björn Olafsson, viðskiptamála- ráðherra, hefir verið ófáanlegur t.l þess, og með þessu varpað óorði okraranna á alla kaupsýslu- stéttina. Þelta hefir ísl. látið sér vel lynda. Hann er nú ekki gerð- ur út af heiðarlegri manntegund en þetta! Sælir eru hjartahreinir. I sama blaði var látið að því liggja, að Alþfl.menn væru hin- ar gráðugustu bitlingahítir, sem á jörðinni gengju. Þetta er ein eftirlætis tuggugummítegund komma, Framsóknar og Sjálf- stæðisins. Hitt víta allir, nvílíkan viðbjóð þessir flokkar hafa á op- inberum stöðum, því að hvenær, sem þeir hafa átt kost á þeim, hafa þeir auðvitað afþakkað. Eða var einhver að hlæja? Enginn efast t. d. urn, að hin 5 nýj u fulltr.embætti við ráðuneytin verði skipuð öðrum en krötum, því að enginn Framsóknarmaður eða Sjálfstæðishetja fæst náttúr- lega í þau! Nú, og ekki er að spyrja að sparnaðinum. í haust skrifaði t.d- Karl Friðriksson, eða sagnarandi hans, í ísl., að Tryggingastofnun rikisins væri hin mesta amlóðastofnun, því að Bragi Sigurjónsson ynni á snær um hennar og gerði aldrei neitt. Undrar nú engan slík unnnæli eftir að hafa séð hin áhöfu vinnu- brögð Karls sjálfs með 2 kontór- ista undir sér hér niður á Tang- anum í salarkynnum Vegagerðar- innar. Mun að vísu enginn vita, hvað þeir hafa að gera nema Karl sjálfur, en það er líka nóg. Hann er Sjálfstæðismaður, og þeir bruðla nú ekki með opinbert fé. Það eru svo heiðarlegir og hjartahreinir menn í þeim flokki! —•> <— lljónaejni. Hinn 1. des. opinberuðu irúlofun sína á Húsavík ungfrú Stef- anía Halldórsdóttir og Guðmundur Hákonarson. Brúðkaup. 1. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristrún A. Finns- dóttir og Gunnar S. Sigurjónsson, búsasmiður, Holtagötu 12, hér í b®. Bpekuv Símon Dalaskáld: Árni á Arnarfelli og dætur hans. Rvík. 1951. Útg.: ísafoldarprentsm. Þegar ljóðaúrval Símonar kom út í fyrra var þess getið, að til væri í handriti skáldsaga eftir hann. Er liún nú komin á prent. Um hana má segja það að eng- um þarf að leiðast, sem les hana. Frásögnin er hiöð, atburðirnir margir og sögulegir, og víða hnytlilega að orði komist. Má iíkja frásögninni við, er góður fréttamaður segði tíðindi og heimafólk hlýddi á. — Er saga Símonar enn ein sönnun þess, hversu frásagnargáfan var rík með þjóðinni og hve mikið vald ólærðir menn höfðu á máli og stíl. Símon Dalaskáld var þjóð- kunnur liagyrðingur, svo að fá- um hefir hagmælskan verið til- tækari, sagan Árni á Arnarfelli sýnir ljóslega að honum hefir ekki s.ður verið tiltækt óbundna málið. Std. Steindórsson. Jón Björnsson: Valfýr á grærtni freyju, Skáldsaga. Bókaútgáfan Norðri. 1951. Jón Björnsson er afkastamikill rithöfundur og sækir efnivið sinn jöfnum höndum í sveitalíf nú- tímans og sögu og þjóðsagnir þjóðarinnar frá liðnum öldum. Ilonum má að dugnaði og efnis- vali líkja við Jón Trausta — og að óvandvirkninni líka. En ein- hvern veginn hefir lesandinn það á meðvitundinni, að Jón Björns- son skrifi bækur sínar ekki af jafnmikilli nauðsyn og Jón Trausti — og það gerir enn gæfu- muninn. Skáldsagan Valtýr á grænni treyju er unnin upp úr sam- nefndri þjóðsögn austlenzkri- Saklaus bóndi er dæmdur til dauða fyrir morð. Seinna, en um seinan, homast mislök réttvísinn- j ar upp. Saga Jóns Björnssonar er þannig hrein skáldsaga, en ofin nokkrum fróðleik höfundar um aldarfar á miðri 18. öld. Aðalpersónurnar, sem hér er teflt fram, eru Jón Arngeirsson, sýslumaður; Valtýr bóndi á Eyj- ólfsslöðum, hinn ímyndaði saka- maður; Ingibjörg, kona hans; Valtýr, sonur þeirra, og séra Jón Stefánsson. Stíll Jóns Björnssonar er breið- ur og þyngslalegur og vantar glæsileik. Hann notar upphróp- unarmerki, þankastrik og úrfell- ingarpunkta heldur til leiðinda. Bendir þetta til, að hann viti með sjálfum sér, að honum tekst ekki fullkomlega að gera persónur sín- ar hreinsannar. Er því og ekki að neita, að talsvert skortir á, að ■honum takizt að skapa drama- tískt nútímaskáldverk upp úr hinni harmrænu þjóðsögu með dul sinni og hálfkveðnu frásögn. Hitt leynir sér ekki, að Jón Björnsson er greindur maður og aLhugull uin margt, en það háir iionum enn eins og í fyrri bókum uans, að hann skortir skarpa sál- pexkingu, næmt málskyn og orð- snilld, en dugnað og vilja til rit- slaifa skortir hann ekki, en þeir eiginleikar virðast skáldsöguhöf- undum oft drýgstir til langferða. Stefnumark mannkynsins Höf. Du Noiiy. Þýð. Séra Jakob Krist- insson. Bókaútgáfan Norðri. 1951. Bók þessi heitir á frummálinu Human Destiny og hefir hvar- vetna vakið mikla athygli. Þýð- andann þarf ekki að kynna. Má í raun réttn segja, að hann sé næg trygging þess, að hér sé góð bók boðin íslenzkum lesendum. Bókin fjallar um heimshug- myndir mannsins og takmarkið með Lfi hans og starfi. Fjallar höfundur um þetta efni af mikilli skarpskyggni og skýrri hugsun að dómi fjölmargra viðurkenndra vísindamanna. íslenzk alþýða var fyrrum þyrst í fróðleik af þessum toga. Má því segja, að hér sé nokkurs konar prófraun lögð fyrir þjóð- ina: Hvar er hún nú á vegi stödd um þekkingarþorsta á þessum málum? Br. S. Til allra lesenda: Verum samtaka um að sporna við áfengisneyzlu í þessum mánuði. Takmarkið er: Áfengislaus jól. 'TX C.iplDBORGflfi B/D í kvöld kl. 9: TRYGGER YNGRI Mjög spennandi og skemmti- leg ný amerísk kúrekamynd í litum. Aðalhlutverk: Roy Rogers Trigger og nýi Trigger Þeir sem drekka geta orð- ið áfengissjúklingar, en það er engin ástæða íil að ímynda sér að áfengis- iöngunin sé sjúkdómur, og svæfa samvizkuna á þeim grundvelli. Við eigum mikið og gott úrval af alls konar skófatnaði. KEA Frd Rafveitu Ahurcyrar Fyrst um sinn verður skömmtun á rafmagni hagað þannig, að hvert hverfi verður straumlaust tvo tíma í senn í eftirfar- andi röð: Miðvikudagur: Kl. 9—11 Miðbærinn og Hafnarstræti. — 11— 1 Suðurbrekkan og Innbærinn. — 1— 3 Glerárþorp, Gleráreyrar og efsti hluti Oddeyrar. — 3— 5 Oddeyri. — 5— 7 Norðurbrekkan og Mýrahverfi- Fimmtudagur: Kl. 9—11 Suðurbrekkan og Innbærinn. — 11— 1 Glerárþorp, Gleráreyrar og efsti hluti Oddeyrar. — 1— 3 Oddeyri. — 3— 5 Norðurbrekkan og Mýrahverfi. — 5— 7 Miðbærinn og Hafnarstræti. Föstudagur: KI. 9—11 Glerárþorp, Gleráreyrar og efsti hluti Oddeyrar. — 11—1 Oddeyri. — 1— 3 Norðurbrekkan og Mýrahverfi. — . 3— 5 Miðbærinn og Hafnarstræti. — 5— 7 Suðurbrekkan og Innbærinn. Framvegis breytist röðin þannig, að það hverfi, sem er straumlaust frá kl. 9—11 verður aftur straumlaust frá kl. 5— 7 næsta dag og öll röðin breytist samkvæmt því.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.