Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.12.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 18. desember 1951 45. tbl. »Starf núverandi stjórnar er fyrst og fremst endur- reisnarstarf.«!! Ýaf Marshallaðstoðinni til þessa° lands. Það er líka sannleikur, þótt hann sé einnig í senn óhugnanleg- ur og ömurlegur, að frá þessu sjónarmiði hafa þessi samtök gef- ist ágætlega: Hinir ríkari hafa t— segir Hermann Jónasson — Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk. skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábandssokk. Gömul öfugmælavísa. Eldhúsdagsumræður á núver- andi Alþingi eru nýafstaðnar- Mun það mál allra, hvar í flokki sem þeir standa, að aumari frammistaða stjórnarliðs en þar heyrðist hafi aldrei borið fyrr fyrir eyru íslenzkra hlustenda. Að vísu er skylt að geta þess, að Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, gerði heiðarlega tilraun til að gera forsvaranlega grein fyrir sínum músarholusj ónarmiðum, en þó varð hann að grípa til ve- sælla blekkinga af og til og rang- færslna á staðreyndum til að standa ekki alveg ókvæða uppi. Samt sem áður hafði hlustandi það á tilfinningunni, að þarna væri þó a.m.k. nærri því maður að tala. En það var með engu móti hægt að finna með hina ráð- herrana. Forsætisráðherrann rausaði eins og góðlyndur, greindarlítill og óupplýstur ungl- ingur, Olafur Thors blaðraði eins og lélegur götuhornaprédikari og rataðist raunar aðeins eitt satt á munn: Hann líkti sjálfum sér við skottulœkni. Mun það orð að sönnu, að allt hans stj órnarstarf sé þjóðinni hættulegt eins og skottulæknir er heilbrigði manna háskalegur. Bjarni Benediktsson ætti að fara að taka ræður sínar upp á plötu. Það sparaði honum nokk- urt ómak, en sérstaklega gæti það veitt manninum þá ánægju, sem hann mun einn njóta, að hlusta á sig. Ræðan hefir verið status quo í a. m. k. 3 ár. En svo má ekki gleyma garm- inum honum Katli, Hermanni J ónassyni, landbúnaðarráðherra- Þessum sem ætlaði að brjóta nið- ur Ihaldið í landinu, uppræta fjármálaspillinguna í þjóðfélag- inu, koma á frjálslyndari stjórn- arháttum, kippa útgerð lands- manna í lag, siðbæta verzlunar- hættina o. s. frv., o. s. frv. Við umræðurnar s. 1. fimmtu- ’dagskvöld sagði hann þessi ljóm- andi orð: „Starf núverandi stjórnar er fyrst og fremst endurreisnar- starf!“ Jú, sér er nú hver endur- reisnin: í fyrsta skipti um mörg ár er atvinnuleysi hér í landi, verzlunarólagið er í algleymingi, iðnaðurinn er á barmi glötunar, útvegurinn í meiri úlfakreppu en nokkru sinni fyrr, dýrtíð meiri en dæmi þekkjast til áður í landinu, og allt er þetta þrátt fyrir það, að engin stjórn hér á landi hejir eins getað vaðið í peningum — ýmis gjafa- eða lánsfé — og þessi stjórn. Samt hafði sami rnaður — Hermann Jónasson — brjóstheil- indi til að reyna að telja þjóðinni trú um, að Laxárvirkjun, Sogs- virkjun og bygging áburðarverk- smiðju væri eitthvert meistara- stykki núverandi stjórnar. 011 þjóðin veit, að báðar virkjanirn- ar voru undirbúnar af fyrrverandi stjórn, og öll þjóðin veit líka, að þær og áburðarverksmiðja væru óviðráðanlegar framkvæmdir nú, ef Marshallfjár nyti ekki. Kannske eigi að þakka núverandi ríkis- stjórn eða öllu heldur H. J. hug- mynd Marshalls? Öll frammistaða ráðherranna minnti mest á öfugmælavísuna frægu: Séð' hef ég köttinn syngja á bók (Eysteinn) selinn spinna hör á rokk, (Bjarni Ben.) skötuna elta skinn í brók, ‘ (Ólaf Thors) skúminn prjóna smábandssokk. (Herm. Jónasson) Það var auðheyrt, að stjórnar- liðinu sveið sárt undan hnúta- svipunt Haralds Guðmúndssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og Hanni- bals Valdemarssonar- Beindist öll vörn þess að þeim, og hefðii það þó vel mátt telja Lúðvík Jósefsson með í andstöðuliði sínu, því að hans málflutningur bar af öðrum málflutningi kommúnista. Broslegast af öllu broslegu hjá stjórnarliðinu var þó ræða Björns Ólafssonar, sem var svar við ræðu, sem eftir var að flytja! Björn var sem sé svo hræddur við ádeilur Gylfa, að hann flutti ræðu gegn þeim, áður en þœr komu fram. Betur gat Björn ekki sannað, að liann vissi upp á sig skömm verzlunarokursins. En ofan á allar ófarir stjórnar- liðsins bættist svo það, að í því var óveðrahrollur. Það var því líkast, sem það byggist við vinslit um þá og þegar. Verði þau bráð- lega, sannast áþreifanlega spá vor í upphafi þessa stjórnarsamstarfs: „Eldi heitara brennur með' illum vinurn friður firnm daga. En þá slokknar er inn sjötti kemur, og versnar allur vinskapur." Sannleikurinn er sá, þótt hann sé ægilegur og viðurstyggilegur, að núverandi stjórnarsamstarf er samtök fjárplógsklíkna í þjóðfé- laginu til þess að fleyta rjómann orðið enn ríkari og hinir fátækari enn fátækari. En nú blasir þetta við: Að vori þrýtur Marshallaðstoðin. Hvað gerir ríkisstjórnin þá? Ríkis- stjórnin, sem EINGÖNGU hefir lifað á gjafa- og lánsfé þessu? Að þesssu spurði Haraldur Guð- mundsson stjórnina, og hún hvorki gat né vildi svara. Núverandi ríkisstjórn mun heldur aldrei ætla að svara þess- ari spurningu. Þegar Ólafur Thors og Hermann Jónasson, mennirnir, sem sífellt tala um karlmennsku, þegar þeir sjá, að þeirra bíður karlmennsku- verk, en ekki dollaraleikur, þá munu þeir renna af hólmi og fela vesaldóm sinn að baki kosninga- moldviðri, eða svo mun hernað- aráætlunin vera. Hitt er svo ann- að mál, hvort þjóðin lætur blekkj- ast. Hún getur nefnilega orðið þreytt á loddurum, svo er forsjón- inni fyrir að þakka. —> J, <— Ijót hrossahautt Svo sem menn hafa heyrt, hót- uðu forsætisráðherra, Steingrím- ur Steinþórsson, og fjármálaráð- hcrra, Eysteinn Jónsson, að fara úr ríkisstjórn, ef alþingi sam- þvkkti þá tillögu Gunnars Thor- oddsen o.fl., að bæjar- og sveitar- félög fengju ^4 af söluskattinum 1952. Þó var tillagan samþykkt við aðra umræðu fjárlaganna í neðri deild með atkvæðum Al- þýðuflokksmanna, kommúnista og flestra Sjálfstæðismanna- Nú spyr almenningur: Verður þetta endanlega samþykkt? Og ségja þá Framsóknarráðherrarn- ir af sér? Eða lætur Sjálfstæðið Framsókn „kúska“ sig? Alþrn. ætlar fyrir sitt leyti að spá þessum úrslitum: Sjálfstæðið lætur Framsókn „kúska“ sig í söluskattsmálmu gegn því að fá að „kúska“ SÍS í saltfisksölumálinu, þ.e. SIS fær ekki að keppa við SÍF um hinn ævintýralega hagnað af útflutn- ingi saltfisks. Auðvitað verður það Sjálfstæðið, sem fyrst og fremst græðir á þessum hrossa- kaupum. Thorsararnir fá að raka saman gróða á útflutningnum, en Eysteinn og Steingrímur „bjarga“ sæmd sinni. Þeir þurfa ekki að segja af sér. En þetta verður dýr „sæmd“. Bæjarfélög, sem eru að sligast undir fjárhagsvandræðum sínum, borga brúsann og útgerð hinna „óbreyttu", sem hvergi standa upp úr skuldum, borga líka brúsann, en að lokum er það svo ríkissjóður, sem verður að borga allt: Þ.e. hákarlarnir í SÍF hirða að lokum söluskattsgullið hans Eysteins og hlæja svo dátt að fávitringnum, sem þeim tekst svo ljómandi vel að gabba. Og svo þegar Marshalllánin eru uppétin, þá þykir loks tími til að standa upp úr ráðherrastólunum og freista þess að leika á þjóðina á ný í nýjum kosningum. Þannig mun þetta verða. En finnst ykkur þetta falleg hrossakaup, góðir lesendur, og lýsa landsföðurlegri ábyrgð? SALA SVALBAKS Togarinn Syalbakur seldi í gær afla sinn, 3625 kits, í Grimsby fyrir 11043 sterlingspund. lúðuveiðar vii Grœnland A gamlársdag verður dregið í happdrœtti Alþýðuflokksins. — Drœtti verður ekki frestað. Mið- arnir jást í fíókabúð Rikku og í Lúðuveiðarnar við Disko hafa veitt grænlenzkum fiskimönnum góða afkomu. Síðari hluta júlí- mánaðar kom kæliskipið „Græn- land“ til Disko og tók fullfermi af lúðu og strax á eftir annan farm- Loftskeytamaður á skipinu fékk frí í 3 daga og veiddi á þess- um dögum með félaga sínmn 180 lúður. Tveir bræður höfðu á ein- um mánuði afla fyrir sem svarar 42.000 ísl. króna. Tveir Græn- lendingar keyptu í sumar vélbát fyrir sem svarar 38.000 ísl. kr., og gátu þeir vegna hinna góðu aflabragða greitt bátinn upp í sumar. Upp á síðkastið hefir lúðuveið- in nokkuð spillzt af ósegjanlega mikilli þorskgegnd, sem hindrar lúðuna í að bíta á krókinn. (Víðir.) Yeiðar Norðmanna við Grœnland. Norðmenn segja, að það þurfi bæði duglega sjómenn og vel út- búin skip til þess að stunda veið- ar við Grænland, því að þær séu erfiðar, og sýni annars ekki góð- an árangur. Línuveiðarnar útheimta of mikla vinnu samanborið við af- raksturinn, og verður að stefna að því að breyta yfir til togveiða, sem sýnir áreiðanlega beztan ár- angur. Þetta er reynsla Norð- manna. ^ I sumar urðu þeir, sem stund- uðu línuveiðar við Grænland, að liafa Yj meiri útgerð til þess að ná sama árangri og í fyrra. Þetta var Lnuaflinn í ár minni en þá. Erlendu togararnir voru ný- tízkuskip, og sýnir það, að aðrar þjóðir (en Norðmenn) kunna að standa að þessum veiðum á rétt- an hátt. — Til þess að ná nokkrum árangri urðum við að vinna upp í 18 tíma á sólarhring, og það var erfitt starf. Strax og búið var að fá fullfermi, var haldið til Færeyingahafnar til að losa, og um leið og síðasti fiskur- inn var kominn upp, var haldið af stað aftur, segir norskur skip- stjóri. (Víðir.) Kaupfélagi verkamanna, matvöru- deild. * Meðal vinninga í happdrœtti Alþýðuflokksins eru: ísslcápar, Rafha-eldavélar, þvottavél, þvotta- pottar, saumavélar, hrærivélar, ryksugur, gólfteppi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.