Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.12.1951, Blaðsíða 1
Jólablað 1951 ÞORSTEINN ERLINGSSON Jól Ég veit þú segir satt. Við höldum jól. Við sjáum, eins ogvant er, nú um tima, hvað ból ogkól oghjól og skjól og sól er himnesk sending þeim, sem eiga' að rima. Nú kallar þetta hvella bjölluhljóð að horfa' d gamla leikinn, sem við kunnum, svo smjatta þeirfsem þykir vistin góð við þvœttiiuggu úr volgum blaðurmunnum. ...... .„ - . En svo var fagra friðarstjarnan þin; þann fögnuð vildir þú ég kœmi' að skoða; en gœtu' ekki' áhrif hennar sagt til sin, þó sigur hennar vceru fœrri' að boðaf Ég heyrði fyrrisegja sama flokk. frá sigri þeim, á m'órgum kirkjustólum; en skein hún ekki blítt á Bielostock með boð um náð og frið á síðstii jólum. Og hvar er sigur Krists um kristinn heim? Að kirkjum hans er enginn vandi að leita, en krossinn hans er orðinn einn af þeim, sem algerð þý og hálfa manndyggð skreyta. Og heldurðu yfir hugsjón þessa manns og heimsins frelsi þessir kaupmenn vaki, sem fluttu milda friðarríkið hans • • á f'ólva stjörnu' að allraskýja baki? Þar komst hún nóguhátt úr hugum burt og hérvarð eftir nógii tómur kliður, svo aldrei verði' ap'œðri jólum spurt og aldrei komist friðarrikið niður. ¦ ¦ ¦¦ ..... » Og dýpstu þránum drekkir spekin sú,. sem djúpið mikla þurrum fótum gengur og spennir yfir endaleysið brú með orðum, þegar hugsun nœr ei lengur; þvi rún úr geimnum engin önnur skin en eintóm núll úr köldum stjörnubaugum. .Nei, égvil lifa litlu jólin mín víð Ijósið það, sem skín í barnsins augum. Mér finnst þar inn svo friit og bjart að sjá, að friðarboðið gœti þangað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund dra bróðurríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skœr sem veslings kalda jörðin eigi' að hlýna; ég sé þar eins og sumár fœrast nœr, ég sé þar friðarkonungs stjörnu skína. 19. des. 1906.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.