Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 6
i8 DÝRAVERNDARINN tíö. Sumir bændur komust furöanlega upp á lag meS þaö, ár alls lærdóms, aö lijálpa ám, er svo bar undir. Annaö er þaö, aS svo getur viljaS til, aS tvæ- vetlur eSa þær ær aSrar, sem lamb fæSa hiS fyrsta sinn, vilji ekki sinna afkvæmi sínu, sýni því enga ást eSa umhyggju, heldur fullkomiS ræktarleysi. Komast aumingjarnir litlu þá ekki á spena og deyja innan skamms, einkum ef veöur er óhagstætt, nema því aS eins, aS einhver sé til eftirlits og einhverja hjálp aS fá. Fer oft svo um þessar ungu og óreyndu mæSur, aS móSurástin segi bráSlega til sín, er mannshöndin ihefir hjálpaS lambinu á spena. — Hjá öSrum ungum mæSrum getur þaS hent, aS alt lendi í svo óstýrilátum fögnuSi, umsvifum og snúningum, aS lambiS komist ekki á spena af þeim sökum. — Móöirin er aldrei kyr, snýst án afláts um sjálfa sig og lambiS, svo aS þaS nær ekki spenanum. Hana skortir alla reynslu og kann ekki tökin á því, aS „laöa barn aS brjósti". — Alt er eintómur fögnuöur yíir því, aS hafa eignast þetta undur-skrítna og vndislega kríli, sem bröltir þarna hjá henni og-er alt af aS detta, ef hún kenrur viS þaö, alt af aS leita aS einhverju og alt af aS dilla rófunni. — Geta þessir snúningar og urnsvif hinnar fagnandi móSur ha^glega orSiS til þess, aS líf smælingjans fjari út, ef enginn er viS iiöndina, sá er hjálpaS getur. Enn er þaS, aS fyrir getur komiö, aS ær beri á svo óhentugum stöSum, aS nýfædd lömbin falli í gjótur eSa polla, er þau freista þess aS fara á kreik. Hiö nákvæma eftirlit varS oft til þess, aS slíkum lömbum varS bjargaS frá dauSa. Komi þaS fyrir, aS ám gangi mjög erfiSlega aS fæSa eSa koma frá sér lambi, eru þess mörg dæmi, aS slíkar jóSsjúkar og sárlega þjáSar mæSur verSi fyrir heimsókn krumma og jafnvel lágfótu. Sé nú fæSing svo á veg komin, aS höfuS sé úti, er surtur vís til þess, aö sæta færi, er ærin hvílist milli hríöa, ráSast á fóstriS í buröarliönum og gæöa sér á tungu og augum. Hefir sá, sem þessar línur ritar, komiö þar aS meS öSrum, er krummi sat aö þessari iSju. Þóttu þaö ljótar aSfarir. En lifandi fæddist þó lamb - iS, undir eins og náSst hafSi annar framfótur þess, er skakt bar aS. — Var hinn dauSsæröi smælingi þegar borinn til bæjar, en móSirin elti, jarmandi og harmi þrungin, alla leiö heim aS bæjardyrum. Iiún var tekin og byrgS í húsi, en lambinu lógaS og fleg- iS í skyndi. SíSan var skinniS, meS kari og öllu sam- an, saumaS á tvílembing nýfæddan. AS því loknu var lambiS boriö til hinnar sorgbitnu móSur, en hún þefaöi af því í krók og kring, kumraSi nokkr- um sinnum, en ýtti því svo frá sér og hélt áfram aS jarma. Samt lét hún tilleiSast eftir litla stund og leyföi spenann nokkurn veginn tregöulaust. Var hún þá látin vera ein meS lambinu fram eftir degi. Og er aö var komiS, virtist hún hafa sætt sig viS þaS, sem orSiS var, og gefiö fósturbarninu ást sína. Engi vafi var á því talinn, aS ærin mundi hafa látiö líf sitt — eftir miklar og langvinnar þjáning- ar — ef henni hefSi ekki komiS hjálp. — Og sú lijálp var ekki tilviljun, þó aS hún kæmi aS vísu í síöasta lagi. Hún var einn þáttur þeirrar sjálfsögSu starfsemi, aS hafa sí-vakandi auga á því, hvernig ánum farnaSist um sauöburSinn. (NiSurl. í næsta blaSi.) Skot í bak og skaðabætur! ViS Nílar-ósa og í Nílar-hólmum, skarnt frá Alex- andríu, safnast jafnan saman aö vetrinum aragrúi ýmiskonar smáfugla — þar á meöal mikil mergS hrossagauka. Þarna er því tilvalinn staöur fyrir þá menn, sem leita sér yndis og dægrastyttingar í því, aö tortima og drepa — án tillits til hagnaöar eSa gagnsmuna á nokkurn hátt. Þegar smáfuglarnir höföu þreytt flugiö um óra- leiöir hafs og landa og voru sestir um kyrt, kom slæpingja-lýSur úr ýmsum áttum og ríkjum — og allur fansinn einna og sömu erinda : Þeir voru komn- ir til þess, aö drepa ihina fögru smá-vini. Og vitan- lega þóttist sá mestur, sem flestum sakleysingjum fékk í hel komiS. ----o--- Nú víkur sögunni til íbúanna á þessum slóöum. Þeir voru ekki allskostar ánægSir og hugsuöu sitt í leyni. Þeim var ekki sárt um fuglana. Fjarri því! Þeir máttu svo sem missa sig, greyin! En þá lang- aSi til þess aö geta hagnast eitthvaö ofurlítiö á glingur-skyttum þeim, sem ruSst höföu inn í land þeirra. Þeim fanst þeir ekki ofgóSir til aö borga eitthvaö lítilsháttar fyrir alt fugladrápiS. En hér var ekki hægt um vik: Aökomumennirnir hefSi sennilega leyfi yfirvalda til fugladrápsins. En eitthvaS varS aS gera. Og nú kom einhverjum

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.