Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 8
20 DÝRAVERNDARINN nokkuíS djúpt fyrir framan hamrana í Keldudals- ófærunni, einhverri hættulegustu annexiuleið á öllu landinu. Þá kom ólag og tók okkur út. Taskan slitn- aði frá. Eg „misti hempuna“ í sjóinn. ÁSur en varði var öllu skilað upp í fjöru. En hrollur fór um mig, að horfa út á sjóinn, þar sem eg hafði „siglt“ á raunverulegum sæfák: RifjuSust upp fyrir mér gamlar kynjasögur um nykur og særeiðar. ----o---- Hesturinn er hluti af manni sjálfum. Hesturinn ís- lenski á sinn veglega hluta af kirkjusögunni, svo aS glögt má heyra hófadyninn frá íslensku sögu- sviði. Um allar aldir hefir íslenskur þjóðarandi, gleði og fjör, ljóð og líf veriS á hestbaki: Allir þekkja snildarkvæði Einars Benediktssonar: Fákar. Hestavísur Páls Ólafssonar og fleiri góðskákla hafa veriS kjarni ferhendanna. Svipur íslensku kirkjunnar er í minnum þjóðar- innar tígulegur og bjartur, eins og hins hnarreista hests. Ljóminn af yfirreið biskupa, prófasta og presta hófst við það að glæsilegir menn komu í hér- uS á fögrum hestum, svo förin ein — hvaS þá annaS — þótti lyfting frá hversdagsleikanum. HvaS þa'S er tilkomuminna aS höfSingi lýSsins ferSast, lokaS- ur inni í bíl,séstekki lengur ! lungdæmi mínu heyrSi eg oft talaS um, hve glæsilegt hefSi veriS aS sjá sira Sigurð Gunnarsson á Val]>jófsstaS ríSa í hlaS meS föruneyti. Hann á sínum hvíta og fagra Grária. Þegar Skaftfellingar kvöddu sinn ástsæla prófast, Magnús Bjarnarson, föður síra Björns á Borg, gáfu þeir honum málverk af sjálfum honum á úr- vals gæSingnum, er hann átti lengi. Prófasturinn altýgjaSur á ferS yfir sandana. ----o---- Þess skal getiS sem gert er, þótt ,,aSeins“ skepna eigi í hlut. Eg er í svo mikilli þakkarskuld viS Reyk minn, aS eg gat ekki látiS harin liggja óbættan hjá garSi. SíSan hans misti viS, finst mér alt auS- ara og snauSara. Mér þykir nú glögt, aS miskunn guSs nær út yfir alt líf, i hvaSa formi, sem þaS birtist. LífiS verSur ekki nema sælla viS þaS, aS kærleikans- taugar umvefji sem flest, er andann dregur, aS bönd elskunnar tengist einnig milli manna og málleysingja. Æskan hefir aldrei nema gott af því, aS finna til meS dýrunum, sem strita fyrir okkur, lifa fyrir okkur. Gott er aS finna, hve dýrin geta elskaS okkur, hve þau eru oft trygSin og trúfestin einskær í okkar garS. Fátt er heilnæm- ara aS kenna börnum, en aS umgangast skepnurn- ar meS nærgætni og ástúS, því þær eru oft tilfinn- inganæmar. Þær vilja okkur vel; þótt varnaS sé þeim máls, er þeim oft í huga varnaSur og holl ráS til okkar, er viS ættum aS veita eftirtekt. Stundum varaSi Reykur mig viS hættum meS því aS gerast tregur. Eitt sinn fann eg, gagnvart honum, aS vel mættum viS mennirnir taka til okkar þessa áminn- ingu skáldsins, þegar um ]jarfasta þjóninn er aS ræSa: „Ef valds er ekki í visku’ og kærleik neytt, þaS verSur þeim, sem hefir þaS, til kvalar. ViS þann, sem enga vörn sér getur veitt, er voðasynd, ef gálaust þvi er beitt, og fyrir dómi drottins gegn oss talar“. ----o---- Alt tekur enda i jarSnesku lífi og yndi þess hverf- ur sem reykur. AS hallanda sumri fann eg aS leiSir vina myndu skiljast, er haustaSi aS. Hvernig átti eg aS ofurselja vin minn dauSanum? Eg gat ekki séS blóS hans, en aS vita hann lifa og stríSa, er fjör og kraftar dvínuðu, var mér óbærilegt. Eg á- kvaS því aS senda hann hinstu för aS heimili, sem mér þykir vænt um — í vinahendur. Eg fylgdi honum úr hlaSi. Átakanlegt var aS sjá litlu börnin mín kveSja hann og umfaSma. Þá gekk fram konan min og kvaddi hann heitum tárum. Eg fylgdi Reyk yfir fjörSinn aS Gemlufalli. ViS kvödd- umst hinstu kveSju þar niSri á túninu. Eftir þaS leit eg ekki til baka. Mér var þaS léttir, aS hafa eigi vitaS, seinast er eg kom á bak honum, aS þetta var í hinsta sinn —■ því aS kalliS kom óvænt fra Birni á Núpi, vini mínum, er tók viS honum. En hugró er mér þó mest, aS vita hvorki daginn né stundina, er Reykur minn dó, aSeins aS harin vai' ljósmyndaSur áSur. Þess vegna hvarflar aS mér þeirri hugsúri á stund- um, aS vinur minn lifi í glæstri höll hinumegin viS fjörSinn, svo sem sagnir hermdu um Barbarossa forSum. Sigurður Gíslason.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.