Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 6
42 DÝRAVERNDARINN hans góÖar undirtektir, og var ákveðið að stofna félagið og létu 37 stofnendur skrá sig í félagið þeg- ar á þessum fundi. Stjórnendur félagsins. í fyrstu stjórn hins nýstofnaða félags voru kosn- ir þeir, er hér greinir: FormaSur: Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri. Meðstjórnendur: Flosi SigurSsson, trésmiður, Jó- hann Ögm. Oddsson, kaupm., Otto N. Þorláksson og- Ingunn Einarsdóttir á Bjarmalandi. Þessi stjórn tók síSan forystuna um framgang dýraverndunarmálanna, og hafði hana á hendi næstu árin. Tryggvi Gunnarsson var formaöur félagsins til dauðadags, en hann andaðist í október 1917. Við formannsstörfum af honum tók Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri, sem einnig gegndi þeim til dauða- dags, en hann lést í júní 1926. Þá var kosinn for- ntaður sira Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestur, og gegndi hann starfinu til 1928, en baðst þá undan endurkosningu. Baldur Sveinsson, meðritstjóri Vísis tók við formannsstörfum af sira Ólafi Ólafssyni, en í febrúar árið 1929 var Þorleifur Gunnarsson, bók- bandsmeistari kjörinn formaður, og gegndi hann starfanum til ársins 1934, er við tók núverandi for maður félagsins, Þórarinn Kristjánsson, hafnar- stjóri. Allir hafa þessir menn unnið ótrauðir að fram- gangi félagsins, ásamt þeim mönnum, sem skipað hafa stjórn þess á hverjum tíma, og liefir starf fé- lagsins og félagsstjórnarinnar verið bæði mikið og margþætt, sem nú skal greina: Verkefni félagsins. Þegar Dýraverndunarfélag tslands var stofnað, var meðferð dýra hér á landi mjög ábótavant, og var þess full nauðsyn, að hafist yrði handa í því efni, að vekja menn af því sinnuleysi og hirðuleysi, sem þeir gerðu sig seka um i meðferð þeirra dýra, er þeir höfðu undir höndum. Að þessu kvað ekki frekar á einum stað en öðrum hér á landi, en flestir voru undir sömu sökina seldir, þótt heiðar- legar og ágætar undantekningar væru í þessu efni. Hér í Reykjavík var það einkum meðferð vagn- hesta, sem uml)óta þurfti, bæði að því leyti sem snerti hin daglegu störf þeirra, og einnig að hinu, hvað fóðrun snerti. Úti um landsbygðina hafði það hinsvegar þótt góður siður, að tefla á tæpasta vað um allan heyásetning, enda hefir fóðrun á kvik- fénaði til skamms tíma verið mjög ábótavant, þótt alt þetta hafi færst í hið betra horf, síðasta manns- aldurinn, og þó einkum eftir að félagið hóf starf- semi sína. Sá siður hafði beinlínis legið í landi, að bændur reyndu að draga fram lífið í sem fle'stu af fénaði yfir veturinn, í þeirri von, að heyin myndu hrökkva, en ef eitthvað hefir út af borið, harðindi og hagleysi, hefir það sýnt sig, að þessir menn hafa í rauninni „sett á guð og gaddinn", en er heyleysið heíir sorfið að, hefir aðeins verið um þrent að velja: horfelli, niðurskurð eða náungans kærleika. Fyrir aðgerðir Dýraverndunarfélagsins hefir mjög verið hert á öllu opinberu eftirliti, og varleg- ar sett á hey en áður tíðkaðist, og þar af leiðandi hirðing fjárins betri, enda afraksturinn notadrýgri vegna bættrar meðferðar. Þá má einnig geta þess, að um þetta leyti kvað mjög að útflutningi á hrossum, og var illa og ó- mannúðlega að þessum útflutningshrossum búið um borð í skipunum, og mátti ekkert út af bera, vegna hins illa aðbúnaðar, þar eð hrossunum var kasað niður í lestir skipanna, án þess að að tillit væri tek- ið til, hvort hætta mundi á að þau slösuðust eða dræpust, ef eitthvað bæri út af á sjónum. í samræmi við framanritað varð það því fyrsta verkefni félagsins, að beita sér fyrir lagasetningu um verndun dýra. Árangurinn af þeirri viðleitni eru hin núgildandi lög um dýraverndun frá 3. nóv- ernber 1915. í lögum þessurn er gert ráð fyrir, að reglugerð verði sett um aflífun húsdýra, og var sú reglugerð gefin út árið 1924. Þegar hér er komið sögu, legst loks niður hin ömurlegasta villimenska, sem haldist hefir við hér á landi, — hálsskurður á lifandi fénaði. Áttu þar flestir til sjávar og sveita óskifta sök, og svo voru menn fastheldnir við þennan óvana, að ef Dýra- verndunarfélagsj.ns hefði ekki notið við, og það haft forystu á hendi um útrýmingu hálsskurðar á fénaði, mundi með öllu óvíst, hvort honum væri nú útrýmt úr landinu, þrátt fyrir alla lagasetningu. Dýraverndunarfélagið tók að sér, meðan lög þessi og reglugerð voru að koma til framkvæmdar, að út- vega bæði hentugar helgrímur, og að annast kaup á fjárbyssum og skotum og dreifa þessu út til al- mennings, eftir því sem nauðsyn krafði, enda hefir félagið haft eftirlit með slátrun víðsvegar um land,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.