Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 8
44 DÝRAVERN DARIN N brotin eSa síöubrotin, og höföu oröið aö þola hin- ar mestu kvalir í flutningunum. Þaö var að vísu svo, að reglugerðarákvæði höfðu verið sett um þetta efni, en þeim ákvæðum var ekki framfylgt, enda veittar undanþágur frá þeim, en sumpart óhlýðnuðust menn þeim og liöfðu að engu. Dýraverndunarfélagið og eftirlitsmenn þess hafa nú komið því til leiðar í samvinnu við bifreiðar- stjórana, að milligerðir hafa verið settar á bifreiða- pallana, svo að betur fer nú um fénaðinn en áður og minni hætta er á slysum. Er þetta alt mikil bót frá því, sem áður var. Þá hefir félagið einnig látið sig útflutning hrossa miklu skifta og reynt að sjá um, að reglugerðinni um dýraverndun sé að öllu framfylgt. Að þessu hefir félagið unnið með óslitnu starfi í samvinnu við löggjafarvaldið og einnig'með því, að vinna almenning til samstarfs og heíir blað félagsins verið þar ötull málsvari. Þá hefir félagið einnig fylgt eftir öllum þeim kærumálum um illa meðferð á dýrum, sem til þess hafa borist, eða til hlutaðeigandi yfirvalda í hin- um einstöku héruðum. Það hefir einnig sýnt sig, jafnvel á hinum síðustu árum, að það veitir sann- arlega ekki af því, að félagið sé vel á verði gegn illri meðferð á dýrum, og mætti í því sambandi nefna, að jafnvel á sjálfu Alþingi hefir gætt til- hneigingar í þá átt, að ganga gegn starfi félags- ins og því, sem áunnist hefir, og mætti þar til nefna baráttuna um það, hvort leyft skyldi að eitr- að væri fyrir svartbak eða ekki, með því að talið er, að hann sé spellvirki í varplöndum. Þá má ennfremur nefna það, að nú upp á síð- kastið hafa á stöku stað verið bygð veghlið á þjóðvegum, sem eru þannig gerð, að þau geta haft hina mestu slysahættu í för með sér, í rauninni bæði fyrir menn og málleysingja. Hlið þessi eru þannig gerð, að í gegnum veginn er grafinn skurð- ur, tveggja metra breiður og alt að einn metri á dýpt. Yfir skurð þennan er síðan reft með sívölum járnpípum, með nálægt 8 cm. millibili, og er því auð- sætt, að hver skepna, sem leggur út á grind þessa, hratar niður í gegn um hana og stórslasast. Fyrir at- beina Dýraverndunarfélagsins mun þessum hliðum ekki verða fjölgað, en þau, sem fyrir eru, gerð hættulaus. Tryggvi Gunnarsson og Dýraverndunarfélagið. Svo sem getið var um í upphafi, var Tryggvi Gunnarsson bankastjóri fyrsti formaður félagsins, og það var engin tilviljun, að hann varð fyrir val- inu. Hann hafði á sínum tíma stofnað Þjóðvinafé- lagið, og var ávalt einn af aðalráðamönnum þess og forseti. Hann haíði, er Dýraverndunarfélagið var stofnað, gefið út blað um margra ára skeið, er hann nefndi Dýravininn, og hafði hann dreift blaðinu út með bókuin Þjóðvinafélagsins. Hafði hann þannig fyrstur manna hér á landi hafið bar- áttu fyrir bættri meðferð dýra og unnið þar mikið starf og gagnlegt. Er rit hans, Dýravinurinn, nú mjög fágætt og í háu verði, ef það er fáanlegt á annað borð. Tryggvi heitinn Gunnarsson var mikill hug- sjónamaður og gekk heill og óskiftur til allra verka. Hann var þjóðkunnur maður, enda einn af braut- ryðjöndum i verklegum framkvæmdum og hvers- kyns framtaki. Hann festi þá trygð við Dýra- verndunarfélag íslands, að hann ánafnaði því mest- allar eigur sínar, og hlaut félagið í sinn hlut, er skiftum búsins var lokið, kr. 52.091.00 í peningum og verðbréfum, en vegna þessarar ráðstöfunar Tr. G. hefir félaginu reynst kleift að starfa fram á þennan dag, enda er starf þess í framtíðinni all- vel trygt vegna þessarar ráðstöfunar. í skipulags- skrá þessa sjóðs, sem kallaður er Tryggvasjóður, er svo ákveðið, að næstu 20 árin frá því er hann var stofnaður, skuli heimilt að verja hálfum vaxta- tekjum hans til eflingar dýraverndunarstarfsemi hér á landi, en frá ársbyrjun 1940 er heimilt að verja öllum vaxtatekjunum í sarna augnamiði. Um siðustu áramót var sjóðurinn krónur 87.969,- 71, og hefir félagið nú yfir allmiklu fé að ráða, til þess að vinna að framkvæmd þeirrar hugsjónar og áhugamála, er það berst fyrir. Áhrifa Tryggva heitins Gunnarssonar hefir því ekki aðeins • gætt meðan hann var í lifanda lífi, heldur einnig að hon- um látnum, og á þann hátt, sem samboðinn er minningu hans. Aðrir sjóðir. Þá má ekki gleyma því, að ýmsir menn aðrir hafa gert sitt til að efla starfsemi Dýraverndunar- félagsins, bæði með því að gerast félagar og einn- ig með þvi, að styrkja starfsemi þess með beinum fjárframlögum. Þeirra allra verður ekki getið, sem

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.