Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 47 um er bannaS aS láta kindur sínar fara mannlaus- ar um götur borgarinnar. Fé Reykvikinga er haft í sérstökum giröingum utan bæjar haust og vor. Þaö fær ekki aS koma í hina miklu borg til ann- ars en aS deyja, eöa vera lokaS inni í húsum og tekiS á gjöf. All-margir Reykvíkingar eru „kindavinir* og vel sé þeim fyrir þaö.' Ýmsir þeir, sem hingaS flytj- ast úr sveitum, og umgengist hafa skepnur frá „blautu barnsbeini", hafa komið sér upp ofurlitl- um kindastofni, sér og sínum til gagns og gamans. — Til eru og þeir bæjarmenn — fæddir hér og uppaldir — sem hafa ytidi af því, aö umgangast skepnur, og hafa eigmast fáeinar kind- ur sér til ánægju. Er kindaeign Reykvíkinga í raun réttri miklu meiri en líklegt mætti þykja, eftir allri aöstöSu hér til sauöfjárræktar. Svo er talið, aS áriS sem leið rnuni bæjarbúar hafa átt á annað þúsund fjár, mestmegnis ær. en frá- leitt ltefir alt það fé veriö fóörað hér. Einhver grunur leikur á því, aö framtal hafi ekki veriö sem nákvæmast og aö fé Reykvíkinga muni hafa veriö heldur fleira en fram var taliö. Sauðfjár- eigendur eöa framteljendur hér í bæ éru og furðu- rnargir, munu hafa veriö 55 áriö sem leið, sam- kvæmt frumskýrslum, en kunnugir ntenn ætla, aö sú tala sé alt of lág. En livaö sem þvi líður, þá er þaö augljóst mál, aö „fjárhúsin“ hér i Reykjavik hljóta aö vera nokkuö mörg, þó aö lítiö beri á og þeim sé ekki mikill gaumur gefinn. Og því miöur mun þaö svo, aö eitthvað af þessum ,,kindakofum“ sé ekki sem ákjósanlegastar vistarverur. Hefir víst lítiö eöa ekkert eftirlit veriö meö því haft, hverskonar liús- næöi bæjarbúar ætla .fé sínu, en hver og einn lát- inn sjálfráður i því efni. Segja kunnugir menn, aö fé sé allvíða haft i afar-lélegum timbur-kofum, en heyjaforöinn ýmist undir sama þaki eöa þá i á- föstum skúr-garmi, oft og einatt óhæfilega hrörleg- um og gisnum. Þyrfti slikir kumbaldar aö hverfa hiö Ijráöasta og hæfilegri byggingar aö koma i staöinn. — Sé heyskúrarnir t. d. mjög gisnir, svo að hey gangi út milli fjala eða rimla, þarf ekki annaö, til þess aö alt fuöri upp og brenni, en að borin sé logandi eldspýta aö heyinu að utan. Og vitanlega þarf það ekki að vera gert í þeim til- gangi, að valda tjóni og þjáningum, heldur af ó- vitaskap eöa rælni. Getur þá hæglega farið svo, aö heyskúr og fjárhús brenni til ösku með öllu sam- an, dauöu, og lifandi, ef eldsins verður ekki vart i tæka tíð. í janúarmánuði s. 1. kviknaöi í heyi og húskúfa hér vestur í bæ og brunnu þar inni tvær sauðkindur. — Var ætlað, aö hugsunarlausir ung- lingar eöa hálfgerðir óvitar heföi valdiö eldkveikj- unni — með því aö bera logandi eldspýtu að skræl- þurru heyi, inn um gat eða gisinn vegg. — Það er í rauninni sjálfsagöur hlutur, aö eftir því sé litið ár hvert af opinberri hálfu, aö fjárhús Reykvíkinga og annara kaupstaðabúa sé í forsvar- anlegu lagi. Þau eiga aö vera traustar, bjartar og rúmgóöar vistarverur. Sé heygeymsla áföst fjár- húsi, þarf að gæta þess, að þar sé að öllu vel um búið. Það er ekkert við það unnið, að bíða átekta — biða eftir nýjum slysutn. Best að hefjast. handa nú þegar. Þetta verður aö gerast hvort sem er. Fiskur í brunnvatni. Svo bar til i fyrra eður hitt eð fyrra, er menn voru að bora eftir vatni nálægt Laser í Sahara, og voru komnir nokkura tugi metra i jörð niður, að alt i einu varð fyrir þeim vatnsæð, og urðu þeir fegnari en frá megi segja. Boruðu þeir nú lítið eitt til viðbótar og óx þá vatnið „um allan helming" og mjög skyndilega. Þeyttist upp úr borholunni með geysimiklu afli og kom heldur en ekki færandi hendi, ef svo mætti að orði kveða. í vatns-súlunni var nefnilega talsvert af bráðlifandi fiski og urðu verka- mennirnir meira en lítið undrandi, er þeir „fengu í soðið" með þessum hætti. Fyrirbrigði þetta er skýrt þannig, að þarna hafi menn hitt á neðanjarð- ar fljót, mikið að vatnsmegni og fult af fiski!

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.