Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1939, Síða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1939, Síða 8
56 DYRAVERNDARINN veginn, þó aö margt hafi aö sjálfsögön falliö, er verst gekk. Virðist því augljóst mál, samkvæmt reynslu þeirri, sem fengist hefir, aö hreindýrin hér á landi muni þola mikil harðæri og langvinna veðra- grimd, án þess að gefast upp í lifsbaráttunni. Úr- valið hefir haldið velli. — Þjóðin hefir nú búið við nálega óslitinn góðæris- kafla um hálfrar aldar skeið og mun engi ástæða til að ætla, að hreindýr liafi fallið sakir hungurs þann tíma allan. Samt hefir þeim fækkað, segja kunnugustu menn, og horfið gersamlega af sum- um stöðvum, svo sem Reykjaness-fjallgarði. — Á sjálfum Brúarciræfum er og orðið all-fátt um hrein- dýr, að því er Helgi kennari Valtýsson ætlar, en hann fór þangað i sumar sem leið einskonar rann- sóknarferð eða í hreindýraleit. Telur hann, að hrein- dýr þar á öræfunum muni nú vart niikið yfir 100, aö kálfum með töldum, en þó má vera, aö þau sé talsvert fleiri. Hann lætur ]iess getið, að þau fáu dýr, sem á leiö lians urðu, hafi verið mjög þroska- vænleg og bendir það ekki til þess, að stofninn sé að úrkynjast eöa búi við óhæg afkomuskilyrði. En þó að til kunni að vera eitthvað fleiri hreindýr, en þeir Helgi Valtýsson og félagar hans urðu varir viö, þá ínun þó litill vafi á því, aö ]ieim hafi fækkað til mikilla muna síðustu áratugina og að dregið geti að lokum þessarar dýrategundar hér á landi, ef ekki verður að gert, heldur látið reka á reiðanum eða fara sem verða vill. Engin ástæða virðist til aö ætla, að dýrin fari sér fremur að voða nú en áður gerðist, í vötnum eða á annan hátt, og enginn hefir orðið þess var, að sótt hafi komið upp í hjörðinni. —- En hvað veldur þá hinni miklu fækkun? Mundi ekki sennilegasta skýringin, að hún sé af manna- völdum ? Því er ekki að leyna, að ýmsar sögur liafa verið á gangi um það — alla ]Tá stund, er hreindýr hafa verið til hér á landi — hversu kajipsamlega sumir menn hafi að því unnið, að konia þeim í hel. Og þó að sumar þær sögur kunni að vera ýktar og í stíl færðar, þá eru aðrar skjalfestar og óyggjandi. Um eitt skeið var all-margt hreindýra á Reykja- ness-fjallgarði, sem kunnugt er, en nú er sá stofn aldauöa. Sáust dýrin iðulega í Bláfjöllum og á Hell- isheiði, i Hengli og Hengladölum, Grafningsfjöll- um og jafnvel á Mosfellsheiði. Rásuðu þau viða og tókust stundum ferð á hendur út í Strandarheiði og til Grindavíkur. Höfðust þau viö á öllum þessum stöðum, en fór sí-fækkandi. Árið 1899 sáust 15—20 dýr í hóp „við Bláfjöll" og 1903 rásuðu tvö fram- lijá ungum manni, sem sat undir vörðu i Svína- hrauni og batt skóþveng sinn. Um eða litlu fyrir 1920 sást hreindýr skamt frá Heiðarbæ eða Nesj- um og, mun það síðasta dýrið, sem sést hefir á þess- um slóðum öllum. Varð uppi fótur og fit, er frétt- in um dýrið barst hingað og langaði margan niann- inn ,,i þann sóma“, að mega koma því í hel. — 'Dýrið var skotið og ætla menn að þar hafi verið að velli lagður siðasti afkomandi þeirra hreindýra, sem slept var á land við Hvaleyri i Hafnarfirði' (1777 eða 1778). Ilafa gengiö margar hroðalegar sögur af hreindýramorðum á Reykjaness-fjallgarði, liæði fyrr og síðar, en ekki verða þær sagðar hér. Um rniðja öldina sem leið varð hreindýra iðu- lega vart á Hólsfjöllum, Þistilfjarðarheiðum, Mel- rakkasléttu og stundum á Langanesi. Er jafn vel svo að sjá, sem sumir menn norður þar hafi bein- línis talið ]iað sjálfsagðan hlut, að elta hreindýr og tortíma þeim, hvar sem því yrði við komiö. — Þess er m. a. getið í lýsingu Sauðaness-sóknar (1840), að þar sé unnin 5—6 hreindýr árlega. — Vestan Jökulsár á Fjöllum, á Mývatnsöræfum og Reykjaheiði var oft margt hreindýra. Fyrir vestan Skjálfandafljót, upp af Fnjóskárdal, var á önd- verðri síöustn öld mikill fjöldi hreindýra. Sáust þau oft þar á heiðunum hundruðum saman. Laust eftir miðja öldina (1855) sáust 30 dýr saman í flokki á Timburvalladal. En nú er cill þessi rnikla hagaprýði horfin fyrir löngu. — Veturinn 1852— 1853 voru drepin um 100 hreindýr á Melrakka- sléttu og 50 viö Mývatn. Og enn er þess að geta, að núirg hreindýr voru að velli lögð i Mývatnssveit veturinn 1854—1855. Haustið 1892 skutu tveir menn í Hrafnkelsdal 47 hreindýr. Vænsta dýrið hafði 185 punda kropp. Þetta er óneitanlega mikil blóðtaka og engin von til þess, að stofninn þyldi slíkt. Það, sem hér er sagt, eru aðeins örfá dæmi. Stundum geröu menn beinlinis út leiðangra „upp um heiðar og förguðu hverri skepnu, sem þeir náðu til.“ — Það var því enginn furða, þó að hreindýrunum fækkaði. er svona var að þeim búið. — Og þeim hélt áfrarn að fækka, eftir að þau vortt al-friðuð. — Hreindýr ertt góð í bú að leggja og kjötið herramannsmatur.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.