Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 6
Ö2 DÝRAVÉRNDARINN Hreinkálfarnir í Arnarfelli. Tilraun Matthíasar læknis Einarssonar. I. Fyrir tveim árum tók Matthías læknir Einarsson á 'leigu smábýlið Arnarfell í Þingvallasveit. Hefir búskapur þar löngum gengið misjafnlega, og stund- um hefir kotið staðið í eyði árum saman, sakir þess, að enginn hefir viljað við þvi líta til ábúðar. ■— í sóknalýsingu Þingvallaprestakalls (1840) segir svo um Arnarfell, en þá hafði enginn ábúandi fengist þangað uni sinn : „Arnarfell, útsunnan undir Arnar- felli, bygðist fyrir stuttu um fáein ár með lítilli hepni.“ Kotið var í eyði, er M. E. fékk' það til ábúðar og litlar horfur á, að það bygðist, jafnvel þó að landsdrottinn gerði litlar kröfur um eftirgjald. Mun leiga sú, er M. E. greiðir fyrir ábúðarréttinn, nokk- uru hærri, en venjulegt hefir verið að greiða af jörð- um Þingvallakirkju. Er því vel séð fyrir hag land- eiganda. í annan stað mun Arnarfell lengi bera vitni um stórhug M. E. og umbótaþrá, og kotið verða alt annað og betra, er hann víkur þaðan, heldur en það var, er hann tók við því. M. E. vill fegra og prýða kring unt sig og spar- ar hvorki til þess fé né fyrirhöfn. Hann vill að hver og einn leggi fram sinn skerf, léttan eða þung- an, til þess að gera landið betra og byggilegra. Hann vill búa í haginn fyrir þá, sem á eftir koma, og hugsar á lika lund og hinn ágæti maður, síra Björn í Sauðlauksdal: „Einhver kemur eftir mig, sem nýt- ur ....“-— Þannig hugsa afbragðsmenn allra alda og þjóða. M. E. er hneigðari fyrir framkvæmdir, en fjas og ráðagerðir. Og er hann hafði fengið Arnarfell gefa dýrunum jólagjafir. í vetrarhríðinni eigum vér einnig að muna eftir dýrunum. Þegar biblían lýsir því, hvernig friðurinn á að ríkja, þá bendir hún oss á skýra mynd, þar sem vér sjáum úlfinn húa hjá lambinu, pardusdýrið hiá kiðlingnum, kúlfa, ung ljón og alifé ganga saman og smásvein gæta þeirra. Þegar talað er um sigur jólanna og friðarríki mannanna, er dýrunum ekki gleymt. Bj. J. Fyrsti dagur kálfanna í Arnarfelli. Maðurinn á myndinni er Bertel Sigur- geirsson. til umráða, hóf hann þegar þá merkilegu tilraun, að stofna til hreinkálfa-eldis heima þar á kotinu. / júnímánnði slðastliðnum var flogið mcð fjóra korn-nnga hrcinkálfa að Arnarfelli í Þingvallasveit og hafa þeir verið þar síðan. Ritstjóri Dýraverndarans kom að máli við Matt- hias Einarsson og bað hann að segja lesöndum blaðs- eins eitthvað frá þessari nýstárlegu tilraun. Honum jrótti frá litlu að segja, en lét þó til leiðast. Fórust honum orð á þessa leið: II. - Eins og allir vita, sagði M. E., er dýralif hér á landi ærið fáhreytt og fáskrúðugt. Mér hefir fundist mjög æskilegt, ef hægt væri að gera það ofurlítið fjölhreyttara, m. a. með því að stofna til hreindýraræktar í sveitum. Þjóðin veit i rauninni lítið um hreindýrin hér á landi — þessi glæsilegu dýr öræfanna. Stofninn er vafalaust hraustur, svo að engin hætta mun á því, að dýrin beri með sér sóttir eða verði cðrum dýrum að heilsutjóni. Það er ekki eins og verið sé að sækja neitt til útlanda, þó að hreinkálfar sé teknir austur á Brúar-öræfum — eða annars staðar, ef til eru — og fluttir niður í sveitirnar. Vitanlega er ekki öllum jörðum svo far- ið um haglendi og annað, að þar geti verið um hreindýrarækt að ræða. En á mörgum jörðum, ekki sist ])eim, er að fjöllum liggja eða heiðaflákum, virð- ist niér til valið, að komið verði upp dálitlum stofni, til þess að auka fjölbreytni dýralífsins, þó að í smáu sé að visu, og til fegurðar-auka, ánægju og gagns- muna. Hreindýrarækt ætti og að geta orðið til þess, að bæta afkomu margra bænda, ekki síst þeirra,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.