Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Side 7

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Side 7
DÝRAVERNDARINN 63 sem á fjallajörðum bua eða nærri heiðalöndum, og hafa oft og einatt þrerígri afkomuskilyrði að ýmsu leyti en hinir, sem í lágsveitum Ima. Hreindýrakjöt er tali'cS herramannsmatur og húÖin er mikils virÖi (hreinbjálfi). Ætla eg, að margan bónda mundi muna um það, að hafa eitt eða tvö hreindýr i bú að leggja árlega. — Þá er eg hafði fengið umráð yfir fjallakotinu Arnarfelli — um nokkurra ára bil — kom mér i hug, að fá úr þvi skorið með dómi réynslunnar, hvort ekki mætti lánast, að taka unga hreinkálfa af ..móðurbrjóstinu" og ala þá upp á heimilum, á svip- aðan hátt og tíðkast hefir um ,,heimaganga“. Ein- hverjar tilraunir í þessa átt munu hafa verið gerð- ar, en allar mistekist. Annað var það, að hreindýr- um hefir fækkað stórkostlega hér á landi siðustu ár og áratugi, og óttast nú margir, að svo kunni að fara, að þau verði aldauða áður en langt um líð- ur, en ]>að þykir mér heldur óskemtileg tilhugsan. — Fengist veiðilcyfi, var næsta skrefið það, að finna mann, sem til þess væri trúandi, að sjá um hreinkálfa-veiðar þar austur á öræfunum. Eftir til- visan G-unnlaugs læknis Einarssonar átti ég tal við ríiann einn hér i bænum. Vigfús Sigurðsson. Hann er nákunnugur eystra og loað eg hann að vísa mér á mann á Fljótsdalshéraði eða Jökuldal, er vel væri til þess fallinn, að takast ferð á hendur upp á Brú- aröræfi — upp i ríki hreindýranna —, handsama þar fáeina hreinkálfa og hafa með sér í 1>ygð. Vig- fús skrifaði bróður sínum, Gunnari Sigurðssyni, og var hann beðinn að gera áætlun um, hversu mikið öræfa-leiðangurinn mundi kosta. Hann nefndi ein- Kálfarnir 10 vikna, Kálfunum gefinn mjólkursopi. hverja upphæð og varð að ráði, að hann tækist ferð- ina á hendur. — Leggur nú Gunnar af stað upp á öræfin (vor- ið 1938) og hafði eg áður fengið stjórnar-leyfi til ])ess, að veiða hreindýr til lífs, en ekki dráps. — Vorið var kalt og hrakviðrasamt. Gunnar fór á öræfin, er mánuður var af sumri, komst alla leið og náði tveimur eða þremur kálfum, en þeir dóu fljótlega. Árangurinn varð því enginn eða verri en enginn. — — Maður er nefndur Bertel Sigurgeirsson. Hann er sniiður og hafði unnið hjá mér. Hann er manna liðtækastur — „kann alt og getur alt“, eins og stund- um er að orði komist. —■ Einhverju sinni stakk hann upp á því, að fara austur og taka þátt x hreinkálfa- veiðunx eða stjórna þeim. Eg tók vel í það mál og var nú farið að bollaleggja um leiðangurinn, og einkum tekið til rækilegrar íhugunar, hvernig kálf- unum mundi verða haldið lifandi, er búið væri að handsama ])á, á hverju þeir skyldu nærðir og hvern- ig komið til mannabygða. — Um veiðiförina sjálfa vai'ð niðurstaðan sú, að fjórir menn færi á öræfin, auk Bertels, og tæki ])átt i veiðunum. Yrði sumir látnir gæta kálfa þeirra, er veiðast kynni, og hafast við á öræfunum um stund, en aðrir héldi heimleiðis, þegar að veiði lok- inni, en kæmi svo aftur og vitjuðu hinna, er hæfi- legur tími væri liðinn. Var hugmyndin sú, að ná kálfunum sem yngstum og fóstra þá í tjaldi fyrstu sólarhringana.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.