Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 8
64 DÝRAVERNDARINN — Þá var eftir aÖ ráða fram úr því, hvert vera skyldi fæði kálfanna, er ])eir væri komnir undir umsjá manna. VarÖ aÖ ráði að nota skyldi „Baulu- mjólk“, blandaða fjörefnum þeim (C og D), sem forgörðum fara við niöursuðu. Var mjólkur-megn- ið haft svo mikiÖ, að nægja mundi 6—io kálfum hálfs mánaðar tíma. Þá voru og pelar keyptir og „túttur“ eftir þörfum. — Eftir það leggur Bertel af stað og fer á skipi til Reyðarfjarðar, en þaðan um Fagradalsbraut að Egilsstöðum. — Leiðangursmenn á Brúaröræfi urðu ]iessir, auk Bertels Sigurgeirssonar: Gunnar Sigurðs- son, sem áður er nefndur, Friðrik Stefánsson á Hóli í Fljótsdal, og tveir menn aðrir. Lagt var af stað í 3. viku sumars, og voru í förinni 11 hestar alls — til reiðar og undir tjöld og annan farangur. Færð reyndist þung á öræfum og var snúið aftur til bygða. Biðu leiðangursmenn 10 daga, en lögðu ])á upp öðru sinni og farnaðist vel. Og áður en klukku- stund væri liðin, frá ]iví er þeir komust í færi við hreindýrin, höfðu ]ieir náð 5 kálfum. Dó einn þeirra litlu síðar (kvíga). Vildi nú svo óheppilega til, að ekki var nema ein kvíga eftir. Var þá enn reynt að ná í kálfa og náðist einn hreinn (tarfur). Honum var slept. ]jví að nóg var fyrir af hreinum (þrír). — Var nú farið með kálfana i tjöldin og húið um þá i stiu. Reyndust þeir fremur óværir fyrst í stað. Létu og heldur illa við „túttunni", er þeim var lioð- inn peli hið fyrsta sinn, en urðu hrátt rólegir — og þæg og þakklát „pelahörn". Á þessari mynd eru kálfarnir h. 11. I). 5 mánaða gamlir. Hafa þeir þrifist ágætlega og þyndust um rúmt pund á sólarhring að meðaltali, frá því er þeir komu suður (10. júní) og þar til seinl í ágúst, en siðan munu þeir ekki liafa verið vigtaðir. Dvöldust þeir Bertel og Friðrik á öræfunum hátt á aðra viku, en hinir þrir héldu þegar heimleiðis, svo sem ráðgert hafði verið. Urðu kálfarnir hrátt hressir í hragði og döfnuðu vel á „Baulumjólkinni" (með fjörefnunum). Var þeim „gefinn pelinn" á klukkustundar-fresti eða oftar fyrstu sólarhringana og var lystin í hesta lagi. AÖ deginum voru ]>eir tjóðraÖir úti fyrir tjöldunum, en stundum slept laus- um. Urðu þeir frelsinu fegnir um stund, hlupu oft- ast góðan spö!, en komu fljótlega aftur. Gerðust ]ieir nú mannelskir, og varð eigi annað séð, en að þéir yndi sér liið besta. Eftir ii eða 12 daga komu aftur leiðangursmennirnir þrír, er heim höfðu farið. Var nú haldið til hygða og kálfarnir látnir elta. Gekk ]iað ferðalag mjög að óskum. — Reyndust kálfarnir furðu-duglegir, en tóku sér. hvild annað veifið, og var þá dokað við. Vegalengdin úr tjald- stað til hygða er geysi-mikil. —• Frá Brekkn í Fljóts- dal voru kálfarnir fluttir loftleiðis suður hingað — að Arnarfelli i Þingvallasveit. Komu þeir þangað io. júní og munu þá hafa verið þriggja vikna eða þar uin liil. - Hreinkálfar þessir (4) hafa nú verið misseris- tima i Arnarfelli og dafnað prýðilega. Hafa ]>eir mestmegnis hafst við utan túns, en stundum komiÖ i kynnisleit heim að hænum. Verður ekki annað séð. en að þeir hafi unað vel hag sínum. Fyrstu 5—6 vikurnar var ]ieim gefin mjólk 6 sinnum á sólar- hring, alls 3ýý litri hverjum fyrir sig. Eftir þann

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.