Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Qupperneq 8

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Qupperneq 8
32 DÝRAVERNDARINN launahæfar og hve hátt þær skulu verBlaunaðar. ‘ — Stjórn sjóösins skipa „á hverjum tima sömu menn og sitja í stjórn Dýraverndunarfélags ís- Iands.“ —r Meö auglýsingu hér í blaÖinu í nóvembermán- uöi s.l. var heitiö tvennum verölaunum (50 kr. og 25 kr.) fyrir ritgeröir um dýraverndunarmál- efni og áttu þær aö vera komnar í hendur ritstjóra blaðsins fyrir lok marsmánaöar þetta ár. — Þátttaka reyndist sæmileg. Hefir stjórn sjóösins nú dæmt um ritgerðirnar og lagt þann úrskurð á, að ritgeröin Dýraverndun, eftir Guö- mund skáld Friðjónsson á Sandi, skuli hljóta fyrstu verðlaun, en önnur verðlaun liljóti ritgeröin Rekstr- ar og réttastörf, eftir Grím S. Norðdahl á Úlfars- felli í Mosfellssveit. Birtist ritgerð Guðmundar hér að framan, en ritgerð Gríms veröur, því miður, að bíða næsta blaös, er út mun koma í september n. k., að öllu forfallalausu. — Gert er ráð fyrir, aö kepni um verölaun úr sjóðnum íari fram árlega og vænt- ir stjórnin þess, að sem flestir ritfærir dýravinir taki þátt í henni. Verðlaunin eru ekki há aö vísu, en málefnið er gott og þykir miklu skifta, aö sem flestir góöir menn og konur taki til máls á þess- um vettvangi. Mun jafnan verða auglýst hér i blaðinu tneð nægum fyrirvara, hvenær verðlauna- ritgerðir skuli komnar í hendur réttum hlutaðeig- öndum. Áður en skilist er viö þetta mál að sinni, þykir rétt að láta þess getið, að stjórn „Dýraverndunar- félags Islands“ er þakklát hverjum þeim, er sendir blaðinu gagnlegar og vel ritaðar greinar um dýra- verndunarmálefni. En sakir þess, hversu rúm blaðs- ins er lítið, eru menn beðnir að gera sér far um, eftir því sem við verður komið, að rita ekki langt mál. Fjárhagur Dýraverndunarfélagsins er því miður ekki svo rúmur, að stjórnin sjái sér fært, að greiða ritlaun að öllum jafnaði. En fyrir afbragðs rit- gerðir mun höfundum þó verða þægt aö nokkuru, eftir þvi sem ástæður leyfa, þó að ekki sé um verð- launagreinar að ræða. — Fyrir ritgeröir Magnúsar fuglafræðings Björnssonar hér í blaðinu (,,Súlan“ og „Súludrápið í Eldey“) var t. d. greidd nokkur þóknun, enda mega þær teljast meö því besta, sem birst hefir í „Dýraverndaranum", vel ritaðar og mikilvægar að efni. Dýraverndarinn. Stjórn „Dýraverndunarfélags íslands“ hafði, sem mörgum er kunnugt, ráðgert að stækka blaðið til mikilla muna frá síðustu áramótum (úr 8 blöðum á ári upp í 12 blöð). En er styrjöldin skall yfir þótti bráðlega sýnt, að úr því gæti ekki orðið aö sinni, sakir aukins kostnaðar og yfirvofandi papp- irsleysis. Var nokkuð aö þessu vikið í febrúarblaði þ. á. og skal ekki endurtekið hér. — Það hefir nú farið svo, aö pappír hefir reynst fáanlegur að þessu. Hefir stjórn félagsins viljað láta lesendur blaðsins njóta þess eftir föngum og haft apríl- og maí-blöðin 12 síður í staö 8, hvort um sig, þrátt fyrir hækkaö pappírsverð og gífurlega aukinn prentunarkostnað. Þykir stjórninni og öðrum aðstandöndum blaðsins mjög leitt, að ókleift skuli hafa reynst aö fram- kvæma hina ráðgerðu stækkun, því að Dýravernd- arinn er alt of lítill og í raun réttri öldungis ófært, aö láta útgáfuna falla niður mánuðum saman ár hvert. Við það verður þó ekki ráðið, meðan alt er á hveríanda hveli og enginn veit hvað verða kann á næsta dægri. — En mjög væri æskilegt, að sem allra flestir og helst allir dýravinir legðist nú á eitt um þaö, að efla blaðið sem mest með góðum greinum og aukinni tölu skilvísra kaupanda. — Verð „Dýraverndarans“ er svo lágt, einar 3 krónur á ári, að engan munar verulega um þanu smá-skild- ing. — Tryggvi Gunnarsson, hinn ótrauði braut- ryðjandi dýraverndunar hér á landi, treysti konun- um hið besta í dýraverndunarmálunum og er þess að vænta, að þær láti nú brátt til sín taka. Mál- efnið er gott og vissulega samboðið öllum þeim, sem góðviljaðir eru og líknsamir. Ur »Hestavísum« Stephans G. Stephanssonar. En það er — og margt sem eg minnist ei á — svo myrkvað, að trauðlega veit eg, hvort manninn eg heldur í hestinum sá eða hestsál í manninum leit ég. Og dýrt yrði dóm á það leggja þeim dreng, sem er góðvinur beggja.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.